Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2010, Blaðsíða 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 2010 EFTIR því sem fjölgar mínum árum leitar hugurinn oftar til fyrstu áratuga æv- innar, þ.e.a.s. áranna milli heimsstyrjald- anna. Þá var hér öðru- vísi um að litast, allt annað og frumstæðara þjóðfélag. Á millistríðsárunum skiptust á skin og skúrir. Góðæri var á síðari hluta þriðja áratugarins og til ársins 1931. Þá ríkti mikil bjartsýni og framkvæmdagleði. Vegir voru lagðir, ár brúaðar, skól- ar byggðir o.fl. En síðla árs 1931 fór heimskreppan, sem hófst 1929, að teygja anga sína til okkar og valda gífurlegum efnahagserf- iðleikum. Á fjórða áratugnum, sem með réttu hafa verið nefndir kreppuár, var víða í þéttbýli tölu- vert atvinnuleysi og mikil fátækt. Ævi mín telur 90 ár. Á þessum stutta sögulega tíma hafa orðið slík- ar breytingar og umbætur á ís- lensku þjóðfélagi að það er ævintýri líkast. Á fæðingarári mínu 1919 voru ævilíkur Íslendinga tæp 58 ár (karlar 57,6 og konur 57,9), en nú er ævilengdin komin yfir 80 ár. Miðað við árið 2006 geta karlar vænst þess að verða 79,4 ára og konur 83,0 ára. Barnadauði var á öðrum tug síðustu aldar 7,05% en árið 2006 0,23%. Ég hugsa oft um hvernig þetta var hægt og hverju ber að þakka þessar stórkostlegu framfarir á ekki lengri tíma. Margir munu segja að þetta sé fyrst og fremst aukinni þekkingu, vísindum, að þakka. Ekki skal ég mótmæla því, langlífi okkar er mikið að þakka geysilegum framförum á sviði heil- brigðismála. En fleira kemur til. Um margar aldir vorum við nýlenda sem hjakkaði í sama farinu. Þáttaskil urðu er við náðum fullum yfirráð- um yfir öllum okkar eigin málum. Eftir langa og stranga baráttu tókst 1918 að ná samkomulagi við Dani um ný sambandslög Íslands og Danmerkur sem veittu Íslandi fullveldi. Lögin voru samþykkt nær einróma á Alþingi Íslendinga og í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danska þingið samþykkti sambandslögin í nóvember 1918. Lögin gengu form- lega í gildi 1. desember 1918. Ég ætla ekki að fjölyrða um sjálf- stæðisbaráttuna. Jón Sigurðsson forseti er okkar frelsishetja, en margir lögðu þar hönd á plóginn. Á lokasprettinum reyndi mest á Jón Magnússon, sem þá var forsætis- ráðherra og formaður íslensku samninganefndarinnar. Einhuga um aðhald og sparnað Ísland varð fullvalda ríki 1918. Oft er meiri vandi að gæta fengins fjár en að afla. Barátta næstu ára, jafnvel áratuga, fór í að varðveita okkar fjárhagslega sjálfstæði og sýna að við værum fær um að stjórna okkar eigin málum. Um þetta hefur lítið verið fjallað. Á árunum 1920-1924 og á kreppuárunum á fjórða áratug síð- ustu aldar var við geysilega mikinn gjaldeyrisskort og fjárhagsvanda að stríða. Við lestur Alþingistíðinda varð mér ljóst að mikill einhugur var meðal þingmanna um aðhald og sparnað, þjóðin mætti ekki lifa um efni fram. Allt var gert til að við yrðum ekki öðrum háð vegna mik- illar skuldasöfnunar erlendis. Að stjórnendum okkar skyldi takast að varðveita fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar á þessum erfiðleikaárum var ómetanlegt af- rek, sem ber að þakka. Að hafa stjórn landsins í okkar höndum er grundvöllur hinna miklu framfara á öllum sviðum þjóðlífsins og hinna góðu lífskjara sem við njótum í dag. Nýfundnaland varð fullvalda ríki um svipað leyti og við. Hvernig fór fyrir