Morgunblaðið - 08.02.2010, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2010
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heitast 7 °C | Kaldast 0 °C
Austan 8-13 m/s við
suðvesturströndina, en
mun hægari vindur
annars staðar. Hiti 0 til
7 stig. » 10
Nýja dansverkið
Endalaus eftir Alan
Lucien Öyen var
frumsýnt um
helgina hjá Íslenska
dansflokknum. »23
DANS»
Endalaus
dans
INTERNETIл
Vefsíða vikunnar er óður
til súkkulaðisins. »26
Eftir sjö vikur á
toppi bandaríska
bíóaðsóknarlistans
hefur Avatar vikið
fyrir ást og róm-
antík. »25
KVIKMYNDIR»
Avatar af
toppnum
LEIKHÚS»
Nýtt leikrit Skoppu og
Skrítlu frumsýnt. »26
KVIKMYNDIR»
Arnar Eggert fór að sjá
An Education. »29
Menning
VEÐUR»
1. „Ég hrökk við í bælinu“
2. Hálfnaktar konur mótmæla
3. Ísland í riðli með Noregi
4. Ungri konu rænt í Noregi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Lestrarfélagið
Krummi hefur
ákveðið að Stein-
ar Bragi hljóti
hina eftirsóttu
Rauðu hrafns-
fjöður í ár. Verð-
launin eru veitt á
ári hverju fyrir athyglisverðustu
kynlífslýsingu í skáldverki nýliðins
árs.
Hlaut Steinar Bragi verðlaunin
fyrir kafla úr bókinni Himinninn yfir
Þingvöllum. Verðlaunin voru veitt á
aðalfundi Krumma síðastliðinn
föstudag. Kaflann krassandi og aðr-
ar tilnefningar má sjá á www.
hrafnaspark.blog.is.
BÓKMENNTIR
Steinar Bragi hlýtur
Rauðu hrafnsfjöðrina
Á höfundahádegi í Norræna hús-
inu í dag, frá kl. 12-13, ræða Haukur
Ingvarsson útvarpsmaður og Pét-
ur Gunnarsson rithöfundur bækur
hins síðarnefnda um Þórberg Þórð-
arson sem komið hafa út á síðustu
árum. Þá hefur Haukur ekki síður
fengist við áhugaverða hluti en ný-
lega sendi hann frá sér bók um síð-
ustu skáldsögur Halldórs Laxness.
BÓKMENNTIR
Ræða Þórberg í höfunda-
hádegi í Norræna húsinu
Haukur IngvarssonPétur Gunnarsson
Landsliðsmað-
urinn í knatt-
spyrnu Emil Hall-
freðsson var
glaður í bragði
þegar Morgun-
blaðið náði tali af
honum um helgina
eftir að hann hafði tryggt liði sínu
Barnsley 1:0-sigur á Heiðari Helgu-
syni og félögum í Watford í ensku 1.
deildinni.
„Þetta var bara snilldarmark hjá
mér,“ sagði Emil af sinni alkunnu
hógværð, en hló svo við.
„Ég held því fram að ég sé alltaf
frekar mikið í boltanum og ef eitt-
hvað er að gerast í sókninni hjá okk-
ur er ég oftast á bak við það. Ég er
búinn að vera að skora mörk og
leggja þau upp og finnst mér bara
ganga mjög vel hérna. Það er gaman
að spila á fullu og þetta er skemmti-
leg deild, mikill hasar og læti,“ bætti
hann við.
KNATTSPYRNA
„Ef það gerist eitthvað í
sókn er ég á bak við það“
„ÞETTA er mikil íþrótt og var rosalega erfiður
samanburður en ég náði fimm bollum réttum af
átta á skemmstum tíma,“ segir kaffibarþjónninn
Tumi Ferrer sem varði Íslandsmeistaratitil sinn
í fagsmökkun á kaffi sem fram fór í húsnæði
Kaffismiðju Íslands í gærdag. Ellefu kaffibar-
þjónar tóku þátt í keppninni og má sjá einn
þeirra, Karl Sigtryggsson, á meðfylgjandi mynd.
Með sigrinum vann Tumi sér inn keppnisrétt á
heimsmeistaramóti sem haldið verður í sumar.
