Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 STUTTAR FRÉTTIR ... Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ERLENDUR kröfuhafi Kaupþings og Glitnis er ósáttur við samkomulag það sem kynnt var í desember og fel- ur í sér að gömlu bankarnir eignist Íslandsbanka og Arion banka að mestu leyti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur hann að um hafi verið að ræða marklausa gjörn- inga, þar sem íslenskir embætt- ismenn hafi samið sín á milli um svo- kallaða „einkavæðingu“ bankanna, án þess að hafa til þess umboð eigenda gömlu bankanna, þ.e. kröfuhafa. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu hinn 18. desember sl., þar sem sagði að „endurreisn bankanna“ væri lokið. Gengið hefði verið frá samningum, á milli íslenskra stjórnvalda og nýju bankanna, ann- ars vegar, og skilanefnda Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings, fyrir hönd kröfuhafa, hins vegar, um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju í október 2008. Sem kunnugt er skipaði Fjármála- eftirlitið, sem er ríkisstofnun, skila- nefndir bankanna. Kröfuhafar líta því svo á að samningsviðræður milli skilanefndanna og ríkisins hafi ein- ungis verið milli fulltrúa ríkisvaldsins innbyrðis. Kröfuhafar Kaupþings og Glitnis hafi ekki veitt samþykki sitt fyrir samningaviðræðunum og hvorki verið gefið tækifæri til að taka þátt í þeim, né viðra skoðanir sínar á þeim. Aðalálitaefnið lúti að matsverði eigna sem færðar hafi verið í nýju bankana, en ekkert sjálfstætt mat hafi farið fram. Segir ríkið hafa samið við sjálft sig Í HNOTSKURN »Fjármálaráðuneytið til-kynnti að náðst hefði sam- komulag um uppgjör vegna eigna sem færðar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju. » Í því fólst að gömlu bank-arnir eignuðust stóra hluti í Arion banka og Íslands- banka. »Erlendir kröfuhafar segj-ast ekki hafa verið hafðir með í ráðum í samninga- viðræðunum. »Kröfuhafar segja að ekk-ert sjálfstætt verðmat hafi farið fram á eignunum sem færðar voru á milli.  Erlendur kröfuhafi bankanna segir að kröfuhafar hafi ekki fengið að taka þátt í samningaviðræðum skilanefndanna við ríkið  Í raun hafi um verið að ræða samkomulag íslenska ríkisins við sjálft sig Erlendur kröfuhafi bankanna segir kröfuhafa ekki hafa verið með í ráðum, þegar skilanefndir skipaðar af Fjármálaeftirlitinu sömdu við ríkisvaldið um yfir- töku á nýju bönkunum. Morgunblaðið/Ómar Uppgjör Kröfuhafar segja að ekkert sjálfstætt verðmat hafi farið fram á eignunum sem færðar voru á milli gömlu bankanna og þeirra nýju. ● SKULDABRÉFAVÍSITALA GAMMA hækkaði um 0,18 prósent í gær og endaði í 177,745 stigum, en velta á skuldabréfamarkaði nam alls 6,32 millj- örðum króna. Verðtryggði hluti vísitöl- unnar hækkaði um 0,31 prósent en sá óverðtryggði lækkaði um 0,15 prósent. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækk- aði um 0,21 prósent í dag og endaði í 837,71 stigi. bjarni@mbl.is Rólegt í Kauphöll ● ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s hefur sett Færeyjabanka á athugunarlista í kjölfar þess að bankinn tilkynnti um kaup á tólf bankaútibúum í Danmörku og Grænlandi. Segir Moody’s að þessi kaup séu um- talsverð miðað við stærð bankans og því verði farið yfir áhrif þeirra á rekstr- aráhættu, lánshæfi og kostnað. Hugs- anlegt sé að lánshæfiseinkunn bankans verði lækkuð. Bankinn segir í tilkynningu að ekki sé búist við að lækkun einkunnarinnar muni hafa áhrif á stöðu bankans. Færeyjabanki á athug- unarlista Moody’s Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FORSVARSMENN Haga segjast hafa átt munnlegt samkomulag við stjórnendur Baugs um að gjaldfell- ingarákvæði í lánasamningi vegna láns sem veitt var haustið 2004 væri ekki í gildi. Þar af leiðandi telja þeir að þrotabúi Baugs hafi ekki verið stætt á því að gjaldfella lán upp á einn milljarð króna til fyrirtækisins um mitt sumar 2009. Deilan snýst ekki um hvort Hagar telja sig geta greitt lánið. