SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 16
16 1. ágúst 2010 F yrir fjórum árum setti 25 ára bandarískur kennaranemi, Stacy Snyder, ljósmynd af sér inn á samskiptavefinn MySpace en á myndinni var hún með sjóræn- ingjahatt að drekka úr plastglasi. Við myndina skrifaði Snyder: „Drukkinn sjó- ræningi.“ Þegar kennarar hennar upp- götvuðu myndina var þeim ekki skemmt. Þeir staðhæfðu að myndin væri ófagleg og að með henni væri Snyder að ýta undir drykkju fyrir augum ólögráða unglinga. Í framhaldinu neitaði háskólinn henni um kennaragráðuna og sá úrskurður var síðar staðfestur fyrir dómstólum. Ekki var tek- ið tillit til þess að myndin var tekin í frí- tíma Snyders né var horft til stjórnar- skrárvarinna réttinda hennar til tjáningarfrelsis þar sem hún hafði gegnt opinberri stöðu í æfingarkennslu á sama tíma og myndin birtist. Saga Snyders er ekki sú eina af því hvernig „sakleysislegar“ upplýsingar á netinu koma venjulegu fólki í koll. Í ný- legri grein í New York Times segir lagaprófessorinn Jeffrey Rosen frá 16 ára gamalli breskri skrifstofumey sem var rekin úr starfi eftir að hafa skrifað í vinnutíma á Fésbók að sér „leiddist full- komlega“. Hann segir líka líka frá 66 ára kanadískum sálfræðingi sem var hindr- aður í að fara yfir landamærin til Banda- ríkjanna og gerður útlægur þaðan ævi- langt eftir að netleit landamæravarða leiddi í ljós grein hans í sálfræðiriti þar sem hann lýsti tilraunum sínum með of- skynjunarlyfið LSD þrjátíu árum fyrr. Rosen lýsir því hvernig 75 prósent bandarískra ráðningarfulltrúa leita á net- inu að upplýsingum um þá sem hugsan- lega verða ráðnir. Þeir nota til þess leitar- vélar á borð við Google og skoða samskiptasíður, ljósmynda- og mynd- bandssíður, persónulegar heimasíður umsækjenda sem og blogg þeirra, twit- ter-síður og jafnvel leikjasíður. 70 pró- sent ráðningarfulltrúanna segjast hafa hafnað umsækjendum vegna upplýsinga sem komu fram við slíka leit. „Þetta er vel þekkt og hefur verið stundað í langan tíma,“ segir Guðberg K. Jónsson, verkefnisstjóri SAFT sem er net- öryggismiðstöð Íslands. „Við höfum mörg dæmi um það innan þess alþjóðlega net- verks sem við hjá SAFT störfum í. Og þetta mun halda áfram, jafnvel þó að sett verði lög sem banna atvinnurekendum að styðjast við upplýsingar sem safnað er af netinu við ráðningar. Þeir munu þá ein- faldlega finna einhverjar aðrar ástæður fyrir því að ráða ekki fólk.“ Aðspurður segist hann ekki hafa stað- festar upplýsingar um að slíkar upplýs- ingar hafi orðið til þess að fólk á Íslandi hafi misst vinnuna. „Hins vegar höfum við heyrt óstaðfestar sögur af því að fólk hafi ekki verið ráðið eða að það hafi lent fyrr en ella í niðurskurði á vinnustað vegna upplýsinga eða hegðunar á net- inu.“ Stóra eldhúsið á netinu Og slíkar upplýsingar leynast víða. Fés- bókarnotendur deila yfir 25 milljörðum upplýsingabrota í hverjum mánuði á heimsvísu og þar eru Íslendingar engir eftirbátar annarra. Samkvæmt frétt í síð- ustu viku eru þeir nú í öðru sæti yfir mestu Fésbókarnotendur heims því 60% landsmanna hafa stofnað slíkar síður. Eru þá ótaldar samskipta- og miðlunarsíður af öllu öðru tagi. Hin gríðarstóra netveröld gerir það að verkum að skyndilega þarf venjulegt al- múgafólk að hafa áhyggjur af hlutum sem hingað til hafa fyrst og fremst verið höf- uðverkur fræga fólksins. Hver sem er get- ur slúðrað opinberlega um hvern sem er fyrir utan allar myndirnar sem geta valdið áhyggjum, eins og hjá 26 ára konu frá Manhattan í New York sem í grein Rosens játar að óttast ekkert meir en að vera merkt inn á ljósmyndir á netinu. Þær gætu nefnilega komið upp um að hún á bara tvennskonar djammföt! „Við erum rétt að byrja að átta okkur á fórnarkostnaðinum við það hversu mikið af því sem við segjum og aðrir segja um okkur varðveitist fyrir allra augum til framtíðar í stafrænum gögnum,“ segir Rosen. „Sú staðreynd að netið virðist aldrei gleyma ógnar nánast tilveru okkar og getu til að stýra ímynd okkar; að varð- veita möguleikann á því að endur- skilgreina okkur og að byrja upp á nýtt; að komast yfir köflótta fortíð okkar.“ Sú fortíð gæti t.d. innihaldið brek á borð við það að sitja drukkinn fyrir fram- an skjáinn um miðja nótt og setja inn yf- irlýsingar á Fésbók eða bloggsíður, eða senda óviðurkvæmilega tölvupósta sem í alsgáðu ástandi notandans hefðu aldrei sloppið í gegnum nálarauga hans. Slíkar uppákomur eru nokkuð algengar ef marka má þá vinnu sem lögð er í að koma í veg fyrir þær. „Margar félagsnetsíður hafa sett upp próf sem eiga að koma í veg fyrir að menn séu að setja eitthvað á netið undir áhrifum, t.a.m. um miðjar nætur,“ útskýrir Guðberg. „Þau dúkka upp þegar Fortíðin sem fyrnist aldrei Netið gleymir aldrei, segir bandaríski lagapró- fessorinn Jeffrey Rosen. Þvert á móti koma kæruleysislegar upplýsingar um venjulegt fólk aftur og aftur í bakið á því í netheimum. Undir þetta tekur íslenskur sérfræðingur sem telur samskipti fólks í örri þróun um þessar mundir vegna netsins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is „Auðvitað er fólk fyrst og fremst að setja inn upplýsingar um vini sína á þessa vefi en það er ekki víst að m „Þegar einu sinni er búið að setja efni á netið og það er aðgengilegt öðrum, þá getur það verið í umferð á netinu að eilífu,“ segir Guðberg K. Jónsson. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.