Morgunblaðið - 08.02.2010, Síða 7
Eftir Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn | Norska skipið Heröyhav
landaði um 900 tonnum af loðnu á Þórs-
höfn á föstudag. Loðnan veiddist út af
Borgarfirði eystri og er þokkaleg en áta
finnst þó í henni.
Mannskapur hefur verið ræstur á
vaktir hjá Ísfélaginu og er áætlað að um
helmingur aflans verði frystur á Austur-
Evrópumarkað en restin í bræðslu.
Bolfiskvinnsla hefur einnig verið hjá
Ísfélaginu svo þörf er á aukamannskap
við loðnufrystingu.
Loðnufrysting
hafin á
Þórshöfn
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Fyrst Loðnan úr Heröyhav er sú fyrsta sem er landað í Þórshöfn í vetur.
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 2010
Menntun og vöxtur
DAGSKRÁ
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI
- Störfin og menntunin
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
Iðnmeistarakerfi í mótun
Ingi Bogi Bogason, Kristrún Ísaksdóttir, Ferdinand Hansen
og Baldur Gíslason greina frá stöðu þess
Styrkur SI til kennslu á vinnustað verður afhentur
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
- Háskólamenntun til vaxtar
Sigurður Ólafsson, fræðslustjóri Alcoa og
Iðunn Kjartansdóttir sérfræðingur hjá IÐUNNI fræðslusetri
- Hvernig er mannauður mótaður og metinn?
Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri MENTOR
Hvernig treystir menntakerfið undirstöður atvinnulífsins?
Hvaða hlutverki gegna skólar í að byggja upp íslenskt atvinnulíf?
Felur hagræðingarkrafa í menntakerfinu í sér tækifæri til sóknar?
Samtök iðnaðarins bjóða til málþings
miðvikudaginn 10. febrúar frá kl. 9 til 12
á Grand Hóteli Reykjavík.
Málþingið er opið meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Skráning fer fram á mottaka@si.is.
Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalausa möguleika til vaxtar og nýsköpunar.
Iðnfyrirtæki treysta á öflugt menntakerfi.
Málþing á Menntadegi iðnaðarins 2010
MEIRA en helmingur þjóðarinnar
er nú ónæmur fyrir svínainflúens-
unni A (H1N1). Búið er að bólusetja
um 130.000 manns og ætla má að á
bilinu 50-60.000 manns hafi fengið
veikina í faraldrinum sem gekk yfir
landið á síðari hluta árs 2009.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir,
telur að þær aðgerðir sem gripið var
til, þar á meðal bólusetning gegn
veikinni, hafi komið í veg fyrir sýk-
ingu 30.000 manns og þar með hafi
verið afstýrt 100 sjúkrahúsinnlögn-
um, 10 innlögnum á gjörgæsludeildir
sjúkrahúsa og einu dauðsfalli. Hann
hvetur fólk til að láta bólusetja sig en
nóg sé til af bóluefni.
Í fréttatilkynningu frá sóttvarna-
lækni kemur fram að svínainflúens-
unnar verður nú ekki lengur vart
hérlendis en veikin sé hins vegar
vaxandi vandamál í mörgum öðrum
löndum. Á hinn bóginn megi búast
við nýrri bylgju síðar á þessu ári eða
á því næsta, að því er segir í tilkynn-
ingu frá sóttvarnalækni.
Komið í veg fyrir að
30.000 manns sýktust
Sóttvarnalæknir hvetur til bólusetninga
ÁGÚST Ein-
arsson, rektor
Háskólans á Bif-
röst, tilkynnti í
útskriftarræðu á
laugardag, að
hann myndi láta
af störfum 5. júní.
Ágúst mun áfram
starfa sem pró-
fessor við skól-
ann.
Í ræðu Ágústs kom fram að ráðn-
ingartími hans hefði runnið út í árs-
byrjun en stjórn skólans beðið hann
að starfa áfram og hefði hann orðið
við því, enda vildi hann ljúka fjár-
hagslegri endurskipulagningu í
tengslum við nemendaíbúðir á Bif-
röst og henni lauk nú í janúar.
63 nemendur útskrifuðust frá
skólanum í dag, þar af ellefu með
meistarapróf. Ágúst sagði, að staða
skólans væri sterk og hagnaður
hefði verið af rekstrinum á síðasta
ári. Fyrir þremur árum var fjár-
hagsstaðan mjög slæm en það tókst
að snúa því við. Ágúst sagði, að
hrunið hefði sett strik í reikninginn
en tekist hefði að vinna vel úr því.
Eigið fé skólans hefði aukist veru-
lega undanfarin 3 ár. Sameining við
aðra háskóla væri ekki á döfinni.
Ágúst
hættir sem
rektor
Ágúst Einarsson
Sameining við aðra
háskóla ekki á döfinni
GESTUR á skemmtistað á Selfossi
var gripinn glóðvolgur aðfaranótt
sunnudags í stuttermabol merktum
lögreglunni. Gesturinn þurfti að sjá
á eftir bolnum og má búast við
ákæru og dómi eins og aðrir sem
láta sjá sig í þessum fatnaði án þess
að hafa til þess leyfi.
Um 300 stuttermabolum merkt-
um lögreglu var stolið í innbroti í
fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í
fyrravor. Síðan þá hafa bolirnir
dúkkað upp víða um land.
Í liðinni viku var 21 árs karlmaður
dæmdur í 25.000 króna sekt fyrir að
klæðast slíkum bol á skemmtistaðn-
um Broadway í Reykjavík 1. nóv-
ember í fyrra. Stutt er síðan annar
maður hlaut sömu sekt, með dómi,
fyrir sama athæfi. Bolirnir geta því
verið dýrir, þegar upp er staðið.
Þurfti að sjá
á eftir lög-
reglubolnum