Morgunblaðið - 25.02.2010, Page 1

Morgunblaðið - 25.02.2010, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 46. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «STELPUUPPISTAND Á NÆSTA BAR PERSÓNULEGRA GRÍN EN HJÁ KÖRLUNUM «ELLE STYLE AWARDS Í LONDON Tískufyrirmyndir ársins 2010 6 SKIPTASTJÓRI Baugs metur tvær greiðslur upp á samtals 104 milljónir króna til Skarphéðins Berg Stein- arssonar sem gjafagerning og vill rifta þeim. Um er að ræða greiðslur vegna starfsloka Skarphéðins sem framkvæmdastjóri eigna- og fjár- festingasviðs Baugs í júní 2007. Í kjölfarið tók hann við sem forstjóri Stoða Group, sem þá var nýstofnað fasteignafélag í meirihlutaeigu Baugs. Skarphéðinn segist í samtali við Morgunblaðið hafa samið við Baug um að félagið keypti öll hlutabréf hans í Baugi og BGE eign- arhaldsfélagi af honum og greiðslurnar sem um ræðir séu til- komnar vegna þess. Milljónirnar 104 hafi verið vegna bréfanna í BGE og greiðslur vegna þeirrar sölu hafi borist haustið 2008, sam- kvæmt samningnum við Baug. thg@mbl.is | Viðskipti Vill rifta 104 milljóna starfslokagreiðslu Seldi Baugi bréf Skarphéðinn Berg Steinarsson Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is SAMEIGINLEGUR þingflokksfundur beggja stjórnarflokka, Samfylkingar og vinstri grænna, var haldinn síðdegis í gær. Aðalumfjöllunarefnið var ESB og aðildarumsókn Íslands. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom á fundinum fram sú eindregna afstaða Samfylkingarinnar, að þing- mönnum hennar þætti nóg um hversu frjálslega og óheft þingmenn VG hefðu tjáð sig um andstöðu sína við aðild Íslands að ESB. Samfylkingin fór því, sam- kvæmt heimildum blaðsins, þess á leit að þingmenn vinstri grænna hefðu hægt um sig, nú í aðdraganda aðildarvið- ræðna, og geymdu sér yfirlýs- ingar um andstöðu við aðild, þar til út í kosningabaráttu væri komið um aðildarsamning. Sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins tóku þingmenn VG þessari málaleitan samstarfs- flokksins fálega og sumir mjög illa og töldu að Samfylkingin væri með freklega íhlutun í flokksstarf samstarfsflokksins og væri í raun að skipa honum fyrir verkum. „Ég ætla svo sem ekki að lýsa því í neinum smáatriðum hvað var sagt á þessum fundi,“ sagði Lilja Rafney Magn- úsdóttir, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, „en ég get þó sagt það, fyrir mína parta, að ég mun tjá mig um mína afstöðu til ESB-aðildar eins og ég kæri mig um. Það bindur enginn hendur mínar eða tungu í þeim efnum. Það hefur legið fyrir frá upphafi þessa stjórnarsamstarfs að við vinstri græn munum tjá okkur nákvæmlega eins og okkur sýnist í þessum efnum sem öðrum.“ Samfylkingin tuktar þing- menn vinstri grænna til  Reyndi að segja þingmönnum VG fyrir verkum um ummæli þeirra um ESB  Framkvæmdastjórnin gefur | 12 Lilja Rafney Magnúsdóttir FYRSTU snjókornin í langan tíma féllu í höfuðborginni í gærkvöldi og var jólalegt um að litast á Austurvelli. Mikil hálka myndaðist á götum borg- arinnar og lentu margir ökumenn í vanda af þeim sökum. Veðurstofan ger- ir ráð fyrir áframhaldandi snjókomu og kulda víða um land næstu daga. FYRSTI SNJÓRINN Í BORGINNI Í LANGAN TÍMA Morgunblaðið/Ómar  „Þar sem við förum inn gerum við það myndarlega til að hafa áhrif. Við erum ekki bara að koma með peninga til að fylla upp í eyður hjá öðrum,“ segir Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, sem er fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna. Sjóðnum er ætlað að efla íslenskt atvinnulíf. Enginn hljómgrunnur er fyrir því innan öflugustu lífeyrissjóða landsmanna að sjóðirnir fjárfesti í fyrirtækjum sem verða undir stjórn eða að einhverju leyti í eigu um- deildra útrásarvíkinga. Þetta er al- mennt sjónarmið innan lífeyrissjóð- anna og í launþegahreyfingunni. Að óbreyttum forsendum mun sjóð- urinn því ekki fjárfesta í Högum, en Arion-banki áformar að selja fyr- irtækið á markaði. »8 Framtakssjóður Íslands fjárfestir til að hafa áhrif  Leysa þarf ágreining um af- stöðu slita- stjórnar Lands- bankans til krafna á hendur bankanum áður en hægt er að hefja greiðslu á Icesave-skuld- inni. Innlán voru færð fremst í kröfuröð með setningu neyðarlag- anna, en aðrir kröfuhafar en þeir sem eiga kröfu vegna innláns hafa sem kunnugt er mótmælt lögmæti þeirrar aðgerðar. Endanleg afstaða dómstóla í þeim efnum þarf að liggja fyrir áður en hægt verður að hefja greiðslu á Icesave-skuldinni. Samkomulag íslenskra stjórnvalda við hin bresku og hollensku er því aðeins ein þeirra hindrana sem yfirstíga þarf í málinu. »Viðskipti Ágreiningsmál á borði slitastjórnar tefja Icesave Fjármálasérfræðingurinn Peter Schiff sá fyrir hrun fjármálakerfis heimsins sem varð árið 2008. Hann segir að fjárlagahalli ríkja veraldar muni leiða til greiðslufalls margra þeirra á næstunni. VIÐSKIPTI Greiðslufall ríkja yfirvofandi Spurn eftir verðtryggðum skulda- bréfum jókst eftir að Hagstofan birti í gær mælingu á neysluvísitöl- unni, sem sýndi meiri verðbólgu en búist hafði verið við. Hækkaði því gengi verðtryggðu bréfanna. Verðtryggð skuldabréf hækka –– Meira fyrir lesendur Sérblað SKÓLAHREYSTI MS fylgir Morgunblaðinu í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.