þeim? Þeim tókst ekki að halda fjárhagslegu sjálfstæði og glötuðu frelsinu, urðu hluti af Kan- ada. * Greinin í heild er birt á mbl.is/ greinar. Þar er einnig að finna greinina „Framfarir í íslensku þjóð- lífi á millistríðsárunum“. Meira: mbl.is/greinar Fjárhagslegt sjálfstæði – forsenda framfara Eftir Þorstein Ólafsson » Að stjórnendum okk- ar skyldi takast að varðveita fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar á þessum erfiðleikaárum var ómetanlegt afrek, sem ber að þakka. Þorsteinn Ólafsson Höfundur er fyrrverandi kennari. ÞAÐ VAR ánægju- legt að fylgjast með því hversu fljótt Ís- lendingar brugðust við hamförunum á Haítí og sendu strax björg- unarsveit til aðstoðar við rústabjörgun þar. Þarna þvældist hefð- bundin ákvörð- unarfælni stjórnmála- manna og stjórnvalda ekki fyrir eins og svo oft gerist. Sveitin fór og vann afar gott verk ytra svo sem þekkt er og sneri aftur reynslunni ríkari. En hvað svo? Þarf ekki að byggja aftur upp heilt þjóð- félag á Haítí, – ekki aðeins þjónustu og stjórnsýslu heldur einnig og ekki síður hvers konar byggingar auk annarra verkefna sem krefjast að- komu tæknimenntaðra manna? Jú, svo sannarlega. Stofnanir og sjóðir ríkja og ríkjasambanda hafa ákveðið að leggja fram fé til slíkra fram- kvæmda og má m.a. nefna ESB í þessu sambandi. Í fjölmiðlum hafa birst fréttir af því að dönsk fyrirtæki séu að ganga frá samningum um byggingu íbúðar- húsnæðis á Haítí. Á Íslandi, sem var einna fyrst landa til að bregðast við og senda hjálparlið til Haítí eftir jarðskjálftana, heyrist ekki minnst á slíkt. Þó háttar svo til að allur bygg- ingariðnaður á Íslandi er botnfros- inn í þeim skilningi að ekkert er byggt sem heitið geti og því ganga hönnuðir, tæknifræðingar og hvers konar byggingariðnaðarmenn um að mestu verkefnalausir. Líklega geta fá ríki boðið fram allsherjarlausn varðandi hönnun og byggingar hvers konar mannvirkja eins og Ís- land getur í dag. Og ekki má gleyma að á eldfjallaeyjunni Íslandi byggj- um við sterk mannvirki sem eiga að þola flesta jarðskjálfta. En eru þá ekki fyrirtæki, samtök þeirra og stjórnvöld önnum kafin við að afla verkefna á Haítí og annars staðar þar sem uppbyggingar er þörf fyrir þetta fólk? Vonandi er eitthvað um slíkt, en ósköp fer það þá hljóð- lega og lítið spyrst út um þá viðleitni. Mér býður reyndar í grun að alls ekki sé unnið mark- visst að slíku. Það hefur lengi loðað við þá stofn- un sem fer með þróun- araðstoð á Íslandi, að ekki er lögð rík áhersla á verkefnasölu fyrir ís- lensk fyrirtæki öfugt við t.d. Dani sem ætíð hafa lagt mikið kapp á þetta. Dönsk verktakafyrirtæki hafa líka iðulega fengið verkefni í löndum og á svæð- um þar sem Danmörk hefur með einhverjum hætti komið að málum. Má í því sambandi m.a. nefna upp- byggingu í löndum Afríku, í Írak og nú á Haítí. Væri nú ekki ráð að beita öllum ráðum sem við Íslendingar höfum yfir að ráða, jafnt í stjórnsýslunni sem í einkageiranum, til að tryggja íslenskum fyrirtækjum og fagfólki í byggingariðnaði verkefni á Haítí? Engum stendur nær en Samtökum iðnaðarins að stuðla að þeirri hug- arfarsbreytingu sem nauðsynleg er til að jafnan fylgi slík viðleitni í kjöl- far aðkomu Íslands að hjálparstarfi þó að alls ekki megi skilja það svo að við teljum okkur eiga eitthvað inni hjá þeim sem njóta aðstoðar. Það er hins vegar engin ástæða til að taka