Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is MÆLIR sem mælir súrefnisinni- hald andrúmslofts í lest Hoffellsins SU var bilaður og í viðgerð þegar slys varð um borð í skipinu aðfara- nótt laugardags. Tveir menn féllu í ómegin vegna súrefnisskorts í lest- inni og er öðrum þeirra enn haldið sofandi í öndunarvél. Hinn var í gær útskrifaður af gjörgæsludeild. Lögreglan rannsakar nú tildrög þessa óhapps sem varð þegar verið var að landa gulldeplu. Málið er einnig komið til rannsóknarnefndar sjóslysa. Málavextir eru þeir að starfsmað- ur úr löndunargengi fór niður í lest skipsins þar sem hann varð fyrir súr- efnisskorti. Stýrimaðurinn varð þess áskynja að eitthvað óeðlilegt hafði gerst, og fór á eftir manninum niður með súrefnisgrímu sem hann tók síð- an af sér og hugðist setja á félaga sinn. Þá fór hins vegar svo að stýri- maðurinn sjálfur féll í ómegin. Jón Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir fyrir liggja að súrefnismælir löndun- armanna hafi verið bilaður og í við- gerð. „Slys lík þessu eru ekki eins- dæmi. Við verðum að taka á vandanum,“ segir Jón. Slys, hliðstætt því sem varð á Fá- skrúðsfirði, varð á Akranesi á sl. ári. Orsökin var súrefnisskortur vegna rotnunar í hráefni. Stækja af hráefn- inu skapaði útstreymi á gastegund- um. „Þessi mál eru sambærileg og við verðum að draga lærdóm af þeim,“ segir Jón Ingólfsson. Súrefnismælirinn um borð var bilaður  Lögregla rannsakar Fáskrúðsfjarðarmálið  Súrefnismælir löndunarmanna var bilaður og í við- gerð  Sambærilegt slys á Akranesi í fyrra  Verðum að taka á vandanum, segir forstöðumaður RNS Í HNOTSKURN » Mennirnir á sjúkrahúsi.Annar er kominn af gjör- gæsludeild. » Hráefnið rotnaði í skips-lestinni og skapaði gufur sem ollu súrefnisleysi. »Fleiri sambærileg slys semdraga verður lærdóm af. Í höfn Hoffellið við bryggju á Fá- skrúðsfirði. Slysið er í rannsókn. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÍSLAND stendur töluvert aftar ná- grannaríkjum sínum er kemur að rafrænni stjórnsýslu og hefur dreg- ist verulega aftur úr á sl. 20 árum. Landið var á hinn bóginn framar- lega í flokki ríkja í árdaga upplýs- ingatækninnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samein- uðu þjóðanna. Nú fer því fjarri að mögu- leikar stjórnsýslunnar á sviði net- notkunar séu fullnýttir og er landið í 48. sæti er kemur að netþjónustu ríkis við þegna sína sem svarar, að sögn Hauks Arnþórssonar stjórn- sýslufræðings, til þess sem búast má við af ríkjum Austur-Evrópu. Enn meira hallar undan fæti er gagnvirk netnotkun ríkis við þegna sína er mæld. Á þeim lista er Ísland í 153. sæti, ásamt ríkjum á borð við Eþíópíu og Írak. Að mati Hauks er þessi þróun verulegt áhyggjuefni, sem íslensk stjórnvöld taka ekki nægilega alvarlega. „Tæknin sem einkennir íslenska tölvuvæðingu er á stofnanastigi,“ segir Haukur. Tölvuvæðing ein- stakra stofnana hér á landi sé því mjög þróuð og jafnvel betri en hjá sambærilegum stofnunum í Dan- mörku. Skortur sé hins vegar á sam- þættingu og uppbyggingu ríkis- gagnagrunna, t.a.m. í heilbrigðis- málum. Er hann ekki frá því að sú erfiða umræða um persónuvernd sem kom upp hér á landi í kjölfar deilnanna um gagnagrunn Íslenskrar erfða- greiningar eigi sinn þátt í því hvern- ig rafræn stjórnsýsla hefur þróast. Ódýrt eftirlitstæki „Íslenska ríkið byggir lítið upp sína gagnagrunna og þjónustu og það er það sem dregur okkur niður á alþjóðlegu kvörðunum,“ segir Haukur og bendir á að upplýs- ingatæknin getur verið ódýrt eftir- lit með ríkinu, auk þess að auðvelda almenningi að nálgast hinn opin- bera veruleika. Krafan um gagnsæi og aukið lýð- ræði, sem svo hávær er á Vestur- löndum í dag, sameinist vel góðri rafrænni stjórnsýslu. „Tölvuvæð- inguna má nota til að almenningur geti fylgst með framgangi mála. Á þetta skortir hins vegar hér á landi þar sem stjórnarathafnir eru minna sýnilegar en í nágrannalöndunum okkar.