SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Side 33

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Side 33
19. september 2010 33 heyja á túnum, kindur uppi í fjalli og fólk að tína ber. Eftir sjóferðina var forstjórinn yfir ferskvörunni nánast með tárin í aug- unum, honum þótti náttúrufegurðin svo mikil,“ segir Baldvin. Lambassadorar bænda Þeim þótti raunar öllum mikið til landsins koma. „Ekki síst tóku þau eftir hjá bænd- um og sjómönnum hversu nátengt það fólk er náttúrunni og kann að umgangast auðlindirnar á skynsamlegan hátt. Bænd- ur eru landvörslumenn sem gæta þess að landið sé aðgengilegt, áhugavert og fallegt. Sjómennirnir eru sífellt að leita leiða til að nýta auðlindir hafsins sem best á sjálf- bæran hátt. Það mun ávallt verða umdeilt og á að vera það með lifandi og mál- efnalegri umræðu.“ Fyrr í þessum mánuði komu svo kaup- mennirnir sem kynna kjötið í verslunum í árlega réttarferð og ferðuðust um vest- urlandið í fylgd með Sindra Sigurgeirs- syni, formanni Landssambands sauð- fjárbænda, og Sigga Hall. Þar fóru menn á hestbak, heimsóttu bændur, fóru í réttir, borðuðu holla og ljúffenga kjötsúpu og kynntust störfum bændanna. „Þegar menn hafa náð þeim áfanga eru þeir krýndir sem „Lambassadorar“ íslensku bændanna. Það þykir mikill heiður,“ segir Baldvin. Tilgangur þessara ferða er að kaup- mennirnir fái tækifæri til að kynnast störfum bænda og sjómanna og gera um það efni sem þeir fara svo með til sam- starfsmanna sinna sem síðan kynna það fyrir viðskiptavinunum. „Þetta er afar far- sæl leið til að kynna land og þjóð á einfald- an og trúverðugan hátt og styrkir mjög orðspor landsins og afurða þess. Ísland er svo lítið land að við getum aldrei keppt á þessum stóra matarmarkaði. Þess vegna höfum við farið þá leið að segja sögu – söguna um íslenskan landbúnað og sjávar- útveg,“ segir Baldvin. Hann segir næsta skref geta verið að fara með íslenska bændur og sjómenn vestur um haf til að kynna vöruna sína í versl- ununum. „Það hefur lengi verið minn draumur að tengja saman fólk, framleið- andann og neytandann. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það myndi skila góð- um árangri. Íslendingar eru upp til hópa sagnamenn og Bandaríkjamenn eru á heildina litið opnir og spenntir fyrir góð- um sögum og fróðleik. Þetta fellur eins og flís við rass.“ Hópar manna frá bandarísku versl- anakeðjunni Whole Foods Markets (WFM), sem leggur ríka áherslu á holla matvöru, voru hér á landi fyrir skemmstu í því skyni að kynna sér hætti í landbúnaði og sjávarútvegi en keðjan er nú að auka enn frekar viðskipti sín við ís- lenska matvælaframleið- endur. „Þeir hjá Whole Foods Markets halda því fram að íslenska lambakjötið sé það bragðbesta í veröld- inni, sem er að mínu áliti ígildi gullverðlauna á Ólympíuleikum, og núna sýna þeir íslenskum sjávaraf- urðum vaxandi áhuga,“ segir Baldvin Jónsson. Nú er að hefjast sérstök kynning á ís- lenskum landbúnaðarvörum vestra og í framhaldinu verður lögð áhersla á sjáv- arafurðir í verslunum WFM. „Íslenski fiskurinn verður í boði, steiktur upp úr ís- lensku smjöri og skyr gefið í eftirrétt, fitu- snauður og hollur matur,“ segir Baldvin. Whole Foods Markets er ekki stór keðja á bandarískan mælikvarða en hún er eigi að síður með 320 smásöluverslanir og, að sögn Baldvins, mjög áberandi í umræðu um mat og matvæli. „Þeir eru alltaf að búa til nýjar línur og hafa lengi tryggt að eng- inn matur sem þeir selja sé óhollur. Núna eru þeir að taka næsta skref sem þýðir að allur matur hjá þeim hafi holl áhrif á lík- amann.