Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Ómar FREGNIR af mannskaða og fólki í nauð- um á Lang- jökli í tvígang á síðustu vik- um láta engan ósnortinn. Menn hrósa happi þegar björgun tekst giftusamlega en jafnframt vakna margar spurningar um ferðir og ferðatilhögun á jökl- um landsins. Ég tel að atburð- ir síðustu vikna á Langjökli og ófáar hliðstæður á liðnum ár- um kalli á endurskoðun ferða- mála að því er varðar ferða- lög, ekki síst vélknúna umferð á jöklum landsins. Yfirstjórn ferðamála í land- inu ætti hið fyrsta að kalla til hóp valinkunnra til að fara yf- ir alla þætti ferðamennsku á jöklum landsins og gera til- lögur um hvernig að skuli standa framvegis. Þar þarf að leita svara við mörgum grundvallarspurningum sem varða skipulag slíkra ferða og öryggisþætti, leyfisveitingar til þeirra aðila sem reka þjón- ustu sem tengist jöklaferðum, leiðsögn, tryggingar og eft- irlit. Jafnframt ætti að fara yf- ir hvaðeina sem lýtur að um- hverfisáhrifum slíkra ferða, mengunarhættu vegna sívax- andi umferðar, áhrif á að- komuleiðir og jaðarsvæði jökl- anna og truflun gagnvart þeim sem kjósa göngu- og skíðaferðir á jöklum. Við skulum líka hafa í huga að Langjökull og Þingvalla- svæðið er hluti af framtíð- arvatns- forðabúri höfuðborgar- svæðisins og mengun á og í jöklinum af völdum umferð- ar getur komið fram mörgum áratugum síðar í grunnvatni. Þannig er að fjölmörgu að hyggja, einnig að siðferðilegum álitaefnum. Ræða þarf þessi málefni m.a. við þá sem telja sig hafa hags- muna að gæta í bráð, en síðast en ekki síst eru það framtíð- arhagsmunir alls almennings og mælikvarðar um sjálf- bærni sem eiga að ráða stefn- unni. Horfa ber til þess hvern- ig að málum er staðið í umgengni við jökla erlendis, m.a. í Noregi og í Ölpunum. Óbreytt og versnandi ástand í umgengni við jöklana hér- lendis stefnir í óefni sem kem- ur öllum í koll. Látum nýliðna viðburði okkur að kenningu verða. Eftir Hjör- leif Gutt- ormsson » Síðast en ekki síst eru það framtíðar- hagsmunir alls al- mennings og mæli- kvarðar um sjálfbærni sem eiga að ráða stefnunni. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Feigðarflan kallar á endurskoðun UMRÆÐAN um notk- un geðlyfja fyrir börn kemur alltaf við og við upp á yfirborðið og er það vel. Ekki skal deilt um þá staðreynd að geð- lyf hafa hjálpað mörgum börnum og í sumum til- vikum hafa þau gjör- breytt lífi barnanna til hins betra. Þessi stað- reynd réttlætir hins veg- ar ekki að hlutfallslega fá margfalt fleiri börn á Íslandi geðlyf en annars staðar á Norðurlöndunum. Engar full- nægjandi skýringar eru til og þær skýringar sem settar hafa verið fram til að styðja þessa notkun eru fremur fátæklegar. Árið 2003 heyrði ég á málþingi að ís- lenskir læknar væru sennilega á und- an öðrum læknum, læknar t.d. annars staðar á Norðurlöndum væru lengi að taka við sér á þessu sviði. Enn er verið að halda því fram. Nú er það svo að heilbrigðiskerfið í Skandinavíu er með því besta sem gerist í veröldinni og á það ekkert minna við um geð- og barnalækningar. Sama gildir um fé- lagslega kerfið, sem að flestra dómi er hvergi betra. Íslendingar eiga ekki bara skyldleikann með þessu fólki heldur er heilbrigðis-, mennta- og fé- lagslega kerfið svipað því sem gerist hér. Stór hluti af okkar sérfræðingum hefur sótt sína menntun til Norður- landanna og gildir það ekki síður um lækna. Að halda því fram að þessar þjóðir séu ekki eins langt komnar, hugsi ekki vel um börn sín, sinni ekki hegðunar- og öðrum geðrænum vanda barna eins vel og við á Íslandi er ósannfærandi réttlæting á mikilli lyfjanotkun. Annað sem heyrst hefur er að þessi mikla notkun geðlyfja fyrir börn sé álíka víðtæk og í Bandaríkjunum og á það að vera einhvers konar réttlæting á stöðu okkar hér. Ríki Bandaríkja Norður-Ameríku eru eins og mörg lönd heimsins og afar ólík. Meðaltalstölur það- an eru því villandi. Þannig er geðlyfjanotk- un hjá börnum lítil utan stórborga í norðurhluta Bandaríkjanna en mest í fátækrahverfum stór- borga. En einmitt þar er félagsleg staða barna slök og umönnun oft ábótavant og þolmörk vegna erfiðrar hegðunar barna lág. Út frá sam- félagslegum þáttum ætt- um við sennilega að líkjast mest norð- urhluta Bandaríkjanna en geðlyfja- notkunin hér á landi er nær því sem er í fátækrahverfum stórborganna. Skilningur á líðan og hegðan barna getur verið vandasamur, sérstaklega þegar skilgreina á frávik sem sjúk- dóm. Auk læknisfræðilegrar skoðunar þarf að koma til skoðun á uppeldis- og félagslegum þáttum. Samvinna lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga er því nauðsynleg forsenda til að rétt sé staðið að greiningu og úrlausn á vanda barna. Á þessa samvinnu skortir því miður mikið þótt hún hafi batnað á undanförnum misserum. Því er einnig haldið fram að barnalæknar hefji oft- ast geðlyfjameðferð en síður heim- ilislæknar. Reynsla mín er sú að æði oft sé þetta ekki svo og að of algengt sé að greiningarvinnu sé ábótavant, sérstaklega að horft sé til allra áhrifa- þátta í lífi barnanna. Sömuleiðis virðist sem eftirfylgd í málum sé handahófs- kennd. Einn vandinn hér á landi er að sami aðili er að móta stefnu um hvern- ig fyrirkomulag skal vera á greiningu og meðferð barna, heldur utan um upplýsingar um notkunina og á síðan einnig að vera eftirlitsmaður með framkvæmdinni. Að sami aðili, í þessu tilviki landlæknisembættið, sjái um framkvæmd og eftirlit er ótrúverðug stjórnsýsla og krafa um gagnsæi og trúverðugleika á ekki að vera síðri á þessu sviði en í fjármálageiranum. Sumir trúa því að lyf leysi allan mögulegan og ómögulegan vanda. Þessi trú er ekki ný og einskorðast auðvitað ekki við geðlyf. Skyld þessari trú er sú skoðun að lyfjaneysla sé bara til góðs en aldrei til skaða. Þessi skoð- un var algeng um sýklalyf sem „drápu allt nema þig“ og leiddi til ofnotkunar. Enn er notkun sýklalyfja hjá börnum meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum, sem hefur valdið talsverðum vanda nú þegar. Sama gildir auðvitað um notkun geðlyfja. Þau eru mikilvægt hjálpartæki en vandmeðfarin. Of langt mál væri að ræða hér um hugsanlegan skaða af of- notkun geðlyfja en benda verður þó á að notkun þeirra má ekki taka athygli frá mikilvægi góðs mataræðis, hreyf- ingar og góðrar umönnunar barna. Það eru þeir þættir sem eru mikilvæg- astir þegar til lengri tíma er litið. Nú hefur Geir Gunnlaugsson barna- læknir verið skipaður í stöðu land- læknis. Honum er hér með óskað vel- farnaðar í starfi. Hann hefur sagt að velferð og þjónusta við börn verði áherslumál hjá honum. Það er vel. Börn eru sá hópur sem getur illa varið sig sjálfur og þarf því að stóla á að fagmennska og ábyrgð einkenni þjón- ustu við þau. Það er mitt álit að skoða þurfi sérstaklega vinnubrögð varðandi sjúkdómsgreiningar vegna hegðunar og líðanar barna og notkun geðlyfja í því samhengi. Í því efni er mikilvægt að félagslegir og sálfræðilegir þættir fái ekki minni athygli en læknisfræði- legir. Æskilegast væri að aðrir sér- fræðingar kæmu að þessu mati en þeir sem setið hafa við stjórnborðið undan- farin ár. Eftir Helga Viborg »Ekki skal deilt um þá staðreynd að geðlyf hafa hjálpað mörgum börnum og í sumum til- vikum hafa þau gjörbreytt lífi barnanna til hins betra. Helgi Viborg Höfundur er sálfræðingur. Er verið að gefa börnum of mikil geðlyf? Listskoðun Skólapiltur gæðir sér á gosdrykk og leggur mat á listaverk á Bessastöðum er forseti Íslands setti söfnunarátakið Börn hjálpa börnum að viðstöddum nemum úr Álftanesskóla í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.