Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
É
g byrjaði að synda um
sumarleyti en svo fór mað-
ur að færa sig yfir í vet-
urinn og nú er maður allan
ársins hring í þessu. Ég prófaði
þetta svolítið þegar ég var krakki og
þá aðallega þegar ég ferðaðist við
Garðskagann. Það er svo fallegur
sjórinn þar að maður heillaðist af
honum. Svo bý ég ekki langt frá
Nauthólsvíkinni og langaði alltaf að
skreppa í sjóinn þar. Loksins lét ég
verða af því og hef eiginlega verið
forfallinn síðan. Ég hef synt hér um
landið svolítið og úti líka en það er
eitthvað við sjóinn sem kallar á
mann aftur og aftur,“ segir Bene-
dikt. Benedikt segir fólk eiginlega
vera að byrja í sjósundi á hverjum
degi og láti því ekki aftra sér að
koma að vetri og prófa þó svo að
flestir byrji að sumri.
Einn til tveir eftir
Gjarnan byrja vinnustaðahópur,
saumaklúbbur eða annar fé-
lagsskapur á að koma saman og eftir
verður síðan einn eða tveir sem
halda áfram. Margar litlar grúppur
synda saman í Nauthólsvík en Bene-
dikt er í hópi 10 til 12 manns sem
hittist þar nánast alltaf á sömu tím-
um þrisvar í viku og hefur synt sam-
an í á annað ár. Þannig hefur mynd-
ast skemmtilegur hópur sem hittist
líka utan sundsins. Þau hafa farið 17
saman og synt um í Stykkishólmi í
sumar á stað sem heitir Búðanes og
er að sögn Benedikts einhver falleg-
asti staður sem hægt er að synda á.
Einnig hefur hópurinn synt við
Garðskagavita, Seltjarnarnes og
Helguvík á Álftarnesi.
Þola kuldann vel
„Það er mjög háð hita og ein-
staklingum hvað maður er lengi út í.
Við erum þarna tvö sem þolum þetta
sérstaklega vel og nú um daginn
þegar sjórinn var 1,5 eða 1,7 gráða
vorum við í 15 mínútur út í. En þetta
er ekki ráðlegt nema fyrir þá sem
eru mikið vanir og þekkja sjálfa sig
vel. Í svo langan tíma er líka mikil-
vægt að halda sig mjög nálægt landi
því ef eitthvað gerist þá gerist það
hratt. Annars held ég að nánast allir
geti synt sjósund þó ég hafi aðeins
varað þá við sem eru veikir fyrir
hjarta að tala alla vega við lækni áð-
ur en þeir prófa. Síðan á það sama
við um alla, að fara varlega, passa
sig og fylgja hlutunum vel eftir. Sjó-
sundið hefur orðið afar vinsælt upp á
síðkastið og ein helsta ástæðan fyrir
því er sú að fólk er að uppgötva hvað
sjórinn er góður. Svo hefur verið góð
fjölmiðlaumfjöllun um þetta og þeg-
ar ég synti Ermarsundið í fyrra
vakti það gríðarlega athygli og strax
í kjölfarið fylgdi sprenging í vin-
sældum. Loks má ekki gleyma því
að í Nauthólsvík er afskaplega gott
fólk sem tekur á móti okkur. Þau eru
ekki strandverðir í þeirri merkingu
að vera lífverðir okkar en þau hugsa
vel um okkur og aðstaðan er mjög
góð,“ segir Benedikt.
Synti 61 kílómetra
Undirbúningur fyrir
Ermarsundssundið var mikið, þrjár
æfingar á dag í heilt ár og aldrei
undir 30 km á viku sem var synt.
