Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010 „PENINGA- LEGAR eignir gera okkur kleift að halda þjón- ustu- og fast- eignagjöldum óbreyttum. Al- mennt met ég stöðu bæjarins nokkuð góða og það hve lítið við höfum aukið álögur ætti að gera íbúum betur kleift að komast yfir skuldbind- ingar,“ segir Sigurður Valur Ás- bjarnarson, bæjarstjóri Sandgerð- isbæjar. Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaganna hefur farið yfir fjárhagslega stöðu Sandgerðis- bæjar m.v. lok árs 2008. Þá voru heildartekjur bæjarins um einn ma. kr. og tap ársins 115 millj. kr. Skuldir og skuldbindingar m.a. vegna rekstrarleigusamninga voru rúmlega 3,7 ma. kr. eða um 2,1 millj. kr á hvern íbúa. Skuldir eru 918 þús. kr. að eignum frádregnum. Vaxtatekjurnar 240 millj. kr. „Við höfum ávaxtað okkar pen- ingalegu eignir á bók. Þegar best lét voru árlegar vaxtatekjur 240 millj. kr. Núna fara vextir lækkandi og þá má vera að aðrir möguleikar verði betri. Hins vegar geta lán ver- ið með uppgreiðslugjaldi og því þarf að skoða hvert lán sér- staklega,“ segir Sigurður Valur. Nokkur ár eru síðan Sandgerð- isbær lét hluta fasteigna sinna af hendi og heldur þeim nú með rekstrarleigu. Með því var losað um fé sem var notað til þess að greiða niður erlend lán. „Við værum í slæmum málum hefðum við ekki greitt þau lán upp á þeim tíma,“ segir bæjarstjórinn. sbs@mbl.is Eiga sjóð á bók og hækka ekki álögur á íbúa Sigurður Valur Ásbjarnarson FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FULLTRÚUM stjórnarandstöð- unnar er nóg boðið, hvað varðar hringlandahátt ríkisstjórnarinnar í Icesave-málum. Ráðherrar hafi ítrek- að boðað formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, ásamt fulltrúa Hreyfingarinnar, á fundi þar sem reyna eigi að ná þverpólitískri sam- stöðu í Icesave-málinu en hverjum fundinum á fætur öðrum ljúki án þess að ríkisstjórnin sýni nokkurn lit í því að vilja taka upp samninginn við Breta og Hollendinga og semja upp á nýtt. Hið eina sem komið hafi nýtt frá ríkisstjórninni séu hugmyndir um nýja lánsfjármögnun vegna Icesave- samninga þar sem samið verði um lægri vexti og hagstæðari kjör og þá við aðra en Hollendinga og Breta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins talar Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra þannig á fundum með stjórnarandstöðunni að hægt sé að semja við Evrópusam- bandið um að sjóður á vegum ESB láni Íslendingum fyrir öllum höfuðstól Icesave-lánanna, þannig að rúmar 20 þúsund evrur verði greiddar til Hol- lendinga og Breta fyrir hvern Ice- save-reikning á mun hagstæðari kjör- um en um samdist við Hollendinga og Breta, þegar lánasamningurinn var gerður. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra virðist samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins hafa litla trú á að slíkir samningar geti náðst við ESB, þrátt fyrir fyrirhugaðan fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra í Brussel í dag með José Manu- el Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar ESB. Fjármálaráðherra mun hafa kynnt sínar hugmyndir á fundum með stjórnarandstöðunni um að hægt væri að ná samningum við Norðmenn um lánveitingar á hagstæðari vöxtum en um samdist í Icesave og hefur gefið sterklega í skyn að innan fárra daga gæti legið fyrir að slíkir samningar við Norðmenn væru mögulegir. Heimildum ber ekki saman um hversu miklu hagstæðari vexti þeir Össur og Steingrímur