ekki þátt í uppbyggingu sem fylgir í kjölfar rústabjörgunar og láta þá vinnu alla öðrum eftir, enda bjóðum við jafn fært fólk á þessu sviði og við rústabjörgun. Byggingar- verkefni á Haítí Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Líklega geta fá ríki boðið fram allsherj- arlausn varðandi hönn- un og byggingar hvers konar mannvirkja eins og Ísland getur í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri og er fv. þátttakandi í þróunarstarfi. AÐ VEITA flokki alræðisvald, sem hefur það helst á stefnuskrá sinni að koma þjóðinni undir erlent vald, er algjört glapræði. Ekki bætir sameiginleg glámskyggni beggja stjórnarflokkanna í Icesave-málinu fyrir stjórninni. Þar er greinilegt að hags- munir nýlenduveld- anna, Bretlands og Hollands, hafa meira vægi en eigin þjóðar. Takist þessum svokölluðu vinstriflokkum að setja íslensku þjóðina í erlent skuldafangelsi mun það taka hana áratugi að vinna sig út úr því. Það má aldrei verða. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hafa við völd menn sem eru sammála um að vera ósam- mála. Vera við stjórnvölinn hvað sem það kostar, bara til að fá að stjórna og tryggja sér góðan lífeyri til æviloka. Flokksræðið í Samfylk- ingunni er svo svæsið að almennir félagar hafa engin áhrif. Ég hef ver- ið jafnaðarmaður frá 16 ára aldri og þekki þróunina. Allir flokkar eru spilltir. Það er eins og stjórn- málamönnum haldist ekki á einlægni og hreinskilni, svo ég segi nú ekki meira, þegar þeir hafa fest sig í sessi. Þó er mér óskiljanlegt þegar þeir vinna á móti hagsmunum þjóðar sinnar á svo augljósan hátt sem nú sýnir sig. Aldrei hefði ég ímyndað mér að til þess kæmi að mér þætti íhaldið skásti kosturinn í borg- arstjórn. Ekki heldur að græðgi gæti orðið betri kostur en heimska. Mér er verulega brugðið við þá breytingu sem orðið hefur á Jóhönnu, kunn- ingjakonu minni til margra ára. Það er eins og hún sé veru- leikafirrt. Barátta hennar fyrir að koma þjóð sinni á vald ESB- þjóða, verstu óvina Ís- lendinga, er óskiljanleg. Þar yrðum við ósýnilegt peð og áhrifalaus. Líka um eigin mál. Allar auð- lindir okkar hyrfu til ESB. Þar yrði ráðskast með okkur eins og þurfalinga. Sorglegt ef Jó- hanna lítur svo á að annaðhvort sértu með henni eða á móti. Ríkisstjórn Jóhönnu hefur hagað sér af fádæma klaufaskap, svo vægt sé til orða tekið. Að ýta undir at- vinnuleysi í sparaðarskyni er nánast heimska. Það veldur atgervisflótta og stórskaðar. Hefur þveröfug áhrif við það sem ætlast er til. Við Íslend- ingar þurfum að fá nýtt fólk í stjórn- málin. Fólk sem þorir að vera sjálfu sér samkvæmt. Þorir að standa og falla með sínu. Þorir að vera algjör- lega heiðarlegt. Þannig fólk tapar ef- laust nokkrum bardögum. En það vinnur styrjöldina, sé málstaðurinn góður. Hættulegt þjóðinni að kjósa Samfylkinguna Eftir Albert Jensen Albert Jensen » Aldrei hefði ég ímyndað mér að til þess kæmi að mér þætti íhaldið skásti kosturinn í borgarstjórn. Höfundur er trésmíðameistari. HVÍTABJÖRNINN eða ísbjörninn hefur verið alfriðaður yfir fjörutíu ár enda þá kominn í útrýming- arhættu eftir gegnd- arlaust dráp. Síðan hefur honum fjölgað úr ca. 5000 í ca. 20.000 dýr og telst varla lengur í beinni útrým- ingarhættu. Það voru víst Rússar sem riðu á vaðið með þessa friðun. Engu að síður er þetta sérstaka dýr alfriðað og fáum til ama nema helst þá Íslendingum. Ari