Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.02.2010, Qupperneq 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2010  Síðasta föstudagskvöld janúar- mánaðar vildi svo óheppilega til að skemmtistaðurinn Batteríið var tví- bókaður. Þá fóru fram raftónleikar á Myrkum músíkdögum og fór það víst í taugarnar á sumum sem mættu til að hlusta á flutning raf- tónverka að á sama tíma var haldið á staðnum árlegt Svitaball Röskvu. Pólitískir háskólanemar með svitabönd og undir áfengisáhrifum áttu víst ekki góða samleið með há- menningarlegum raftónverkum að sögn viðstaddra. Svitabönd og raftón- leikar á Batteríinu Fólk FRÖNSK kvikmyndahátíð er nýafstaðin í Reykjavík en nú hefur verið ákveðið að senda fimm þeirra tíu mynda norður á land, til Akur- eyrar, og halda þar franska kvikmyndahátíð í Borgarbíói. Hún hefst 6. febrúar og stendur í fjóra daga. Það eru sendiráð Frakklands og Kanada sem standa fyrir hátíðinni en hún var skipulögð af sendiráðunum, Alliance francaise og Senu í samstarfi við Borgarbíó, Græna ljósið, Akureyrarstofu, Strikið, Kvikyndi, og Amts- bókasafnið á Akureyri. Það koma sem sagt margir að hátíðinni. Myndirnar fimm sem sýndar verða áfram eru Le Petit Nicolas (Lási litli), Bon Cop, Bad Cop (Góð lögga, vond lögga), Khamsa (Verndargrip- urinn), Le Premier Cri (Frumgráturinn) og Meurtrières (Morðkvendi). Ísleifur Þórhalls- son hjá Græna ljósinu segir hátíðina hafa gengið ágætlega í Reykjavík og Lási litli slegið í gegn. Allar myndirnar hafi fengið sæmilega aðsókn, um 5.000 manns sótt hátíðina á tíu dögum. Um 2.000 sáu Lása litla og var uppselt á nær allar sýningar. Sú mynd er enn sýnd, með íslenskum texta, og aðsókn er afar góð að sögn Ísleifs. – Er þetta góð aðsókn miðað við svona hátíð? „Já, já, við erum bara sáttir. Það eru bara lág- ar tölur fyrir svona myndir þessa dagana, þetta hefur náttúrulega versnað eftir þetta blessaða hrun, maður hefur alveg fundið fyrir því,“ segir Ísleifur og segir fólk sækja mest í léttmeti, múr- brjóta (e. blockbuster) og afþreyingu í kvik- myndahúsum. helgisnaer@mbl.is Frönsk kvikmyndahátíð flutt norður Lási litli Hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi.  Erlendir miðlar eru heldur betur að taka við sér vegna plötu Daníels Bjarnasonar, Processions. Vefmið- illinn The Silent Ballet gefur plöt- unni níu af tíu í löngum og ítarleg- um dóm og Alarm Magazine segir að platan eigi án efa eftir að toppa marga árslistana. Það verður spennandi að sjá hvað stærri miðl- ar, eins og Grammophone, Indep- endent og fleiri eigi eftir að segja um þetta þrekvirki Daníels. Daníel Bjarnason aus- inn lofi fyrir plötu sína  Stuðsveitin FM Belfast mun leika á Hróarskelduhátíðinni í sum- ar. Tvær íslenskar hljómsveitir hafa því verið kynntar til sögunnar, þ.e. FM Belfast og Sólstafir. Fyrir tveimur árum léku bæði Mugison og Bloodgroup en það er aldrei að vita nema fleiri íslenskar sveitir og listamenn bætist við á dagskrána. Hátíðin hefst 1. júlí. FM Belfast spilar á Hróarskelduhátíðinni Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Fancy Pants Global hannar þessa dagana leik fyrir iPhone eftir ævintýrinu um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús, eftir þau Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. Eftir að þeirri vinnu er lokið stendur svo til að þróa leikinn fyrir tölvur og önnur tæki. Hallfríður segir tilgang leiks- ins þann að láta börn leysa tónlistar- þrautir með því að þykjast spila á hljóðfæri í símanum. „Þetta er gagn- legt upp á að hlusta og taka eftir hljóðum og eins til þess að kynnast hljóðfærunum,“ segir Hallfríður. Viggó Ingimar Jónasson hjá Fancy Pants Global segir að þegar búið sé að gera fyrstu útgáfu af leiknum sé í raun hægt að gera hvað sem er við hann. Lykilatriðið sé að þróa leikinn þannig að auðvelt sé að færa hann frá einu tæki til