SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Page 15

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Page 15
19. september 2010 15 H ljómsveitin Amiina sendir frá sér aðra plötu sína á miðvikudaginn og fagnar útkomunni með veglegum tónleikum á Nasa um kvöldið en Sin Fang hitar upp. Hljómsveitin hefur stækkað, en tveir strákar hafa slegist í hóp með stelp- unum fjórum og með þeim hefur tónlistin tekið breyt- ingum. Nýja platan, sem ber nafnið Puzzle, ber því vitni en hún ætti að höfða til stærri áheyrendahóps en áður, eða að minnsta kosti hóps sem er auðveldara að ná til. Það er sungið á plötunni og lögin eru með kunnuglega uppbyggingu. Amiina er bundin strengjarótunum sterkum böndum en er orðin poppaðari hljómsveit og tónlistin er ekki eins viðkvæmnisleg. Amiina orðin hátíðarhæf Sveitin var að koma úr stuttri Evrópuferð þar sem hún spilaði m.a. í Berlín, á stórri tónlistarhátíð sem haldin var á hinum mikilfenglega Tempelhof-flugvelli, sem reyndar gegnir því hlutverki ekki lengur. Amiina hefur ekki átt auðvelt með að spila á hátíðum hingað til. „Það hefur verið erfitt fyrir okkur með öll þessi hljóðfæri,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir, sem svarar fyrir hljómsveitina í þessu viðtali. „Maður þarf að hafa svo hátt, það eru alltaf einhverjir fleiri að spila í kring. Það tekur langan tíma fyrir okkur að stilla upp og við þurf- um gott sándtékk en á hátíðum er það ekki í boði. Núna erum við búin að fækka hljóðfærum. Það er meiri elektróník og kraftur í tónlistinni. Við erum líka fleiri til að gera hlutina. Áður vorum við með 27 hljóðfæri, fjórar að reyna að spila allt, hlaupandi milli hljóðfæra í miðjum lögum,“ segir María og líkir hlaupunum við ballett og segir að þær hafi hreinlega þurft að kóreógrafa sviðs- hreyfingarnar til að rekast ekki á í miðju lagi. Hún taldi eitt sinn strengina sem sveitin þurfti að stilla fyrir tón- leika en þeir voru yfir 120 talsins og hafa því köld útisvið ekki verið heimavöllur Amiinu. „Það er öðruvísi að fá að spila á sama hljóðfærið í gengum heilt lag, því þá er hægt að njóta þess og komast í stuð og sleppa við að þurfa að hugsa um hvenær maður þurfi að skipta.“ Amiina spilaði á stærsta sviðinu á hátíðinni í Berlín og gengu tónleikarnir vel þrátt fyrir dúndrandi teknó- tónlist á nálægu sviði. „Við erum ekki klúbbaband ennþá, besti staðurinn fyrir Amiinu að spila er í lokuðu rými.“ Tónlist fyrir fjórar kynslóðir Aðspurð jánkar María Huld því að Puzzle sé poppaðari plata en fyrsta platan Kurr. „Þetta er alltaf spurning um hvernig maður fangar eyru fólks. Áður þurfti kannski að hlusta nokkrum sinnum á lögin okkar til að ná þeim,“ segir hún og samsinnir að nýja platan sé aðgengilegri. „Þegar við spiluðum fjórar komu jafnvel þrjár kynslóðir á tónleika, dóttir, mamma og amma,“ segir María sem segir að þær hafi líka frétt af litlum börnum sem heill- uðust af tónlistinni þannig að fjórða kynslóð áheyrenda var ekki komin á tónleikaaldur og sat heima. Tónlist Amiinu hefur því höfðað til stórs áheyr- endahóps. „Allt frá ungbörnum til eldra fólks en það er erfitt að ná til þessa hóps. Í þessu hefðbundna útgáfuferli popptónlistar miðast allt við hvernig hægt er að ná til ungs fólks, sem er virkt á netinu í einhvers konar sam- félagi,“ segir María, sem finnst gaman að tala til margra kynslóða í einu. „Það þýðir að tónlistin sé að einhverju leyti hafin yfir líðandi stund og sé tímalaus. Persónulega fyrir mig sem tónlistarmann finnst mér mikilvægt að geta lifað af tískubylgjur. Það er gaman að ná geta talað til breiðs áheyrendahóps,“ segir hún. Áskorun að ná til áheyrenda „Það er svo mikið af tónlist til og netið er svo mikill frumskógur. Stundum líður manni sjálfum eins og mað- ur muni eftir hljómsveit í mánuð og svo taki eitthvað annað við. Hraðinn í öllu er mikill en það er bara áskor- un.“ Platan er gefin út í samstarfi við Smekkleysu á Íslandi en áhersla er lögð á útgáfu á netinu hvað allan heiminn varðar. „Síðan tókum við þá ákvörðun að prófa að stýra útgáfunni í gegnum okkar eigin heimasíðu. Fólk getur keypt hana stafrænt á netinu eða pantað sér eintak þar,“ segir hún. Þó að platan komi út hér á miðvikudaginn fer hún í almenna sölu á netinu mánudaginn 27. september á vefnum Amiina.com en þess má geta að núna er hægt að hlaða niður ókeypis lagi af plötunni. „Heimurinn er að breytast. Sala á geisladiskum er orðin svo lítil og það er svo mikil fyrirhöfn og kostn- aðarsamt að gera diskinn og dreifa honum,“ segir hún um ástæðu þess að leggja svona mikla áherslu á net- útgáfu. „Ef eitthvað annað mun betra býðst, endur- skoðum við þetta. Við vorum lengi föst í samninga- viðræðum við plötufyrirtæki en fannst það ekki skila okkur neinu. Plötufyrirtækið vildi eiga höfundarréttinn að eilífu og taka svakalega stóra prósentu af hagnaði. Þá hugsar maður hvort maður geti ekki gert þetta sjálfur svo það sé ekki einhver milliliður að taka allar tekjurnar. Við þurfum að leggja meiri vinnu á okkur en vonum að það skili sér.“ Vilja losna við milliliðina Hún segir að þau séu að vinna að dreifingu í útlöndum en ákváðu að drífa í útgáfunni því fyrir höndum er tón- leikaferð um Evrópu þar sem Amiina heimsækir Írland, England, Belgíu og Ítalíu. „Við erum gjörn á að fara til Ítalíu að spila,“ segir María en Amiina á í góðu sambandi við tónleikahaldara þar. „Þeir hafa séð svo vel um okk- ur, haft mikinn skilning á tónlistinni og þörfum okkar og gáfu okkur svo góðan mat. Ítalía er góður staður fyrir okkur,“ segir hún og segir þetta dæmi um hversu miklu máli það skipti að vera í góðu sambandi við fólkið sem sveitin vinni með. María kýs ef mögulegt er að losna við milliliðina. „Það er svo leiðinlegt að koma á tónleikastað þar sem fólkið veit ekkert um mann. Það er meira gef- andi að vinna beint með fólki og finnast maður vera að vinna saman að verkefni, sem allir hafa ástríðu fyrir. Þess vegna viljum við líka gefa út sjálf og hafa enga milliliði. Þetta er líka fyrirbrigði sem er að stækka núna, „artist to fan“. Maður gerir tónlist og einhver kaupir þá tónlist af manni. Þetta er í rauninni eins og „beint frá býli“. Maður getur fylgst svo vel með og fær þannig beina umbun erfiðisins,“ segir hún og bætir við að hljómsveitin geti sömuleiðis tekið fleiri sjálfstæðar ákvarðanir. „Maður getur ráðið hvaða leið er farin og þarf ekki að fá einhvern til að samþykkja allt sem maður gerir og setja fjármagn í það. Sömuleiðis langar okkur til að efna til beins samstarfs við fleiri tónleikahaldara, að vinna beint með fólkinu sem er á staðnum í stað þess að vera með stóra skrifstofu sem sér um alla Evrópu,“ segir hún og játar því aðspurð að þetta sér meiri vinna en gef- andi eftir því. Hún líkir þessu við að kaupa pakkaferð með ferðaskrifstofu eða að skipuleggja ferð upp á eigin spýtur. „Við að gera þetta sjálfur lendir maður í svo skemmtilegum og óvæntum upplifunum og persónu- legri lífsreynslu en það er það sem við erum að sækjast eftir.“ Staður tónlistarinnar í neyslusamfélaginu Þetta hljómar eins og eitthvað sem tónlistarbransinn þarf á að halda. „Stórfyrirtæki eru að fara á hausinn og niðurhal á netinu er mikið. Enginn veit lausnina á því hvernig á að fá fólk til að borga fyrir eitthvað sem það getur fengið ókeypis. Núna er unga kynslóðin með laga- lista í spilurunum sínum og veit varla hvað hljómsveit- irnar heita,“ segir María, sem upplifir þetta sem ákveðið ábyrgðarleysi, að hafa ekki tilfinningu fyrir að það liggi vinna á bak við tónlistina. Tónlistin eins og annað er hluti af neyslusamfélagi og fjöldaframleiðslu nútímans, nóg er til af öllu. „Hluti af þróuninni til að snúa þessu við er að leyfa áhugasömum að taka meiri þátt, varpa einhverri ábyrgð á neytandann. Forritið sem við erum að nota í vefbúð- inni okkar umbunar viðskiptavinunum, þeir fá kannski eitthvað ókeypis og þeir sem eru duglegir við að benda vinum sínum á okkur fá líka eitthvað. Ég held að ungir tónlistarneytendur myndu vilja kaupa plötuna ef það er hægt á ódýran og auðveldan hátt. Maður sér fyrir sér að ef ábyrgðin er að einhverju leyti komin yfir á hinn þá verði virðingin fyrir vinnu tónlistarmanna meiri. Fólk Morgunblaðið/Ernir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.