Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Sýnd kl. 8 og 10:20 HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL Fráskilin... með fríðindum Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 5:40 PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! HHH H.S.S. - MBL HHH „Flottur stíll, góðar brellur, afbragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum The Wolfman kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum... 3D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ Edge of the Darkness kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum... 2D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ PJ / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára Alvin og Íkornarnir kl. 3:30 LEYFÐ PJ / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Avatar 3D kl. 4:40 - 8 B.i.10 ára SÝND HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Nú með íslenskum texta HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -V.J.V., FBL HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is HHHH -Á.J., DV 111.000 MANNS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÓSKARSTILNEFNINGAR M.A. BESTA MYND OG BESTI LEIKSTJÓRI9 HHH H.S.S. - MBL HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR! 600 kr. 900 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. 600 kr. HHH „Kom mér þægilega á óvart... Stórfín fjöl- skylduafþreying.” T.V. - Kvikmyndir.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Ég hef mjög gaman af því aðdansa og vakna oft á dag-inn eftir gott djamm með verki í fótunum og harðsperrur á skrýtnum stöðum í hálsi eða hönd- um eftir framúrstefnulegar dans- hreyfingar. Flesta tónlist finnst mér skemmtilegt að dansa við þótt vissulega fari meira fyrir mér á dansgólfinu ef lagið er í miklu uppáhaldi. Ég hreyfi fæturna, baða út höndunum, hnykki til mjöðmunum og syng oftast hástöf- um með (sleppi samt orminum af því að gólfið er skítugt). Nú þetta gengur allt saman vel fyrir sig að mér finnst en sá hængur er á minni danskunnáttu að spor gera ekkert nema þvælast fyrir mér. Þegar kemur að sporum verð ég aftur sex ára í stærðfræðitíma; þrjósk, pínu fýld og harðákveðin í að þetta geti ég ekki! Hingað til hefur því lítið dugað að draga mig á dansnámskeið og ég held áfram að dansa minn freestyle-dans á dansgólfum borgarinnar eða í stof- unni, nágrönnunum vafalaust til mikillar gleði.    En nú í vikunni kvað skyndilegavið nýjan hljóm. Smáskilaboð frá vinkonu minni bárust þar sem hún bað mig að koma með sér í Bollywood-dans í Magadanshúsinu. Já, hugsaði ég, nú hlýtur að vera komið að því að ég skelli mér á dansnámskeið og nái að læra hálfa eða jafnvel alla rútínuna án þess að fara í öfuga átt við alla hina og bregða fyrir sjálfa mig fæti! Ekki veit ég alveg hvað gerðist innra með mér en ég hef lengi haft gam- an af Bollywood-tónlist og notað hana óspart í freestyle-dansi heima á stofugólfi svo kannski fannst mér bara kominn tími til að læra þetta almennilega. Það var í mér óvenjulítill beygur þegar við mættum í fyrsta tímann og ég hafði hitað mig upp heima með því að skella hressandi Bollywood-disk í tækið. Síðan byrjaði ballið og kennarinn sýndi okkur hreyfingar og spor sem smám saman röðuðust upp í fjörugan Bollywood-dans. Rútínan var eins og sú sem maður sér oftast í Bollywood-kvikmynd- um og myndböndum; kvenmenn og karlmenn að kallast á, vekja á sér athygli en láta síðan ganga á eftir sér, kalla á eftir og leita hvert að öðru. Bollywood-dans er að stórum hluta til leikræn tjáning og dansinum fylgja því ýmis svip- brigði og hreyfingar sem tákna viðbrögð og tilfinningar. Ég held að einmitt þetta hafi kannski hjálpað mér þar sem innst inni í blaðakonunni mér hefur lengi blundað leikkona. Í það minnsta tókst mér að læra sporin sem kennd voru í tímanum og það meira að segja skælbrosandi og næstum hlæjandi á köflum.    Eftir tímann tjáði ég kenn-aranum ómælda gleði mína með tímann og útskýrði að ég hefði ætíð átt erfitt með að læra dansspor en þessi tónlist væri í uppáhaldi hjá mér og hefði greini- lega haft einhver áhrif. Hún kvað það ekki skrýtið og sagði að þegar maður hefði gaman af einhverju væri stundum eins og líkaminn ákvæði skyndilega að já nú ætlaði hann að vera samvinnuþýður. Svo líkaminn minn og ég höfum greini- lega gert þarna þegjandi sam- komulag um gott samstarf. Eftir tímann hélt ég svífandi sæl heim á leið og lét mig dreyma um frægð og frama í Bollywood. Ég lét mig dreyma svo mikið að um nóttina dreymdi mig að ég og Bollyood- stjarnan Prabhu Deva (Benny Lava) dönsuðum hamingjusöm í Himalajafjöllunum. Eitthvað hlýt- ur það að tákna svo nú held ég ótrauð áfram að virkja Bollywood- dansarann sem leynist þarna innst inni við hliðina á leikkonunni. maria@mbl.is Rísandi Bollywood-stjarna » Bollywood-dans erað stórum hluta til leikræn tjáning og dans- inum fylgja því ýmis svipbrigði og hreyfingar sem tákna viðbrögð og tilfinningar. Bollywood Benny Lava er með mjaðmahnykkinn á hreinu. AF DANSI María Ólafsdóttir Bollywood Benny Lava er með mjaðmahnykkinn alveg á hreinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.