Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Skíðaunnendur komust á toppinn í liðinni viku eftir töluverða bið þegar topplyftan í Oddsskarði var opnuð. Þrátt fyrir litla úrkomu það sem af er ári hefur umsjónarmanni skíðasvæð- isins í Oddsskarði tekist með útsjón- arsemi og elju að koma snjónum á réttan stað í brekkurnar. Til að hægt væri að opna topplyftuna var snjó ýtt í um 40 klukkustundir. Þá er verið að leggja lokahönd á flóðlýsingu í brekk- ur efri lyftunnar og mun það auka notagildi svæðisins.    Mjög góð aðsókn hefur verið í Odds- skarði og var aukningin frá fyrra ári um 30% í janúar. Heldur hefur að- sóknin minnkað í febrúar vegna hlák- unnar. Dagfinnur Smári Ómarsson, staðarhaldari í Oddsskarði, telur heildaraukninguna á þessu ári vera um 15-20%.    Snjóbyssurnar í Oddsskarði eru til sölu. Þær voru teknar í notkun vet- urinn 2007-2008. Skemmst er frá því að segja að byssurnar voru lítið not- aðar. Fyrsta veturinn voru þær not- aðar í þrjá sólarhringa og snjóuðu svo í kaf, en síðan hafa þær ekki verið notaðar vegna sparnaðar og í raun hefur verið nægur snjór á skíðasvæð- inu, að söng Dagfinns. Þar sem ekki er útlit fyrir að fé fáist til að koma byssunum fyrir og framleiða snjó hef- ur verið ákveðið að selja græjurnar og nýta söluandvirðið til áframhald- andi uppbyggingar á skíðasvæðinu, m.a. til kaupa á snjósöfnunargirð- ingum.    Dalahöllin er risin á áreyrum Norð- fjarðarár. Dalahöllin er reiðhöll hestamannfélagsins Blæs, sem réðst í það stórvirki að reisa 1.100 fermetra reiðskemmu á athafnasvæði félagsins í botni Norðfjarðar. Verkið hefur gengið vel, en það var í lok september sl. sem félagið ákvað að reiðhöll skyldi reist. Fyrsta skóflustungan var tekin 6. nóvember sl. og síðan þá hafa margir lagt hönd á plóg. Verk- efnið er fjármagnað með styrkjum frá ríki og sveitarfélagi auk þess sem búið er að vinna óhemju sjálfboða- vinnu þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt til tæki og vinnu.    Þegar betur árar er fyrirhugað að setja hesthús og áhorfendastúku í húsið. Að sögn Guðröðar Há- konarsonar, stjórnarformanns Dala- hallarinnar, sem sér um að byggja húsið fyrir hestamannafélagið, er enginn vilji til að skuldsetja félagið til slíkra framkvæmda um þessar mund- ir. Húsið er nú fullbúið að utan og ráðgert er að húsið verði tilbúið til notkunar á allra næstu dögum.    Félagsmiðstöð ungmenna 18 ára og eldri hefur verið opnuð í gömlu vél- smiðjunni á Neseyrinni fyrir til- stuðlan forvarnarráðs. Forvarnarráð er sjálfsprottið afl sem hefur hag og velferð ungs fólks að leiðarljósi. Er þetta tilraunaverkefni til 6 mánaða sem styrkt er af Fjarðabyggð og Sparisjóði Norðfjarðar og verður endurskoðað að þeim tíma liðnum. Jófríður Gilsdóttir, starfsmaður fé- lagsmiðstöðvarinnar, segir að starfið verði fyrst og fremst mótað af þeim sem sækja félagsmiðstöðina.    Loðna er fryst af kappi hjá Síld- arvinnslunni. Loðnuvertíðin hófst 4. febrúar sl. þegar Börkur NK landaði fyrstu loðnunni til vinnslu í fisk- iðjuveri SVN. Síðan þá er búið er að vinna vel yfir 4.000 tonn af frystri loðnu á linnulausum vökum og hefur yfir 90% íslenska aflans farið til manneldis. Afli erlendra skipa hefur farið í bræðslu. Þá hafa verið töluverð umsvif við frystigeymslu SVN, þar sem frystri loðnu hefur verið landað og skipað út af kappi. Það má því segja að líflegt hafi verið við höfnina í febrúar. Nú bíða menn eftir nið- urstöðum fiskifræðinga og ákvörðun um viðbótarkvóta. NESKAUPSTAÐUR Kristín Ágústsdóttir Morgunblaðið/Kristín Ágústs Á toppinn