Morgunblaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
T
inna María Emilsdóttir hefur sér-
hæft sig í ýmiss konar óhefð-
bundnum meðferðum. Hún er með-
al annars skráður græðari og hefur
lokið námi í höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð. Innan hennar hefur Tinna María
sérhæft sig í meðhöndlun á ungum börnum.
Áhugi frá unga aldri
„Áhuginn á óhefðbundnum meðferðum og
andlegum málefnum byrjaði mjög snemma
en ég las fyrstu bókina þessu tengda þegar
ég var 12 ára. Mig langaði alltaf að fara í
hjúkrunar- eða læknisfræði en með árunum
sá ég betur hvað var í boði innan óhefð-
bundu lækninganna og hallaðist meira að
þeim. Ég hef alltaf mætt frekar góðu við-
horfi en mér finnst líka mjög gaman að fá
fólk til mín sem hefur kannski enga trú á
því sem ég er að gera. Það er oft þannig
með foreldra sem koma með börnin sín til
mín, þeir verða mjög undrandi yfir þeim ár-
angri sem næst með þau,“ segir Tinna
María.
Mild snerting
Í heilun er aðallega verið að vinna með
orku einstaklings, til dæmis í gegnum orku-
brautirnar, sem einnig er unnið með í nála-
stungum en á annan hátt. Unnið er að því
að koma jafnvægi á orku líkamans og fer
meðferðin fram með mjög mildri snertingu.
Í heilun er meira unnið með orku líkamans
en í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð
er meira unnið með líkamann sjálfan og til-
finningar. Tinna María notar þá aðferð sem
hentar hverjum og einum í hvert skipti.
Sama hver aðferðin er reynir hún ætíð að
reyna að koma einstaklingnum í jafnvægi,
andlega og líkamlega, og hjálpa fólki að
finna sinn innri mann. Það leiðir til þess að
stress minnkar, fólki líður betur, öðlast
meiri innri ró og verkir hverfa eða minnka.
Í óhefðbundnum lækningum eru hugur, lík-
ami og sál hugsuð saman og fær Tinna
María til sín fólk með ýmiss konar vanda-
mál, allt frá líkamlegum eymslum, til dæmis
eftir árekstra, yfir í tilfinningalega vanlíðan,
til dæmis vegna streitu, ásamt því að með-
höndla ungbörn með magakveisu eða óróa.
Hefðbundinn tími er 45-60 mínútur og fer
fram á nuddbekk þar sem fólk er fullklætt
og liggur í notalegu andrúmslofti.
Losað um spennumynstur
„Fólk fæðist kannski misfært á vissum
sviðum en allir geta heilað. Það er til dæmis
í sjálfu sér heilun þegar móðir kyssir barn á
bágtið og barnið hættir að gráta. Þó verður
fólk vissulega færara eftir því sem það beitir
aðferðinni meira. Í byrjun leitar fólk til mín
þar sem það þarf að vinna úr einhverju, ým-
ist líkamlegu eða andlegu. Oftar en ekki
þegar fólk er búið að ná þeim árangri sem
það vildi fer það að koma kannski einu sinni
í mánuði. Þetta er fyrirbyggjandi meðferð
og kemur þannig í veg fyrir að maður
spennist upp aftur. Ég reyni líka að stuðla
að því að fólk sé meðvitað um hvernig því
líður svo það sé færara í að vinna úr hlut-
unum sjálft. Yfirhöfuð erum við svolítið
ómeðvituð um tilfinningar okkar og eigum
það til að læsa allt niðri, vera sterk og harka
af okkur. Vegna þess hversu mild meðferð
þetta er hentar hún fólki á öllum aldri. Unn-
ið er með líkamanum til að aðstoða hann að
lækna sig sjálfur,“ segir Tinna María.
Meðferðarprógramm
Tinna María hefur einnig tekið þátt í lík-
amlegum og andlegum meðferðarprógrömm-
um í Bandaríkjunum og víðar. Þangað kem-
ur fólk og fær meðferð hjá mismunandi
fræðingum í fimm klukkutíma á dag í fimm
daga. Slíkar búðir hafa einnig verið haldnar
hér á landi og segir Tinna María þær alveg
magnaðar. Hún hefur einnig safnað steinum
síðan hún var lítil og í dag sérgerir hún
armbönd og hálsmen úr orkusteinum sem
ætlað er að leysa úr ákveðnum vandamálum
hjá hverjum og einum. Tinna María rekur
meðferðarstöðina Orkulind og má sjá upp-
lýsingar um þær meðferðir sem í boði eru á
samnefndri vefsíðu.
Fyrirbyggjandi meðferð við kvillum
Morgunblaðið/Heiddi
Mild snerting og orkuflæði Tinna María hefur lengi haft áhuga á óhefðbundnum lækningum.
Óhefðbundnar lækningar má
nota til meðferðar við ýmsum
kvillum, bæði líkamlegum og
andlegum. Í heilun er reynt að
koma jafnvægi á orkubrautir lík-
amans.
» Yfirhöfuð erum við svolít-
ið ómeðvituð um tilfinn-
ingar okkar og eigum það til
að læsa allt niðri, vera sterk
og harka af okkur.
Í amstri dagsins er mikilvægt að
finna eitthvað sem hentar fólki til
að slaka á. Gott er að finna sér
eitthvað slíkt eftir langan vinnu-
eða skóladag. Slökunin þarf ekki
að taka svo ýkja langan tíma en
hún mun margborga sig. Sumir
kjósa að fara í jóga á meðan aðrir
vilja liggja upp í sófa með rólega
tónlist eða fara í röskan göngu-
túr. Finndu hvað hentar þér best
og andaðu svo rólega inn og út og
tæmdu hugann.
Slökun
borgar sig
Slökun Allir þurfa að finna sér eitthvað til að tæma hugann.
Hefst 3. febrúar 2010
www.lifshlaupid.is