Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 33
Margir eyða allri ævinni í leit
að hamingju en best er að átta
sig sem fyrst á því að ham-
ingjan er hugarástand en ekki
áfangastaður sem maður
kemst á einn daginn. Það mun
alltaf eitthvað koma upp á en
það er undir hverjum og ein-
um komið hvernig hann tekur
því. Margir álíta að þegar
þetta eða hitt gerist þá verði
þeir loksins hamingjusamir en
líklegra er að hamingjan komi
innan frá. Með því að sættast
við sjálfan sig og líf sitt eða
breyta því sem hægt er að
breyta má ná sátt sem margir
myndu eflaust kalla hamingju.
MORGUNBLAÐIÐ | 33
Flestir eiga sér ákveðna dagdrauma þar sem þeir láta
sig dreyma um allt sem þeir vilja áorka, hvort sem það
er að verða framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki, í góðu
formi eða jafnvel í betri samskiptum við fjölskylduna.
En það er ekki nóg að dreyma og til að ná þessum
markmiðum er nauðsynlegt að koma sér af stað og
byrja að mennta sig, fara í ræktina eða hringja í fjöl-
skylduna. Allt hefst það með einu skrefi og þá er snið-
ugt að skipta þessum markmiðum niður í smærri mark-
mið, skammtímamarkmið, sem geta komið viðkomandi
áleiðis að stóra langtímamarkmiðinu. Þá kemst hann af
stað, kemst í gírinn og langtímamarkmiðið virðist raun-
hæfur möguleiki.
Nokkur skammtímamarkmið
Það er þó alltaf mikilvægt að vera undir það búinn
að viðkomandi fyllist vonleysi á miðri leið og fari að
velta sér upp úr því hve langt er á leiðarenda. Þá verð-
ur mikilvægi skammtímamarkmiða enn meira og
jafnvel mætti verðlauna fyrir hvert skammtímamark-
mið. Það getur haldið við áhuganum á langtímamark-
miðinu og þannig virðist það ekki vera eins óyfirstíg-
anlegt vandamál. Vissulega getur tekið mislangan tíma
að ná lokamarkmiðinu en með því að hafa skamm-
tímamarkmið virkar það allt miklu raunsæislegra.
Aukið sjálfstraust
Hins vegar er ósköp eðililegt að finna fyrir leiða og
að missa áhugann eftir smátíma og því mikilvægt að
halda sér við efnið, hvað sem það kostar. Það getur
kostað einhver fjárútlát að verðlauna sig en það er þó
ekki nauðsynlegt því hægt er að finna verðlaun sem
kosta lítið sem ekkert. Hvort heldur sem er þá gera
verðlaunin það að verkum að viðkomandi hefur gaman
af leiðinni að lokatakmarkinu auk þess sem sjálfs-
traustið styrkist töluvert þegar hvert markmiðið á fæt-
ur öðru næst.
svanhvit@mbl.is
Árangur Til að ná einstaklega góðum árangri í ræktinni getur verið mikil-
vægt að setja sér bæði skammtíma- og langtímamarkmið.
Að komast á leiðarenda
Það er mjög algengt að fólk
gefist upp á markmiðum sín-
um eftir mistök. Kannski var
borðað of mikið í afmælinu,
drukkinn hitaeiningaríkur
bjór í vinnupartíinu og svo
framvegis. Það er sorglegt að
láta slíkt eyðileggja góð áform
því staðreyndin er að allir
gera mistök einhvern tímann
og oftast fleiri en ein og fleiri
en tvenn. Það sem aðgreinir
sigurvegarana frá okkur hin-
um er að þeir standa upp aftur
og halda áfram. Aðeins þannig
er hægt að ná góðum árangri,
með því að halda áfram og
gefast aldrei upp sama hvað á
gengur.
Að gefast upp Það er mikil-
vægt að gefast aldrei upp held-
ur að halda áfram þótt hindr-
anirnar séu margar.
Að líða sem
sigurvegara
Jákvæðni Hamingjan er ekki
áfangastaður heldur frekar
hugarástand og tilfinning sem
kemur og fer.
Leitin að
hamingjunni
ÁRSKORT
Í LÍKAMSRÆKT OG SUND
Á 31.990 KR.
KORTIÐ GILDIR Í LÍKAMSRÆKT OG
SUND Á BÁÐUM STÖÐVUM NAUTILUS
Í KÓPAVOGI – SUNDLAUG KÓPAVOGS
OG ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI VERSÖLUM.
Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470
Íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480
www.nautilus.is
Aðeins 2.666 kr. á mánuði.
Bjóðum vaxtalausar Visa/Euro-léttgreiðslur
Ókeypis prufutími undir leiðsögn þjálfara.
Bjóðum öllum að panta ókeypis prufutíma
með þjálfara. Frítt í sund eftir tímann.
15 ára aldurstakmark (10. bekkur).
AÐEINS 29.990 KR. Á MANN
Tvö kort keypt í einu
eða aðeins 2.499 kr. á mánuði á mann í 12 mánuði.
Bjóðum vaxtalausar Visa/Euro-léttgreiðslur.
Tilboðið gildir 2.-20. janúar 2010