Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
H
áskóladansinn hefur verið
starfræktur í þrjú ár en
hugmyndin er fengin frá
norskum háskóla þar
sem fyrirkomulag líkt og hið íslenska
tíðkast. „Við ákváðum að fara norsku
leiðina sem er að öll vinna í kringum
félagið er sjálfboðavinna. Allir dans-
kennarar og þeir sem hjálpa okkur
að skipuleggja starfsemina vinna í
sjálfboðavinnu en með því móti er
hægt að halda annargjaldinu lágu
sem er kostur í kreppunni. Við höf-
um tekið inn áhugasamt fólk sem
hefur viljað taka þátt í þessu með
okkur og þjálfað það upp í kennslu.
Við veljum dansana síðan eftir því
hvaða kennara við höfum hverju
sinni. Í upphafi var byrjað með dans
sem heitir boogie woogie, síðan var
bætt við swing & rocḱn roll, þá salsa
og núna á þessari önn byrjuðum við
líka með lindy hop. Við erum ekki
hætt að bæta við og vonum að við
getum haldið því áfram á næstu
önn,“ segir Elfar Rafn Sigþórsson,
stjórnarmaður hjá Háskóladans-
inum.
Íburðarmikil sveifluspor
Elfar Rafn segir salsa hafa verið
mjög vinsælt og sé líklegast vinsæl-
asti dansinn. Síðastliðið haust hafi
einstaklingsdansarnir contemporary
og hip hop líka verið vinsælir. Lindy
hop, boogie woogie og swing & rocḱn
roll eru allir úr swing- eða sveiflud-
ansa-fjölskyldunni. Í þeim öllum
finnast grunnskref sem eru end-
urtekin í gegnum mestallan dansinn
og ákvarða stílbragð hans. Í boogie
woogie eru mörg mismunandi
grunnskref, en þau hafa það öll sam-
merkt að nota sex slög í tónlistinni.
Eitt þeirra atriða sem gerir boogie
woogie frábrugðinn öðrum sveiflu-
dönsum er að grunnskrefin eru oft
hröð, íburðarmikil og dýnamísk en
efri hluti líkamans er í mun meiri ró.
Góðir boogie woogie dansarar geta
notað mismunandi grunnskref leik-
andi létt með mjög hraðri tónlist.
Elfar Rafn segir jafna skiptingu vera
á milli kynja í Háskóladansinum og í
sumum námskeiðum séu meira að
segja fleiri strákar. Fólk þarf ekki að
koma með dansfélaga með sér .
Hvert námskeið er kennt einu sinni í
viku og stendur yfir jafn lengi og
skólaönnin en bæði byrjanda- og
framhaldsnámskeið eru í boði. Með-
limir borga annargjald og er þar með
frjálst að mæta í alla dansa fyrir það
gjald. Rétt er að geta þess að þó að
félagar í Háskóladansinum séu að
mestu háskólanemar er ekki ein-
göngu svo. Á sunnudagskvöldum er
síðan opið danskvöld á Sólon þar sem
dansgólfið fyllist af dönsurum Há-
skóladansins. Einnig er dansað á
sumrin og þá haldið stórt sum-
arnámskeið með erlendum leiðbein-
endum.
Fín hreyfing og mikið svitnað
„Ég hef dansað í níu ár og þar af
boogie woogie í þrjú ár. Það er sá
dans sem er í uppáhaldi núna, hann
er bæði krefjandi og er dansaður við
skemmtilega tónlist. Ég kenni boo-
gie woogie og salsa og hef áður kennt
swing & rocḱn roll. Það eru tæplega
300 manns skráðir hjá okkur en virk-
ir félagar eru eitthvað færri. Þó hafa
40 til 50 og allt upp í 70 til 80 manns
sótt hvert námskeið í allan vetur.
Fyrstu vikurnar eru í boði fríir
prufutímar þannig að fólk geti fundið
þann dans sem hentar því. Þá mættu
150 manns í salsa og um 100 í hinum
dönsunum. Yfirleitt hefur fólk ekki
mikla reynslu af dansi áður og nám-
skeiðin eru byggð upp samkvæmt
því. Þetta er fín hreyfing þar sem
mikið er svitnað og er mikilvægt að
mæta í þægilegum fötum og góðum
skóm en skilja háu hælana eftir
heima,“ segir Elfar Rafn. Ný nám-
skeið hefjast nú í janúar og finna má
upplýsingar um þau á samnefndri
heimasíðu Háskóladansins.
Sveiflast um dansgólfið
Morgunblaðið/Kristinn
Á dansskónum Í Háskóladansinum eru dansaðir ýmiss konar dansar úr fjölskyldu fjörugra sveifludansa.
Hressileg hreyfing er holl
og góð fyrir líkama og sál.
Eins er fátt skemmtilegra
en að stíga nokkur góð
dansspor og sveiflast um
í hröðum dansi. Fyrir þá
sem vilja sameina þetta
tvennt er Háskóladansinn
rétti félagsskapurinn.
»Háskóladansarar
dansa svokallaða
sveifludansa, boogie
woogie, swing & rock’n
roll, lindy hop og fleira.
Það er talað um að flestir þeir sem nái mark-
miðum sínum hafi þau skrifleg. Og að þeir sem
hafi skrifleg markmið nái þeim yfirleitt. Í alls kyns
heilsurækt er því mjög mikilvægt að setja sér
markmið og þá sérstaklega að hafa þau skrifleg.
Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er að mark-
miðin þurfa að vera raunsæ en ekki þannig að nær
ómögulegt sé að ná þeim. Þau mega heldur ekki
vera of auðveld og því þarf að hugsa málið vel áð-
ur en markmiðið er ákveðið. Ef það er gert og svo
lagt hart að sér til að ná markmiðinu verður veg-
urinn að nýju lífi mun auðveldari.
Markmið Það er mikilvægt að setja sér raunhæf markmið ef breyta á um lífsstíl.
Að setja sér markmið
ROPE YOGA
námskeið
Skráning er hafin,
námskeið byrja 4. janúar
Elín Sigurðardóttir
Skráning í síma 696-4419
eða á elin@elin.is
Allar upplýsingar á www.elin.is
Bæjarhraun 2, Hafnarfjörður