eru að ræða en þó hafa tölur á bilinu 2% upp í 3,7% verið nefndar eða umtalsvert lægri vextir en þau 5,7% sem samið var um við Hollendinga og Breta. Samkvæmt samtölum við þingmenn stjórnarandstöðunnar í gær er margt sem hefur reynt á þolrif stjórnarand- stöðunnar frá því hún hóf fundarsetur með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um Icesave. Stjórnarandstaðan hefur enga sannfæringu fyrir því að ríkisstjórnin vilji taka upp samninginn við Breta og Hollendinga, á meðan fulltrúar stjórn- arandstöðunnar hafa lagt á það mikla áherslu á undanförnum fundum, að eðlilegt sé að fengnir verði þaul- reyndir sérfræðingar á sviði alþjóð- legrar samningagerðar til þess að leið- beina Íslendingum og það verði gert áður en nýtt samningstilboð verði lagt fyrir Breta og Hollendinga. Þeir Bjarni Benediktsson og Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson munu hafa orðið fyrir ákveðnu áfalli á fund- inum í Haag í síðustu viku með Wouter Bos, fjármálaráðherra Hol- lands og Paul Myners, bankamála- ráðherra Bretlands, þegar Stein- grímur reifað möguleikann á nýrri lánsfjármögnun við Bretann og Hol- lendinginn og að höfuðstóllinn sam- kvæmt kröfum Breta og Hollendinga yrði greiddur upp. Fulltrúar stjórnar- andstöðunnar töldu að það hefði verið afar óskynsamlegt af ráðherra að sýna viðmælendum með þessum hætti á spilin sín. Hollendingar og Bretar hafi tekið þessum boðskap ráðherrans fagnandi, en þeir hafi fram að þessum tíma- punkti á fundinum, verið jákvæðir gagnvart nýjum samningaviðræðum. Samfylkingin lítur til ESB en VG til Noregs Samfylkingin og Vinstri græn tala ekki einum rómi í Icesave-málum Í HNOTSKURN »Stjórnarandstaðan efastum vilja stjórnarinnar til að taka upp Icesave-samning- inn. Stjórnin vilji ekki ræða neitt nema vaxtamálin. »Fjármálaráðherra villreyna að fá nýja láns- fjármögnun frá Noregi á lægri vöxtum en eru á Icesave- samningnum. »Össur og Jóhanna rennahýru auga til ESB og vilja reyna að ná hagstæðum lána- samningum við ESB, til þess að greiða upp höfuðstólinn á Icesave-kröfunum. Morgunblaðið/Kristinn Samhljómurinn horfinn? Fjármálaráðherra og forsætisráðherra horfa nú í ólíkar áttir til þess að reyna að höggva á hnútinn í Icesave-deilunni. Ríkisstjórnin talar um vexti, þeg- ar stjórnarandstaðan talar um nýjan Icesave-samning. Óþreyja stjórnarandstöðunnar eykst með degi hverjum og líkur á þver- pólitískri samstöðu minnka. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ var ekki staðið að hlutum eins og átti að gera. Bankarnir hafa ekki staðið skil á sköttum eins og átti að gera samkvæmt lögum,“ segir Stef- án Skjaldarson skattrannsóknastjóri, en átta manna hópur á vegum skattrannsóknastjóra og ríkisskattstjóra hefur síðustu mánuði rannsakað hvort eitthvað í starfsemi fjármálastofnana hafi falið í sér brot á skattalögum. Stefán sagði að þessari vinnu hefði miðað vel áfram. Hópurinn hefði lagt áherslu á að greina hvernig bankarnir hefðu staðið að málum í sam- bandi við skattamál. Stefnt væri að því að ljúka þessari vinnu um miðjan apríl og í framhaldinu yrði farið í að endurákvarða skatta ef menn kæm- ust að þeirri niðurstöðu að lög hefðu verið brotin. „Það hefur komið í ljós að það var fullþörf á þess- ari vinnu,“ sagði Stefán. Tregða hjá bönkunum að veita upplýsingar Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði eins og Stefán Skjaldarson að þessi vinna hefði gengið vel. Þó hefði borið á