Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 ✝ Anna MaríaMagnúsdóttir Danielsen fæddist að Seljamýri í Loð- mundarfirði 17. janúar 1925. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu á Vífilsstöðum 31. janúar sl. Foreldar hennar voru Magnús Stef- ánsson frá Heið- arseli í Hróars- tungu, fv. dyravörður í Stjórnarráði Íslands og bóndi, f. 30. apríl 1891, d. 25. maí 1982 og Arnbjörg Jónsdóttir frá Gils- árteigi í Eiðaþingi, húsmóðir, f. 14. nóvember 1895, d. 1. maí 1980. Systkini Önnu Maríu eru: 1) Guðbjörg, f. 16.4. 1923, gift Benedikt Thorarensen, fv. fram- kvæmdastjóra í Þorlákshöfn, f. 1.2. 1926, d. 26.1. 2008. 2) Stefán, flugstjóri, f. 26.8. 1926, er fórst í flugslysi 18.3. 1963, giftur Svövu M. Þórðardóttur, f. 24.8. 1929, d. 13.9. 2007. Börn þeirra eru Magnús Örn, Halla og Þorleifur, en áður átti Stefán dótturina Sig- ríði, móðir hennar er Anna Ca- milla Einarsdóttir, f. 4.6. 1925. 3) Seyðisfirði þar til þau fluttu með fjölskylduna frá Austurlandi til Reykjavíkur 1926. Eftir að þau keyptu og hófu búskap að Laugahvoli í Laugarásnum 1929 ólst Anna María þar upp og bjó öll sín bernsku- og unglingsár. Að loknu gagnfræðaskólaprófi vann hún ýmis störf og var m.a. um tíma ritari hjá Borgarfógeta Reykjavíkur. Eftir að hún giftist og eignaðist syni sína helgaði hún sig húsmóðurstörfum um árabil og tók þátt í félagsstörf- um, m.a. í Nordmannslaget og kvenfélagi Ás-prestakalls. Á ár- unum 1956-58 reistu Anna og Hans, ásamt foreldrum hennar og Jóni bróður hennar, þríbýlis- hús í landi gamla Laugahvols. Þar bjuggu þau flest sín sambúð- arár, en Hans féll frá 1977 langt um aldur fram. Á þessum árum var byggð að eflast í Laug- arásnum og mikill samgangur milli nágranna er leiddi til ævi- langra vinatengsla. Eftir að synirnir komust á legg hóf Anna María störf hjá Hag- kaupum 1970. Vann hún fyrst við afgreiðslu og sem versl- unarstjóri, en síðar á skrifstofu fyrirtækisins þar til hún fór á eftirlaun. Síðustu æviárin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu á Víf- ilsstöðum og naut þar góðrar umönnunar allt fram í andlátið. Útför Önnu Maríu fer fram frá Fossvogskapellu í dag, þriðju- daginn 16. febrúar, og hefst at- höfnin kl. 15. Ragnar Jón, fv. flugvélstjóri, f. 15.7. 1932, d. 7.2. 2009. Anna María gift- ist þann 30.11. 1946 Hans Danielsen, framkvæmdastjóra hjá skipadeild SÍS, f. 15.11. 1920, d. 16.9. 1977. For- eldrar hans voru Asser Danielsen frá Salhus við Bergen í Noregi, f. 21.12. 1881, d. 13.2. 1944, og Martha Danielsen, f. Sande, f. 22.7. 1882, d. 13.8. 1947. Synir Önnu Maríu og Hans eru: 1) Ragnar, hjartalæknir, f. 26.10. 1951. Fyrri kona hans er Stein- unn Jónsdóttir, f. 27.3. 1951, dóttir þeirra er Arnbjörg María, f. 13.6. 1980. Seinni kona hans er Anna Guðrún Gunnarsdóttir, f. 23.5. 1965, sonur þeirra er Hans Gunnar, f. 26.9. 1995. 2). Magnús, rannsóknamaður, f. 29.9. 1955, kvæntur Jónu Arnfríði Imsland, f. 24.2. 1960. Börn þeirra eru Breki, f. 1.8. 1990, og Tara Þöll, f. 13.11. 1993. Foreldrar Önnu Maríu bjuggu fyrst í Loðmundarfirði en síðan á Kveðja til ömmu minnar. Elsku amma mín, ég vona að þér líði vel núna. Og ég vona að þú getir gert það sem þig langaði að gera í svo langan tíma, að vera frjáls á betri stað. Og örugglega í fallegri blóma- veröld með afa Hans. Þú varst svo góð og hress kona og umfram allt hugsaðir þú svo vel til allra sem þú þekktir. Og þú átt svo sannarlega skilið að hvílast í friði og ró. Vertu sæl amma mín Anna. Kærleikskveðja, Tara Þöll. Því fækkar hratt fólkinu af eldri kynslóðinni, fólkinu sem umvafði mig og mína ást sinni og umhyggju og stóð með okkur í blíðu og stríðu. Anna frænka hefur verið einn af föstu punktunum í lífinu frá því ég man eft- ir mér. Fyrstu minningarnar eru úr dyra- varðarbústaðnum sem stóð bak við Stjórnarráðið. Þar bjuggu afi og amma og þar hittist fjölskyldan. Einnig man ég eftir heimsóknum á Eiríksgötuna til Önnu og Hans mannsins hennar. Þar er alveg sér- staklega minnisstæð ein mubla, for- láta skápur sem í var útvarp, segul- band og plötuspilari. Þess háttar dýrgripur var ekki algengur á sjötta áratugnum. Ég man að við Ragnar gátum endalaust hlustað á plötuna með Ingibjörgu Þorbergs sem á voru Aravísur og „Gaman er fyrir hin góðu börn …“ og kynntumst við þarna líka fyrstu rokkstjörnunum eins og Bill Haley. En flestar minningarnar úr bernsku og fram á fullorðinsár eru síðan bundnar húsinu á Laugarásvegi 75, sem reist var á lóð Laugarhvols, þar sem afi og amma höfðu áður búið. Þarna bjuggu, frá árinu 1958, Anna og Hans ásamt sonunum tveim í öðr- um helmingnum, afi og amma á efri hæðinni í hinum endanum og Jón frændi á þeirri neðri. Þetta sambýli var gott – allir höfðu sitt pláss út af fyrir sig, en voru í þægilegri nálægð og áttu líka góða nágranna. Og það var alltaf gott og gaman að koma í heimsókn, ganga á milli íbúða