Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HæstirétturÍslands erníræður í dag. Mikilvægi réttarins verður seint ofmetið og sú þýðing að endir innlendra þrætumála og mála sem eiga varnarþing hér á landi eigi sér stað á efsta stigi dóms- valds innanlands. Nauðsynlegt er að borið sé traust til Hæsta- réttar og virðing og honum sé sýnd sú virðing. Það þýðir ekki að öll störf réttarins séu hafin yfir gagnrýni og dómar hans séu ofar allri umræðu. Löngum var niðurstöðum réttarins tekið sem sannindum sem bannhelgi var við að efast um. Var ekki frítt við að sú innræting færi fram í lagadeild Háskóla Ís- lands, enda voru prófessorar þar varadómarar í réttinum. Ekki er endilega rétt að hin ríka tillitssemi við réttinn og það viðhorf að niðurstöðu hans skyldu menn samþykkja um- ræðulaust hafi endilega verið í hans þágu. Talsmaður stórrar stofnunar sagði nýlega að hún ætlaði sér að una niðurstöðum Hæstaréttar. Það hefði átt að vera óþarft að taka fram. Á hinn bóginn hefði ekkert verið að því að segja að viðkomandi stofnun hefði sínar efasemdir um hvernig rétturinn túlkaði lögin og rökstyddi sína nið- urstöðu. Um hitt að hann hygð- ist una niðurstöðinni þurfti ekki að ræða. Oft er sagt að Hæstiréttur verði að vera í takt við tíðarandann. Sumir eiga við með því að dægurumræðan og sú skoðun sem einkum virðist uppi um þær mundir og beinist að tilteknum málasviðum eigi að hafa áhrif á dóma Hæstaréttar. Þetta fær ekki staðist. Auðvitað er æski- legt að lögin í landinu séu í samræmi við þjóðarviljann, þegar til lengri tíma er horft og löggjafinn sem á mikið undir al- menningsálitinu hefur ríka hvatningu til að láta sjónarmið þess njóta sín við lagasetningu. Þannig berast þau fyrr eða síð- ar að dómstólunum og þá síðast Hæstarétti. Sagan sýnir að dómstólarnir, og þar með talinn sá hæsti þeirra, eru fjarri því að vera óskeikulir og færa má fyrir því rök að þeir kunni að hafa brugðist á örlagatímum með alvarlegum afleiðingum fyrir land og lýð. Um slíkt þýðir ekki að fást. Þvert á móti á að huga að því að bæta starfsum- hverfi dómstólanna sem frek- ast má. Lengi hefur dregist að huga að umgjörð þeirra í sjálfri stjórnarskrá landsins og er það ríkara forgagnsverkefni en sumt annað sem stjórn- málamenn eru að fitla við af vanefnum þessa dagana. Minna má ekki vera en að slíku verk- efni verið lokið á aldarafmæli Hæstaréttar Íslands. Bæta þarf starfsum- hverfi dómstólanna svo sem frekast er kostur.} Á afmæli Hæstaréttar Grískir harm-leikir eru nú í hraðuppsetningu á stærstu sviðum í helstu höf- uðborgum Evr- ópu. Þeir eru allir færðir í nútíma- búning og textinn hefur verið flattur út og ein- faldaður svo að hann hæfi eink- um skriffinnum og skoð- unarmönnum reikningsyfirlita sem fylla áhorfendabekkina. Þótt þetta sé vissulega gert á kostnað skáldlegra tilþrifa hef- ur það ekki dregið úr áhrifa- mætti uppfærslnanna. Áhorf- endurnir nötra af hræðslu, þeir iða af ókyrrð í sætum sínum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir ættu því að vera fullsáttir við það sem þeir fá fyrir miðaverð- ið, þótt okurhátt sé, dramað er mikið, sorgin, byggð á svikum á hátíðlegum fyrirheitum og diplómatískri tvöfeldni og óendurgoldinni ást ESB. Fyrir fáeinum mánuðum fögnuðu menn árangri evr- unnar. Tíu ára saga sannaði sigur hennar. Gríska drachman var þrjú þúsund og eitt hundrað ára þegar henni var loks fórnað fyrir evru. Þannig að evran er enn á frumstigi tilraun- ar. Lögð hefur verið fram til- laga þingmanna allra flokka í hollenska þinginu um að banna stuðning ESB við Grikki. Sams konar tillaga hefur verið lögð fram í þýska þinginu. Meiri- hluti þýsku þjóðarinnar segist í skoðanakönunum algjörlega á móti því að borga brúsann fyrir Grikki. ESB gerir að vísu að jafnaði ekkert með það sem al- menningur og einstök þjóðþing segja og álykta um. En öll þessi staða bendir til að við séum fjarri því að nálgast hlé í gríska harmleiknum. Þótt til- finningahitinn sé þegar orðinn mikill og táraflóðið verulegt erum við vísast enn aðeins að sjá fyrripartinn af forleiknum. Sé svo er líklegt að eftirleik- urinn sé ekki fyrir viðkvæma. Vandi Grikklands er orðinn að vanda Evr- ópusambandsins, sem þó tregðast við að horfast í augu við hann.