SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Qupperneq 39
19. september 2010 39 N orðlenskar kartöflur hafa yf- irleitt átt hug minn allan í byrjun september, þegar upp- skeran er í hámarki. Þess vegna finnst mér við hæfi að velta kart- öflum aðeins fyrir mér um leið og ég gef uppskrift að kartöflusúpu. Kartöflur eru sennilega það hráefni sem flestir Íslendingar þekkja og nota mikið enda eru þær fjórða mest ræktaða fersk- vara í heiminum á eftir hrísgrjónum, hveiti og maís. Kartöflur eru upprunnar í Perú og bárust til Evrópu með Spánverjum og Portúgölum á seinni hluta 16. aldar. Elstu heimildir um kartöflurækt í Evrópu eru síðan 1567 frá Kanaríeyjum. Í dag er kartaflan eitt af undirstöðuhráefnunum í evrópskri matargerð og Evrópubúar ásamt Ameríkönum eru helstu neytendur henn- ar en vinsældir kartöflunnar verða sífellt meiri í Asíu, enda er Kína nú stærsti kart- öfluframleiðandi heimsins með u.þ.b. fimmtug heimsframleiðslu. Kartöflurækt eða garðyrkja almennt var ekki algeng á Íslandi fyrr en á 19. öld en árið 1807 kom útsæði til Akureyrar sjóleið- ina frá Ameríku og kaupmaðurinn Hans Wilhelm Laver hóf kartöflurækt í Lækj- argilinu og þaðan breiddist ræktunin síðan út um Norður- og Austurland en þá var kartöflurækt orðin þekkt á Vesturlandi og Suðurlandi. Það er gaman að segja frá því að árið 1757 reyndi konungurinn Friðrik V. að fá Íslendinga til að rækta matjurtir, kál, kartöflur og fékk hann meðal annars sýslumenn til að fylgja eftir boðunum en lítið gekk. Hann ítrekaði bón sína ári síðar en varð ekki að ósk sinni. Gastronómísk tenging kartöflunnar er nánast einungis með tilliti til sterkju, en 30% máltíðar eiga að vera sterkja, til dæmis grjón, pasta eða kartöflur; þær eru ansi mikilvægur partur af vestrænum máltíðum og þá helst norrænum. En vel- gengni kartöflunnar á matarborðum nor- rænna þjóða verður sennilega útskýrð með því hversu vel hentar að rækta kartöflur landfræðilega og veðurfarslega saman borið við aðra sterkju. Kartöflur eru órjúfanlegur partur af matarvenjum Spánverja og Frakka en Ítal- ir eru ekki eins háðir kartöflum, sem skýr- ist líklega af vinsældum pasta þar í landi. Kartöflur voru lítt þekkt hráefni í asísku eldhúsi en sækja gríðarlega á þar; sam- keppnin er reyndar hörð enda hrísgrjón á heimavelli. Og ræktun talsvert erfiðari en í Vesturlöndum sökum hita og rakastigs. Framreiðsla á kartöflum á veitingastöð- um heimsins er oft mjög einhæf og hafa nokkrir þekktir veitingamenn lýst áhyggj- um sínum af þessu, t.d. sagði Santi Santa- maria, einn þekktasti veitingamaður Kata- lóna, að ef orðið kartafla kæmi fyrir á mat- seðli spænskra skyndibita- og fjölskyldu- veitingastaða væru það nánast undan- tekningarlaust djúpsteiktar kartöflur. Jamie Oliver, sem barist hefur fyrir betri skólamáltíðum á Bretlandseyjum, sagði að mikill fjöldi 12 til 13 ára Breta hefði aldrei bragðað kartöflur öðruvísi en stappaðar eða djúpsteiktar. Ferran Adria gerði grín að Spánverjum með því að elda þjóðarrétt Katalóna (Tortilla de patatas), eggjaköku með kartöflum og lauk, úr kartöfluflögum úr poka. Hann var valinn maður ársins í Katalóníu fyrstur kokka en veitingastaður hans hefur verið útnefndur sex sinnum besti veitingastaður heims. Ameríski kokkurinn Jerry Traunfeld, sem varð frægur á Herbfarm í Seattle, hefur áhyggj- ur af einstefnu í neyslu á Premier- kartöflum í Norður-Ameríku og nefnir einnig franskar, mús og bakaðar. Ég er nokkuð viss um að landinn velur innlendar kartöflur þegar hann verslar í stórmarkaðnum en ég er líka nokkuð viss um að fólk áttar sig ekki á að kartöflur á skyndibitastöðum eru nánast alltaf erlend- ar og það á ansi oft við í skólamötuneyt- unum. Kartöflu-lauksúpa Fyrir 4-6 manns 