og skoða falleg blóm og jurtir í garðin- um. Anna frænka var fínleg og glæsileg kona og ég hef heyrt að margir ungir menn í Reykjavík hafi rennt hýru auga til hennar. En Hans vann hjarta hennar. Hann kom frá Noregi, var mikill Norðmaður en samlagaðist þó lífinu á Íslandi vel. Fjölskylda Önnu var hans fjölskylda og hann var alveg einstaklega hlýr og hjálplegur við afa og ömmu. Saman ræktuðu þau líka samband við Noreg og við Norðmenn á Íslandi og ég fékk stundum að fara með á skemmtilegar samkomur, t.d. í skála Nordmannslaget í Heiðmörk. Hans dó árið 1977, langt um aldur fram. Anna vann árum saman í Hag- kaupum við verslunarstörf, verslun- arstjórn og á skrifstofunni. Eftir að hún hætti að vinna var hún dugleg að taka þátt í félagslífi, ferðast og um- gangast vinkonur. Hún var flutt í íbúð í Fossvoginum og þar eins og alls staðar þar sem hún bjó sér heimili var fallegt og snyrti- legt í kringum hana. En svo bilaði heilsan og þar kom að ekki var um annað að ræða en að finna henni öruggara umhverfi. Síðustu árin dvaldi hún á Vífilstöðum og fékk þar gott atlæti. Síðustu árin og mánuðina hrakaði minninu og sambandinu við umhverf- ið. Lengi vel horfði hún samt á sjón- varpið og var oft með Norsk Ukeblad í hönd. Í síðasta skipti sem ég heim- sótti hana efaðist ég um að hún þekkti mig, hún hélt samt fast í höndina á mér og það var augljóst að lengi býr að góðum eiginleikum. Snyrti- mennskan var enn til staðar og hún strauk burt kusk af kápunni minni og þegar ég rifjaði upp skemmtilegar minningar kom glettnisblik í auga og bros færðist yfir andlitið. Ég og fjöl- skylda mín minnumst margra góðra stunda með Önnu frænku og þökkum góða samfylgd. Sigríður Stefánsdóttir. Anna María Danielsen HINSTA KVEÐJA Elsku amma Anna. Mikið vona ég að þú hafir nú fundið það sem þér þykir himnaríki. Ég sakna þeirra tíma sem við áttum saman og held áfram að óska þess að þeir hefðu verið fleiri. Þú varst frá- bær manneskja og ég mun sakna þín. Hvíldu í friði. Kærleikskveðja, Breki. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli, Önundarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 11. febrúar. Minningarathöfn verður í Digraneskirkju Kópavogi fimmtudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Jarðsungið verður frá Holtskirkju í Önundarfirði mánudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð Kópavogi njóta þess. Aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SÆVIN BJARNASON frá Ökrum í Fljótum, Hverfisgötu 47, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laugardaginn 13. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Marheiður Viggósdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Birgir Sigmundsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Jón Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, HALLDÓRA BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR FABIAN, Bidda, Belford New Jersey, Bandaríkjunum, lést í Belford, New Jersey sunnudaginn 31. janúar. Jarðsett var í New Jersey fimmtudaginn 4. febrúar. Tomas Fabian, Guðni Fabian, Theresa Fabian, Thomas Fabian, Marie Olivier, Richard Olivier, Eric Fabian, Carolyn Fabian, Anna Bjarnadóttir, Ásdís Þorsteinsdóttir, Ragnar Eðvaldsson, Anna Steins Þorsteinsdóttir, Stefán Björnsson, Rut Þorsteinsdóttir, Sæmundur Alexandersson. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRIR HEIÐMAR JÓHANNSSON, Urðarbraut 8, Blönduósi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Blönduósskirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning nr. 0307-26-000095, kt. 440105-2540 í eigu Félags harmonikkuunnenda Húnv. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Jóhann Þröstur Þórisson, Bergþór Valur Þórisson, Björn Svanur Þórisson, Ingiríður Ásta Þórisdóttir, Sigrún Eva Þórisdóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær tengdamóðir mín, amma okkar og lang- amma, FRIÐRIKA TRYGGVADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, laugardaginn 13. febrúar. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Kristín B. Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson, Friðrik Hreinsson, Þórdís Ólafsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Eðvald Halldórsson og ömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SKAGFJÖRÐ JÓHANNESSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 11. febrúar. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Jón Sigurjónsson, Rósa Arngrímsdóttir, Róbert Sigurjónsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Vignir Sigurjónsson, Fjóla Tyrfingsdóttir, Grétar Skagfjörð Guðjónsson, Sudwan Sonpukdee, Magnea Skagfjörð Guðjónsdóttir, Þorleifur Guðjón Guðjónsson, Elín Bjarnadóttir, Gísli Þorberg Guðjónsson, Kolbrún Ósk Þórarinsdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Skarphéðinn Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.