Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 42
42 | MORGUNBLAÐIÐ Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is F rægðarsól leikkonunnar og eróbikkdrottning- arinnar Jane Fonda reis hvað hæst undir lok sjötta áratugarins en þá lék hún í myndum á borð við Barbarellu og Cat Ballou. Á áttunda áratugnum tók ferill Jane Fonda aðra stefnu en árið 1982 kom fyrsta eróbik- kæfingamyndband hennar á markaðinn. Æfingarnar slógu í gegn og gerðu Fonda að einum þekktasta eróbikkkennara Bandaríkjanna. Margir muna eft- ir Jane Fonda-æfingunum svo- kölluðu og jafnvel hafa verið myndaðir eins konar aðdáenda- hópar þar sem æfingar hennar eru í hávegum hafðar. Líkamsrækt í stofunni Fonda æfði ballett í mörg ár en eftir beinbrot þurfti hún að leggja ballettskóna á hilluna og fór þá að æfa eróbikk og styrkj- andi æfingar undir leiðsögn Leni Cazden. Þaðan lá leiðin síðan yfir í útgáfu æfingamyndbandanna og bóka. Á þeim tíma sem fyrsta æfingamyndband Jane Fonda kom út voru vídeótæki ekki orðin almenningseign á heimilum og varð Fonda-æðið til þess að margir keyptu sér slíkt tæki til að geta stundað líkamsrækt heima í stofu. Út frá myndband- inu Jane Fonda’s Workout varð einnig til bók en myndbandið seldist í 17 milljónum eintaka. Á eftir fylgdu 23 myndbönd í við- bót, fimm bækur og 13 hljóð- snældur en síðasta vídeóið var gefið út árið 1995. Er í þeim öll- um sýnt og lýst einföldum æfing- um sem verka eiga vel til að styrkja líkamann. Ævisaga Jane Fonda kom út árið 2005 og þar lýsti hún meðal annars áralangri baráttu sinni við búlímíu. Mataræði hennar var því ekki til eftirbreytni á sínum tíma en æfingarnar standast að margra mati tímans tönn. Umdeild á sínum tíma Jane Fonda fæddist í Banda- ríkjunum 21. desember árið 1937 og hefur unnið til fjölda verð- launa fyrir leik sinn og önnur verk. Árið 1991 tók hún sér hlé frá leikstörfum en sneri aftur á hvíta tjaldið árið 2005 og lék þá í Monster in Law og Georgia Rule. Fonda hefur líka látið til sín taka í pólitík og var umdeild á sínum tíma fyrir andstöðu sína gegn Ví- etnamstríðinu. Einnig hefur hún barist gegn Íraksstríðinu og of- beldi gegn konum en hún aðhyllist bæði frjálshyggju og femínisma. Rafmögnuð Jane Fonda sló fyrst í gegn í kvikmyndinni Barbarella árið 1968. Fonda æði Fyrsta myndband Jane Fonda seldist í 17 milljónum ein- taka víða um heim. Fjölhæf Jane Fonda hefur komið víða við, kennt eróbikk, leikið á hvíta tjaldinu og unnið við ritstörf. » Fonda-æðið varð til þess að margir keyptu vídeótæki til að geta stundað líkams- rækt heima í stofu Fonda lætur til sín taka Hádegismatinn borða margir nærri á hlaupum og finnst þeir ekki geta tekið sér góðan tíma til að borða. Ýmiss konar auðveld salöt má búa til heima fyrir og taka með sér í vinnuna eða skólann. Nota má ýmislegt sem til er í ísskápnum til að búa til salat en hér eru nokkrar hug- myndir að uppskriftum sem má fylgja eftir. Tómata og mozarella-salat 680 g fínt niðurskornir konfekttómatar knippi af fínt niðurskornum vorlauk (má sleppa) 1 lítil gúrka, skorin í ferninga 225 g niðurskorinn mozzarella ostur fersk basílika og steinselja 3 tsk. rauðvínsedik 3 tsk. ólífuolía salt og pipar Aðferð: Setjið hráefnið í skál og blandið lauslega sam- an, hellið edikinu og ólífuolíunni yfir og saltið og piprið eftir smekk. Klippið síðan yfir salatið basílikuna og steinseljuna. Hrærið aftur saman og geymið í ísskáp í allt að þrjá daga. Avókadó og greipaldinsalat 1 blaðlaukur ólfíuolía eða önnur olía til steikingar 130 g salat að eigin vali 1 vel þroskað avókadó, niðurskorið 2 tsk. ólífuolía 2 tsk. sítrónusafi 2 greipaldin, niðurskorin salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að skera blaðlaukinn í litla bita og steikja á vægum hita þar til hann er orðinn stökkur. Blandið saman salatinu, avókadó og ólífuolíu, sítrónusafa og kryddið með salti og pipar. Ef taka á salatið með sér skal bæta greipaldininu út í salatið en annars setja það á brún disksins og hafa salatið í miðjunni, að lokum skal setja laukinn ofan á salatið. Rækjur með kúskús 250 g kúskús 175 g rækjur 1 skalottlaukur 2 vorlaukar 1 gúrka 12 svartar ólífur sólþurrkaðir tómatar að vild hálft salathöfuð fersk mynta appelsína pipar hrein jógúrt Aðferð: Eldið kúskús samkvæmt leiðbeiningum og lát- ið það kólna. Blandið síðan hinu hráefninu saman við og kryddið með pipar og smá salti ef vill. Berið fram með hreinni jógúrt sem má blanda saman við smá sinnep og/ eða hunang til að bragðbæta hana. maria@mbl.is Vænt og grænt Avókadó má nota í ýmiss konar salöt til að gæða sér á í hádeginu eða jafnvel á kvöldin. Góð salöt í hádegismat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.