} Grískir harmleikir í nútímauppfærslu Engum blöðum er um það að fletta aðalþjóðasamfélagið gerir stöðugtstrangari umhverfiskröfur til fyr-irtækja, hvort heldur þau starfa á sviði framleiðslu, verslunar eða þjónustu. Regl- ur um mengunarvarnir og framleiðsluaðferðir hafa verið hertar til muna og er fyrirsjáanlegt að sú þróun heldur áfram – ekki bara vegna loftslagshlýnunar heldur einnig vegna annarar mengunar, s.s. í jarðvegi og grunnvatni, sem ógnar lífríki jarðarinnar. Ýmsir hafa hins vegar meiri áhyggjur af reglunum sem settar eru til að halda aftur af þessari ógn en ógninni sjálfri. Samtök atvinnu- lífsins gáfu á dögunum út aðgerðaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins á árinu og komu í henni inn á umhverfismál. Þar er tekið undir að draga verði verulega úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda en samtökin taka fram að gæta þurfi þess að samkeppnishæfni einstakra atvinnugreina verði ekki skert með því að gera „óraunhæfar kröfur um kostnaðarsamar aðgerðir“. Sömuleiðis sé mikilvægt að „séríslenskar um- hverfisreglur“ leggi ekki stein í götu einstakra fyrirtækja. Það er vel skiljanlegt að íslensk fyrirtæki hræðist aukinn kostnað á samdráttartímum. Þau mega hins vegar ekki gleyma því að reglurnar snúast ekki bara um umhverf- isvernd heldur ekki síður um samkeppnishæfni þeirra sjálfra. Í ótta sínum við að þurfa að hækka verð vegna auk- ins kostnaðar gætu þau beinlínis dregið úr eigin samkeppn- ishæfni með því að standast ekki alþjóðlegar umhverf- iskröfur. Þessu hefur atvinnulífið í Danmörku gert sér grein fyrir. Forsvarsmenn einna stærstu samtaka atvinnurekenda þar í landi, Dansk Industri, eru nú farnir að gagnrýna stjórnvöld fyrir að vera ekki nægilega framsýn og vilja hertar umhverfiskröfur, eins og Axel Bendtsen, sérfræðingur hjá dönsku Umhverf- isstofnuninni, greindi frá í viðtali í Sunnudags- mogganum í desember. Hann gengur svo langt að segja að skeri fyrirtæki niður í umhverf- ismálum geti þau verið viss um að lifa ekki kreppuna af, því þá verði þau ekki í stakk búin til að takast á við samkeppnina að kreppunni lokinni. Ekki kemur fram í aðgerðaáætlun SA til hvaða „séríslensku umhverfiskrafna“ þau vísa en athugasemdin vekur athygli, ekki síst fyrir þær sakir að íslensk stjórnvöld hafa löngum verið talin á eftir stjórnvöldum annarra Norðurlanda í um- hverfismálum. T.a.m. er gleðiefni að nú er unnið markvisst að því að hrinda í framkvæmd vistvænni innkaupastefnu ríkisins þar sem gerðar verða auknar umhverfiskröfur til þeirra vara og þjónustu sem ríkið sjálft kaupir. Sýnt er að þessi stefna og kröfurnar sem henni fylgja munu hafa mikil áhrif á umhverfisstarf fyrirtækja sem vilja eiga von um við- skipti við hið opinbera, og væntanlega eykst samkeppn- ishæfni þeirra þá um leið, ekki bara hérlendis heldur einnig alþjóðlega. Slík innkaupastefna hefur hins vegar lengi verið við lýði í nágrannalöndum okkar. ben@mbl.is Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Pistill Að óttast um samkeppnishæfnina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Þ rátt fyrir að holskeflan hafi enn ekki riðið yfir er álag á stærstu dómstóla landsins mikið. Sér- staklega er fjölgun munnlegra fluttra einkamála áhyggjuefni, enda oft á tíðum þung í vöfum og mjög tímafrek. Á síðasta ári voru þau um 350 fleiri en í meðalári hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, alls 1.077. Þróunin fyrsta eina og hálfa mánuðinn er á sama