Hann hafnaði í 19. sæti á mótinu í fyrra en stefn-
ir ótrauður hærra í ár.
Ellefu kaffibarþjónar á Íslandsmótinu í fagsmökkun á kaffi
„Þetta er mikil íþrótt“
Morgunblaðið/Kristinn
NÝTT leikrit
eftir Auði Jóns-
dóttur verður
sett upp í Borg-
arleikhúsinu á
næsta ári. Verk-
ið skrifaði Auð-
ur sem hirð-
skáld leik-
hússins, en hún
hlaut þá útnefn-
ingu í fyrra. Ný-
lega tók svo Jón Gnarr við titl-
inum. Leikritið hefur hún nefnt
Hótel Reykjavík og fjallar það um
leikhóp sem kemur saman í
jarðarför.
Auður segir leikritið hafa verið
lengi að malla hjá henni, en að
þessi tími hafi verið mjög gjöfull.
„Þetta var skemmtilegt tækifæri
fyrir mig persónulega og starfs-
lega séð fór ég að fást við nýtt
form, leikritagerð. Ég hef verið
áhugasöm um leikhúsformið en
ekki sinnt því þar til ég fékk þetta
tækifæri. Þessi tími hefur verið
mikill skóli.“ | 23
Auður
Jónsdóttir
Saman í
jarðarför
Setja upp Hótel
Reykjavík
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FYRIR nokkrum árum hefðu nýlið-
ar í björgunarsveit rekið upp stór
augu ef í þeirra hóp hefði bæst rúm-
lega þrítugur, hvað þá fertugur eða
fimmtugur nýliði. Á síðustu árum er
á hinn bóginn orðið mun algengara
að fólk sem telst ekki lengur til ung-
lamba hefji nýliðaþjálfun.
Ein þeirra er Íris Lind Sæmunds-
dóttir, 33 ára lögfræðingur í utan-
ríkisráðuneytinu, sem hóf nýliða-
þjálfun hjá Hjálparsveit skáta í
Reykjavík í fyrrahaust. Hún segist
alltaf hafa haft mikinn áhuga á úti-
vist og gönguferðum en hafi ekki
mikið hugsað um að ganga í björg-
unarsveit fyrr en hún var hvött til
þess af skólasystur sinni úr laga-
deildinni sem byrjaði í nýliðaþjálfun
2008.
„Ég hélt alltaf að nýliðar í björg-
unarsveit þyrftu að vera hetjur og
kunna allt og vita allt um starf
björgunarsveitarmannsins. En síðan
sá ég að það er pláss fyrir alla, reynt
sem óreynt útivistarfólk,“ segir Íris
Lind sem er afar ánægð með vistina
í nýliðahópnum. Nýliðaþjálfunin sé
afar markviss.
Alls ekki of tímafrekt
Íris Lind segir að þátttaka í
björgunarsveit sé alls ekki of tíma-
frek, ein til tvær helgar í mánuði fari
í námskeið, ferðir og annars konar
þjálfun. Í björgunarsveitarferðum
geti fólk lagt áhyggjur vegna vinn-
unnar á hilluna og fengið frið frá
daglegu stressi. „Þetta er heimur út
af fyrir sig og þú gleymir öllu öðru.“
Nýliðar á öllum aldri
Sífellt algengara að fólk á milli þrítugs og sextugs gangi í
björgunarsveit Fá markvissa þjálfun í fjallamennsku
Á fjöllum Íris Lind búin að leggja
lagasafnið til hliðar í bili a.m.k.
Meðal þess sem nýliðarnir
þurfa að læra er að ganga á
mannbroddum. Að ýmsu er að
gæta þegar langir og beittir
mannbroddar eru komnir undir
gönguskóna.
Óvanir eiga það m.a. til að
krækja broddunum í buxna-
skálmar sínar þannig að þeir
falli við og húrri niður fjalls-
hlíðar á mikilli ferð. Í slíkum
tilfellum má nota mannbrodd-
ana og raunar ísaxir einnig til
að stöðva rennslið en það er
alls ekki sama hvernig það er
gert.
Læra að ganga