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Haga var handbært fé Haga um 200 milljónir króna. Hagar krefjast sýknu og telja tengsl fyrirtækisins við Baug hafa verið svo náin að þegjandi samkomu- lag hafi verið milli samningsaðila um að nýta sér ekki þær gjaldfellingar- heimildir sem voru fyrir hendi í lána- samningum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ekki fyrir nein skrifleg gögn þess efnis að gjaldfell- ingarheimild væri með einum eða öðrum hætti óvirk. Lánið sem um ræðir var, eins og Morgunblaðið greindi frá hinn 3. desember síðastliðinn, kúlulán sem var veitt á árinu 2004 með gjalddaga í lok nóvember 2008. Þegar gjald- daginn nálgaðist gerðu Hagar samn- ing við Baug um að framlengja gjald- dagann um þrjú ár, eða til loka nóvember 2011. Í lánasamningnum var fyrir hendi heimild lánveitanda, Baugs, að gjaldfella lánið ef svo færi að Hagar skiluðu ekki inn ársreikn- ingi fyrir uppgjörsárið sem endaði 28. febrúar 2009. Það hafa Hagar ekki ennþá gert, og því gjaldfelldi þrotabú Baugs lánið og krefur Haga um áðurnefndan milljarð. Þrátt fyrir að Hagar skili árs- reikningi fyrir reikningsárið sem um ræðir breytir það engu, þar sem gjaldfellingin hefur þegar átt sér stað og verður ekki tekin til baka. Bera við munn- legum samningi Hagar telja gjald- fellingu þrotabús Baugs óheimila Morgunblaðið/Kristinn Hagar Bónus og Hagkaup er meðal verslanakeðja í eigu Haga. IFS Greining spáir að verðbólga á ársgrundvelli verði 6,8% í febrúar og að verðlag hækki því um 0,7% í mánuðinum.Útsölulok ráða mestu um þróunina, að mati sérfræðinga IFS, en þeir gera meðal annars ráð fyrir að verð á fatnaði muni hækka um 6% í mánuðinum vegna útsölu- loka. Í verðbólguspá IFS kemur fram sú skoðun að áhrifin af geng- islækkun krónunnar í fyrra séu að mestu komin í verðlag og það sama gildi um áhrif skattahækkana um áramótin. Spáin gerir ráð fyrir 5% meðaltalsverðbólgu í ár og að hún verði komin í 2% við byrjun næsta árs. Spá tæplega 7% verðbólgu í febrúar Verðbólgan hjaðnar að mati IFS ● ÞÝSKIR skattstjórar hafa í nógu að snúast þessa dagana við að fara í gegn- um yfirlýsingar frá framteljendum um vantaldar skatttekjur. Þeir óttast greinilega að nöfn þeirra sé að finna á geisladiskum, sem þýsk yfirvöld hafa sagst munu kaupa með upplýsingum um innistæður á reikningum sviss- neskra banka. Mörg hundruð manns hafa gefið sig fram og er talið að hundrað milljónir evra og vel það geti bæst í ríkissjóð vegna þessa. Í Bayern hafði t.d. 291 maður gefið sig fram í lok liðinnar viku, en tæplega 20 viku áður. Gefa sig fram vegna ótta við uppljóstrun ● RANNSÓKN, sem unnin var fyrir bíla- framleiðandann Toyota, styður fullyrð- ingar hans um að galli í eldsneytisgjöf eigi ekki uppruna sinn í rafkerfi þeirra bíla sem um ræðir. Gagnrýnendur Toyota, þingmenn þar á meðal, hafa hins vegar haldið því fram að rætur vandans liggi í rafkerf- inu, en ekki eldsneytisgjöfinni sjálfri, eins og bílaframleiðandinn vill meina. Rót vandans ekki að finna í rafkerfi Evrópusambandið hefur krafið grísk stjórnvöld skýringa á gjald- eyrisskiptasamningum sem þau gerðu með aðstoð ýmissa banda- rískra fjárfestingarbanka. Stjórn- völd í Aþenu hafa frest fram til mánaðamóta til að skýra málið en samkvæmt frétt Financial Times snýst það meðal annars um hvort grísk stjórnvöld hafi notað slíka samninga til þess að gefa falska mynd af raunverulegri skuldastöðu ríkisins. Þau hafa getað notað þá til þess að afla sér fjár án þess að færa viðskiptin til bókar sem lánaskuld- bindingu. Fram kemur í frétt Financial Times að spurningar ESB feli með- al annars í sér hvaða markaðsgengi hafi verið notað þegar samning- arnir voru gerðir. Grikkland Stemningin hefur oft verið meiri í kauphöllinni í Aþenu. Grikkir krafnir skýr- inga á ríkisfjármálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.