annars, milli „platforma“ á tölvumáli, þann- ig að hægt sé að spila hann í PC- og Mackintosh-tölvum, Google- símanum Nexus One o.s.frv. „Við erum komnir vel yfir kons- ept-stigið og erum að fara á fullt í kóðunarvinnu,“ segir Viggó um stöðu mála. Sinfóníuhljómsveit Hol- lands mun flytja tónverkið um Max- ímús Músíkús í tónleikahöllinn Con- certgebouw í Amsterdam 22. ágúst n.k. og segir Viggó að miðað sé við að þá verði leikurinn tilbúinn. „Við getum hugsað þetta sem fyrstu kynni af þessari tegund tón- listar,“ segir Viggó um leikinn og á þar við klassíska tónlist. Maxímús í tölvuheimum Kyrrmynd úr leiknum sem er í vinnslu. „Þetta er gagnlegt upp á að hlusta og taka eftir hljóðum og eins til þess að kynnast hljóðfærunum,“ segir Hallfríður, höfundur bókarinnar, um leikinn. Börn leysa tónlistarþrautir Maxímúsar Músíkúsar Fancy Pants Global hannar leik um Maxímús Músíkús maximusmusikus.com Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is POPPGOÐIÐ sáluga Michael Jack- son hefur orðið mörgum innblástur í gegnum tíðina og í dag frumsýnir Nemendamót Verzlunarskóla Ís- lands söngleikinn Thriller, byggðan í kringum lög hans. Söngleikurinn fjallar um strák að nafni Jackson sem flytur í lítinn ónefndan bæ á Íslandi. Hann virðist ekki vera eins og fólk er flest, yfir- náttúrulegir hlutir fara að gerast og skólakrakkarnir vita ekki hvernig þau eiga að taka þessum nýja strák. „Þetta er venjulegur mennta- skólasöngleikur, það eru tvö gengi, skrópalingarnir, sem eru vandræða- pakkið, og fótboltastrákarnir og svo kemur nýr strákur inn í skólann sem er dökkur og dularfullur. Inn í það fléttast svo ástir og örlög,“ seg- ir Reynir Hans Reynisson formaður Nemendamótsnefndar um söngleik- inn. Lög Jackson frá ýmsum tímabil- um fá svo að hljóma, t.d. frá því hann var í Jackson 5 og af hinum ýmsu plötum hans, lög eins og „The Man In The Mirror“, „BAD“, „Beat It“, og „Íll Be There“, auk fjölda annarra. Allir söngtextar eru á ís- lensku. „Versló setti upp Thriller- söngleik fyrir tíu árum með lögum Jackson og við nýtum undirspilið og söngtextana frá þeirri sýningu. En handritið er nýtt og söguþráðurinn allt annar,“ segir Reynir. Leikarinn Ívar Örn Sverrisson skrifaði handritið að söngleiknum og leikstýrir nemendunum. „Ívar hefur ekki leikstýrt hjá okkur áður, hann er rosalega jákvæður og dug- legur og hefur mikinn metnað fyrir þessu verkefni,“ segir Reynir. Sem fyrr er Nemendamótssýning Verslunarskólans fjölmenn en þeir nemendur sem stíga á svið sem leikarar og dansarar eru fjörutíu talsins og baksviðsnefndir sem sjá um hönnun leikmyndar og búninga, förðun, leikmyndasmíð, markaðs- mál o.fl. eru vel yfir hundrað manns. „Við héldum leikprufur í haust og í þær skráðu sig rúmlega fjögur hundruð manns, eða einn þriðji af skólanum,“ segir Reynir um leik- listaráhuga Versló-nema. Thriller er sýnt í Loftkastala- num. Frumsýning er í dag og eftir það er gert ráð fyrir tíu sýningum. Miðasala er á midi.is og í verslunum Skífunnar. Morgunblaðið/Heiddi Tryllir Hópurinn stillti sér upp í Loftkastalanum í gær og eins og sjá má er hugur í þessu unga og efnilega listafólki. Dökkur og dularfullur Jackson  Nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýna söngleikinn Thriller í dag  Lög Michael Jacksons hljóma í þessum hefðbundna menntaskólasöngleik Með hlutverk Jackson fer Daníel Takefusa Þórisson, sonur Dóru Takefusa. Með hlutverk Evu, sem er aðalstelpan, fer Unnur Eggertsdóttir, Billie Jean er bandarískur skiptinemi og hana leikur Margrét Björnsdóttir og Styrmir, höfuð fótboltagengis- ins og kærasti Evu, er leikinn af Andra Má. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Jón Ólafsson og Stella Rós- inkranz er danshöfundur. Ívar Örn Sverrisson er handritshöf- undur og leikstjóri. Aðalhlutverk og annað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.