SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Blaðsíða 31
19. september 2010 31 V eikt fólk er svo oft skemmtilegasta og glaðasta fólkið og líka mestu bar- áttujaxlar sem þú kynnist,“ segir Guðbjörg Magnúsdóttir í viðtali í Sunnu- dagsmogganum, en þessi unga og hugrakka kona syngur á styrktartónleikum Ljóssins 22. september. „Það er oftast ekkert annað í boði,“ bætir hún við. „Að sjálfsögðu myndast sérstakur andi, auðvitað er sorg. Fólk grætur mikið og margir fara í þunglyndi. Þetta er hræðilegt og ekki allir fá góða útkomu.“ Hún segist hafa lært í gegnum lífsreynslu sína að ekkert sé sjálfsagt í heiminum. „Það er ekkert sjálfsagt, ekki neitt, hvorki heilbrigði né ást. Ég hætti að hugsa að allt færi bara á besta veg. Ég hugsaði það kannski á einn hátt en maður verður líka að vera viðbúinn því að lífið hefur upp á margt að bjóða, líka mikla erfiðleika. Þetta í bland, að vera jákvæður og bjartsýnn, en að vera á jörðinni og vita hvernig lífið er, hjálpaði mér mjög mikið í að takast á við krabbameinið.“ Og hún vill láta gott af sér leiða inn í Ljósið. „Þarna er tekið á málefnum allrar fjölskyld- unnar,“ segir hún og útskýrir að krabbamein sé ekki einstaklingsmál. „Það er svo mik- ilvægt að fá meðferðarúrræði sem felst í einhverju jákvæðu eins og list, leikfimi, spjalli eða góðum mat. Þarna fær fólk skjól. Það veit enginn hvað það er að ganga í gegnum þetta fyrr en reynir á. Skjólið er stundum hjá fólki í sömu sporum.“ Skorin upp herör gegn óhollustu V erður Ísland fyrsta sjálfbæra landið í heiminum? Baldvin Jónsson, fram- kvæmdastjóri Áforms, sem undanfarin ár hefur unnið ósérhlífið starf við kynn- ingu og markaðssetningu á íslenskum matvælum í Vesturheimi, er sannfærður um að svo geti orðið. Eftir markvissa upplýsingaöflun víða um heim telur hann að fá ef nokkur lönd séu jafn vel á veg komin í þessu tilliti og Ísland. „Við uppfyllum allar reglugerðir og vottun löggiltra aðila, hvort sem um er að ræða sjálfbæra, lífræna eða náttúrulega vöru. Við eigum að einbeita okkur að framleiðslu gæða- matvæla. Þetta hefur svo sem margoft verið sagt áður en munurinn er sá að nú er virkilega lag. Heimurinn er að snúast í þessum efnum,“ segir Baldvin. Þarna hittir hann naglann á höfuðið. Heimsbyggðin hefur skorið upp herör gegn óholl- ustu, einu mesta meini okkar tíma, og vaxandi fjöldi fólks er reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir matvæli sé tryggt að þau hafi holl áhrif á líkamann. Ekki er lengur til siðs að tjalda til einnar nætur í þessari tilveru. Bandarísku forsetahjónin, Barack og Michelle Obama, hafa verið óþreytandi að vekja athygli á hollu líferni og varla er hægt að hafa kraftmeira fólk undir árum. Báturinn er að leggja í haf, ætla íslenskir matvælaframleið- endur ekki örugglega að vera um borð? Það er ekki bara Bandaríkjamarkaður sem er í húfi, heldur heimurinn allur. Samtalið við Baldvin í blaðinu í dag er hið fyrsta í röð samtala sem birtast munu á næst- unni undir yfirskriftinni „Betra samfélag“. Þar verður leitast við að bregða birtu á hug- myndir að því sem betur má fara í íslensku samfélagi. Einskonar naflaskoðun þjóðar. Ljósið veitir fjölskyldum skjól „Hvers konar klúbbur er þetta eig- inlega?“ Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um Evr- ópusambandið. „Enginn ráðherra eða þingmaður reyndi með nokkrum hætti að hafa áhrif á störf okkar eða niðurstöður okkar.“ Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis. „Ég hef hingað til getað trúað því að ég byggi í réttarríki, en þegar ég sé svona vinnubrögð þá efast ég um það. Mér finnst þetta forkastanlegt, al- veg forkastanlegt.“ Margrét Frímannsdóttir, fv. leiðtogi Samfylkingarinnar, um tillögu um að fjórir fv. ráðherrar verði dregnir fyrir Landsdóm. „Ég tel þetta algerlega frá- leitt. Þetta er svo alvarlegt að ég trúi ekki að fólk geri sér grein fyrir því hvað það er að gera.“ Margrét Frímannsdóttir. „Vegna þess að ég er ríkur.“ Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli hjá Manchester City. Balotelli lenti í árekstri og lög- reglumaður spurði hví hann væri með 5 þúsund pund (hátt í milljón kr.) í reiðufé í rassvasanum. „Til þess var þetta nú sett á laggirnar.“ Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra spurð hvort hún teldi að til- lögur um að fjórir fv. ráðherrar yrðu dregnir fyrir Landsdóm myndu róa al- menning. „Ég stefni á að það gerist innan tveggja, þriggja ára. Svona ef ég á að vera raunsær.“ Stefán Sölvi Pétursson, sterk- asti maður Íslands, segir ekki langt að bíða þar til Íslend- ingur verði á ný krýndur sterk- asti maður heims. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal sem varla fær staðist. Nefndin fékk víðtækar heimildir til að afla gagna. Það virðist hún hafa gert með fullnægjandi hætti. En þegar nefnd- armenn fóru að draga eigin ályktanir af gögn- unum risu þeir ekki undir verkefnum sínum. Jafnvel þótt þeir gætu ekki eftir lúsaleit fundið að einstaklingar sem þeir beindu rannsókn að hefðu brotið gegn neinum lagafyrirmælum eða reglum sem í gildi voru dugði það ekki til. Þeir ályktuðu í ýmsum tilvikum að menn hefðu þá að minnsta kosti brotið gegn hugdettum nefndarmannanna sjálfra! Slíkur fáránleiki hefði aldrei verið settur á blað nema vitað væri að slíkri þvælu yrði ekki hægt að áfrýja eitt eða neitt. Ofsamenn í dæg- urumræðunni myndu líka síður beina spjótum sínum að nefndarmönnum, sem þeir virtust óendanlega hræddir við, ef nefndin léti eftir sér að sletta að ósekju í þá sem bloggmenn hefðu á heil- anum. Og til að bæta gráu ofan á svart voru and- mæli þeirra sem hafðir voru fyrir heimatilbúnu ámæli nefndarmanna ekki prentuð með skýrsl- unni sjálfri, þvert gegn gefnum fyrirheitum nefndarformannsins. Þetta gerir það að verkum að Alþingi getur með mjög takmörkuðum hætti leitað leiðbeininga í skýrslur rannsóknarnefndar Alþingis. Það verður því sjálft að finna og rök- styðja þau ákæruatriði sem til greina eiga að koma. Landsdómur lifnar við En hvað sem öllu framansögðu líður þá hefur eitt breyst með framgöngunni á Alþingi. Landsdómur hafði eins og Þyrnirós sofið í heila öld. En nú minnir hann meir á Frankenstein sem óvandaðir vöktu til lífsins. Það varð lítt við hann ráðið eftir það. Augljóst er að fleiri mál hljóta því að koma til hans kasta. Icesave-málið kemur fyrst upp í hug- ann og það hefur þann kost í þessu sambandi að þar þarf ekki að fást við hvort athafnaleysi valdi sök. Þar liggja fyrir athafnir ráðherra sem gengu þvert á gildandi lög og beina stórkostlega hags- muni ríkisins. Því væri miklu meira vit að byrja á því máli. Laufin eru byrjuð að falla að hausti. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.