Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,-* *.),-) )**,/ *0,-)0 *),12/ )3,122 ))2,0- ),/*30 )23,0 )3-,.-  456  4 )-" 7 58 5 *.). )*+,+0 *.* )**,31 *0,-+* *),3-+ )3,3-) ))2,1+ ),/0)- )23,23 )3-,-/ *0),1//2 %  9: )*2,)/ *.*,/2 )*0,)* *0,1-) *),+** )3,+.0 )*.,.) ),/0-3 )2+,-1 )31,.0 Heitast 7°C | Kaldast -4°C Dregur mjög úr vindi og ofankomu í dag. Hiti nálægt frost- marki víðast hvar á landinu. » 10 Útvarpsstjóri segir ekkert ákveðið um framtíð Spaugstof- unnar sem myndi þó hverfa á braut án biturleika. »40 SJÓNVARP» Ótímabær andlátsfrétt TÓNLIST» Megasarheftin þrjú endurútgefin. »36 Sylvester Stallone og Madonna fá skammarverðlaun fyrir leik í kvik- myndum. Eiga þau það skilið? »40 KVIKMYNDIR» Vafasamur heiður LEIKLIST» Blekking sem gengur ekki upp. »41 LEIKLIST» Gerpla er fjögurra stjörnu sýning. »38 Menning VEÐUR» 1. „Við sáum þarna þúst“ 2. Gisti hjá sinni fyrrverandi 3. Gerðu skjól úr sleðanum 4. Sýslumaður rannsakar atvikið Íslenska krónan hélst óbreytt »MEST LESIÐ Á mbl.is  Hin þrautreynda knattspyrnukona Edda Garð- arsdóttir verður fjarri góðu gamni þegar íslenska landsliðið mætir bestu liðum heims í Algarve-bikarnum í Portúgal síðar í þessum mánuði. Edda, sem leikur með Örebro í Svíþjóð, hefur verið frá keppni vegna hnémeiðsla að und- anförnu og verður ekki leikfær næstu vikurnar. Óvíst er að hún nái að spila með landsliðinu gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni heims- meistaramótsins í lok mars. KNATTSPYRNA Edda Garðarsdóttir ekki með landsliðinu í Portúgal  Sérstakar sýn- ingar fyrir heyrn- arlausa/heyrn- arskerta og þá sem skilja ekki íslensku verða á kvikmynd- inni Bjarnfreð- arson nú í febr- úar. Verður myndin sýnd með íslenskum og enskum texta fyrir þessa tvo hópa sem hafa hingað til ekki getað notið hennar sem skyldi. Sýning fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta verður 19. febrúar kl. 17.50 í Sambíóunum Kringlunni og sýning með enskum texta verður 22. febrúar kl. 17.50 í sama bíói. KVIKMYNDIR Bjarnfreðarson fyrir heyrn- arlausa og enskumælandi  Dansverkið Fresh Meat, eftir þær Sigríði Soffíu Níels- dóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur, í samvinnu við myndlistarmann- inn Björk Viggósdóttur, verður sýnt 17. og 18. febrúar í Rose Theater í Lundúnum. Verkið fjallar um heim- ilisofbeldi en sýningar á því í Lond- on tengjast átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem standa mun yfir í Rose Buford College 15.-19. febrúar. Hljóðmynd verksins er eftir Lydíu Grétarsdóttur. DANS Fresh Meat sýnt í Rose Theater 17. og 18. febrúar Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÍSLENDINGAR geta komið í veg fyrir að barnaskólanum á norsku eyjunni Feøy skammt frá Hauga- sundi verði lokað í vor rétt eins og Britt og fjölskylda gerðu í norska sjónvarsþættinum Himinbláma sem var sýndur í Ríkissjónvarp- inu. Íslensk hjón með tvö börn fluttu nýlega frá Hvanneyri út í eyjuna og önnur fjögurra manna fjölskylda úr Borgarfirði er á leið- inni og reyndar er fjölskyldufað- irinn mættur þar til starfa. „Það er ósköp rólegt hérna,“ segir Jóhann Helgi Harðarson, skipstjóri á ferju sem siglir á milli eyja á svæðinu, en hann var at- vinnulaus á Íslandi. Hann segir að um 30 til 40 manns búi þarna á veturna