Birkir Freyr Andrason við skíðalyftu í Oddsskarði. Eftir Árnýju E. Ásgeirsdóttur ÞAÐ ER nauðsynlegt að vera laus við hvers kyns tortryggni gagnvart náunganum þegar fólk skiptist á heimilum, sínum griðastað. Þetta gera Felix Bergsson leikari og maður hans Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, minnst einu sinni á ári. „Það þarf auðvitað að vera hægt að treysta fólki þegar maður býður ókunnugum að búa á heimilinu að manni fjarstöddum. En við höfum alltaf gefið okkur minnst þrjá mánuði til þess að kynnast viðkomandi á net- inu áður en skiptin fara fram,“ segir Felix. Felix og Baldur eru meðal að minnsta kosti 63 íslenskra fjöl- skyldna sem eiga nú í heim- ilisskiptum í gegnum vefsíðuna Intervac. Inni á síðunni eru skráð heimili víðs vegar um heiminn. „Við byrjuðum á þessu fyrir tíu ár- um eftir að hafa leitað að ódýrum leiðum til þess að ferðast,“ útskýrir Felix. „Við höfum mest skipt við fólk í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þetta er oftast fólk sem er búið að koma sér ágætlega fyrir en vill finna leiðir til þess að spara sér hótelkostn- aðinn. Stór hluti er kennarar en einn- ig er mikið af eftirlaunaþegum.“ Felix segir aldrei neitt stór- vægilegt hafa komið fyrir og þeir hafi mjög góða reynslu af þessu. „Ekki nema þegar ég setti óvart bensín á dísilbíl sem ég fékk afnot af frá einu heimili,“ segir hann og hlær. Starfsemi Intervac hófst árið 1950 þegar hópur kennara í Evrópu skipti á heimilum milli landa. Í dag þjónar vefsíðan um 50 löndum og 20.000 fjölskyldum í hinum ýmsu heims- álfum. Heimili eins er gleði annars Auðvelt og ódýrt að skipta á íbúð- um milli landa Morgunblaðið/Ernir Íbúðaskipti Felix Bergsson leikari við heimili sitt að Starhaga. www.intervac.com ELLEFU prósent fráskilinna Breta stunda kynlíf oftar en 21 sinni í mán- uði, næstum tvisvar sinnum oftar en giftir, einhleypir, ekklar og ekkjur. Tæp 70% fráskilinna hafa að meðal- tali kynmök 6-20 sinnum í mánuði. Streita sem fylgir því að vera á vinnumarkaði og ala upp börn veld- ur því að eftirlaunaþegar stunda kynlíf tvisvar sinnum oftar en yngra fólk sem er í fullri vinnu. Þetta er niðurstaða nýrrar breskrar könnunar. Þar segir enn- fremur að 22% karlmanna 55 ára og eldri taki stinningarlyf og að 37% kvenna eigi kynlífsleikföng. Enginn vill kúra hjá Brown Einnig leiðir könnunin í ljós að kynþokki frambjóðenda í bresku þingkosningunum mun ekki hafa úr- slitaáhrif á niðurstöðu kosning- anna. Enginn þátttakandi könn- unarinnar vildi njóta ásta með Gordon Brown og aðeins 5% voru til að hoppa í rúmið með David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins. Könnunin var framkvæmd á netinu og tóku 1.800 manns þátt í henni. Hún birtist á Valentínusardag í The Daily Telegraph. Fráskildir stunda oftast kynlíf Árvakur/Golli –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is . Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matar- hátíðinni með sérlega glæsi- legri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði laugardaginn 20.febrúar. Food and Fun verður haldið í Reykjavík í níunda skipti dagana 24.-28. feb. MEÐAL EFNIS: Umfjöllun um veitingastaðina Umfjöllun um erlendu sérfræðingana sem taka þátt Sælkerauppskriftir Lambakjöt Villibráð Sjávarfang Sætir réttir Matarmenning Íslendinga Rætt við keppendur Og fullt af öðru spennandi efni Food and Fun P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 16. FEBRÚR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 16. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.