Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010 www.noatun.is ÍM BLANDAÐIR KJÚKLINGABITAR KR./KG 498 OG GOTT! ÓDÝRT Við gerum meira fyrir þig FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is SVIPTINGAR urðu í prófkjörum stjórnmálaflokkanna um helgina þar sem nýliðar sigruðu en sitjandi fulltrúar í sveitarstjórnum fengu ekki brautargengi. Þetta gerðist til dæmis á Álftanesi, þar sem Snorri Finnlaugsson náði efsta sæti. Guð- mundur G. Gunnarsson oddviti flokksins og fv. bæjarstjóri komst ekki í hóp sex efstu. Snorri var bæjarfulltrúi á Álfta- nesi 1998 til 2005 og sat í bæj- arstjórn í Árborg fyrrihluta þess kjörtímabils sem nú er að líða. Öðru sætinu á Álftanesi náði sitj- andi bæjarfulltrúi, Kristján Guð- laugsson. Breytingar hjá VG Sviptingar urðu hjá Vinstri grænum á Akureyri. Þar sigraði Andrea Hjálmsdóttir háskólakenn- ari og mun leiða lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Edward Huijbens verður í öðru sæti. Sitjandi bæjarfulltrúar VG á Akureyri höfðu ekki hljómgrunn meðal þeirra sem kusu í forvali flokksins þar, því Baldvin H. Sig- urðsson sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum lenti í 3. sæti og Kristín Sigfúsdóttir í því sjötta. Tekið skal fram að hjá VG á Ak- ureyri á enn eftir að telja atkvæði sem bárust með pósti en ólíklegt verður að teljast að það raski nið- urstöðunum um neitt sem nemur. Hjá Vinstri grænum í Reykjavík kepptu borgarfulltrúarnir Þorleifur Gunnlaugsson og Sóley Tóm- asdóttir bæði um oddvitasætið. Þau komu bæði inn í borgarstjórn á kjörtímabilinu eftir að sitjandi fulltrúar flokksins þar tóku sæti á Alþingi. Í krafti þess keppti Þor- leifur að því að leiða listann áfram en laut í lægra haldi fyrir Sóleyju. Nýliðinn Líf Magneudóttir náði 3. sætinu og Elín Sigurðardóttir því fjórða. Sömu menn í Garðabænum Í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Grindavík fékk Guðmundur Pálsson flest atkvæði og leiðir listann í vor. Vilhjálmur Árnason varð 2. og Magnús Már Jakobsson 3. en þeir Guðmundur kepptu um efsta sætið. Vilhjálmur og Magnús eru nýliðar í bæjarmálum í Grindavík. Hjá Sjálfstæðisflokknum í Mos- fellsbæ sigraði Haraldur Sveinsson bæjarstjóri og fékk 671 atkvæði í efsta sætið eða 83,5%. Herdís Sig- urjónsdóttir náði 2. sæti og Bryndís Haraldsdóttir því þriðja. Gamalreyndir jaxlar í bæjarmál- unum náðu fjórum efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Alls tók 1.651 þátt eða tæplega 60%. Erling Ásgeirsson mun leiða listann líkt og hann gerði í síðustu kosningum. Hann fékk 767 atkvæði í 1. sætið. Páll Hilmarsson náði 2. sæti, Stefán Konráðsson því 3. og Sturla Þorsteinsson 4. sæti. Allir hafa þeir lengi starfað á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins, rétt eins og Áslaug Hulda Jónsdóttir sem hafnaði í 5. sætinu. Nýliðar náðu árangri  Víða sviptingar í prófkjörum  Konur áberandi meðal nýliða hjá Vinstri græn- um  Sömu oddvitar áfram hjá Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ og Mosfellsbæ Álftanes Úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sæti Atkv. í sæti. 1. Snorri Finnlaugsson 108 1. 2. Kristinn Guðlaugsson 136 1.-2. 3. Kjartan Örn Sigurðsson 107 1.-3 4. Hjördís Jóna Gísladóttir 148 1.-4. 