SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Page 12

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Page 12
12 19. september 2010 Sunnudagur Arnar Eggert Thor- oddsen Mjólk- urfernuljóð: „Að vera ég“ Arnar Eggert Thoroddsen, 36 ára. „Ég á stundum erfitt með að vera ég/En það er samt gaman að vera ég/Þegar ég lít í spegilinn sé ég mig/Og það er ég“. Þriðjudagur Erna Kaaber kemst ekki hjá því að finna svona eins og örlitla ólgu í samfélaginu. Bryndís Ásmunds- dóttir Dóttir mín var að vakna, það fyrsta sem hún sagði var „góðan dag mamma mín viltu spila Rocky Horror?“ Miðvikudagur Þorvaldur Guðjónsson Marked for Death - Klassísk mynd með Steven Segal. Athyglisvert að fylgjast með jamaíska illmenninu Screwface fara á kostum. Er ekki frá því að þessi mynd sé sýnd á hverju kvöldi hérna í Jamaica. Hildur Friðriksdóttir setti bílinn í fyrsta sinn í skúrinn í gærkvöldi, steig í myrkrinu á hrífu og nær rot- aðist þegar hún skall á gagnaug- anu. Dúndrandi hausverkur í dag. Fésbók vikunnar flett Þ að yrði að sjálfsögðu á ýmsa vegu þægilegt að hafa núm- eruð sæti í bíóum á svipaðan hátt og það er þægilegt í leikhúsum. Hins vegar þarf maður að pæla í því að það eru gerólíkar upplif- anir að fara í bíó og í leikhús. Ef þú ert á leiðinni í leikhús, þá ertu oftast fín- klæddur, prúður og pantar miðann þinn langt fram í tímann. Það gerist mjög sjaldan að menn plana með miklum fyrirvara að fara í bíó, og einu skiptin sem maður flýtir sér í miðasöl- una er oftast þegar um stórmynd er að ræða. Ekki nema sé um einhverjar sér- forsýningar að ræða, þá ættu ekki að vera númeruð sæti í bíóum. Til dæmis er hætta á því að hópar fái ekki að sitja saman. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að þú ferð ekki á mynd til að tala við sessunaut þinn. Það er þó óneitanlega betra að hafa félaga sinn við hendi en einhvern ókunnugan. Númeruð sæti gætu líka drepið fíling- inn þar sem þú ákveður skyndilega að hoppa í bíó með félaga þínum. Það nenna ekki allir að gera ráðstafanir fram í tímann bara til að forðast smá biðröð fyrir sýningu. Við Íslendingar erum hvort eð er orðnir svo vanir þessum grimmu víkingaröðum og lif- um þær ávallt af. Gleymum því svo ekki hversu gríð- arlega gaman það er að geta skipt um sæti ef fólkið fyrir framan eða á bakvið lyktar illa, heldur ekki kjafti eða er bara með stæla almennt. Ég hef farið reglulega í bíó síðan ég gat labbað og ég get fullyrt það að menn þegja ekki alltaf þótt þeim sé sagt að gera það. Munurinn yrði að vísu enginn ef þú situr í ónúmeruðu sæti í pakkfullum sal. En ég tel reyndar líka að númeruð sæti gætu leitt til þess að menn verði enn kærulausari þegar kemur að mæt- ingu. Við erum þegar að mæta oftast akkúrat á slaginu til að slást um góðu sætin. Númeruð sæti myndu eflaust gera það að verkum að fleiri kæmu seint. Sumir myndu nýta sér þetta sérstaklega til að forðast það að horfa á auglýsingar og trailera. Hvernig haldið þið að það myndi bitna á tekjum bíó- anna ef áhorfendur eru ekki að sýna auglýsingum lágmarks áhuga lengur? MÓTI Tómas Valgeirsson kvikmynda- gagnrýnandi og bíófíkill Í slendingar hafa löngum verið braut- ryðjendur í að stórskemma kvik- myndaupplifunina. Ekki er nóg með að bíógestir séu „hitaðir upp“ með því heitasta af fm957, séu tilneyddir til þess að horfa á skjáauglýsingar með „frægu Íslend- ingunum,“ svo þeir séu undirbúnir fyrir sjónvarpsauglýsingarnar, sem eru for- smekkur að því sem koma skal; auglýsingar úr kvikmyndum. Nei, þegar myndin loksins hefst og kemst á einhvers konar flug, stansar hún, yfirleitt á versta tíma. „Luke, I am your father...“ Jæja, hléum étta. Þau geta séð við- brögðin hans þegar þau eru búin að kaupa sér bíóþrennu. En æ, æ. Nú langar okkur í popp (í háværum bréfpoka). „Hver á eig- inlega að passa sætin? Ég skal kaupa fyrir okkur bæði, þú passar sætin á meðan.“ Þetta er þó aðeins að því gefnu að sætin séu til staðar. Það telst nefnilega ekki ólíklegt að þegar bíógestir mættu á frumsýningu kvöldsins, að öngþveiti af fólki hafi verið við salinn með olnbogana á lofti, tilbúið til þess að DREPA. Þú sem ákvaðst að virða reglur hússins og fara í tvöfalda röð, þú færð ekki gott sæti. Það er satt að segja bara hlegið að þér, þ.e. ef þú lifðir af ferðina inn í salinn. Þú gengur upp að pilti á táningsaldri og muldrar eftirfarandi spurningu: „Fyrirgefðu, er þetta sæti frátekið?“ Táningurinn rannsakar þig og glottir en svar hans er: „Já, ég er með ALLA röðina.“ Það mætti biðja fólk um að sýna háttvísi. En einnig er raunsæ leið í boði: Númeruð sæti. „Væri það ekki eintómt vesen?“ spyrja einhverjir. Þetta er kerfi sem virkar alls stað- ar í heiminum. Þú myndir sitja heima á nátt- fötunum, ýta á nokkra takka og þá værir þú kominn með gulltryggt sæti sem þér hentar. Sjálfskipuðu viðskiptafræðingarnir benda á að bíóin myndu síður selja í fremstu bekkina. Ef ég fengi að ráða myndi ég rífa upp fyrstu 3 sætaraðirnar í flestum bíóhúsum landsins. Það mætti þó alveg selja ódýrara í þessi verri sæti, nú eða hreinlega verðlauna þá sem sætta sig við þau með litlum popppoka. Þeir sem eiga ekki kreditkort geta pantað sætin og sótt miðana í bíóið, x mörgum mínútum fyrir sýningu. Séu þeir ekki sóttir, eru þeir seldir. En hvað ef maður lendir fyrir aftan hávaxinn mann eða við hliðina á fífli? Þá færirðu þig, séu einhver laus sæti. Rétt eins og á ónúmeruðum sýningum. Hvernig ætli það sé að vera öryrki eða fatlaður og standa í þessum látum? Málamiðlun: Númeruð sæti á frumsýningar. MEÐ Óskar Arnarson kvikmyndaleikstjóri og hugsuður Á að taka upp númeruð sæti í kvikmyndahúsum? ’ Þú sem ákvaðst að virða reglur hússins og fara í tvöfalda röð, þú færð ekki gott sæti ’ Gleymum því svo ekki hversu gríð- arlega gaman það er að geta skipt um sæti ef fólkið fyrir framan eða á bakvið lyktar illa

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.