Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 ÁGÆTI Hafsteinn. Varðandi þær spurningar sem fram koma í bréfi þínu frá 9. febrúar sl. um störf mín sem bæjarfull- trúa í Kópavogi, af- stöðu mína til mála og fleira vil ég svara þeim spurningum hér, en í einhverjum til- vikum benda á upp- lýsingar sem eru á verald- arvefnum og heimasíðum Kópavogsbæjar og VG. Afstaða mín til sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu er að ekki eigi að þvinga sveitarfélög til sameiningar. Hins vegar þykir mér það jafnljóst að aukin samvinna sveitarfélaganna hér yrði til góðs, t.d. á sviði skipulags-, samgöngu- og um- hverfismála, en til þess þarf vilja hjá öllum sveitarfélögunum. Ég sé ekki fyrir mér eina stóra sam- einingu heldur fremur að eftir tiltekinn árafjölda yrðu á höf- uðborgarsvæðinu tvö stór sveit- arfélög. Ég hef alltaf verið alfar- ið á móti launaleynd hvort heldur er hjá opinberum aðilum eða einkafyrirtækjum. Slík leynd hef- ur alls ekki verið þessu samfélagi til góðs. Á mínum vinnustað, Landspítalanum, er ekki launa- leynd og laun mín (eins og ann- arra kjörinna fulltrúa VG) eru aðgengileg öllum á vef flokksins, vg.is. Tíundi hluti launa minna fyrir setu í bæjarstjórn hefur runnið til flokksins allt þetta kjörtímabil. Eins og fram kemur í sam- þykktum bæjar- stjórnar Kópavogs eru í gangi aðgerðir til að sporna við at- vinnuleysi og hef ég stutt þær allar eins og allir aðrir bæj- arfulltrúar. Þar má nefna sérstakt átak til að ráða skólafólk í vinnu, sérstakt framlag til að ráða fólk í samvinnu við Vinnumálastofnun, ráðningu sér- staks atvinnufulltrúa o.fl. Þá má ekki gleyma nýlegri atvinnu- málaráðstefnu á vegum Kópa- vogsbæjar sem ég tók þátt í ásamt fleiri félögum úr VG. Ég hef flutt margar tillögur á kjörtímabilinu í bæjarstjórn Kópavogs (samtals um 120 til- lögur og bókanir á þeim um 70 fundum sem ég hef setið í bæj- arstjórn). Um þetta má lesa á vef Kópavogsbæjar, kopavog- ur.is. Meðal tillagna hafa verið tillögur um að slíta samstarfi við launanefnd sveitarfélaga, tillögur um niðurfellingu leikskólagjalda, gjaldfrjálsan grunnskóla, frítt í strætó, bann við nektardansi og fjölmörg önnur mál. Þannig er hins vegar að VG eru í minni- hluta í bæjarstjórn, með afar litla aðkomu að nefndum, og öll þessi mál hafa annaðhvort verið felld eða vísað frá. Í umræðunni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar kom það upp að bæjarfélög hefðu ekki heimildir eða svigrúm innan ramma launanefndar sveitarfé- laga til að laða til sín starfsfólk, eða halda hjá sér starfsfólki með launahækkunum. Ég er enn þeirrar skoðunar að sveitarfélög eigi að hafa þetta svigrúm og að það ætti að geta gagnast öllum starfsmönnum bæjarins. Umræðan um vestasta hluta Kársnessins er mál sem VG hafa haldið á lofti allt frá kosning- unum 2002. Ég og mín fjölskylda tókum þátt í þeirri baráttu að hafna fáránlegum hugmyndum bæjaryfirvalda um uppbyggingu. Meðan sú barátta stóð sem hæst átti ég samtöl við félaga og for- svarsmenn samtakanna um betri byggð á Kársnesi, og þessi mál voru margoft rædd í stjórn VG í Kópavogi, og á félagsfundum í fé- laginu. Verkefnið framundan er að fella núverandi meirihluta í bæj- arstjórn Kópavogs. Ég treysti því að þar muni enginn félagi í VG í Kópavogi liggja á liði sínu. Með nýjum meirihluta getum við byggt Kópavog