veg. Raunar hafa færri einkamál verið þingfest það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Í ár hafa 1.369 einkamál verið þingfest en voru 1.966 í fyrra. Það segir þó ekki alla söguna því einföldum skuldamálum hefur fækkað á meðan flóknari málum, sem eru flutt munnlega, fjölgar. Af þess- um 1.369 málum eru 143 sem flutt verða munnlega, en þau voru aðeins 130 af 1.966 fyrir ári. Og raunar er varla hægt að segja aðeins, því síð- asta ár var metár þegar kom að munnlegum flutningi einkamála. Vandi að spá um X-málin Burtséð frá einkamálunum þá eru fleiri mál sem eiga eftir að valda ómældu álagi; X-málin, þ.e. ágrein- ingsmál vegna gjaldþrotaskipta. Kröfuskrár bankanna hafa verið birt- ar auk annarra gjaldþrota fjármála- fyrirtækja. Kröfurnar eru gríðarlega margar og upphæðirnar í mörgum tilvikum svimandi háar. Þegar kemur að mati á rétthæð krafna er auðséð að kröfuhafar leita réttar síns fyrir dóm- stólum. Frá hruni fjármálakerfisins hafa vel á annað hundruð X-mál verið tek- in fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Færustu spámenn eiga hins vegar í vandræðum með að spá hversu mörg mál koma til kasta dómstólsins á þessu ári, telja nóg að tala um hol- skeflu. Nýverið voru fimm stöður héraðs- dómara auglýstar lausar til umsókn- ar. Frestur til að sækja um rennur út 25. febrúar nk. og ráðgert að dóm- arar verði skipaðir frá 1. maí. Þrír þeirra munu starfa við Héraðsdóm Reykjavíkur. Búið er að ráða aðstoð- armenn þeirra og sóttu 63 ein- staklingar um stöðurnar þrjár. Enn langt frá metárinu 2002 Þegar skoðuð er þróun málafjölda hjá héraðsdómstólunum átta, sést at- hyglisverð bylgja í kringum árið 2002. Árið 2001 voru ríflega 31 þús- und mál skráð en ári síðar tæplega 41 þúsund, bylgjan fjaraði snögglega út og árið 2005 voru 23 þúsund mál skráð. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru málin 33.610, sem var fjölgun um ellefu prósent frá 2008. Að miklum hluta má rekja bylgj- una á fyrstu árum aldarinnar til fjölg- unar skuldamála. Þau voru þó mörg hver í minni kantinum, og þar með skriflega flutt. Í þeirri bylgju sem nú ríður yfir, og sér ekki fyrir endann á, eru mun fleiri mál flutt munnlega. Erfitt er að segja til um hvort árið 2004 verði toppað í efnahagslægðinni sem gengur yfir, en nefna má að síð- astliðinn fimmtudag var unnið frá morgni til kvölds í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingar og urðu þær alls um þrjú hundruð. Talið er víst að fleiri dagar af þeirri stærð- argráðu eigi eftir að sjást á næstu misserum. Morgunblaðið/RAX Dómaralaust Salir Héraðsdóms Reykjavíkur eru vel nýttir og skipuleggja þarf upp á nýtt þegar þrír nýjir dómarar taka til starfa þann 1. maí nk. Þrjú hundruð mál þingfest á einum degi Um þrjú hundruð mál voru þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur liðinn fimmtudag. Annir eru mikl- ar hjá dómstólnum og eiga eftir að aukast. Þriggja nýrra dómara er beðið með óþreyju. MÁLUM FJÖLGAR Í HÆSTARÉTTI Skráðum málum hjá Hæstarétti fjölgaði um tólf prósent milli áranna 2008 og 2009. Alls voru skráð 782 mál á síðasta ári en þau voru tæplega sjö hundruð árið 2008. Meðferð 654 mála var lokið á árinu og eru það 142 fleiri en að meðaltali árin 2003 til 2007. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar. Nokkuð stöðug aukning hefur verið á skráðum málum hjá Hæstarétti und- anfarin ár. Þau voru rétt tæplega fimm hundruð árið 2003, ríflega fimm hundruð árið 2004 og um 550 árið 2005. Árið 2006 varð fremur mikil fjölgun frá fyrra ári en þá voru skráð 673 mál. Svipaður fjöldi var árið 2007 og svo 697 árið 2008. Þrátt fyrir fjölgun dæmdra mála fjölg- aði ódæmdum einka- málum í árslok um 35 frá árslokum 2008, þegar þau voru 150. Ódæmdum kær- um fjölgaði um fjórar en sakamálum fækkaði hins vegar um eitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.