vissri tregðu hjá fjár- málastofnunum að afhenda upplýsingar. Hann sagði ekki útilokað að skattayfirvöld yrðu að leita til dómstóla til að fá umbeðnar upplýsingar. Eftirlitsdeild ríkisskattstjóra hefur verið að skoða kaupréttar- og söluréttarmál. Skúli Eggert sagði að þessi vinna hefði leitt til þess að álögð op- inber gjöld hefðu verið endurákvörðuð fyrir all- stóran hóp manna sem störfuðu í fjármálastofn- unum eða í fyrirtækjum sem tengdust útrásinni. Á vegum ríkisskattstjóra hefur verið unnið að því að fá upplýsingar um aflandsfélög, hverjir séu eigendur þeirra og hvort upplýsingar um þau hafi ratað inn á framtöl. „Þessi vinna hefur gengið ágætlega og það er stöðug verið að endurákvarða gjöld í tengslum við þetta,“ sagði Skúli Eggert. Hann sagði að ýmislegt fleira væri í gangi. Skattayfirvöld fylgdust vel með því hvort rétt væri staðið að málum varðandi frádrátt frá skatt- stofni vegna taps. Þar væri misbrestur á sem kall- aði á endurákvörðun skatta. Í síðustu viku féll dómur í Hæstarétti þar sem Glitni var gert að borga 598 milljónir vegna þess að bankinn hafði ekki haldið rétt eftir sköttum af starfsmönnum og fleirum. Skúli Eggert sagði að þetta væri mikilvægur dómur. Allir dómarar í Hæstarétti skiluðu samdóma niðurstöðu. Bankarnir stóðu ekki rétt að málum Morgunblaðið/Golli Seðlabúnt Skattayfirvöld eru núna að rannsaka skattaskil bankanna.  Starfshópi sem rannsakað hefur hugsanleg brot bankanna á skattalögum hefur orðið vel ágengt  Bankarnir stóðu ekki alltaf rétt skil á sköttum Þótt Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hitti José Manuel Barroso, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, á fundi í Brussel í dag, hvílir mikil leynd yfir þeim fundarhöldum og öðrum sem ráðherrann áformar í þessari Evrópuheimsókn sinni. Forsætisráðherra staðhæfði reyndar á forsíðu Morgunblaðsins í gær, að ekki væri um neinn leyni- fund að ræða, heldur hefði hann verið ákveðinn í desembermánuði. Menn spyrja því, hvers vegna var fyrst upplýst um fundinn á heima- síðu Evrópusambandsins á mánu- dag og eftir að fréttin var komin í loftið hér á landi var henni snar- lega kippt út af heimasíðunni. Menn spyrja líka, að hvers und- irlagi það hafi verið. Þá er bent á, að það sé ein- kennilega lítið samræmi á milli þess sem ráðherrann segir sjálf og þess sem aðstoðarmaður hennar, Hrannar B. Arnarsson segir, því Út- varpið hafði eftir honum í fyrradag að fundir forsætisráðherra með embættismönnum Evrópusam- bandsins ættu að fara leynt. Enginn skilur leyndina yfir Evrópuförinni SÁ verklausnir ehf. munu byggja farþegaaðstöðu fyrir Landeyja- höfn. Í gær var undirritaður samn- ingur þess efnis og er samnings- upphæðin 91,8 milljónir kr. Verktakinn stefnir að því að hefja vinnu 8. febrúar en verklok eiga að verða 20. júní næstkomandi, að því er fram kemur á vef Siglingastofn- unar. Farþegaaðstaðan verður tveggja hæða steinsteypt bygging með timburþaki. Neðri hæðin er 186 m² og efri hæðin 77 m² eða samtals 263 m². Óupphitað anddyri er 50 m². einnig eru tveir óupphitaðir kálfar hvor um 50 m² fyrir farangur og geymslu tækja. Í húsinu verða salir fyrir brottfararfarþega, afgreiðsla og aðstaða fyrir starfsfólk. Inn- gangur/útgangur í landgang yfir í ferju, stigar fyrir komufarþega og fyrir brottfararfarþega, fólksflutn- ingalyfta og salerni fyrir farþega. Samið um byggingu farþegaaðstöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.