SunnudagsMogginn - 19.09.2010, Síða 42
42 19. september 2010
H
vað er svona merkilegt við þennan Jim
Jarmusch!
„Ummm …,“ segir Dagur Kári Pétursson
og veltir vöngum, en bara örlítið augna-
blik.
„Hann er að mínu mati einn merkasti núlifandi
kvikmyndaleikstjórinn. Og erkimynd hins sjálfstæða
kvikmyndagerðarmanns. Hann hefur alla tíð verið
harður á sínum prinsippum og aldrei vikið frá þeim;
sama á hverju hefur dunið og hvaða tilboð hafa bor-
ist, þá hefur hann alltaf haldið sínu striki. Og hann er
fyrirmynd sjálfstæðra kvikmyndagerðarmanna.“
– Jarmusch er fastagestur í aðalkeppni kvik-
myndahátíðarinnar í Cannes, en hefur aldrei fengið
tilnefningu til Óskarsverðlauna. Hann heldur sig
meira á jaðrinum?
„Já, hann hefur haldið sig kirfilega frá meg-
instraumnum þó að hin síðari ár hafi hann notið hylli
almennings í ríkari mæli en áður. Það var Broken Flo-
wers sem sprengdi utan af sér og varð vinsæl bæði í
Bretlandi og Bandaríkjunum og víðar í heiminum.
Áhorfendahópur hans stækkaði mjög við það.“
– Hvað olli því?
„Ég veit það ekki. Ég hugsa að það hafi bara verið
vegna þess að hann notaði mjög þekkta leikara, var
með Bill Murray í aðalhlutverki,
Sharon Stone og Tildu Swinton.
Þetta eru fræg nöfn. Og já, svo
hét myndin Broken Flowers og
það var skrifað með bleiku. Ég
hugsa að það hafi gert útslagið.“
– Hvað einkennir kvikmynda-
stílinn?
„Hann skapaði sér snemma
algjöra sérstöðu út frá kvik-
myndastíl. Stranger than Para-
dise, sem margir halda að hafi
verið fyrsta mynd hans, en það
var önnur myndin, var skotin í
svarthvítu og hver sena er að-
eins eitt skot. Myndin er ekkert
klippt nema á milli atriða. Stíll-
inn er mjög einfaldur, hreinn og
tær, og minnir á lestur teikni-
myndasögu í dagblaði – hann er
svo klipptur og skorinn. Jar-
musch hefur alltaf haldið sig við
þessa línu, þótt það sé ekki í
öllum myndunum sem hvert at-
riði er eitt skot. En í hverri uppstillingu vandar hann
valið og það er ekki klippt nema nauðsyn beri til,
engir óþarfa effektar eða stælar, allt hefur sinn til-
gang.“
– Hvaða kvikmyndir eru í uppháhaldi hjá þér?
„Það var ákveðin vakning að sjá Stranger than
Paradise og hafði mikil áhrif á mig. Svo er Mystery
Train í sérstöku uppáhaldi. Þar nær hann einhverju
flugi, sem höfðar ótrúlega sterkt til mín. Það er ekki
ein saga, heldur fimm stuttar sögur, sem tengjast
saman með einum byssukalli. Og það er sérstaklega
einn kafli, þar sem Joe Strummer og Steve Buscemi
leika, sem eru 20 mínútur sem eru fullkomnar fyrir
mér.“
– Night on Earth var einnig samsett úr mörgum
sögum?
„Já, Jarmusch hefur nýtt sér það margoft að segja
sögur. Í stað þess að kvikmynd sé frásögn frá upphafi
til enda, þá er hún margar smærri frásagnir sem
tengjast.“
– Og honum tókst að draga upp sæmilega trúverð-
uga mynd af lífinu í Finnlandi í kaflanum sem hann
leikstýrði?
„Það er nánast eins og hann sé að gera grín að [Aki]
Kaurismaki, sem gengur frekar ýkt til verks. Hann
trompaði það, þannig að þetta er
eins og paródía á Kaurismaki.“
– Þið eigið það sameiginlegt að
leggja ríka áherslu á tónlist í
myndum ykkar?
„Já, Jim er að upplagi tónlist-
armaður. Hann spilaði í hljóm-
sveit áður en hann lagði fyrir sig
kvikmyndagerð. Það er einkenn-
andi hvað tónlistin er vel heppn-
uð í myndum hans og hann fer
oft frumlegar leiðir, eins og þegar
hann fékk rapparann RZA til að
gera tónlist við Ghost Dog og
notaði egypskan djass í Broken
Flowers. Hann hefur unnið með
Tom Waits oftar en einu sinni og
tónlistin úr myndum hans hefur
oft öðlast sjálfstætt líf. Að mínu
mati er hann algjör meistari í
notkun tónlistar og líka í kvik-
myndatitlum, því mér finnst allar
myndir hans bera ótrúlega flott
og skemmtileg nöfn.“
Dagur Kári
segir að
Mystery
Train sé í
sérstöku
uppáhaldi.
