Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 Sími 462 3500 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Percy Jackson / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára It‘s Complicated kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Nine kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Skýjað með kjötbollum á köflum 2D kl. 5:50 LEYFÐ Julie and Julia (síðustu sýningar) kl. 8 - 10:30 LEYFÐ The Wolfman kl. 8 - 10 B.i. 16 ára PJ: The Lightning Thief kl. 8 - 10:10 B.i. 10 ára The Edge of Darkness kl. 5:50 B.i. 16 ára It‘s Complicated kl. 5:50 B.i. 12 ára The Wolfman kl. 8 - 10:30 B.i.16 ára Percy Jackson / The Ligtning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára It‘s Complicated kl. 8 - 10:35 B.i.12 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ Avatar 3D kl. 6 - 9:20 B.i.10 ára Nikulás litli kl. 6 LEYFÐ Fráskilin... með fríðindum SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓ OG REGNBOGANUM SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM HHH -H.S.S., MBL HHH T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! HHH „Flottur stíll, góðar brellur, afbragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is HHH -T.V., Kvikmyndir.is HHH Washington Post 600 kr. Gildir ekki í lúxus 600 kr. Gildir ekki á 3D 600 kr. 600 kr. 600 kr. HHH „Kom mér þægilega á óvart... Stórfín fjöl- skylduafþreying.” T.V. - Kvikmyndir.is Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR Áþessu ári eru 60 ár síðanÞjóðleikhúsið hóf starf-semi. Af því tilefni hefurleikhúsið ákveðið að setja á svið tvö verk eftir nóbelsskáldið Halldór Laxness. Annað er Íslands- klukkan sem var ein af opnunarsýn- ingum leikhússins árið 1950 og verð- ur frumsýnt síðar í vor en hitt er ný leikgerð Baltasars Kormáks og fé- laga af Gerplu. Þetta er í fyrsta sinn sem Gerpla er sett á svið og því í mikið ráðist af aðstandendum. Gerpla er mörgum kunn og kannski ekki þörf á að rekja sögu- þráðinn hér. Þó má geta þess að saga Halldórs Laxness er byggð á einni af fornsögunum, Fóstbræðra- sögu. Þar er sagt frá þeim fóst- bræðrum Þorgeiri og Þormóði og ör- lögum þeirra. Í Gerplu tekst höfundur á við fornbókmenntirnar á íronískan hátt og er hann meðal ann- ars að skopast að þeirri hetjudýrkun sem birtist í hinum fornu sögum. Þegar Gerpla kom út árið 1952 olli hún talsverðu uppnámi vegna tungu- taks höfundar og þeirrar túlkunar á Fóstbræðrasögu sem hann leyfði sér. Nú hefur Baltasar Kormákur og leikhópur hans gengið enn lengra í skopfærslunni, en er jafnframt nokkuð trúr skáldsögunni. Leik- gerðin er reyndar ágætlega vel heppnuð. Svo sem eðlilegt er fjallar leikritið einkum um Þormóð Kol- brúnarskáld og vináttu hans við Þor- geir fóstbróður sinn, svo og um ástir hans og Þórdísar Kötludóttur. Verk- ið hefst á því að Þormóður finnur höfuð Þorgeirs á níðstöng fyrir utan bæ sinn og er þá farið aftur í tímann og hugað að upphafi sögunnar. Þetta hentar leikhúsforminu mjög vel þótt atburðarás sögunnar eins og höf- undur setur hana fram í bók sé ekki fylgt eftir í hörgul. Í verkinu er brugðið á leik með tímaskekkjur og skotið inn seinni tíma þáttum úr menningarsögunni. Til að mynda eru allir leikarar í glímubúningum í grunninn og íslensk dægurlög eru leikin í fimmundarútsetningu. Í hlutverkum Þorgeirs og Þor- móðar voru þeir Jóhannes Haukur og Björn Thors. Jóhannes var ágæt- ur í sínu hlutverki. Hann hefur vald á tímasetningum en á sumum stöð- um var erfitt að skilja textann hjá honum. Björn er sívaxandi sem leik- ari og það var gaman að fylgjast með sögu Þormóðs í meðförum hans. Hann fer vel með texta og er áheyri- legur. Ilmur Kristjánsdóttir var bráðskemmtileg sem Þórdís, Bryn- hildur brá sér í allra kvikinda líki svo unun var á að horfa. Það var sér- staklega gaman að sjá Ólafíu Hrönn í hlutverki sem var ekki eintómt sprell en hún virðist jafnvíg á gaman og alvöru. Ólafur Darri, Ólafur Egill, Atli Rafn og Stefán Hallur skiluðu hinum fjölmörgu hlutverkum sínum mjög vel. Tveir nýliðar voru í hópn- um, þau Lilja Nótt og Sindri Birg- isson. Þeirra þáttur var hógvær en ágætur. Í heildina stóðu leikarar sig vel. Þó verður að minnast á það enn einu sinni að textaflutningi var ábóta- vant. Texti Halldórs Laxness er ekki nútímamál heldur mjög merkileg og vandmeðfarin endursköpun á máli fornsagna. Textinn verður illskilj- anlegur nema leikarar hafi tamið sér hann mjög vel og gert að sínum. Þetta var ekki alltaf svo, sér í lagi ekki hjá yngri leikurum. Leikmynd Gretars Reynissonar var snilldarlega útfærð, einföld en hafði allt sem þurfti. Þarna voru tjöld, klettar, hvannir, þúfur og tjarnir sem gáfu sýningunni heild- rænt útlit. Búningar Helgu Stefánsdóttur báru ýmis íslensk einkenni, þeir voru einfaldir og látlausir en að mörgu leyti nytsamir í þeim skiln- ingi að þeir voru nýttir í ýmislegt, gátu t.d. breyst í fjaðurham. Tónlist og hljóðmynd Gísla Gald- urs skipaði veigamikinn sess í sýn- ingunni. Leikarar nota raddir tals- vert í söng og hljóðmynd og eru útsetningar margbrotnar og gríp- andi. Í heildina er Gerpla vel heppnað leikhúsverk, ekki hnökralaust en ýmsa hnökra, svo sem óskýrleika og hik í textaflutningi, er hæglega hægt að slípa til þegar líður á sýningatím- ann. Lokakafli sýningarinnar er með alvarlegum blæ og ef til vill helst til langdreginn. Þetta er þó nauðsyn- legur kafli sem rekur sögu Þormóðs skálds og sýnir hvernig allt sem hann trúði á áður hrynur fyrir aug- unum á honum. Ljóst er að leikhópurinn hefur unnið vel saman sem ein heild, en vinna Baltasars í leikhúsi byggist mikið á hópvinnu. Hér hefur það sýnt sig að litlir og einfaldir leik- hústöfrar með samstilltum hópi geta skipt sköpum í verki sem þessu. Brugðið á leik með íslenskan menningararf Galsi „Nú hefur Baltasar Kormákur og leikhópur hans gengið enn lengra í skopfærslunni, en er jafnframt nokkuð trúr skáldsögunni,“ segir gagnrýnandi í lofsamlegum dómi. Þjóðleikhúsið Gerpla eftir Halldór Laxness í leik- gerð Baltasars Kormáks og Ólafs Egils Egilssonar í samvinnu við leikhópinn bbbbn Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Björn Thors, Brynhildur Guðjónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Jóhannes Haukur Jó- hannesson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egill Egilsson, Sindri Birgisson og Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson Lýsing: Lárus Björnsson Leikstjóri: Baltasar Kormákur INGIBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR LEIKLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.