SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 13

SunnudagsMogginn - 01.08.2010, Page 13
N ýtt Ísland er risið í suðvesturhluta Þýska- lands, á milli Freiburgar og Strasbourgar, fullbúið með lundum, klettum og kunn- uglegum kirkjum. Europa Park er stærsti skemmtigarður Þýskalands og einn sá alvinsælasti í Evrópu, aðeins Disneyland í París stenst honum snún- ing. Garðurinn skiptist í fimmtán svæði með mismun- andi tækjum og skemmtunum og er hvert svæði kennt við eitthvert Evrópuland. Þannig er Frakklands-, Ítal- íu- og Spánarsvæði en frændur okkar á Norðurlönd- unum fá aðeins eitt sameiginlegt svæði, skandinavíska svæðið. Fyrir tveimur árum var síðan Íslandssvæðið opnað. Tækin og þjónustan er öll á einhvern hátt tengd farsælda fróninu. Íslenska kaffihúsið býður meðal ann- ars upp á laxabeyglur, kaffi og alls kyns meðlæti. Þorpið sjálft er í anda íslensks sjávarþorps, timburhús með til- búna kletta allt í kring. Fyrir þá sem vilja kaupa sér fatnað eða ýmsilegt skraut býður verslunin „Fallegur“ upp á eitthvað við þeirra hæfi. Fullyrða auglýsingapésar garðsins að gestum muni finnast sem þeir hafi skyndi- lega verið fluttir upp á þessa eyju heitra lauga, eldfjalla og goshvera. Aðalaðdráttarafl Íslands – í Europa Park-garðinum – er hinn rúmlega kílómetra langi rússíbani „Blue Fire Megacoaster“ sem opnaður var í fyrra. Á kafla er far- þegum hans þrýst aftur í sæti sín þegar hann rýkur upp í 100 km/klst úr kyrrstæðu áður en hann fer heilan hring í 40 metra hæð. Nýtt leiktæki bættist við í Íslandshluta garðsins í sumar og ber það nafnið Hvalaævintýri – busluferð- in. Þar er um að ræða nokkurs konar vatnsorrustu sem fer fram á fiskiskipum í tilbúinni höfn og keppast þátttakendur við að sprauta vatni hver á annan með vatnsfallbyssum. Fyrir yngstu kynslóðina sem ekki er nógu sjóuð til að taka þátt í orrustunni er vatnsleikjasvæðið „Lítill Ísland“. Þá er rússneski orkurisinn Gazprom með sýning- arsvæði þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér orku, framleiðslu hennar, flutning og nýtingu. Spurning er þó hver tenging olíu- risa er við íslenskan orkuiðnað sem gefur sig út fyrir að vera einn sá náttúruvænsti í heimi. Lundar tróna á klettunum yfir íslenska þorpinu. Kannski að þar sé hægt að spranga að vestmannaeyskum sið? Ekki fyrir lofthrædda. Rússíbaninn fer heilan hring í 40 metra hæð.Íslandsþorpið á að líkja eftir íslensku sjávarþorpi. Húsavík er líkleg fyrirmynd kirkjunnar sem hér sést. Er þetta Nýja-Ísland? Rússíbaninn nær 100 km/ klst á 2 sek- úndum. Sjóorrusta í Hvalaævintýri.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.