Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is H ugarfar skiptir svo miklu máli því það er með breyttu hugarfari sem við breytum því sem við gerum,“ segir Sóley Dröfn Davíðs- dóttir, sérfræðingur í klínískri sál- fræði á Kvíðameðferðarstöðinni, en þar er á næstunni boðið upp á nám- skeið við ofþyngd. „Að læra að rök- ræða betur við sjálfan sig og styrkja röddina sem segir nei. Að hugsa hvernig manni muni líða ef maður missti sig í át og velta til dæmis fyr- ir sér að vissulega langi mann í ákveðinn mat sem verður mjög góð- ur en hversu lengi verður það gott og hve lengi verður það vont á eft- ir.“ Þrálátur og erfiður vandi Sóley talar um að þetta sé engin töfralausn sem Kvíðameðferðar- stöðin bjóði upp á og því lofi þau ekki að fólk geti misst ákveðið mörg kíló eftir ákveðinn tíma. „Við horf- um frekar í hugarfarsbreytingu og viljum að það verði varanlegar breytingar á hugarfari enda viljum við meina að það sé miklu árangurs- ríkara til langs tíma. Fólki veitir ekki af aðstoð og faglegri hjálp í þessari baráttu því ef maður skoðar rannsóknir á árangri inngrips við ofþyngd, nánast hvaða inngrips sem er, þá eru það mjög dapurlegar niðurstöður. Þetta er því þrálátur og erfiður vandi viðureignar,“ segir Sóley og bætir við að hjá Kvíða- meðferðarstöðinni sé fólki kennt að hafa áhrif á hugarfar sitt og hvetja sig áfram. „Oft sjáum við fólk í of- þyngd sem hefur reynt að fást við þennan vanda í mörg ár eða jafnvel áratugi og það fer að lokum að rífa sig niður. Það er búið að reyna svo oft að grenna sig að það fer mjög fljótt í svona niðurrifshugsun og segir við sjálft sig að það muni aldr- ei geta þetta, eigi svo mikið eftir og svo framvegis. Oft gengur allt vel í byrjun, fólk hefur mikinn hug á að grenna sig en svo koma upp erfið- leikar eftir ákveðinn tíma og þá þarf fólk að kunna leiðir til að hvetja sig áfram, fást við löngun og gefast ekki upp.“ Hugræn atferlismeðferð Kvíðameðferðarstöðin býður upp á hópmeðferð við ofþyngd enda seg- ir Sóley að vandinn sé mjög illvið- ráðanlegur. „Langflest úrræði sem eru í boði miðast oft við ytri stjórn, einhvers konar átak eða megrunar- kúr sem getur verið mjög gagnlegt því fólki tekst oft að missa einhver kíló en vandinn er að langoftast þyngist fólk aftur. Um leið og ytri stjórninni sleppir, um leið og fólk er hætt í átaki, í kúrnum eða hjá lík- amsræktarþjálfara, þá er því hætt- ara við að fara í sama farið því það hefur ekki unnið með hugarfarinu sem er lykillinn að öllu saman. Yf- irleitt áður en við framkvæmum þá hugsum við og það er því hægt að hafa áhrif á þessar ákvarðanir sem við tökum mörgum sinnum á dag um hvað við borðum og hversu mik- ið. Við lærum að breyta hugarfari því oft erum við með alls konar hugsanir þar sem við réttlætum að borða,“ segir Sóley og tekur fram að meðferðin sé í raun hugræn atferl- ismeðferð þar sem öll tæki og tól sem sálfræðin hefur til umráða séu tínd saman til að hjálpa fólki. „Þetta er mjög markviss meðferð þar sem byrjað er á að fara yfir hugarfars- lega og tilfinningalega þætti. Við kennum fólki hvernig þetta hangir saman og hvort það sé einhver innri eða ytri kveikja að því að viðkom- andi borði, til dæmis hvort viðkom- andi sjái eitthvað sem hann langar í eða finni lykt. Þetta getur líka verið innri kveikja því ein af ástæðunum fyrir að við borðum getur verið til- finningaleg en þá borðum við til að hafa áhrif á tilfinningar, til að slaka á, umbuna okkur og svo framvegis.