Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Neysluvatnshitarar
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest
annað til rafhitunar.
Við erum sérfræðingar í öllu
sem við kemur rafhitun.
Kaplahrauni 7a • Hafnarfirði,
Sími 565 3265 • Fax 565 3260
rafhitun@rafhitun.is • www.rifhitun.is
Rafhitun
www.rita.is
Eddufelli 2, sími 557 1730
Bæjarlind 6, sími 554 7030
str. 36-40 og 50-56
1.990 kr.
allar
gallabuxur á
ÚTSÖLU
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Erum
að taka
upp
nýjar
vörur
Str. 38-56
VERÐHRUN
Verslunin hættir rekstri
Fyrstir koma fyrstir fá
Opið virka daga 13-18
Lokað laugard.
ÚTSÖLULOK,
VERÐHRUN
vera • Laugavegi 49
Sími 552 2020
Ný sending
frá Olsen
Eftir Nönnu Gunnarsdóttur
GRIPIÐ verður til margskonar að-
gerða hjá Háskólanum á Akureyri til
að mæta 100 milljóna króna niður-
skurðarkröfu stjórnvalda. Fram hef-
ur komið að kennarar skólans lögðu
sjálfir til að laun þeirra yrðu lækkuð
um 8,5% en kennsluskylda kennara
hefur breyst til samræmis við
kennsluskyldu við HÍ, þannig að
raunskerðing launa er 5,5%. Rektor
segir HA taka á sig meiri niðurskurð
en t.d. Háskóli Íslands.
„Niðurskurðurinn við HA er í
heild 6,6% en við HÍ ekki nema
1,7%, þar sem nemendafjölgun varð
umtalsverð og niðurskurðarkrafan
því minni,“ segir Stefán B. Sigurðs-
son, rektor HA. „Niðurskurðar-
krafan var því einna mest hjá HA
fyrir árið 2010.“
Launakostnaður 75%
af rekstri skólans
„Um 30 milljónir af þessum 100
koma fram í beinni launalækkun, um
50 milljónir eru niðurskurður vegna
frestunar á rannsóknarmisserum og
síðustu 20 milljónirnar eru hagræð-
ing, sameining námskeiða og fleira
slíkt sem kemur þá niður á minnk-
aðri yfirvinnu, óbeinni launalækkun
má segja,“ segir Stefán.
Fundað var með starfsmönnum
strax í byrjun september og þeim
gerð grein fyrir niðurskurðarkröf-
unni og þeim kynnt að það væri ekki
spurning hvort, heldur hvernig skor-
ið yrði niður.
„Félag háskólakennara við Há-
skólann á Akureyri fundaði marg-
sinnis með okkur og kom með hug-
myndir og svo varð þessi tillaga til
og háskólaráð ræddi hana og sam-
þykkti, svo samstarfsviljinn var til
staðar,“ segir Stefán.
Yfirvinna minnkar mikið
Kennarar og starfsfólk halda þó
unninni yfirvinnu, en hún minnkar
mikið, að sögn Stefáns. Um er að
ræða kennsluyfirvinnu, þegar menn
kenna meira en þeim ber. Föst yfir-
vinna hjá starfsfólki var skorin niður
um helming og kennsluyfirvinnan
minnkar af sjálfu sér vegna hagræð-
ingar í kennslu. „Það er hins vegar
ljóst að þetta sem við erum að gera
2010 verður ekki endurtekið, það
verður að grípa til annarra ráða
2011,“ segir Stefán.
Sem dæmi um hagræðingu má
nefna að aðferðafræði og tölfræði er
kennd í hjúkrunarfræði, við-
skiptafræði og auðlindafræði og far-
ið var í að skoða hvort ekki mætti
samkenna þessar greinar milli
námslína. „Á svipuðum nótum mætti
kenna saman til dæmis læknanem-
um og tannlæknanemum. Með þessu
mætti ná fram hagræðingu en yrði
niðurskurðurinn meiri kæmi upp sú
spurning hvort hægt yrði að kenna
allt það sem nú væri í boði“.