upp sem velferð- arsamfélag. Svar vegna bréfs Hafsteins Hjartarsonar Eftir Ólaf Þór Gunnarsson » Verkefnið fram- undan er að fella nú- verandi meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs. Með því getum við byggt Kópavog upp sem velferðarsamfélag. Ólafur Þór Gunnarsson Höfundur er læknir og bæjarfulltrúi VG í Kópavogi. LENGI hefur verið beðið eftir sameigin- legum verklagsreglum fjármálafyrirtækja vegna endurskipu- lagningar skulda fyr- irtækja. Undanfarna daga hefur það sýnt sig að mikið liggur á að ljúka vinnu við þær verklagsreglur. Má þar benda á umdeilda ákvörðun Arion banka að tryggja áframhaldandi aðkomu eigenda Haga og Samskipa að rekstri fyrirtækjanna sem og ákvörðun Landsbankans um sölu á stórri eign við Suðurlandsbraut til elliheimilisins Grundar án þess að eignin væri aug- lýst. Óánægja með verklagsreglur Viðskiptanefnd Alþingis hefur ítrekað fundað með Samtökum fjár- málafyrirtækja og farið yfir drög að verklagsreglum. Síðast var fundað nú á föstudaginn og voru þá lögð fram endurbætt drög að verklagsreglum. Á fundinum kom fram mikil og hörð gagnrýni á drögin frá nefnd- armönnum, sem höfðu þó tekið nokkrum breytingum frá fyrri fundi. Það sem fjármálafyrirtækin virðast eiga hvað erfiðast með er að víkja frá þeirri hugsun að skammtímaarðsemi bankanna skipti mestu máli. Ef hægt er að auka hagnað viðkomandi banka til skamms tíma virðast hugtök eins og traust, gagnsæi, trúverðugleiki, jafnræði og siðferði hafa litla þýðingu. Siðferði í verki Ýmsir virðast telja erfitt eða jafn- vel ómögulegt að sníða verklags- reglur fjármálafyrirtækja að þessum hugtökum, en ég ætla hér að gera nokkrar tilraunir til þess. Í slíkum reglum mætti spyrja: 1) Hafa eigendur eða stjórnendur stöðu grunaðra í málum sem tengjast bankahruninu eða öðrum fjár- málagjörningum? 2) Hafa eigendur eða stjórnendur verið dæmdir fyrir lagabrot í rekstri fyrirtækisins? 3) Hafa eigendur eða stjórnendur verið tengdir spillingu eða markaðs- misnotkun? Ef svarið er já þarf að skoða hvenær, umfang, hversu oft, al- varleika og hvort dómur hafi fallið í viðkomandi málum. 4) Hafa eigendur eða stjórnendur átt í ólöglegu verðsamráði eða fengið á sig úrskurð vegna brota á sam- keppnislögum? 5) Seldu eigendur eða stjórnendur eignir út úr fyrirtækinu 12-24 mán- uðum fyrir bankahrun? Ef svarið er já, hvert var umfang sölu eigna, var það gert með hagsmuni fyrirtækisins í huga og hvernig var greiðslum vegna sölu háttað? Högnuðust eig- endur eða stjórnendur á sölunni meira en eðlilegt getur talist? 6) Geta áframhaldandi viðskipti og samskipti við stjórnendur og eig- endur haft skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika viðkomandi fjár- málastofnunar í samfélaginu? 7) Er eignarhald fyrirtækisins gagnsætt? 8) Er vitað hvaðan framlag eigenda og stjórnenda vegna aukn- ingar á eigin fé kemur? Ef svarið er nei, af hverju er það ekki vitað og er tryggt að eign- arhaldið verði gagnsætt eftir endurskipulagn- ingu ef þessar upplýs- ingar liggja ekki fyrir? 9) Hvernig er tryggt að starfsmenn sem tóku ákvörðun um lánveit- ingar til viðkomandi fyrirtækis komi ekki að ákvörðun um endurskipulagningu skulda fyrirtækisins? 10) Hafa stjórnendur eða eigendur fyrirtækisins haft aðgang að upplýs- ingum um starfsmenn fjármálastofn- ana sem gætu gert starfsmönnum erfitt að taka faglegar og óháðar ákvarðanir um endurskipulagningu fyrirtækisins? 