Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 20
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
S
kvass er mjög skemmtileg
íþrótt,“ segir Hilmar Haf-
steinn Gunnarsson hjá
Veggsporti. „Ef skvass er
borið saman við aðrar spaðagreinar
þá eru tveir spilarar komnir söm-
um megin við netið þannig að ná-
lægðin við andstæðinginn er mjög
mikil. Maður er því alltaf með and-
stæðinginn ofan í sér þannig að
maður neyðist til að nota svolitla
sálfræði í þessu. Það er líka
skemmtilegast að spila þegar báðir
eru á sama stað í leiknum og eru
álíka góðir.“
Góð hreyfing
Hilmar segir að skvassið sé ein al-
besta hreyfing sem fólk getur feng-
ið. „Fyrir nokkrum árum var gerð
könnun á því hver væri heilsu-
samlegasta íþróttin, á vegum tíma-
ritsins Forbes. Nokkrir óháðir að-
ilar, sjúkraþjálfarar, læknar og fleiri
í þeim dúr, gáfu hverri íþróttagrein
stig eftir því hvað hún gerði fyrir
fólk. Það kom okkur skemmtilega á
óvart að skvass var talin heilsu-
samlegasta íþróttin. Fólk brennir
vitanlega gríðarlega miklu í skvassi
og boltinn er mjög lengi í leik en
hann er ekki eins lengi í leik í tennis
og öðrum boltaleikjum. Þetta er líka
gott fyrir líkamann því það eru mikil
átök í stuttan tíma,“ segir Hilmar og
bætir við að flestir séu með félaga til
að spila með sér. „En það eru líka
margir sem fara einir í salinn og
gera æfingar, sérstaklega þegar ró-
legra er að gera. Það er vel hægt að
fá ótrúlega útrás við það að lemja
boltann einn inni í salnum. En það er
vissulega skemmtilegra ef tveir spila
af fullum krafti.“
Vinsælar ketilbjöllur
Veggsport er 23 ára gömul stöð og
fyrstu átta árin var eingöngu skvass
á stöðinni, að sögn Hilmars. „Núna
er allt til alls hérna en eftir fyrstu
átta árin var flottum tækjasal bætt
hér við og við erum með spinning,
ketilbjöllur, jóga og í raun allt sem
boðið eru upp á í þessum stærri
stöðvum,“ segir Hilmar og bætir við
að ketilbjöllur hafi verið mjög vin-
sælar undanfarið. „Við höfum boðið
upp á ketilbjöllur síðan árið 2006.
Ásamt því að vera með sértíma í
ketilbjöllum bjóðum við líka upp á
blandaða tíma með spinning og ketil-
bjöllum sem hefur verið mjög vin-
sælt.“
Skvass „Ef skvass er borið saman við aðrar spaðagreinar þá eru tveir spilarar komnir sömu megin við netið þannig
að nálægðin við andstæðinginn er mjög mikil. Maður er því alltaf með andstæðinginn ofan í sér.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hilmar Hafsteinn Gunnarsson: „Það kom okkur skemmtilega á óvart að
skvass var talin heilsusamlegasta íþróttin. Fólk brennir vitanlega gríð-
arlega miklu í skvass og boltinn er mjög lengi í leik.“
Góð hreyfing
og mikil átök
Það eru mikil hlaup og töluverð átök í skvassi enda
segir Hilmar Hafsteinn Gunnarsson í Veggsporti að
það sé ein besta hreyfing sem fólk fær. Þá sé
skvassið mjög skemmtilegt, ekki síst þegar þeir
sem spila saman eru álíka góðir.
» Það er vel hægt að fá
ótrúlega útrás við
það að lemja boltann
einn inni í salnum en
vissulega skemmtilegra
að vera tveir að spila.
20 | MORGUNBLAÐIÐ
„Mín reglulega heilsurækt snýr aðallega að geðinu,“ segir
Bergur Þór Ingólfsson leikari. „Ég reyni að skynja frá
stund til stundar hvernig mér líður og bregðast við því
eins fljótt og auðið er. Ef ég er leiðinlegur, þrætugjarn og
uppstökkur verð ég algjörlega að gera eitthvað. Nei-
kvæðni og leti gera líka lífið bölvanlegt. Þá þarf ég að setj-
ast niður og hugsa minn gang, jafnvel að biðja alvaldið að
gefa mér frið í mitt hrædda hjarta. Besta ráðið er að lesa
bænir móður Theresu, Bókina um veginn eða jafnvel ljóð
Steins Steinarr. Það bregst ekki að ég fæ skjót svör og
yfirleitt eru þau á sama veg: „Þú hefur vanrækt það sem
mestu máli skiptir – nefnilega sjálfan þig og fjölskyld-
una.“ Helsta heilsuræktin er því að fara með bæn með
dætrunum fyrir svefninn, sem er mikilvægari en sjón-
varpsþáttur, og göngutúr eða að taka í spilastokk með
konunni minni í stað þess að ráfa um á facebook. Ég er
ekkert sérstaklega góður í þessu en er alltaf að reyna að
bæta mig. Að borða góðan mat og drekka gott vín er líka
frábær heilsurækt,“ segir Bergur og bætir því við að til að
rækta skrokkinn þá sprikli hann mikið í vinnunni ásamt
því að fara í fótbolta með öðrum leikurum í Fífunni á
mánudagskvöldum. „Ég þarf oft að fara með þessa bæn:
Frelsa mig
frá löngun eftir að vera elskaður af öllum
frá löngun eftir að fá viðurkenningu
frá löngun eftir hylli
frá löngun eftir heiðri
frá löngun eftir árangri
frá löngun eftir að vera spurður
frá löngun eftir frægð
frá löngun eftir vinsældum
frá óttanum við auðmýkingu
frá óttanum við að vera fyrirlitinn
frá óttanum við gagnrýni
frá óttanum við róg
frá óttanum við að gleymast
frá óttanum við móðganir
frá óttanum við aðhlátur
frá óttanum við að vera misskilinn
Eftir Rafael Merry del Val kardínála,
úr bókinni Móðir Theresa – Friður í hjarta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Er alltaf að reyna að bæta mig
Hver er þín heilsurækt?
Bergur Þór Ingólfsson:
„Helsta heilsuræktin er
því að gera bæn með dætr-
unum fyrir svefninn sem er
mikilvægari en sjónvarps-
þáttur, og göngutúr.“
6 vikna námskeið
í STOTT PILATES®,
Hatha yoga og TRX.
Kennt tvisvar í viku
á mánu- og miðvikudögum
eða þriðju- og fimmtudögum.
Grunnverð 19.900 kr.
Innifalið í námskeiðsgjaldinu eru
viðbótartímar og aðgangur að
tækjasal með æfingatækjum fyrir
djúpvöðva, jafnvægi og fleira.
Tímar á morgnanna, í hádeginu,
seinnipartinn og á kvöldin.
Þjálfun fyrir:
Einstaklinga, hópa, konur, karla,
krakka, barnshafandi, nýbakaðar
mæður og íþróttafólk.
í Garðabæ
rólegt og afslappað andrúmsloft
NÝ HEILSURÆKT
Skráning og upplýsingar á
www.jafnvaegi.is og í síma 894-1806.
STOTT PILATES® Photography © Merrithew Corporation.