Morgunblaðið/Golli
Allt
hefur
sinn
tilgang
Jim Jarmusch er heið-
ursgestur RIFF, alþjóð-
legrar kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík.
Dagur Kári Pétursson
hefur fylgst grannt með
ferli leikstjórans og
lýsir honum í stuttu
samtali.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Jim Jarmusch er „erkimynd hins sjálfstæða kvikmyndagerðarmanns“.
Kvikmyndir
SUBMARINO
Ég er mjög spenntur að sjá
nýjustu mynd Thomas
Vinterberg. Gagnrýn-
endur virðast sammála
um að með þessari mynd
snúi hann loks aftur af
skrykkjóttri fjallabaksleið
sem hófst með „It’s All
About Love“ og í kjölfarið
fylgdu nokkrar myndir
sem hlutu lítinn sem eng-
an hljómgrunn meðal
áhorfenda eða gagnrýn-
enda. Í Submarino beitir
Vinterberg fyrir sér harð-
kjarnaraunsæi og vinnur
með ungu og óþekktu
hæfileikafólki. Ný leik-
araandlit eru leidd fram á
sjónarsviðið og handrits-
höfundar og kvikmynda-
tökumaður eru líka að
stíga sín fyrstu skref.
ÞÚ ERT EKKI ÉG
Það er sjaldgæft að eiga
þess kost að sjá þessa
kvikmynd þar sem Sara
Driver og Jim Jarmusch
leiða saman hesta sína.
Myndin er tilraunakennd
og ber sjálfsagt tíðarand-
anum í New York árið
1981 fagurt vitni.
DOWN BY LAW
Þótt ég sé búinn að sjá
þessa mynd ótal sinnum
gríp ég hvert tækifæri sem
gefst til að horfa á hana á
stóra tjaldinu. Tvímæla-
laust ein af þeim kvik-
myndum sem urðu þess
valdandi að ég ákvað að
fara út í kvikmyndagerð
sjálfur. Jim Jarmusch
sannar hér að það er hægt
að vera listrænn og bráð-
fyndinn í einni og sömu
myndinni. Í „Down By
Law“ hittir Jarmusch á
einhvers konar kvik-
myndalega óskastund:
Tom Waits, John Lurie og
Roberto Benigni allir í
þvílíku banastuði og allt
gengur upp.
LIMITS OF CONTROL
Þetta er
eina mynd
Jim Jar-
musch sem
ég á eftir
að sjá.
Myndin
hefur fengið mjög blendn-
ar viðtökur og fólk virðist
ýmist elska hana eða hata.
„Broken Flowers“ sló í
gegn um allan heim og allt
í einu var Jarmusch orð-
inn „mainstream“.
Kannski er þetta tilraun
hans til að hreinsa borðið
og komast aftur „un-
derground“?
THE GENIUS WITHIN
– THE INNER LIFE
OF GLENN GOULD
Glen Gould er persóna
sem gæti lesið símaskrána
og maður sæti dolfallinn
og fylgdist með. Klikkaðri
og meira brennandi út-
geislun er vart hægt að
hugsa sér og í því sam-
bandi ber að taka orðin
„klikkaður“ og „brenn-
andi“ algerlega bók-
staflega. Ég er því afar
forvitinn að sjá hvert þessi
nýja heimildamynd leiðir
mann.
MEÐ HANGANDI HENDI
Segir sig algerlega sjálft.
UPPI Á HÁALOFTI
Ætla að fara með dóttur
mína á þessa mynd og
vona að hún verði ekki
fyrir álíka áfalli og síðast
þegar við fórum í bíó og
hljóðið var svo yf-
irgengilega hátt stillt að
við þurftum að flýja í of-
boði og reyna að ná söns-
um aftur yfir vöfflu á
Mokka.
BRIM
Nýjasta mynd Árna Óla er
algjört möst. Það er ekk-
ert grín að vera um borð í
ryðguðum togara þar sem
áhöfnin er skipuð leik-
urum Vesturports. Sem
annar höfundur tónlistar
myndarinnar er ég búinn
að sjá hana mjög oft og get
lofað mögnuðu og
spennuþrungnu and-
rúmslofti.
Dagur Kári
mælir með