Stúdentar virðast ánægðir
Stefán segir að nokkur reynsla sé
komin á slíka samkennslu í fé-
lagsvísindum og viðskiptafræði og
stúdentar virðist nokkuð sáttir, enda
geri þeir sér grein fyrir ástandinu.
„Þegar komið er upp á háskólastig
er það nemandinn sem er aðalatriðið
og hlutverk skólans er að skapa hon-
um sem bestar aðstæður til að hann
geti sjálfur lært,“ segir Stefán.
Laun lækka að tillögu
kennaranna sjálfra
Skapti Hallgrímsson
Niðurskurður Stefán B. Sigurðsson, rektor HA, segir alla hafa tekið hönd-
um saman við að mæta niðurskurðarkröfum stjórnvalda.
Í HNOTSKURN
» Háskólanum á Akureyrier samkvæmt fjárlögum
gert að skera niður um 100
milljónir króna í ár.
» Meðal aðgerða sem gripiðhefur verið til í því skyni
að mæta niðurskurðarkröf-
unni er lækkun launa kenn-
ara, sameining námskeiða og
samkennsla í ákveðnum fög-
um.
NÝ Skipaskrá og sjómannaalm-
anak fyrir árið 2010 er komið út
og er bókinni dreift frítt til út-
gerða skipa og báta í rekstri,
einnig framkvæmda- og útgerð-
arstjóra stærri fyrirtækja auk
fleiri aðila. Dreifingu á bókinni
lauk fyrir áramót, útgefandi er
fyrirtækið Árakló slf og er þetta
fjórða útgáfa þess. Auglýsingar
kosta bókina.
Skipaskráin og sjómannaalm-
anakið er hefðbundin handbók
sjómanna með upplýsingar um:
sjávarföll, vita- og sjómerki, veð-
ur og sjólag, fjarskipti, öryggis-
mál og fleira. Lagakaflinn er á
geisladiski sem fylgir bókinni.
Í skipaskrá eru öll skip og
bátar sem eru á skrá hjá Sigl-
ingastofnun, skránni er skipt í
tvo hluta, mynda- og textaskrá. Í
myndaskrá eru skip og bátar sem
eru í rekstri. Í textaskrá eru upp-
lýsingar um önnur skip og báta.
Á diskinum eru auk lagakafl-
ans ýmis kort og eyðublöð, línurit
yfir sjávarföll til margra ára á
átján stöðum á landinu og meira
en þúsund stöðum á jörðinni.
Skipaskrá og sjómannaalmanak.
Ný Skipaskrá og
sjómannaalmanak
smáauglýsingar
mbl.is
BRIMBORG íhugar nú skaðabóta-
mál á hendur Reykjavíkurborg, sem
og einstaka borgarfulltrúum, í kjöl-
far þess að samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðuneytið úr-
skurðaði síðast-
liðinn fimmtudag
að borgin hefði
brotið gegn jafn-
ræðisreglu. En
borgin neitaði
fyrirtækinu um
að skila lóð sem
það hafði fengið á
Esjumelum á
Kjalarnesi.
„Að okkar mati var bara verið að
fresta málinu,“ segir Egill Jóhanns-
son, forstjóri Brimborgar. Hann tel-
ur að borgarfulltrúum hafi verið
fyllilega ljóst að synjunin stæðist
ekki og því spurning hver ábyrgð
þeirra sé. „Við erum að fara yfir og
meta skaðann,“ segir hann og áætlar
að tjónið nemi tugmilljónum króna.
Langan tíma hafi tekið að fá úr-
skurðinn og grípa hafi þurft til ým-
issa ráðstafana til að halda Brimborg
gangandi í kjölfar fjármálahrunsins.
Egill segir borginni verða sent
innheimtubréf vegna lóðakostnaðar-
ins á morgun. „Úrskurður ráðuneyt-
isins felur í raun eingöngu í sér til-
mæli til borgarinnar þannig að það
liggur væntanlega ekki fyrir fyrr en
að loknum borgarráðsfundi á
fimmtudag hvort borgin fari eftir
þeim.“ annaei@mbl.is
„Bara verið
að fresta
málinu“
Egill Jóhannsson
Stórfréttir í tölvupósti
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn