Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is YFIRVÖLD í Mílanó hafa fyrir- skipað lögreglu að gera fyrirvara- lausar athuganir á persónuskilríkj- um fólks í hverfum innflytjenda í því skyni að hafa uppi á ólöglegum inn- flytjendum sem þar hafist við. Tilefnið eru kynþáttaóeirðir í borginni um helgina í kjölfar þess að 19 ára gamall egypskur piltur, Ha- med Mamoud El Fayed Adou, var myrtur af gengi innflytjenda frá Suður-Ameríku, að því er talið er, eftir rifrildi um borð í strætisvagni. Morðið olli gífurlegri reiði í röðum innflytjenda frá Norður-Afríku sem gengu berserksgang í Via Padova, hverfi þar sem er að finna fjölda verslana og fyrirtækja í eigu fólks frá Perú, Ekvador og öðrum ríkjum Rómönsku-Ameríku. Riccardo de Corato, aðstoðar- borgarstjóra Mílanó, var brugðið en hann lýsti ástandinu svo að ofbeldi hefði breytt borgarhlutanum í „villt vestur á milli gengja frá Norður- Afríku og Rómönsku Ameríku“. Stjórnmálamenn á hægri vængn- um gripu óeirðirnar á lofti og sögðu þær til marks um hvernig sú stefna að opna landið fyrir útlendingum hefði beðið skipbrot. Meðal þeirra er Roberto Calderoli, ráðherra Norðurbandalagsins í stjórninni, sem boðar aukna hörku í garð ólög- legra innflytjenda, ellegar geti Ítalir átt í vændum sama vanda og Frakk- ar hafa glímt við á síðustu árum, svo sem í úthverfum Parísar. Beiti hörku í aðgerðum sínum Flokksbróðir hans Matteo Salvini gengur lengra en hann leggur til að ólöglegir innflytjendur verði gerðir brottrækir í aðgerðum lögreglu sem fínkembi hverfin, „hús úr húsi“. Ignazio La Russa varnarmála- ráðherra boðar sömuleiðis aukna hörku. Stjórnvöld muni ekki „gefa eftir millimetra“ í málinu. Ljóst þykir að innflytjendamálin muni fléttast inn í sveitarstjórnar- kosningar á Ítalíu eftir um mánuð en þess er jafnframt vænst að mikil gjá verði í afstöðu hægri- og vinstri- manna í afstöðunni til þess hvort herða beri á innflytjendastefnunni eða halda í horfinu. De Corato, flokksbróðir Berlu- sconis forsætisráðherra, áætlar að um 200.000 löglegir og um 40.000 ólöglegir innflytjendur hafi sest að í Mílanó á síðustu árum en hann hefur gefið í skyn að leitast verði við að sporna gegn straumnum. „Þessi tilvik sýna skýrt fram á að aðlögun er aðeins möguleg þegar tölurnar eru viðunandi, að öðrum kosti geta þær valdið spennu í sam- félögum innflytjenda.“ Yfirvöld hafi brugðist Þessi afstaða er hins vegar um- deild og segir stjórnmálamaðurinn Filippo Penati, sem býður sig fram í Lombardy, héraðinu þar sem Mílanó er höfuðborg, að síðustu atburðir sýni að stefna yfirvalda í innflytj- endamálum hafi ekki borið árangur. Allt á suðupunkti  Kynþáttaóeirðir í Mílanó um helgina draga athyglina að undirliggjandi ólgu  Stjórnvöld óttast myndun gettóa ÞEIR sem sækja um dvalarleyfi á Ítalíu þurfa framvegis að fallast á þátt- töku í punktakerfi þar sem skilyrðislaus krafa er að umsækjendur læri ítölsku. Fjallað var um málið á vef dagblaðsins Corriere della Sera fyrr í mánuðinum en þar var haft eftir Roberto Maroni innanríkisráðherra að umsækjendur fengju aðeins leyfið ef þeir næðu 30 punktum á innan við tveimur árum frá umsókn. Meðal annarra krafna sem veita punkta er að umsækjendur þekki stjórnarskrána, hafi skráð sig í heilbrigðiskerfið og sent börnin sín í ítalska skóla. Gerist umsækjendur brotlegir við lögin eru punktarnir þurrkaðir út en þeir fá eitt viðbótarár til að uppfylla kröfurnar að tveimur árum liðnum. Takist það ekki þurfa þeir að yfirgefa landið. Herða innflytjendalögin Reuters Ólga Um 100 ungmenni frá Norður-Afríku skemmdu 17 bifreiðar og fimm verslanir í Mílanó um helgina. Rabat. AFP. | Samtökin „Hús visk- unnar“, fjöldahreyfing frjálslyndra í Marokkó, krefst þess að bann við sölu áfengis til heimamanna verði afnumið og sömuleiðis viðurlögin sem liggja við neyslu þess. Brot á áfengislögum varðar allt að sex mánaða fangelsi og sekt upp á sem svarar allt að 7.730 krónum. Tvískinnungur þykir hins vegar ríkja í garð áfengisbannsins, enda geta heimamenn auðveldlega nálg- ast áfengi á börum eða í stórmörk- uðum, líkt og ferðamenn sem mega drekka að vild í þessu íslamska ríki. Bannið stjórnarskrárbrot Rök talsmanna Húss viskunnar eru einkum þau að bannið brjóti í bága við stjórnarskrána og þar með grundvallarréttindi einstaklinga. Meðal talsmanna þeirra er Kha- dija Rouissi, forystumaður í nýju stjórnmálaafli sem útleggst Trú- verðugleika- og umbótaflokkurinn í lauslegri þýðingu úr ensku, en hann telur afnám bannsins snúast um frelsi einstaklinga til athafna. Það sjónarmið er umdeilt og brást Ahmed Raissouni, einn áhrifamesti klerkur landsins, við málflutn- ingnum með því að hvetja trúbræð- ur sína til að sniðganga stórmarkaði þar sem áfengi er á boðstólum. Raissouni er nátengdur Lýðræðis- og þróunarflokknum (PJD), ísl- ömskum flokki í stjórnarandstöðu, og hafa flokksbræður hans efnt til mótmæla fyrir framan nýjar versl- unarmiðstöðvar til að minna á að þar sé höndlað með áfengi þvert á íslamskan lagabókstafinn. Hafa tekjur af vínframleiðslu Það er til að auka á tvískinnung- inn að stjórnvöld heimila fram- leiðslu áfengis og hafa af henni tekjur, eða sem svarar 11,3 millj- örðum króna árið 2006 sem er tals- verð fjárhæð á mælikvarða heima- manna. Þá er talið að 85% áfengisfram- leiðslunnar – mikill meirihluti víns – séu seld á heimamarkaði og að áfengi sé í öðru sæti á eftir tei á lista yfir neyslu drykkjarvara. Mjólk er í þriðja sæti. Vilja afnema áfengisbann fyrir innfædda Frjálslyndir vilja nýja stefnu í Marokkó Frá Marrakesh Í dagsins önn. RÚSSNESKI auðjöfurinn Vla- dímír Lísin á fyr- ir salti í grautinn og gott betur því á milli áranna 2008 og 2009 juk- ust eigur hans um sem svarar 1.430 milljörðum króna og nema nú alls 2.422 milljörðum, að því er áætlað er. Til samanburðar spáði íslenska fjármálaráðuneytið því 1. október sl. að verg þjóðarframleiðsla árið 2009 myndi nema 1.473 milljörðum króna og á Lísin því fyrir þjóðar- framleiðslu landsins í 20 mánuði. Auðsöfnunin skilar Lísin, eig- anda stálfyrirtækisins Novolipetsk Steel, í efsta sæti listans yfir auð- ugustu menn Rússlands og veltir þar með Míkhaíl Prokhorov, eig- anda fjárfestingarfyrirtækisins Onexim, úr sessi en eigur hans eru metnar á 2.299 milljarða króna, sem gerir hann 483 milljörðum króna ríkari en árið áður. Þriðji í röðinni er Roman Abramovich, eigandi knattspyrnu- liðsins Chelsea, en kreppuárið 2009 reyndist honum einnig gjöfult þar sem eigur hans jukust úr 1.790 í 2.190 milljarða króna. Lísin þykir hæglátur og berst lít- ið á miðað við auðinn en hann á meðal annars fjölmiðla í Lipetsk. Á þjóðarframleiðslu Íslands í 20 mánuði Vladímír Lísin A T A R N A Hreinlætisvörur fyrir fyrirtæki og stofnanir • Hreinsiefni - íslensk framleiðsla • Pappírs- og sápuskammtarar • Hlífðarfatnaður • Pappír, plast og filmur • Þrifabúnaður • Ræstivagnar og sorpílát • Gólfhreinsivélar • VIKAN burstar og sköfur • Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur Sími: 510 1200 - www.tandur.is - Þegar hreinlæti skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.