Vegalengdin sem Benedikt synti var
61 km og tók það hann 16 klukku-
tíma og eina mínútu. Hann segir
sundið vera það lengsta sem hann
hafi synt. Áður hafði hann synt sex
klukkutíma sund frá Reykjavík til
Hafnarfjarðar og í Nauthólsvíkinni
eitt sinn í sex klukkutíma. Einnig
hefur hann synt Drangeyjarsundið
og mörgum sinnum til Viðeyjar og
gert allt það helsta hér í grennd við
Reykjavík. Í sumar synti Benedikt í
hópi fólks milli allra eyjanna fimm
norðanvert við Reykjavík og í land.
Einnig synti hann með fjórum fé-
lögum sínum frá Árskógsströnd til
Hríseyjar.
Ósmurð til sunds
Margir ímynda sér að sjósund-
kappar beri á sig ósköpin öll af feiti
áður en synt er af stað en þetta segir
Benedikt nú hafa lagst af. „Það er til
að fólk beri á sig feiti á núningsfleti
til að fá ekki sár, til dæmis í handar-
krikann, í nárann, rassinn og þess-
um flötum sem núast. En það er liðin
tíð að bera á sig átta til níu kíló af
ullarfeiti eins og gert var í gamla
daga. En að bera á sig til að fá ekki
sár hefur ekkert að gera með kuld-
ann. Stærsti hlutinn af þessu er að
vinna einhver verk og þola kuldann.
Sumir gera aldrei neitt annað heldur
en að rétt hlaupa út í, beygja sig nið-
ur og svo upp aftur og það er allt í
lagi. Öðrum líkar þetta ofboðslega
vel frá fyrsta degi og geta synt nán-
ast endalaust í sjónum. Það verður
hver og einn að finna hvað hentar
honum. Sjálfur er ég mjög hrifinn af
sjósundinu og þegar maður hefur
synt að sumri í klukkutíma þá fylgir
þessu einhver vellíðan sem er ekki
hægt að lýsa og maður verður að
upplifa. Þetta er eins og einhvers
konar víma sem fylgir manni fram á
næsta dag og kallar mann til sín aft-
ur,“ segir Benedikt.
Unglegri húð og frísklegri
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvort saltur sjórinn fari ekki illa
með húðina á sundfólkinu. Benedikt
segir því öfugt farið, öllum sem hafi
prófað þetta beri saman um að þeir
fái góða húð af þessu. „Ég get sagt
fyrir sjálfan mig að ég er með frekar
grófa húð en stóð mig að því mjög
oft fyrsta árið sem ég synti að
strjúka á mér handleggina af því
þeir voru svo mjúkir. Húðin mýkist
og verður öll unglegri og frísklegri.
Annað sem fólki sem gerir þetta eitt-
hvað af ráði ber saman um er að
þeim er alltaf heitt. Sama hvernig
veður er, fólk hættir að velta veðrinu
fyrir sér en er alltaf heitt. Ég sef
bara með lak á sumrin þannig að
hitastillirinn breytist og maður þolir
bæði hita og kulda betur. Það er
ekkert af þessu rannsakað en þetta
er mín tilfinning og okkar sem eru
saman í þessu,“ segir Benedikt.
Hraustur hópur Benedikt Hjartarson syndir hressandi sjósund ásamt góðum hópi fólks í Nauthólsvíkinni allan ársins hring, sama hve kalt er úti.
Sundgarpar í sjóvímu
Morgunblaðið/RAX
Til hafs Benedikt og sjósundshópur hans stefna hér ótrauð til móts við ískaldan sjóinn.
Benedikt Hjartarson er
einn helsti sjósunds-
garpur Íslands. Hann hef-
ur synt sjósund í ein fimm
ár en stundar líka fim-
leika og fótbolta ásamt
því að fara á skíði. Bene-
dikt segist vera mikill
íþróttaáhugamaður þó
hann hafi engan áhuga á
að horfa á íþróttir, bara
taka þátt í þeim.
»Misjafnt er hvernig
fólki líkar sjósundið
og verður hver og einn
að finna það sem honum
hentar best.
Skipulegðu nýtt ferðaár
með Útivist
Ferðaáætlun Útivistar
er á utivist.is
Laugavegi 178, sími 562 1000, www.utivist.is