11) Er söluferli opið? Söluferli fyr- irtækja og eigna sem fjármálastofn- anir hafa tekið yfir skal ætíð vera í opnu útboði eða á uppboðsmarkaði, til að tryggja jafnræði og gagnsæi meðal væntanlegra kaupenda. Við mat á tilboðum skal ekki aðeins tekið tillit til hæsta tilboðs heldur mats á væntanlegum eigendum og stjórn- endum. Í undantekningartilvikum er hægt að víkja frá þessari reglu ef sýnt þykir að væntanlegt söluverð- mæti eignanna og/eða fyrirtækisins þykir ekki standa undir áætluðum kostnaði við opið útboð eða uppboð eða vegna hluthafasamkomulags. Lærum af reynslunni Ég tel að reynsla síðustu ára hafi átt að kenna okkur öllum að hámörk- un arðsemi þarf ekki að þýða að við- komandi fyrirtæki og fjármálastofn- un eigi sér langt og farsælt líf með traustan efnahag. Þá er heldur ekki víst að hámörkun arðsemi með öllum tiltækum ráðum sé alltaf til hagsbóta fyrir almenning. Forsvarsmenn nýju bankanna halda því fram að ákvarðanir um af- skriftir og fjárhagslega endurskipu- lagningu fyrirtækja útrásarvíking- anna séu teknar með hagsmuni bankans og viðkomandi fyrirtækja í huga. Ætlunin sé að hámarka arð- semi eigna og til þess séu engir betur fallnir en fjárglæframennirnir sem komu íslenskri þjóð á kaldan klakann. Við þurfum að hafa í huga að hinn meinti árangur virðist að stórum hluta hafa byggst á siðlausri mark- aðsmisnotkun, svikum og prettum, oft á kostnað þeirra sem reyndu að halda sig innan ramma laga og al- menns viðskiptasiðferðis. Er það virkilega svo að bankarnir vilji við- halda því vafasama viðskiptasiðferði sem lagði íslenskt efnahagslíf í rúst? Er það virkilega svo að skammtíma- hagsmunir kröfuhafa bankanna eigi að ráða för við endurreisn Íslands? Höfum við virkilega ekkert lært af hruninu? Ekkert lært, ekkert breyst Eftir Eygló Þóru Harðardóttur »Er það virkilega svo að skammtímahags- munir kröfuhafa bank- anna eigi að ráða för við endurreisn Íslands? Eygló Þóra Harðardóttir Höfundur er þingmaður og fulltrúi Framsóknarflokksins í viðskipta- nefnd Alþingis.Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! . Í miðri kreppu eru Íslendingar að uppgötva á nýjan leik gæði innlendrar framleiðslu. Hvar sem litið er má finna spennandi nýjar lausnir, vandaða smíði og framúr- skarandi hönnun. Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar það besta, snjallasta og djarfasta í íslenskri framleiðslu í veglegu sérblaði um þekkinguna og þrautsegjuna í Íslensku atvinnulífi fimmtudaginn 4. mars. MEÐAL EFNIS: Hvað eru fyrirtækin að gera og hvað hafa þau að bjóða? Hvernig hindranir þarf að fást við og hvaða möguleikar eru í stöðunni? Hverjir eru styrkleikar íslenskrar framleiðslu og hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvaða forskot hefur íslensk framleiðsla á erlendum mörkuðum í dag? ÍSLENSKT ER BEST LANDBÚNAÐUR - HANNYRÐIR - HANDVERK - VEITINGAR - HNOSSGÆTI - FISKIÐNAÐUR LYF - LÆKNINGAR VÉLAR - TÆKIFATNAÐUR - SKARTGRIPIR - AUKAHLUTIR - MENNING - LISTIR - VERSLUN - ÞJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA - FJÖLMIÐLAR - ÚTGÁFA - TÖLVUR - TÆKNI - HÚSGÖGN - HEIMILI - FRÆÐI - RANNSÓKNIR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 sigridurh@mbl.is VIÐSKIPTABLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.