en íbúafjöldinn margfald- ist á sumrin. Tvö börn hafi verið í barnaskólanum, en þegar annað barnið flutti með foreldrum sínum á fastalandið hafi verið tekin ákvörðun um að loka skólanum. Íbúarnir hafi brugðist skjótt við og reynt að finna barnafólk í stað- inn. Tvær íslenskar fjölskyldur hafi svarað kallinu og nú séu tvö börn í skólanum en fljótlega verði þau fjögur. „Staðan hefur því breyst og íbúarnir eru að berjast við kerfið um að fá að halda skól- anum,“ segir Jóhann Helgi, sem gjarnan er kallaður Roy eftir ferjumanninum í norska sjón- varpsþættinum. Hótelið bíður Birgitta Birgisdóttir ætlaði að fylgja manni sínum eftir í sumar en segir að hugsanlega fari hún fyrr með börnin. „Ég fer að hugsa um kindur og hesta,“ segir hún og bætir við að þannig komi námið í búfræði í Bændaskólanum á Hvanneyri best að gagni. Jóhann segir að það vanti líka starfskraft í hótelið og hún geti örugglega fengið þar vinnu yfir sumartím- ann, eins og Marit í Himinbláma. Íslenskur himinblámi í Noregi  Reyna að halda skóla á lítilli eyju opnum með íslenskum börnum  Íslenskur skipstjóri kallaður Roy eftir norsku sögupersónunni Karmøy og Feøy Karmøy Feøy Haugasund Stavanger „ÞAÐ er alltaf gott að fá klapp á bakið og viðurkenningu fyrir störf sín. Þetta hvetur okkur áfram til dáða,“ segir Magni Ásgeirsson söngvari þegar hann tók við Eyr- arrósinni, sérstakri viðurkenningu til framúrskarandi menningarverkefnis á landsbyggðinni. Eyrarrósin góða kom að þessu sinni í hlut Bræðslunnar, tónlistarhátíð- arinnar á Borgarfirði eystra, sem hefur vakið mikla at- hygli á undanförnum árum og er jafnan fjölsótt. Magni stendur að hátíðinni með bróður sínum, Áskeli Heiðari og saman veittu þeir viðtöku í gær verðlaunagrip hátíð- arinnar, sem að þessu sinni var stytta eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Var vel við hæfi að stytt- an væri kall með skalla, rétt eins og bræðurnir frá Borg- arfirði eystra. | 35 Bræðslan á Borgarfirði eystra fékk Eyrarrósina Morgunblaðið/Kristinn Svipur með styttu og bræðrum TVEIR ungir Reykjavíkurpiltar hafa lagt fyrir sig að spila Delta- blús, tónlistarform sem var vin- sælt á Delta-svæðinu í Miss- issippi-ríki í Bandaríkjunum á þriðja áratug tuttugustu ald- arinnar. Þetta eru þeir Jóhann Páll Hreinsson og Elliði Tuma- son. „Við erum tveir mismunandi pólar á mjög lítilli plánetu,“ segir Jóhann um spilamennsku þeirra félaga sem hann segir heillandi enda þótt þeir nálgist hlutina hvor með sínu lagi. „Tilfinningin í þessari tónlist er rosaleg, mikil og þrúgandi,“ segir Elliði sem er ekki síður forfallinn blúsari. „Sársaukinn skín svo vel í gegn og það heillar. Það er ekki erfitt að spila þetta tæknilega en það er miklu erfiðara að ná til- finningu í blús.“ | 36 Tilfinning í blúsnum mikil og þrúgandi SIGURÐUR Ragnar Eyjólfs- son, landsliðs- þjálfari kvenna í knattspyrnu, ætlar að gefa fimm ungum stúlkum tæki- færi gegn nokkrum af bestu liðum heims þegar landsliðið fer til Portúgals í næstu viku. Stúlkurnar fimm eru allar 18-19 ára gamlar og hafa aldrei áður spilað með A-landsliði Íslands. Í staðinn verða fimm af reyndustu knattspyrnukonum landsins fjarri góðu gamni í Algarve-bikarnum. | Íþróttir Fimm ungar fyrir fimm reyndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.