5. Guðjón Andri Kárason 158 1.-5. 6. Elías Jakob Bjarnason 150 1.-6. Oddviti sjálfstæðismanna á Álftanesi ekki meðal sex efstu í prófkjöri. Sóley sigraði hjá VG í Reykjavík og nýliðinn Andrea Hjálmsdóttir náði efsta sætinu í forvalinu á Akureyri Garðabær Úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sæti Atkv. í sæti. 1. Erling Ásgeirsson 767 1. 2. Páll Hilmarsson 797 1.-2 3. Stefán Konráðsson 769 1.-3 4. Sturla Þorsteinsson 977 1.-4 5. Áslaug Hulda Jónsdóttir 977 1.-5 6. Ragný Þóra Guðjohnsen 846 1.-6 Reykjavík Úrslit úr prófkjöri Vinstri-grænna Sæti Atkv. í sæti. 1. Sóley Tómasdóttir 439 1. 2. Þorleifur Gunnlaugsson 493 1.-2 3. Líf Magneudóttir 518 1.-3 4. Elín Sigurðardóttir 366 1.-4 5. Davíð Stefánsson 354 1.-5 6. HermannValsson 369 1.-6 Grindavík Úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sæti Atkv. í sæti. 1. Guðmundur Pálsson 138. 1. 2. Vilhjálmur Árnason 112 1.-2. 3.Magnús Már Jakobsson 115 1.-3 4. Jóna Rut Jónsdóttir 104 1. -4 5. Guðbjörg Eyjólfsdóttir 106 1.-5. 6. Svana Björk Jónsdóttir 96 1.-6. Mosfellsbær Úrslit úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Sæti Atkv. í sæti. 1. Haraldur Sveinsson 671 1. 2. Herdís Sigurjónsdóttir 364 1.-2 3. Bryndís Haraldsdóttir 340 1.-3 4. Hafsteinn Pálsson 324 1.-4 5. Kolbrún Þorsteinsdóttir 343 1.-5 6. Rúnar B. Guðlaugsson 323 1.-6 Akureyri Úrslit úr prófkjöri Vinstri-grænna Sæti Atkv. í sæti. 1. Andrea Hjálmsdóttir 249 1. 2. Edward Huijbens 235 2. 3. Baldvin H. Sigurðsson 188 3. 4. Sóley Björk Stefánsdóttir 185 4. 5. Daði Arnar Sigmarsson 237 5. 6. Kristín Sigfúsdóttir 326 6. „Það er greinilegt að fólk vildi breytingar,“ segir Snorri Finnlaugsson, sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna á Álftanesi. Hann segir verk að vinna við að greiða úr flækju í fjármálum bæjarins. „Við þurfum að vinna úr þessari stöðu,“ segir Snorri sem telur líklegt að kosið verði á Álftanesi í vor, þótt sameining við annað sveitarfélag sé stíft rædd. „Það veldur vonbrigðum að ekki skuli vera kona í þessum hópi,“ segir Erling Ásgeirsson. Karlar skipa fjögur efstu sætin á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Garðabæ og verður Erling oddviti listans. „Það er mikilvægt að hafa öfluga rödd sem ver velferðarkerfið,“ segir Andrea Hjálmsdóttir sem náði efsta sæti í forvali VG á Akureyri. „Það hefur verið kallað eftir nýju fólki og ég ákvað að svara því kalli. Það er frábært að kjósendur skuli vera sammála því.“ Ekki náðist í Baldvin H. Sigurðsson oddvita flokksins á Akureyri sem ekki fékk brautargengi í prófkörinu nú. Guðmundur Pálsson, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Grindavík, segist hafa háð varnarbaráttu í prófkörinu en róstur hafa verið í bæjarpólitík í Grindavík síðustu misserin. „Við stefnum að því að mynda sterkan meirihluta eftir kosningar,“ segir Guðmundur. Engar konur ofarlega – vonbrigði í Garðabæ Snorri Finnlaugsson Erling Ásgeirsson Andrea Hjálmsdóttir Guðmundur Pálsson ÞÖRUNGAVINNSLAN á Reykhól- um var um helgina útnefnd fyr- irmyndarfyrirtæki VÍS í öryggis- og forvarnamálum árið 2010. Fyr- irtækið fékk líka forvarnaverðlaun VÍS eins og Bílson bílaverkstæði og Strætó bs. Forvarnaverðlaun VÍS voru nú veitt í fyrsta sinn. Þeim er ætlað að undirstrika