“ Ísland dregst aftur úr grann- ríkjum sínum Í flokk með Eþíópíu og Írak er kemur að gagnvirkri rafrænni stjórnsýslu Haukur Arnþórsson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is TÆPLEGA 60 Kínverjar vinna nú við uppsetningu glerhjúps tónlistarhússins í Austurhöfninni sem fengið hefur nafnið Harpa. Kínverjunum fjölgar enn á næstu vikum og mánuðum og verða flestir rúmlega 100 í sum- ar, en framleiðsla glersins og uppsetning er á sömu hendi. Kínverjarnir búa í húsnæði ÍAV á Keflavíkur- flugvelli og fara með rútu á milli kvölds og morgna. Kínversku starfsmennina var þó ekki að finna á vinnustaðnum í gær þar sem þeir fengu frí til að fagna ári tígursins, en það tók við af ári uxans. Nú er unnið á fimm stöðum í húsinu við uppsetningu glerhjúpsins sem er flókið verk og vandasamt. Sem dæmi má nefna að vinnuteikningar af glerhjúpnum eru alls yfir átta þúsund talsins, samkvæmt upplýsingum Sigurðar R. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Austur- hafnaverkefnisins á vegum ÍAV. Hann sagði að uppsetning glersins hefði byrjað síð- asta sumar en umfang verksins myndi síðan aukast þegar kæmi fram á sumarið. Gert er ráð fyrir að hús- inu verði lokað í haust. Krefst alþjóðlegrar þekkingar og aðfanga Veður í vetur hefur fram til þessa verið hagsætt til útivinnu og vinnudagurinn lengist smátt og smátt með aukinni birtu. Um 320 manns starfa þessa dagana í tón- listarhúsinu og í bílahúsinu við hliðina. Sigurður segist reikna með að 7-800 manns starfi nú á einn eða annan hátt við framkvæmdina. „Hér á landi skapar þessi framkvæmd vinnu í smiðj- um og arkitektastofum, hjá verkkaupum, eftirlits- aðilum, birgjum og fleiri. Síðan leitum við fanga víða um heim, auk Kínverjanna get ég nefnt Austurríkis- menn, Svía, Dani og Bandaríkjamenn sem koma að ýmsum verkþáttum. Þetta er verkefni af þeirri stærð- argráðu að það krefst alþjóðlegrar þekkingar og að- fanga,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Kristinn Harpan Glerhjúpur tónlistarhússins er mikið verk og flókið, en smátt og smátt tekur húsið á sig mynd. Yfir átta þúsund vinnu- teikningar af hjúpnum  Tæplega 60 Kínverjar vinna við glerhjúp tónlistarhússins  7-800 manns víða um heim hafa vinnu tengda verkefninu Verið er að byggja bílastæðahús neðanjarðar við tón- listar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Um mikið mannvirki er að ræða enda mun þessi fyrsti áfangi bílahússins verða á tveimur hæðum og rúma 545 bíla. Áætlanir gera ráð fyrir að í mannvirkið fari um 24 þúsund rúmmetrar af steypu, 2.350 tonn af stáli og 18.600 fermetrar af kúluplötum, sem eru forsteyptar í smiðju. Mannvirkið er byggt sunnan megin við Hörpu og stendur við sjóinn. Sjór mun því síast inn um jarð- veginn og ýta upp undir bygginguna og því er mik- ilvægt að nýta þær aðferðir sem gefast til að þyngja mannvirkið, segir á heimasíðu ÍAV. Ankeri eru notuð til að halda byggingunni niðri ásamt jarðvegsfyllingu sem sett er milli neðstu botnplötu mannvirkisins og neðstu akstursplötu þess. Ankerin sem eru 500 tals- ins eru 12 til 17 metra löng. Þessi áfangi bílakjallarans verður tekinn í notkun vorið 2011 um leið og Harpan. 24 þúsund rúmmetrar af steypu Ljósmynd/ÍAV Járnavirki Bílakjallarinn er mikið mannvirki.VR krefst þess að stöðug- leikasáttmálinn standi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.