“ Nánast með tárin í augunum Árið 2006 hófst þróunarstarf Áforms með Icelandic Group, einu stærsta fisksölufyr- irtæki heims. Tilgangurinn með starfinu er að selja upprunavottaðan ferskan fisk frá sjávarþorpum, vottaðan beint til neyt- enda undir íslenskum merkjum. Þetta þróunarstarf er nú að byrja að skila ár- angri og mun í vetur hefjast kynning á ís- lenskum sjávarútvegi. Af þessu tilefni komu fulltrúar WFM til Íslands í lok ágúst og var Baldvin á ferð hér á landi ásamt yfirmönnum allra fisk- og kjötdeilda fyrirtækisins. „Það var vel heppnuð ferð. Hópurinn ók í gegnum sveitir landsins og fór á sjó með línukörl- um frá Suðureyri, upplifði störf sjó- mannsins og sá afurðir bænda. Það vildi svo skemmtilega til að fjörðurinn var spegilsléttur þennan dag, bændur að Farið var með útsendara Whole Foods Markets í réttir á vesturlandi á dögunum. Morgunblaðið/RAX Ígildi ólympíugulls „Baldvin hefur unnið þarna algjört markaðskraftaverk,“ sagði Ingvar Eyfjörð, aðstoðarfor- stjóri Iceland Group, í Morgunblaðinu á dögunum en Baldvin hefur unnið við kynningu á íslenskum landbúnaðarvörum, sjávarafurðum og fleiru í Bandaríkjunum frá árinu 2006. Sjálfur segir Baldvin það kosta mikla fyrirhöfn að koma vöru á framfæri á þeim risa- markaði sem Bandaríkin eru. „Hér er samkeppnin gríðarlega mikil og barist um hvern bita. Það tekur því langan tíma að sanna sig. Það gerir málið líka snúnara að við erum bara með kjötið hérna einu sinni á ári. Til samanburðar hugsa ég að Loftleiðir hafi á sín- um tíma verið um tíu ár að ná fótfestu á markaðnum.“ Hann segir brýnt að vera vakinn og sofinn yfir verkefninu og hafa á því óbifandi trú. „Maður þarf stöðugt að „nudda“ og alltaf að vera til taks til að svara fyrirspurnum og er- indum. Öðruvísi gengur þetta ekki. Gæðin skipta líka höfuðmáli. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna gerir miklar kröfur til innflutnings matvæla enda vilja þeir vernda sinn land- búnað eins og aðrar þjóðir.“ Hefði Baldvin á sínum tíma verið sagt að starfið ætti eftir að taka svona langan tíma er hann ekki viss um að hann hefði tekið það að sér. „Ég hef kannski komið sjálfum mér mest á óvart. En með þolinnmæði, þrautseigju og þrjósku hefur okkur miðað áfram og núna erum við búin að ná fótfestu og byrjuð að njóta ávaxtanna. Nú er bara að byggja á þeim grunni. Draumur minn er að ná til 6% Bandaríkjamanna. Það er kannski ekki hátt hlutfall en eigi að síður milljónir manna. Það er býsna gott fyrir íslenska útflytjendur.“ Baldvin vill samt sjá enn meiri metnað meðal þjóðarinnar – það er að gera Ísland að fyrsta sjálfbæra landi heims. Hann telur eftir markvissa upplýsingaöflun víða um heim að mjög fá ef nokkur lönd eigi jafn stutt í land og Ísland. „En til þess þarf hugrekki, kraft, þol- inmæði, reynslu og menntun sem er til staðar og þá mun landið ekki einungis verða virt sem slíkt heldur líka hasla sér völl meðal heimsbyggðarinnar og verða upplýsingaveita og þjónustumiðstöð sjálfbærrar hugsunar á sem allra flestum sviðum samfélagsins.“ „Algjört markaðskraftaverk“ Betra samfélag Röð viðtala um hugmyndir að því sem betur má fara í íslensku samfélagi. Borðstofan Ísland. Baldvin seg- ir samlegðaráhrifin skipta sköp- um og brýnt sé að hinir ýmsu aðilar snúi bökum saman.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.