Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA HÚS Á EKKI EFTIR AÐ ÞRÍFA SIG SJÁLFT VÆRI SAMT ANSI TÖFF, EKKI SATT? BÍÐUM Í NOKKRA MÁNUÐI TIL AÐ VERA ALVEG VISSIR UFSAGRÝLURARKITEKTAR ÆTTU AÐSETJA MEIRA SKRAUT Á BYGGINGAR EINS OG HVAÐA SKRAUT?ARKITEKTÚR HEFUR BREYST OF MIKIÐ HELGA, ÉG GET EKKI SOFNAÐ OG HVAÐ VILTU AÐ ÉG GERI Í ÞVÍ?!? KANNTU EKKI EINHVERJAR GÓÐAR VÖGGUVÍSUR SEM ÞÚ GETUR SUNGIÐ FYRIR MIG? ERTU HÆTTUR AÐ HJÓLA Í VINNUNA? JÁ, ÆTLI ÞAÐ EKKI ÞÚ HEFUR EKKI GERT MIKIÐ AF ÞVÍ UNDANFARIÐ JÁ... ÞAÐ ER SATT ÉG HÉLT ÞÉR ÞÆTTI SVO FRÁBÆRT AÐ ÞURFA EKKI AÐ REIÐA ÞIG Á BÍLA LENGUR RÉTT... EN FÓLK VAR FARIÐ AÐ KVARTA YFIR ÞVÍ AÐ ÞURFA ALLTAF AÐ SÆKJA MIG ÉG BÝST EKKI VIÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR HUGSAÐ ÚT Í ÞETTA! NEI! ÞÚ LOKAÐIR FYRIR ÞYNGDAR- LEYSISBÚNAÐINN MINN! VIÐ HRÖPUM ALLIR! HVAÐ GERÐIR ÞÚ AF ÞÉR? Lán og ólán ÞAÐ er lán í okkar vandræðum öllum að eiga okkar eigin ís- lensku krónu. Fyrir allnokkru, þeg- ar allt ruglaða liðið var að pissa á sig af skelf- ingu vegna þess sem þeir kölluðu handónýta krónu, þá vogaði ég mér að segja að ekki ætti að slá af gamla brúkskl- árinn fyrr en annar betri væri fenginn. Á þetta hlustuðu fáir og nokkrir sögðu bull og þvætting. Simpansaþvaðrið hélt áfram og hamast var sem aldrei fyrr að brjóta það litla traust sem þó var eftir á krónunni okkar. Þessi króna, sem svo margir bölv- uðu og bannsungu fyrir um ári, er nú að bjarga því sem bjargað verður, þrátt fyrir að stjórnvöld hafi róið að því öllum árum að koma okkur fyrir kattarnef breska ljónsins. Grikkir væru trúlega sáttir við sinn gamla gjaldmiðil núna, en hann er ekki til staðar og því er sem er. Ég legg til að vandaðir menn og vitrir, menn sem kunna, taki það sam- an hverjir það voru sem vildu endi- lega drepa krónuna og hvers vegna. Ekki vegna þess að ég sé hefni- gjarn maður heldur til að hægara verði fyrir þau sem á eftir koma að verjast þeim sem skilja ekki gang lífs- ins. Hrólfur Hraundal. Ráð til að hætta að reykja Í blaði einu nýverið var viðtal við mann sem hugsaði sér að hætta að reykja. Taldar eru upp nokkrar leiðir sem hann hugsaði sér til þess. Ég vil benda honum á ennþá einfaldari leið. Ég þekkti mann sem reykti, hann öðlaðist lif- andi trú á guð, það leiddi til þess að hann hætti að reykja, henti hálffullum sígar- ettupakka í ofninn, sagðist hafa keypt hann til að brenna honum. Marga veit ég sem hætt hafa að reykja með hjálp og bæn til Jesú, frelsara okkar, því hann er alltaf tilbúinn að hjálpa okkur ef við leitum hans. Leitið og þér munuð finna, biðj- ið og yður mun gefast því hann vísar engum frá sér sem til hans leita. Eldri borgari. Endurskinsmerki MARKIÐ í Ármúla 40 selur bráð- sniðug endurskinsmerki sem hægt er að setja t.d. á göngugrindur og göngustafi. Þetta er heilmikið örygg- istæki fyrir gangandi og akandi veg- farendur. Helgi Pálmarsson. Ást er… … tilfinningin sem þú færð þegar eitthvað minnir þig á hann. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatns- leikfimi (Vesturbæjarl.) kl. 10.50, postulín kl. 13, leshópur kl. 14. Árskógar 4 | Leikfimi/smíði/útsk. kl. 9, boccia kl. 9.45, handav. 12.30. Dalbraut 18-20 | Vinnust. kl. 9, fé- lagsvist/framsögn kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, helgistund/samvera kl. 12. Félag eldri borgara Kópavogi | Ferðanefnd FEBK og fararstj. kynna vor- og sumarf. í Gullsmára miðv. 17. feb. kl. 20. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfí Ármúlask, kl. 15, EKKÓ-kór,æf. í KHÍ kl. 16.30. Félagsheimilið Gjábakki | Leikf. kl. 9.05/9.55, gler og postulín kl. 9.30, handavst. opin, jóga kl. 10.50, alkort kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn.kl. 9, jóga/myndl. kl. 9.30, tré- sk./ganga kl. 10, málm- og silfursm. kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Trésmíði, gler og leir kl. 9, vatns- leikf. kl. 11, kyrrðarst. í kirkju kl. 12, opið hús í kirkju, línudans, trésmíði, bútasaumur, karlaleikf. kl. 13, botsía kl. 14, Bónusrúta kl. 14.45. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, glersk./perlusaumur, stafganga kl. 10.30, postulín kl. 13. Á morgun kl. 14 tekur leikf.hóp. þátt í íþróttahátíð FÁÍA í íþróttah. v/Austurberg. Grafarvogskirkja | Opið hús kl. 13.30, helgistund, handav., spilað, kaffi. Hraunbær 105 | Handav./postulín kl. 9, leikf. kl. 10, boccia kl. 11, Bónusbíll kl. 12.15, kl. 14 ganga. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, mynd- mennt /qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.30, boltaleikf. kl. 12, brids kl. 12, myndm. kl. 13, vatnsleikf. kl. 14.10. Hvassaleiti 56-58 | Bútas./ leikf. kl. 9, saltkjöt og baunir,myndlist kl. 13, helgist. kl. 14, stólaleikfimi kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Kópavogssk framh.hópur II kl. 14.30, framh.hópur I kl. 16 og byrj. kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga á morgun kl. 13.30. Norðurbrún 1 | Myndlistarnáms. kl. 9, leikf. kl. 13, hljóðbók kl. 14, postu- lín kl. 13, handav. kl. 13, smíðastofa opin. Vesturgata 7 | Hárgr./fótaaðg. kl. 9, aðstoð v/böðun kl. 9.15, handav. kl. 11.30, Spurt og spjallað og leshópur kl. 13, bútas. kl. 13, frjáls spil kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bútasaum- ur/glerbræðsla kl. 9, morgunst. kl. 9.30, leikf. kl. 10, upplestur fram- h.saga kl. 12.30, handav.st. opin kl. 13, félagsv. kl. 14. Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús kl. 13, spil, handav. og spjall, kaffi 14.30, kyrrðarstund í hádegi, súpa. Álfhildur Ólafsdóttir sendikveðju inn á Leirinn, póstlista hagyrðinga, um Esjuna: „Árið 1999 bjó ég í Reykjavík. Einhvern tíma í júní fór ég í heilsubótargöngu upp í Esjuhlíðar og upptendruð af veð- urblíðunni endaði uppi á Þverfells- horni (Esjunni) í fyrsta og eina sinn sem ég hef þar komið. Um haustið var ég svo í göngum í Hörgárdal, nánar tiltekið stödd í mynni Féeggsstaðadals þegar ég sá tvílembu „suðurogupp“ af mér sem ætlaði að stinga sér fram dalinn (fyrir Sunnlendinga: Ærin leitaði inn til landsins) þveröfugt við það sem ætlast var til. Á meðan ég basl- aði upp brekkurnar í veg fyrir hana kom þessi hvatning upp í hugann: Færi núna finnast rík, frú til handa úr Reykjavík, sem arkaði á Esjutind, þótt enga væri að finna kind.“ Hörður Björgvinsson orti á hag- yrðingakvöldi á Hvanneyri árið 2001: Ég þarf hvorki skrum né skjall skoðun mína að sanna hvar sem þetta fagra fjall fangar augu manna. Friðsæl klettaborgin blá, brydduð gróðri fríðum. Skáldaandann fæ ég frá fornum Esjuhlíðum. Þar sem hann var í Borgarfirði bætti hann þeirri þriðju við: Ef ég fjöllin fagurblá færi að bera saman best mér litist eflaust á Okið, hér að framan. Vísnahorn pebl@mbl.is Enn af Esju og öðrum fjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.