Trausti Guðmundsson jarð- vísindamaður og áhugamaður um málefni norðurslóða nefnir í grein sinni ísbjarnarblús, að kominn sé tími til að breyta um aðferð við móttöku þessara aufúsugesta hing- að til lands. Þ.e. að halda lífi í gest- unum. Telur hann kostnaðinn ekki tilfinnanlegan miðað við að murka úr þessum dýrum lífið við landtöku. Helsti kostnaðurinn er flutningur svæfðra dýra aftur til heimkynna sinna. Þann kostnað telur hann sé unnt að semja um við nátt- úruverndarsamtök eins og World Wildlife Fund, vitandi að hvítbjarn- arstofninn er náttúruarfleið alls mannkyns. Öryggi manna við þessar aðgerð- ir getur varla verið meir ógnað en að beita drepandi skotvopni, og varla verður það okkur ofviða að eiga 2-3 held búr til flutninga. Er þetta allt hégómi einn? Marg- ir telja efalaust arfavitlaust að eyða fé og fyrirhöfn í að bjarga óarga- dýri í neyð þó alfriðað sé. Var ekki stofnuð nefnd til að skoða þessi mál og meginniðurstaðan var sú að ör- yggi eyjarskeggja yrði í fyrirrúmi? Ég sem rita þessar línur er að vona að unnt sé að endurskoða mistök liðinna ára með betri und- irbúningi við komu þessara flökkudýra. Ég veit að ég á mér einhverja stuðnings- menn. Alla tíð, allt frá því að saga mannkynsins hófst eru til sögur af samneyti manna og dýra Í flestum tilfellum er þetta á kostnað málleysingjans. Sauð- kindin, kýrin og þarf- asti þjónninn hafa haldið í okkur lífinu hér á harðbýlu landi, og orðið að láta líf sitt fyrir þarfir okkar. Einnig eru til sögur um hvernig mannskepnan bregst við, þegar dýr í neyð á í hlut. það er eins og göfugri hugsun komi upp á yfirborðið. Ef til vill örlítill þakk- arvottur fyrir allar þær fórnir sem dýraríkið hefur mátt þola af okkar hendi. Eitt sinn sem táningur seig ég í bjarg til að bjarga þaðan lambi, í stað þess að skjóta það af færi, sem efalaust væri miklu öruggari leið, og ekki voru fáir fuglarnir, sem við krakkarnir björguðum eftir harðan útsynning á Suðurnesjum og komum til heilsu. Ef til vill blundar þetta í manni enn, og er ein af mínum dýrmætustu end- urminningum, sem smá innlegg í harðan heim. Þetta er ef til vill broslegt inn- legg í björgun afvegaleiddra ís- bjarna, en hver getur neitað því að þessi dýr hafa háð sérlega hetju- lega baráttu fyrir lífi sínu á löngu reki sínu yfir íshafið, og eygja loks- ins lífsvon, þegar fagurt land vort rís úr sæ. En eru móttökurnar boð- legar þessum hetjum norðurslóða? Hefur engum dottið í hug að koma upp ísbjarnarsetri á landinu? Sveitarfélögin leita með logandi ljósi að hugmyndum vegna ferða- mannaþjónustu. Setur um galdra, tröll og hverju sem nafn má gefa hafa risið víðs vegar um landið við góðar undirtektir. Ótal sagnir eru um heimsóknir bangsa hingað til lands, sem góður efniviður væri í ævintýralegt setur. Frést hefur að ráðherra sé að taka saman bók um bangsa. Hvernig væri að taka upp á myndband næstu björgunar- aðgerð á næsta gesti og sýna hana á slíku setri eða erlendis? Þetta gæti sýnt að við gerðum eitthvað meira en að drepa hvali og seli hér á norðurhjara veraldar. Hvítabjarnarblús Eftir Bjarna Marteinsson » Staða ísbjarnarins og hugsanlegar leið- ir til að munda dráps- vopnin og taka betur á móti þessu glæsilega al- friðaða dýri og hetju norðurslóða. Bjarni Marteinsson Höfundur er arkitekt og áhugamaður um málefni norðurslóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.