Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ | 31
Gott er að borða nóg af fiski og lax má elda á
ýmiss konar máta. Lax og engifer má nota
saman til að búa til auðveldar fiskkökur að
taílenskum hætti. Ýmiss konar svona upp-
skriftir má nota til að breyta til og prófa
eitthvað nýtt.
Laxakökur með engifer
500 g laxaflök
meðalstór engiferrót, fínt niðurskorin
4 vorlaukar, fínt niðurskornir
1 tsk. sólblómaolía
1 rautt chilí, fræhreinsað og fínt niðurskorið
2 tsk. sykur
1 tsk. Thai fish sauce
1 msk. límónusafi
1 msk. hrísgrjónaedik
½ gúrka
1 lítil, gul paprika, skorin í strimla
1 gulrót, skorin í strimla
12 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
ferskt kóríander
Aðferð: Setjið saman chilíið, fisksósuna,
sykurinn, límónusafann og edikið í krukku
og hristið vel saman. Skerið því næst gúrk-
una í fína strimla og veltið saman við paprik-
una, gulrótina og tómatana. Skerið laxinn
niður þannig að hann líkist farsi og blandið
saman í annarri skál með engifer og lauk.
Kryddið með sykrinum og salti og pipar að
smekk. Skiptið blöndunni í átta bita og mót-
ið í meðalstórar kökur. Hitið olíuna á pönnu
og steikið fiskkökurnar þar til þær hafa
fengið á sig gullbrúnan lit og eru eldaðar í
gegn. Notið ólífuolíu og kóríander til að
velta salatinu upp úr og berið fram með kök-
unum. Öðruvísi fiskur Lax og engifer má nota saman í fiskkökur að taílenskum hætti.
Fiskkökur með engifer
Hvort sem er í einkalífi, vinnu
eða skóla, þá getur sjálfs-
traust skipt gríðarlegu miklu
máli. Ef einstaklingur stendur
frammi fyrir erfiðu máli þá
getur það sjálfstraust sem
hann hefur skipt miklu fyrir
hvort tekst að leysa vandann á
farsælan hátt eða ekki. Eins
og einhver spekingurinn sagði
eitt sinn; Hvort sem þú heldur
að þú getir eitthvað eða getir
það ekki þá hefurðu rétt fyrir
þér. Sú trú sem við höfum á
sjálf okkur endurspeglast oft í
verkum okkar og þar af leið-
andi útkomunni. Það er ýmis-
legt sem má gera fyrir þá sem
hafa lítið sjálfstraust og til að
mynda mæla sumir með því að
hrósa sjálfum sér fyrir framan
spegilinn morgun hvern. Oft
er nóg að sleppa því að rífa
sjálfan sig niður í hvert sinn
sem mistök eru gerð.
Það getur verið erfitt að taka
sig á í byrjun árs og ætla að
hefja nýtt og heilbrigðara líf-
erni, sérstaklega ef það hefur
verið reynt oft áður. Jafnvel
þótt vel gangi í byrjun þá kem-
ur oft vonleysi yfir fólk með
tilheyrandi neikvæðum
hugsunarhætti. Margir fara
þá að rifja upp fyrri tilraunir
að heilbrigðara líferni og
hugsa með sér að fyrst það
tókst ekki í það skiptið þá
muni það ekki ganga upp
núna. Slíkur hugsunarháttur
getur verið mjög eyðileggj-
andi og því er betra að hugsa
sem svo að þótt þetta hafi ekki
tekist áður þá er viðkomandi
breyttur. Þannig er auðveld-
ara að klára erfitt verkefni.
Jákvæður
hugsunar-
háttur
Breytingar Jákvæður hugsunar-
háttur er nauðsynlegur ef ætlunin
er að breyta um lífshætti.
Aukið sjálfs-
traust og
aukin hæfni
Gott að hafa Sjálfstraustið
getur verið ansi sterkur félagi
á leiðinni að takmarkinu.
www.bluelagoon.is
Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.
a
n
to
n
&
b
e
rg
u
r
2 fyrir 1
í Bláa Lónið
Gildir gegn framvísun
miðans til 31. mars. 2010
Lykill 1561
VETRARKORT
Láttu þér líða vel í vetur
Vetrarkortin veita ótakmarkaðan aðgang fram til 1. júní.
Einstaklingskort kosta 10.000,- krónur og fjölskyldukort 15.000,- krónur.
Allir þeir sem kaupa Vetrarkort dagana 4.-18. janúar fá boðskort
í Betri stofu Bláa Lónsins.
Vetrarkortin eru fáanleg í Bláa Lóninu og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15.