Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 22
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is M argir byrjuðu þegar fyrir jól að skipuleggja átakið mikla sem á að hefjast núna í janúar þegar jólakílóunum hefur ver- ið bætt á. Það er að sjálfsögðu gott að hugsa um að bæta sig en um leið er mikil- vægt að bíða ekki fram yfir hátíðir eða stórveislur til að breyta um lífsstíl. Best er að standa upp og byrja strax. Allt er gott í hófi og allt sem kallast megrun ætti hrein- lega að strika úr orðaforðanum okkar. Heldur ætti að horfa á breyttan lífstíl og ákveða að byrja strax á breytingum. Það þarf ekki róttækar breytingar, bara taka eitt skref í einu því margt smátt gerir jú eitt stórt! Við höfum flest heyrt margoft hvað virkar og hvað ekki til að bæta heil- brigði okkar en samt virðumst við sjaldan fara eftir því,“ segir Elísabet Tanía Smára- dóttir, eigandi heilsuræktarinnar Stúdíó Fitt ehf. Brennandi áhugi á líkamsrækt Elísabet Tanía hefur lengi haft brenn- andi áhuga á líkamsrækt og næringu og segist án efa munu halda áfram að bæta við sig aukinni þekkingu. Hún hefur nú þegar hlotið réttindi sem Fitness Inst- ruktor frá Instruktorskolen í Danmörku og er auk þess bæði Boot Camp og Fit Pilates þjálfari. Elísabet Tanía hefur stundað íþróttir síðan hún var barn en kynntist lík- amsrækt 17 ára gömul. Síðan þá hafði hana langað að eiga sína eigin líkamsræktarstöð og rættist sá draumur í ársbyrjun 2009. „Ég lauk námi í viðskiptafræði í Danmörku árið 2008 og flutti heim það sumar. Þá fékk ég vinnu en missti hana aftur um haustið svo og Ásdís, sem vann með mér, og er menntuð þolfimi- og fit-pilates kennari. Við höfðum mikið talað um að langa að opna eigin stöð og ákváðum á þessum tíma- punkti að slá til og reyna að finna húsnæði. Það gekk vonum framar því við fundum húsnæðið fyrir jólin og eyddum síðan tveimur mánuðum í að taka það í gegn með ómetanlegri hjálp vina og vandamanna. Við rákum síðan stöðina saman þar til nú fyrir skömmu að ég tók alfarið við rekstrinum,“ segir Elísabet Tanía. Stirðir og stressaðir karlmenn Segja má að Stúdíó Fitt sé hverfisstöð þó fólk sé nú farið að koma víða að til að sækja ákveðna tíma. Ýmiss konar tímar eru í boði í stöðinni, Fit Pilates, Boot Camp – G.I. Jane, Hatha Yoga, Meðgöngu Fit Pilates, Mömmu Fit Pilates og Yoga fyrir börn. Einnig er hægt að koma í nudd og framundan er að setja upp tækjasal. El- ísabet Tanía segir konur vera í meirihluta viðskiptavina en framundan er sérstakt Fit Pilates námskeið fyrir karlmenn og jóga fyrir stirða og stressaða karlmenn sem hún segir að muni eflaust laða karlana betur að. Þó sé misskilningur að jógatímar séu ein- göngu fyrir konur þó svo virðist vera á yfirborðinu. Engin kvöð „Það er svo margt hægt að þylja upp en þetta er það mikilvægasta að mínu mati,“ segir Elísabet Tanía sem gefur hér nokkur góð ráð fyrir þá sem vilja taka upp breytt- an lífsstíl á nýju ári. „Munið að hafa gaman af breytingunum og hugsa jákvætt til þeirra. Um leið og þetta verður of mikil kvöð eru meiri líkur á að þið missið sjónar á markmiðum, árangrinum og gefist upp. Þá verður alltaf erfiðara og erfiðara að koma sér stað því þér finnst þú hafa brugð- ist sjálfum þér. Ef þú byrjar daginn vel með staðgóðum og hollum morgunmat, heldur svo brennslunni gangandi allan dag- inn með litlum máltíðum á ca þriggja tíma fresti og færð hreyfingu þá þarftu engan veginn að sjá eftir jólamatnum, jólaglögg- inu eða konfektinu.“ Orðið megrun er strikað út Morgunblaðið/Golli Orka Það getur verið gott að grípa í jógurthristing um miðj- an dag eða á milli mála til að seðja sárasta hungrið. Nóg af vatni Það er æskilegt að drekka nóg af vatni dag- lega, 1,5 til 2 l af vatni yfir daginn og á meðan æft er. Byrjun nýs árs boðar bót og betrun þegar margir ætla sér að rífa sig upp úr jólasleninu, borða bara hollt og hreyfa sig af krafti. Þá er ráðlegt að hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt og rifja upp það sem við vitum öll en gleymum oft. »Elísabet Tanía segir að allt sé gott í hófi og að allt það sem kallist megrun ætti hreinlega að strika úr orðaforðanum. Mun betra sé að horfa á breyttan lífstíl og ákveða að byrja strax á breyt- ingum í litlum skrefum. Orkumikil Elísabet Tanía hefur lengi haft áhuga á líkamsrækt og rekur í dag sína eigin líkamsræktarstöð. 