mikilvægi þess að vinna skipulega að öryggis- og forvarna- málum og verða veitt árlega við- skiptavinum VÍS, sem skara fram úr í öryggis- og forvarnamálum. Þau eru jafnframt þáttur í breyttri forvarnastefnu VÍS. Þörungavinnslan til fyrirmyndar AFLEIÐINGAR af fyrningarleið- inni og afnámi sjómannaafsláttar eru spurningar sem verða í brenni- depli á fundi í Valhöll á Eskifirði kl. 17 í dag. Sjávarútvegur í óvissu er yfirskriftin. Ræðumenn verða Egg- ert B. Guðmundsson forstjóri HB- Granda, Gunnþór Ingvason formað- ur Útvegsmannafélags Austur- lands, Smári Geirsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð og Sverrir Mar Al- bertsson framkvæmdastjóri Afls – starfsgreinafélags. sbs@mbl.is Ræða fyrningarleið og afnám afsláttar UM 300 manns sóttu 10. kröfufund Nýs Íslands á Austurvelli á laugar- dag. Samtökin segja að enn hafi skuldsettum heimilum engar lausn- ir verið boðnar og þúsundir sitji í súpunni. Stjórnvöld firri sig ábyrgð og vísi málum til banka sem stundi blekkingar. Því verði stjórnvöld að bregðast við kröfum um leiðrétt- ingu og afnema verðtryggingu. Í dag, þriðjudag, funda forsvars- menn Nýs Íslands með Birnu Ein- arsdóttur, bankastjóra Íslands- banka, og vænta þess að hún svari gagntilboði samtakanna um leið- réttingu vegna bílasamninga sem samtökin vilja að verði á svipuðu róli og var 2008. Segja að þúsundir sitji í súpunni Mótmæli Frá mótmælafundi samtakanna Nýs Íslands á Austurvelli sl. laugardag. STEINBÍTSHRYGNA hrygndi í búri í Fiskasafninu í Vest- mannaeyjum í gær. Að hætti slíkra fiska gætir hún hrogna sinna vel og hafði hringað sig utan um þau þeg- ar meðfylgjandi mynd var tekin. Steinbítur hrygnir árlega í safn- inu, oftast í desemberbyrjun. Um hrygningartímann missir steinbít- urinn tennur og étur ekkert. Skömmu eftir frjóvgun hrygnir steinbítshrygnan um 6.000 eggjum sem hún klappar saman í stóran kökk. Eftir það tekur hængurinn við og gætir hrognanna í þrjá mán- uði, eða uns þau klekjast út. Steinbítshrygna hrygnir í Eyjasafni Steinbítur Eggin eru 6.000 og þeirra gætir hrygnan vel. Ljósmynd/Fiskasafnið í Eyjum ÓVISSA ríkir um hvernig skorið verður niður í rekstri Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja. Á föstudag var tilkynnt að stjórnendur HSS myndu endurskoða fyrri niður- skurðaráform sín en framkvæmda- stjóri HSS vill ekki tjá sig um hvern- ig honum verður háttað. Á fundi stjórnenda stofnunarinnar og heilbrigðisráðherra fyrir helgina var farið farið ítarlega yfir stöðu stofnunarinnar og niðurskurð á framlögum. Eftir fundinn var til- kynnt að áhrif niðurskurðarins hefðu verið ofmetin. En hvað olli því að niðurskurður á fjárframlögum til HSS var ofmetinn þannig að ekki þarf að skerða þjón- ustuna jafnmikið og talið var í fyrstu og hverju munar þar í fjárhæðum? „Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Staðan er viðkvæm,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSS, í samtali við Morgunblaðið. Á vefsetri Víkurfrétta er undir- skriftalisti þar sem niðurskurði á HSS er mótmælt. Um 5.600 manns höfðu skrifað undir síðdegis í gær. sbs@mbl.is Borgarafundur um heilbrigðisstofnunina Tjáir sig ekki um hvernig niðurskurði verður háttað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.