“ Meiri lífsgæði Kvíðameðferðarstöðin var stofnuð árið 2007 en stöðin hefur boðið upp á þessa meðferð í nokkur ár að sögn Sóleyjar. „Ég dáist að fólki, hvað það er duglegt að gefast ekki upp að berjast við þetta. Ég dáist að þraut- seigjunni í fólki og það sýnir manni að fólk er ekki búið að gefast upp. Almennt hefur fólk verið mjög ánægt með þetta námskeið og oft höfum við boðið upp á framhalds- hópa líka sem fólk hefur nýtt sér. Það sem námskeiðið hefur skilað er að fólk finnur minna fyrir kvíða og þynglyndi og metur lífsgæði sín meira en áður auk þess sem sjálfs- traustið eykst stórlega.“ Engin töfralausn Sóley talar um að það sem mestu máli skipti sé að fólki takist að snúa svona þróun við. „Í fyrsta lagi er það árangur ef fólk hættir að þyngj- ast því tilhneigingin er að eftir því sem maður verður eldri og efna- skiptin hægari þá þyngist maður. Bara það að stoppa þyngdaraukn- ingu er því árangur í sjálfu sér og enn fremur ef hægt er að snúa henni við. Þetta er því engin töfra- lausn en þetta gerir fólk sterkara í baráttunni. Því stundum er fólk með þennan vanda með mjög lágt sjálfs- mat og orðið vonlaust því það er bú- ið að reyna svo oft og reyna svo margt. Við kennum fólki að þekkja sambandið á milli tilfinninga og áts, að viðkomandi hætti til að borða þegar hann er dapur, og kenna hon- um aðrar og uppbyggilegri leiðir til þess að hafa áhrif á líðanina. Vissu- lega líður honum aðeins betur í smástund en síðan líður honum enn verr og verður enn ósáttari við sjálf- an sig.“ Morgujnblaðið/RAX Sóley Dröfn Davíðsdóttir: „Flest úrræði sem eru í boði miðast við ytri stjórn, átak eða megrunarkúr sem getur ver- ið mjög gagnlegt því fólki tekst oft að missa einhver kíló en vandinn er að langoftast þyngist fólk aftur.“ Ofþyngd „Oft gengur allt vel í byrjun, fólk hefur mikinn hug á að grenna sig en svo koma upp erfiðleikar eftir ákveðinn tíma og þá þarf fólk að kunna leiðir til að hvetja sig áfram, fást við löngun og gefast ekki upp,“ segir Sóley Dröfn. Sóst eftir varan- legri breytingu á hugarfari Það er mikilvægt að breyta hugarfarinu varanlega ef ætlunin er að léttast til langframa að sögn Sól- eyjar Drafnar Davíðsdóttur, sérfræðings hjá Kvíða- meðferðarstöðinni. Hún segir að fólki í ofþyngd veiti ekki af faglegri hjálp því ef rannsóknir á ár- angri inngrips við ofþyngd séu skoðaðar þá séu niðurstöðurnar mjög dapurlegar. » Við kennum fólki að þekkja sambandið á milli tilfinninga og áts og kennum uppbyggi- legri leiðir til þess að hafa áhrif á líðanina. Fyrir þá sem eru í aðhaldi er mikil- vægt að borða reglulega til að halda blóðsykrinum jöfnum. Um leið og líkaminn fer að finna fyrir hungri kviknar löngun í mat sem er óhollur og ekki í anda við aðhaldið. Þá er sniðugt að hafa eitthvað til að narta í þannig að viðkomandi freistist ekki til að koma við í sjoppu og kaupa einhverja óhollustu. Þegar blóðsykurinn fellur vill líkaminn eitthvað samstundis og freistingin verður því mikil. Til að koma í veg fyrir það er til dæmis hægt að hafa poka af hnetum og rúsínum við höndina, einhvers konar orkustykki eða jafnvel döðlur eða aðra þurrk- aða ávexti. Það er lítið mál að fylgja alltaf hollustumarkmiðum ef skipu- lagið er gott. Með því að vera við öllu búinn er mun auðveldara að hrista af sér aukakílóin og halda sér í aðhaldi þar til takmarkinu er náð. Gott nasl Gott er að hafa með sér hnetur og rúsínur þegar maður er á ferðinni til að nasla í , sérstaklega ef svengd fer að segja til sín. Auðveldar aðhaldið Biobú ehf. • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is Lífrænar mjólkurvörur Lífræn jógúrt með 6 ferskum bragðtegundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.