Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29 Oft hefur fólk lítinn tíma til að búa sér til kvöldmat eða vill frekar borða eitthvað létt eftir að hafa borðað stóra máltíð í hádeginu. Þá er gott að eiga eitthvað girnilegt, hollt og gott í ísskápnum. Nú eftir jól og áramót eiga margir kjötafganga í ísskápnum eins og til dæmis kalkún sem er gott að borða með kartöflusalati eða setja saman við ferskt grænmeti. Hér er uppskrift að kart- öflusalati með ýmiss konar grænmeti ætlað fyrir sex. Kartöflusalat að sveitasið 550 g kartöflur safi úr ½ sítrónu 4 msk. ólífuolía 2 msk. ferskt eða þurrkað óreganó 1 lítill rauðlaukur, fínt skorinn 12 steinlausar grænar ólífur, pitte 4 tómatar 2 msk. kapers 4 harðsoðin egg Aðferð: Sjóðið kartöflurnar eins og vera ber, afhýðið ef vill, og látið rjúka af mesta hitann. Blandið saman í lítilli skál sí- trónusafa, ólífuolíu, óreganó og vel af pipar og salti. Hellið þessu síðan yfir volgar kart- öflurnar. Þegar blandan hefur kólnað skal bæta saman við lauk, ólífum, tómötum og kapers og blanda vel. Skerið eggin niður í grófa bita og dreifið yfir salatið áður en það er borið fram. Það er um að gera að nota það sem til er í ísskápnum í þetta salat. Epli og vínber passa vel og jafnvel súrar gúrkur eða sellerí. Þetta salat er léttara en hið hefðbundna þar sem ekki eru notaðar í það neinar mjólkurvörur og er gott fyrir þá sem vilja eitthvað léttara eftir hátíðarmatinn. maria@mbl.is Léttari kostur Það þarf ekki endilega að nota mjólkurvörur í kartöflusalat heldur má breyta til og sleppa þeim, slík salöt henta vel með afgang til dæmis með köldu svínakjöti eða kalkún. Létt kartöflusalat Það hefur hent okkur flest að vakna með hárið í einni flækju, svo ekkert virðist hægt að gera. Slík vandamál má í fyrsta lagi fyrirbyggja með þægilegri klippingu sem hent- ar hárinu þínu vel. Þá ætti að vera nokkuð auðvelt að leysa úr flækjunni með bursta, smá vaxi eða hárspreyi, það er að segja ef þú hefur vaknað of seint til að komast í sturtu. Á veturna er líka sérstaklega mikilvægt að nota gott sjampó og hárnæringu sem henta þinni hártegund og þurrka hvorki upp hárið né hársvörð- inn. Mörgum finnst betra að breyta til á veturna og nota þá frekar til dæmis sjampó sem ætlað er þurru hári. Ó nei ! Hver kannast ekki við að vakna með stóra og mikla flókabendu á höfðinu? Engin flækja Falleg förðun Galdurinn við fallega förðun er að húðin sé heilbrigð og vel nærð. Góð húð- umhirða Það er algjör óþarfi að verða stressaður, þó svo að maður ætli beint út að borða eða út á lífið eftir vinnu. Þú þarft ekki endilega að dragnast með stóra snyrtiveskið þitt með þér heldur hafa nokkur ein- föld ráð í huga. Fyrst og fremst er að nota krem því heilbrigð húð er lykilatriði. Ef húðin er heilbrigð þá verður förðunin þeim mun fallegri. Svo má auðveldlega dekkja förðunina sem notuð var yfir daginn og gera hana að kvöld- förðun. Eftir skemmtilegt kvöld er nauðsynlegt að þvo sér vel með tilheyrandi hreinsikremum því nauðsyn- legt er að hafa húðina hreina og heilbrigða. Aðeins þannig nær húðin að anda og fá súr- efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.