Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 27
Það eru margir sem ætla sér að
byrja í ræktinni í byrjun árs og
er það vel. Það er þó alltaf
mikilvægt að hafa í huga að
ekki er gott að byrja of hratt
því það getur bæði verið hættu-
legt og orðið til þess að viðkom-
andi gefst fljótt upp. Gott er að
leita sér ráðlegginga hjá þjálf-
urum áður en farið er af stað
og til að mynda bjóða flestar
líkamsræktarstöðvar upp á
tíma með þjálfara þegar kort
er keypt. Þá getur þjálfarinn
búið til áætlun og auk þess gef-
ið góð ráð. Þess utan er hægt
að skrá sig á námskeið, bæði
aðhaldsnámskeið og önnur. Þá
er mun meiri eftirfylgd og
þjálfarinn fylgist með öllum í
tímanum af mikilli nákvæmni.
MORGUNBLAÐIÐ | 27
Sund er frískandi og góð
heilsurækt sem hægt er að
stunda allt árið um kring.
Það er alltaf gott að synda
nokkrar góðar ferðir og
slappa svo af í heita pott-
inum á eftir. Sund er líka
hentug líkamsrækt sem má
stunda á hverjum þeim tíma
sem hentar fólki best. Um
helgar er líka jafnvel hægt
að keyra út fyrir heima-
svæðið og skella sér í gott
helgarsund á nýjum stað.
Svo er að fara í heita og
notalega sturtu á eftir og
bera á sig rakakrem. Sundstuð Fullorðnum jafnt sem börnum finnst gaman að bregða sér í sund.
Frískandi
sundferð
Eitt af því mikilvægasta sem
þarf að huga að áður en farið
er að hreyfa sig að nýju eru
skórnir. Það er nauðsynlegt
að vera í góðum skóm, sem
henta þeirri hreyfingu sem
viðkomandi stundar. Oft hefur
fólk ekki hreyft sig í mörg ár
en heldur að skórnir séu jafn
góðir. Það er af og frá og því
er nauðsynlegt að vera viss
um að skótauið sé rétt. Oft má
fá ráðleggingar í íþróttaversl-
unum, hjá sjúkraþjálfurum og
fleirum. Eins er hægt að láta
mæla hvaða skór henta best
eftir göngumælingu.
Gott skótau Það er nauðsyn-
legt að vera í einstaklega góð-
um skóm áður en farið er út að
hlaupa eða hreyfa sig.
Skór sem
henta vel
Í ræktinni Gott er að byrja
rólega ef farið er í ræktina
eftir mjög langt hlé.
Aftur í ræktina
Líkami
fyrir Lífið
www.eas.is
Nánari upplýsingar eru á www.eas.is
og á líkamsræktarstöðvum.
Líkami fyrir lífið
- taktu þátt í 12 vikna átaki til betra lífs!
Hægt er að hefja áskorunina Líkami fyrir lífið
eftirtalda mánudaga í janúar 2010:
• 11. janúar
• 18. janúar
• 25. janúar
Svona tekur þú þátt:
• Skráir þig á eas.is
• Borgar 5.000 kr. og færð kynningarpakka frá EAS
• Dagur 1: Tekur „fyrir mynd“ og mælir þyngd og
fituprósentu
• Vika 6: Mælir þyngd og fituprósentu
• Í lok viku 12: Tekur „eftir mynd“ og mælir þyngd
og fituprósentu
• Sendir inn báðar myndirnar, niðurstöður
mælinganna og svör við spurningunum
• Færð EAS vörur að verðmæti 5.000 kr.
• Árangur: Betra líf, hraustari líkami og jákvæðara
viðhorf
Fy
rir Eft
ir
Fyrir og eftir myndirnar
Kynningarpakki frá EAS