Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 16
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
É
g vil að aðrir fái að upplifa
vellíðan eins og ég fæ að
gera á hverjum einasta
degi á þessu mataræði,“
segir Auður Ingibjörg Konráðs-
dóttir matreiðslumaður sem rekur
heimasíðuna heilsukokkur.com.
Sjálf hefur hún verið grænmetisæta
í 17 ár en hún segir að það hafi verið
erfitt í fyrstu að breyta um mat-
aræði. „Ég neyddist til að breyta
um mataræði því ég fékk ofnæmi
fyrir fiski. Ég var alveg græn í
þessu, labbaði inn í heilsubúð þar
sem ég hringsnerist um sjálfa mig
og fór svo út með tvö epli því ég
vissi ekkert hvað ég átti að kaupa.
Síðan nýt ég góðs að því að vera
kokkur þannig að ég er búin að vera
með tilraunaeldhús allar götur síð-
an og ég finn mikla breytingu á
sjálfri mér. Svo sé ég fólk sem er í
nákvæmlega sömu sporum og ég
var í fyrir 17 árum og þá var enginn
til að leiðbeina.“
Mikill upplýsingabanki
Auður heldur því alls kyns nám-
skeið þar sem hún kennir fólki að
matreiða hollan mat. „Ég er með
nokkrar tegundir námskeiða og þar
á meðal eru námskeið um heilsu-
drykki, verkleg námskeið þar sem
fólk getur komið og fengið að
spreyta sig og matreiðslunámskeið
þar sem er stiklað á stóru í hollu
mataræði og þar fjalla ég líka um
lífsstíl, hvaða áhrif matur hefur á
okkur og svo framvegis,“ segir Auð-
ur sem hefur haldið námskeið um
hollt mataræði í fjögur ár. „Það er
líka hægt að panta mig heim fyrir
hópa eða fjölskyldur. Ég hef verið á
svona mataræði í 17 ár þannig að
það er kominn ansi mikill og stór
upplýsingabanki sem er bara verið
að miðla úr.“
Finn mikinn mun
Auk þess að hætta að borða fisk
fyrir sautján árum hætti Auður líka
að borða kjöt stuttu síðar. „Ég fann
mjög fljótt að ég þoldi kjötið ekki
heldur. Ég varð að hætta að borða
fisk strax sem ég var ekki ánægð
með því mér fannst fiskur svo góð-
ur. En kjötið tók ég út smátt og
smátt og gerði mjög hægar breyt-
ingar að öðru leyti en ég fann mjög
fljótt mun á mér. Núna er ég mjög
sátt við að sleppa fiski og er ekkert
að ergja mig á því enda sé ég að það
var í raun blessun,“ segir Auður og
bætir við að hún hafi mjög gaman af
því að finna nýja grænmetisrétti til
að elda. „Það er svo mikið úrval og í
raun miklu meira úrval núna en
þegar ég byrjaði á þessu fæði. Fyrir
mér er þetta leikur, ég hef gaman af
þessu og þannig á það að vera. Mað-
ur á að leika sér að matnum. Það er
hægt að borða yfir sig af grænmet-
ismat án þess að verða illa saddur
eins og maður varð alltaf af kjöt-
máltíðum. Það er náttúrlega mis-
jafnlega staðgott en það er mjög
einfalt að búa til rétti sem eru mjög
saðsamir og maður lifir á í ein-
hverja klukkutíma.“
Góð ráð og fróðleikur
Aðspurð hvaða ráð Auður gefi
þeim sem vilji breyta um mataræði
segir hún nauðsynlegt að borða
hreinan mat og forðast aukaefni.
„Að borða mat sem er eins lítið unn-
inn og eins nálægt upprunanum og
hægt er. Fólk á helst að búa til mat-
inn frá grunni og að taka út alveg
unnar matvörur. Það er hægt að
gera svo margt í staðinn og vellíð-
unin er svo mikil að maður fær það
margfaldlega launað til baka að
sleppa unnum kjötvörum,“ segir
Auður og bætir við að á Facebook-
síðunni hennar, heilsukokkur, megi
finna alls kyns ráð og fróðleik. Auð-
ur lætur líka fylgja með ljúffenga
uppskrift sem tilvalið er að byrja
nýtt ár með.
Eggaldinsteik
Marínering:
½ dl extra virgin ólífuolía
2 msk. tamari
1 msk. tómatkraftur (puré)
1 lítil dós lífrænir tómatar
1 msk. frosið, hreint appels-
ínuþykkni
1 tsk. hvítlaukur, saxaður
1 tsk. sjávarsalt
Pannering:
1 dl bygg
2 tsk. sjávarsalt með kryddjurtum
frá A’Vogel
2 dl kókosmjólk
½ pk lífrænar kartöfluflögur með
papriku. Athugið að nota aðeins
lífrænar flögur, ekki venjulegar
því þær innihalda skaðleg auka-
efni
1 meðalstórt eggaldin
Aðferð: Eggaldin er skáskorið í
u.þ.b. tveggja cm þykkar sneiðar.
Látið liggja í maríneringu yfir nótt.
Velt upp úr byggi, svo upp úr kókos-
mjólk og að lokum upp úr muldum
flögum. Bakað í ofni við 200°C í
u.þ.b. 25 mín. Borið fram með bak-
aðri papriku og sætkartöfluskífum
Tvær sætar kartöflur skáskornar
í u.þ.b. tveggja cm þykkar sneiðar.
Þrjár rauðar paprikur skornar í
stóra ferninga. Velt upp úr dress-
ingu og bakað í ofni við 200°C í
u.þ.b. 25 mín.
Dressing fyrir kartöflur
og papriku
½ dl lífræn sólblómaolía
2 msk. tamari
2 msk. balsamedik
1 msk. hlynsíróp eða agave
1½ msk. rósmarín
½ msk. sjávarsalt
Morgunblaðið/Heiddi
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir: „Ég var alveg græn í þessu í byrjun, labbaði inn í heilsubúð þar sem ég hringsner-
ist um sjálfa mig og fór svo út með tvö epli því ég vissi ekkert hvað ég átti að kaupa.“
Ljúffeng steik úr eggaldinum Auður segir að það sé mikilvægt að borða
hreinan mat og forðast aukaefni vilji fólk breyta um mataræði.
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir hefur verið grænmetis-
æta í um 17 ár en í fyrstu þótt henni erfitt að hætta að
borða fisk. Núna telur hún það vera blessun að borða
ekki kjöt eða fisk enda líður henni miklu betur.
»Núna er ég mjög
sátt við að sleppa
fiski og er ekkert að
ergja mig á því enda
sé ég að það var í
raun blessun.
Nauðsynlegt að
hafa gaman af
matnum
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Ýmislegt í mataræði okk-
ar og lífsháttum getur
haft áhrif á andlega heilsu
og skap. Of mikið af koff-
íni, sama í hvaða
drykkjum það er, getur
orðið of mikið fyrir tauga-
kerfið. Þá gæti fólk haldið
að athyglin sé eins og best
verður á kosið þegar í
raun er búið að skipta
henni út fyrir óróleika og
æsing. Áfengi getur haft
sömu áhrif á suma og
timburmenn geta leitt til
svefnraskana, sem síðan
getur leitt til óróleika og
jafnvel kvíðakasta í ein-
hverjum tilfellum. Gott í hófi Of mikið koffín getur sett taugakerfi líkamans úr skorðum.
Mataræði og
heilsa
Árbæjarþrek • Fylkisvegur 6 / Selásbraut 98 • Sími: 567-6471
Mynd: Mats Wibelund
SELÁSBRAUT
Nú á tveimur stöðum!