150 g blaðlaukur 150 g laukur 400 g kartöflur 25 g smjör 1 ¼ L vatn Salt, pipar og graslaukur 1 ½ dl rjómi Grænmetiskraftur 2-3 msk lint smjör 4 msk söxuð steinselja Aðferð Laukurinn og blaðlaukurinn skornir í teninga og þeir svitaðir í smjörinu. Kartöfl- urnar afhýddar og skornar í teninga, settar saman við og vatninu hellt yfir ásamt grænmetiskraftinum og rjómanum. Soðið þar til kartöflurnar eru meyrar, þá er súpan smökkuð til með salti, pipar, graslauk og smjörinu. Steinseljunni er stráð yfir þegar súpan er borin fram, það má einnig nota graslauk. Kræsileg kartöflusúpa úr smiðju Friðriks V., ekki þó konungsins. Konunglegar kartöflur Matarþankar Friðrik V. endaskarinn yfirleitt á töluverði iði. „Það er alltaf einn og einn sem endar uppi á borði.“ „Bandið hélt t.d. dansleik á Þjóðlagahátíð á Siglufirði í sumar þar sem dansgólfið var gjör- samlega spænt upp,“ skýtur Sigríður Ásta inn í og Jón Torfi heldur áfram: „Í fyrstu skiptin sem við spiluðum á Rósenberg vorum við með fordans- arahóp á okkar snærum og þá varð yfirleitt allt vit- laust um leið. Þetta er danshópur úr Kramhúsinu sem var með okkur í leiksýningunni og kann best við sig í undarlegum takttegundum, eins og sjö- skiptum, og nokkur laganna okkar eru þannig.“ Balkan eða dauði! Takturinn er ekki það eina sem er undarlegt í fari hljómsveitarinnar því klæðaburðurinn getur varla talist hefðbundinn, eins og appelsínugulir strúts- fjaðrakjólar, röndótt jakkaföt úr Kolaportinu og Sovétfánar bera með sér. „Búningar eru mikið áhugamál hjá mér, ég hefði kannski átt að verða leikbúningahönnuður,“ segir Sigríður Ásta, sem margir þekkja fyrir litríka hönnun undir merkjum Kitschfríðar í Kirsuberjatrénu. „Þetta snýst svolítið um að fara í hlutverk – mér finnst alla vega léttara að koma fram með svona gerviblómahaf á milli mín og áhorfenda.“ Það eru ekki bara tónleikagestir sem hafa fengið að njóta fjörmikillar tónlistar Varsjárbandalagsins. „Við höfum tekið að okkur alls konar viðvik og t.a.m. spilað í brúðkaupum og við önnur tækifæri. Það klikkar aldrei því þetta er svo mikil dansmúsík – algjör gleðibomba þótt það séu líka mjög tregafull móment inn á milli,“ segir Jón Torfi og Sigríður heldur áfram: „Í fyrra vöktum við t.d. ráð- stefnugesti kl. hálfátta um morgun þegar ráð- stefnuhaldarar vildu hrista upp í fólkinu með kröftugri meðölum en kaffi. Við mættum í morg- unmatinn á hótelinu og þegar gestirnir komu svefndrukknir niður til að fá sér rúnnstykki vökn- uðu þeir allhressilegar en þeir áttu von á.“ Sveitin fær tækifæri til að hrista upp í fleirum á næstunni því hún spilar á a.m.k. þrennum tón- leikum síðar í mánuðinum, á Factory laugardaginn 18. september og á Rósenberg helgina á eftir. „Síð- an erum við búin að taka upp a.m.k. hálfa plötu og ég held að næst á dagskrá sé að koma henni út,“ segir Sigríður. Jón Torfi getur svo vel hugsað sér að bera boð- skapinn víðar. „Við höfum mest gaman af því að spila og það er svo sem alveg sama hvar það er gert. Hins vegar væri ekkert leiðinlegt að fara eitthvað austur á bóginn, eitthvað lengra en austur fyrir fjall – austur til Evrópu kannski. Það væri náttúrlega snilld.“ – Nú, á bara að sigra heiminn? „Já, helst,“ svarar Jón Torfi glottandi. „Með hælkrók.“ Sigríður kinkar kolli: „Balkan eða dauði!“ ’ Í fyrra vöktum við t.d. ráð- stefnugesti kl. hálfátta um morgun þegar ráðstefnu- haldarar vildu hrista upp í fólkinu með kröftugri meðölum en kaffi. Sigríður í gerviblómahafinu. „Það er svo mikil lífsgleði í þessari tónlist og alveg ómögulegt annað en að hrífast með.“ Hallur leggur allt í bassaleikinn. E.t.v. „Oj!“ eða „hey!“ hjá Karli. Jón Torfi þenur lúðurinn af kappi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.