Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 www.noatun.is Fulleldað saltkjöt og ljúffeng baunasúpa með öllu tilheyrandi HEITUR MA TUR Á SPRENGI DAG SOÐIÐ SALTKJÖT KR./KG 2198 HEIT BAUNASÚPA KR./STK. 469 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mér finnst þessi arfur svomerkilegur sem geymirsögur af fuglum semtengjast íslensku þjóð- trúnni og ég vil halda utan um það. Af því ég vil ekki að þetta týnist niður. En mér finnst ekki síður gaman að skoða hvað erlend þjóðtrú segir um varpfuglana okkar í öðrum löndum,“ segir Sigurður Ægisson sóknar- prestur á Siglufirði sem einnig er þjóðfræðingur og mikill áhugamaður um fugla. Á morgun ætlar hann að halda erindi á fræðslufundi hjá Fuglavernd í Reykjavík og tala um fugla í íslenskri og erlendri þjóðtrú. „Ég ætla að setja þetta fram í myndrænu formi þar sem ég gef fugl- unum einkunn frá 1-10 eftir því hversu mikið er að finna um þá í þjóð- trúnni, en það er mjög misjafnt. Mús- arrindillinn skorar mjög hátt og ég ætla að gera honum góð skil í erindi mínu en hann kemur mikið fyrir í þjóðtrú erlendis.“ Illur andi í músarrindli Sigurður segir víða finnast sögur af músarrindli og mikil hefð sé tengd honum úti í heimi, sérstaklega á Bret- landseyjum og Bretaníuskaga. „Þar fóru menn til dæmis áður fyrr um á jólum og eltu hann og hann var jafn- vel drepinn, fólk festi hann á stöng og gekk með hann um bæinn. Þetta er ævagamall siður og sumir vilja meina að þetta sé einhverskonar fórn, vegna vetrarsólstaða. Aðrir telja að þetta sé upphaflega vegna þess að í keltneskri trú virðast drúídar hafa litið á hann sem heilagan fugl sem jafnvel gat sagt til um framtíðina, en svo þegar kristnin kom til Írlands þá áttuðu hin- ir kristnu sig á hversu ríkt þetta var í fólki og þess vegna getur verið að þeir hafi hreinlega sagt fuglinn djöf- ullegan. Margar hugmyndir eru sem- sagt í gangi um skýringuna á þessari hefð,“ segir Sig- urður og bætir við að hér á Íslandi hafi músarrindillinn verið talinn æði kröftugur, og jafnvel á köflum illur andi. „Vegna þess að hann átti það til að fara niður reykháfinn hjá fólki og bora sig inn í kjötlæri og skemma matinn. Fólk setti því krossmark yfir reykháfana sína til að varna því að þessi fjandi, músarrindillinn, færi þar niður.“ Þögul og hnípin lóa Sigurður segir hrafninn vera einn þeirra fugla sem fengu einkunnina 10 á skalanum hans. „Hrafninn skorar hátt bæði hér heima og erlendis. Þjóðtrú sem tengist hrafninum er enn bráðlifandi. Ef hann sest til dæm- is á kirkjumæni þá fer um fólk. Ég man eftir að hafa tekið mynd af hrafni sem settist upp á Siglufjarðarkirkju og mér stóð ekkert á sama um það. Hann er enn váboði í hug- um margra. En það er líka ríkt í mörgum að hrafninn sé mjög vitur fugl og fólk trúir því að sé honum gert gott þá muni hann launa vel fyrir það. Ótal sögur eru til um það og allir þekkja mál- tækið „Guð launar fyrir hrafninn.“ Sjálfur gef ég hrafninum að éta, ein- faldlega af því að hann er oft svangur, og ég veit að margir gefa honum hér á Siglufirði.“ Sigurður segir heiðlóuna koma mikið fram í íslenskri þjóðtrú sem veðurviti. „Þá er söngur hennar tal- inn boða ákveðna tegund veðurfars. Ef hún syngur til dæmis á ákveðinn hátt þá boðar hún gott veður en ef hún er þögul og hnípin þá er ekki gott veður framundan.“ Allur gang- ur er á því hvort fuglar boði góð eða slæm tíðindi og sumt hefur komið Sigurði á óvart. „Ég var til dæmis svolítið hissa þegar ég komst að því að steindepillinn er alls ekki góði gæinn í erlendri þjóðtrú. Á Bretlandseyjum er hann til dæmis ekki talinn góðs viti, en það tengist eitthvað svarta mynstr- inu á höfði hans sem virðist fara illa í fólk. En svo getur skýringin líka ver- ið sú að hann heldur sig mikið í steinhleðslum sem eru jú oft í kringum kirkju- garða og þá tengir fólk það dauð- anum.