22 | MORGUNBLAÐIÐ 1. Hreyfðu þig Bættu inn allri hreyfingu sem þú getur, allt leggst saman og stutt hreyfing er betri en engin. Ef dagurinn er fullbókaður þá er fátt notalegra en að vakna örlítið fyrr, hreyfa sig og koma púlsinum af stað. Í staðinn mun orkan margfaldast fyrir verkefni dagsins. 2. Borðaðu reglulega Það er hættulegast þegar við leyfum okkur að verða of svöng. Þá fellur blóð- sykurinn og við náum okkur í næsta bita sem er því miður oft ekki sá hollasti. Frá- bært er að ná fimm til sex máltíðum á dag og hafa þær minni í staðinn! Borð- aðu staðgóðan morgunmat sem sam- anstendur af kolvetnum, próteini og fitu, svo og góðan hádegis- og kvöldmat. Hafðu tilbúið snarl í töskunni eða bílnum ef þú ert mikið á ferðinni. Það að hafa til dæmis ávexti, hnetur eða „smoothie“ í töskunni getur haldið blóðsykrinum í jafnvægi og bjargað þér frá óhollum skyndibita. Hafðu mataræðið fjölbreytt og úr öllum fæðuflokkum. Próteinríkt fæði ásamt nóg af hollum kolvetnum, hollum fitum með miklu magni af græn- meti og ávöxtum er ákjósanlegt. Forð- astu helst hvítan sykur, hvítt hveiti, feitt kjöt, mikið unnar matvörur, gos og sæl- gæti. 3. Drekktu mikið vatn Þetta verður ekki of oft minnst á enda mjög mikilvægt. Það er nauðsynlegt að minna sig á þetta stanslaust yfir daginn. Drekka vatn í staðinn fyrir sykraða drykki og fá sér allavega eitt glas fyrir hverja máltíð. Æskilegt er að drekka 1,5 til 2 l á dag en þetta er þó breytilegt eftir stærð, kyni, hreyfingu og fleiru. 4. Ekki ganga út í öfgar Það er engum hollt að leyfa sér ekkert og heldur engum hollt að leyfa sér allt sem hann vill. Nema jú í algeru hófi! Það vill svo til að flestir sem byrja átakið (sem hér eftir verður kölluð lífstílsbreyt- ing) taka allt út sem er að einhverju leyti óhollt, borða allt of lítið og jafnvel hreyfa sig aðeins of mikið. Þeir eru yfirleitt fljót- ir að gefast upp og komast í fyrra horf og því er heilbrigðara að taka eitt skref í einu og aðlagast nýju líferni. Finna sér „staðgöngumat“ fyrir það sem tekið er úr matarplaninu og finna sér hreyfingu sem þér þykir skemmtileg. Þannig eykur þú líkur á að halda áfram og ná betri ár- angri. 5. Settu þér markmið Að stefna að markmiði gerir breytt líferni auðveldara. Það að setja niður á blað hvað þig langar að gera, hversu mikið og á hve löngum tíma skýrir leiðina sem þarf að fara og auðveldara er að fara eft- ir henni. Það er gott að setja sér tvenns konar markmið, skammtíma og langtíma. Skammtímamarkmið nær yfir styttri tíma en færir þig nær langtímamarkmið- inu. Það gæti til dæmis verið að ætla að missa 4 kíló fyrir lok janúar eða ætla sér að hreyfa sig í meira en 30 mínútur í senn minnst fimm sinnum í viku. Lang- tímamarkmiðin geta virst næstum ómöguleg í dag en er þó gerlegt með breytingum. Að sjálfsögðu verða þau þó að vera raunhæft eins og til dæmis að ætla sér að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst 2010 eða ætla sér að komast í gömlu gallabux- urnar á afmælinu sínu í nóvember. Eina sem þarf að muna er að halda mark- miðum raunhæfum, mælanlegum og ger- legum og njóta þess svo að ná þeim. 6. Ekki gefast upp þótt móti blási Hvort sem þú vilt bæta á þig vöðvum eða missa fitu þá munu alltaf koma hæð- ir og lægðir. Það mun stundum ganga hratt og vel að ná settum árangri árangri en stundum mun það ganga hægt og jafnvel mjög hægt. Þá er svo mikilvægt að vera undir það búin og halda áfram sama hvað. Þetta hefst á endanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.