SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Blaðsíða 13
N ýtt Ísland er risið í suðvesturhluta Þýska- lands, á milli Freiburgar og Strasbourgar, fullbúið með lundum, klettum og kunn- uglegum kirkjum. Europa Park er stærsti skemmtigarður Þýskalands og einn sá alvinsælasti í Evrópu, aðeins Disneyland í París stenst honum snún- ing. Garðurinn skiptist í fimmtán svæði með mismun- andi tækjum og skemmtunum og er hvert svæði kennt við eitthvert Evrópuland. Þannig er Frakklands-, Ítal- íu- og Spánarsvæði en frændur okkar á Norðurlönd- unum fá aðeins eitt sameiginlegt svæði, skandinavíska svæðið. Fyrir tveimur árum var síðan Íslandssvæðið opnað. Tækin og þjónustan er öll á einhvern hátt tengd farsælda fróninu. Íslenska kaffihúsið býður meðal ann- ars upp á laxabeyglur, kaffi og alls kyns meðlæti. Þorpið sjálft er í anda íslensks sjávarþorps, timburhús með til- búna kletta allt í kring. Fyrir þá sem vilja kaupa sér fatnað eða ýmsilegt skraut býður verslunin „Fallegur“ upp á eitthvað við þeirra hæfi. Fullyrða auglýsingapésar garðsins að gestum muni finnast sem þeir hafi skyndi- lega verið fluttir upp á þessa eyju heitra lauga, eldfjalla og goshvera. Aðalaðdráttarafl Íslands – í Europa Park-garðinum – er hinn rúmlega kílómetra langi rússíbani „Blue Fire Megacoaster“ sem opnaður var í fyrra. Á kafla er far- þegum hans þrýst aftur í sæti sín þegar hann rýkur upp í 100 km/klst úr kyrrstæðu áður en hann fer heilan hring í 40 metra hæð. Nýtt leiktæki bættist við í Íslandshluta garðsins í sumar og ber það nafnið Hvalaævintýri – busluferð- in. Þar er um að ræða nokkurs konar vatnsorrustu sem fer fram á fiskiskipum í tilbúinni höfn og keppast þátttakendur við að sprauta vatni hver á annan með vatnsfallbyssum. Fyrir yngstu kynslóðina sem ekki er nógu sjóuð til að taka þátt í orrustunni er vatnsleikjasvæðið „Lítill Ísland“. Þá er rússneski orkurisinn Gazprom með sýning- arsvæði þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér orku, framleiðslu hennar, flutning og nýtingu. Spurning er þó hver tenging olíu- risa er við íslenskan orkuiðnað sem gefur sig út fyrir að vera einn sá náttúruvænsti í heimi. Lundar tróna á klettunum yfir íslenska þorpinu. Kannski að þar sé hægt að spranga að vestmannaeyskum sið? Ekki fyrir lofthrædda. Rússíbaninn fer heilan hring í 40 metra hæð.Íslandsþorpið á að líkja eftir íslensku sjávarþorpi. Húsavík er líkleg fyrirmynd kirkjunnar sem hér sést. Er þetta Nýja-Ísland? Rússíbaninn nær 100 km/ klst á 2 sek- úndum. Sjóorrusta í Hvalaævintýri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.