“ Og ekki tilheyrir þjóðtrúin um fuglana eingöngu gamla tímanum, margt af því lifir enn góðu lífi. „Sjómenn lesa til dæmis enn í hegðun fugla, til að komast að því hverslags veðri er von á. Enda skynja skepnur, bæði fuglar, hestar og fleiri dýr, veðrabreytingar löngu áður en við mannfólkið tökum eftir þeim. Þessar skepnur eru eins og lifandi loftvogir og full ástæða til að við mannfólkið höldum áfram að líta til þeirra. Sjálfur gef ég flækings- fuglum í garðinum hjá mér á veturna og ég verð oft var við að á undan vondum veðrum koma þeir í stórum hópum, bæði skógarþrestir og snjó- tittlingar, og þeir eru miklu lengur að tína í sig en ella. Þeir vita að vont og hart er framundan og það kemur allt- af í ljós að þeir hafa rétt fyrir sér.“ Blóðfætla er alþýðuheiti tjalds Sigurður er forfallinn fuglaáhuga- maður og gerir mikið af því að taka myndir af fuglum. Hann grúskar í heimildum og tekur viðtöl við fólk til að afla sér upplýsinga um fugla. Hann hefur meðal annars ritað grein- ar um himbrimann og teistuna í sam- vinnu við þjóðfræðing við Uppsalahá- skóla, Ingvar Svanberg, og fengið birtar í erlendum tímaritum, og fleiri eru í bígerð hjá þeim félögum. „Ég leita fanga mjög víða. Sagnir af fugl- um er að finna í gömlum þjóðsögum en einnig í endurminningabókum og svo í munnlegri geymd,“ segir Sig- urður sem gaf út fuglabókina Ísfyglu árið 1996 og þar birti hann m.a. 700 alþýðuheiti fugla sem hann hafði fundið hér og þar. Eftir útgáfu bók- arinnar hefur hann fundið 300 al- þýðuheiti fugla í viðbót, svo þau eru orðin eitt þúsund. „En ég er enn að leita og ég ætla mér að vinna með þetta enn lengra og komast að því hvar hvert heiti var notað á Íslandi og hvað þau merkja. Alþýðuheitin segja svo margt og þetta eru mjög skemmtileg nöfn og sum ævagömul en önnur nýrri. Til dæmis er nýjasta dæmið heitið staurasöngvari yfir stelkinn, en tengdafaðir minn sagði mér að það hefi verið notað meðal þeirra manna sem hann vann með á sínum tíma í Vegagerðinni, þá tyllti þessi fugl sér oft á staura nálægt þeim til að syngja. Hettukría er líka heiti á hettumávi sem einungis er not- að hér á Siglufirði. Önnur og eldri dæmi eru sníkjumagi yfir skúminn, kannski af því hann eltir aðra fugla sem eru með æti en kannski líka vegna þess að hann sest við skip og báta þegar slógi er hent út. Blóðfætla er eldgamalt heiti yfir tjald, sennilega af því hann er með rauðleita fætur en latneska heiti hans haemotobus vísar jú í blóð.“ Krummi minn á skjánum Margir trúa enn að ekki boði það gott ef hrafn sest á kirkjumæni og sumir láta lóuna segja sér til um komandi veður. Sigurður þekkir sögur af fuglum. Sigurður Ægisson Fræðslufundurinn hefst kl. 20:30 á morgun, miðvikudag í Borgar- túni 19. Opið fyrir alla. www.fuglavernd.is Blóðfætla er eld- gamalt heiti yfir tjald, sennilega af því hann er með rauðleita fætur L jó sm yn d/ Si gu rð ur Æ gi ss on Að öllum líkindum er heiðlóan kær- asti fugl okkar Íslendinga. Vinsældir hennar eru auðvitað fyrst og síðast til komnar vegna þeirrar næstum al- mennu trúar, að hún sé persónugerv- ingur vors og sumars. Sumir trúðu því að ef farfuglar kæmu snemma boðaði það gott vor, það var t.d. álit bænda á miðhluta Fljótsdalshéraðs. Gömul trú í Aðaldal og Ljósavatns- hreppi í S-Þingeyjarsýslu var að eftir komu sumra farfugla kæmu vorhret. Þau voru nefnd eftir tegundinni. Þrjú voru oftast nefnd: lóuhret, spóahret og kríuhret. Stundum brugðust hretin en stundum voru þau líka miklu fleiri og voru þá kennd við eitthvað annað. Á sunnan- og vestanverðu landinu töldu margir að lóan væri lítill spá- maður og ills viti ef hún kæmi mjög snemma, en norðan- og austanlands var henni fagnað sem vorboða. (Mbl. 2000 Sigurður Ægisson.) Ljósmynd/Sigurður Ægisson Lóan ljúfa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.