Morgunblaðið - 25.02.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
VONAST er til að í dag hitti samn-
ingamenn Íslands í Icesave-deilunni
samningamenn Bretlands og Hol-
lands. Elías Jón Guðjónsson, upplýs-
ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins,
segir að ráðuneytið hafi þó ekki
fengið neina staðfestingu á því að
samningafundur verði haldinn.
Paul Myners, bankamálaráðherra
Bretlands, sendi Steingrími J. Sig-
fússyni fjármálaráðherra bréf í
fyrrakvöld. Steingrímur svaraði
bréfinu í gær. Steingrímur sagði í
samtali við RÚV að Bretar vildu af-
marka það sem rætt yrði um á samn-
ingafundi. Ísland vildi ræða um fleiri
atriði.
Reuters-fréttastofan sagði frá því
í gær að hollensk sendinefnd væri
væntanleg til London til viðræðna
við Íslendinga um Icesave. Í frétt-
inni kom fram að Hollendingar vildu
ekki ræða frekar efni samningstil-
boðsins frá því í síðustu viku. Þeir
stæðu fast á því að síðasta tilboð
hefði verið endanlegt og Íslendingar
yrðu að samþykkja þá samningsskil-
mála sem þar væru boðnir áður en
hægt væri að halda frekari viðræð-
um áfram.
Steingrímur sagði við Bloomberg-
fréttastofuna í gær, að Bretar og
Hollendingar ættu að koma til við-
ræðna við Íslendinga um Icesave-
málið með opnum huga. Bloomberg
hefur eftir Steingrími að finna verði
lausn sem er betur viðunandi en til-
boðið um breytilega vexti, sem þjóð-
irnar tvær lögðu fram í síðustu viku.
Vonast eftir fundum í dag
Steingrímur J. Sigfússon átti í gær í bréfaskiptum við Paul Myners, bankamála-
ráðherra Bretlands, um Icesave en hann vill afmarka það sem rætt verður um
Í HNOTSKURN
»Lee C. Buchheit, sem ferfyrir íslensku samninga-
nefndinni, er í London en von-
ast er eftir að samningafundur
verði haldinn í dag með Bret-
um og Hollendingum.
»Engin ákvörðun hefur ver-ið tekin um að falla frá at-
kvæðagreiðslunni 6. mars.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÁGÆTLEGA gengur að frysta loðnu hjá Ísfélagi Vest-
mannaeyja, þegar búið að vinna úr um 5.000 tonnum, að
sögn Björns Brimars Hákonarsonar, framleiðslustjóra
hjá fyrirtækinu, í gær. Frystingin hófst 18. febrúar en al-
gengt er að hrognavertíðin standi í um 15 daga, nú er að
mestu verið að frysta loðnu úr Faxaflóa. En stundum
kemur einnig loðnuganga að vestan og fer hún þá suður
með vesturhluta landsins en ekki eins og venjulega suð-
ur með austurhlutanum.
Þegar ganga kemur að vestan er hægt að frysta hrogn
nokkrum vikum lengur en þau eru mjög verðmæt afurð.
Ekki gengur lítið á í ástaleikjum loðnunnar. Hæng-
urinn, sem heldur sig við botninn, tekur hrygnuna þegar
hún er tilbúin og festir hana kirfilega við það sem fisk-
urinn dregur nafn sitt af, rönd úr hreisturblöðum á endi-
löngum búknum, og lemur henni við botninn meðan hann
frjóvgar hrognin.
Hver hængur getur þjónað nokkrum hrygnum en er
eins og hrygnan örmagna eftir atganginn og oft með
nuddsár af steinum á sandbotninum. En þar ná hrognin
þroska ef allt gengur vel. Megnið af fullorðnu loðnunni
drepst hins vegar eftir hrygninguna.
Hrognin eru kreist úr fiskinum en hvernig gengur
þessi framleiðsla að öðru leyti fyrir sig?
„Öll loðnan er skorin og síðan sett í gegnum þvott sem
hreinsar hrognin úr bitunum en þeir fara síðan í
bræðslu,“ segir Björn Brimar. „Sjálf hrognin fara síðan í
gegnum mikið hreinsiferli áður en þau eru sett í kör,
vatnið látið síga úr þeim og þarnæst er þeim pakkað.“
Í upphafi loðnuvertíðar er um að ræða svonefnd iðn-
aðarhrogn sem fara á markað í Rússlandi og víðar en
núna hafa hrognin náð nægilegum þroska, orðin nógu
stinn og þétt, úttútnuð af vökva, til að fara á Japans-
markað.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Verðmæti! Loðnuhrognafrystingin er nú komin á fullt í Eyjum bæði hjá Vinnslustöðinni og Ísfélagi Vestmannaeyja
og gæðin orðin þannig að frysta má fyrir Japani. Hér er Aníta frá Póllandi að störfum hjá Ísfélaginu.
Fiskurinn sem fórnar
öllu fyrir ástina
Búið er að vinna alls um 5.000 tonn til hrognafrystingar
hjá Ísfélagi Vestmannaeyja það sem af er loðnuvertíðinni
Loðnan er mikilvæg tekjulind fyrir Íslendinga þótt
mikið af henni fari í bræðslu. En Japanir eru sólgnir
í loðnuhrogn enda kraftmikill fiskur á ferð þótt lítill
sé. Ástalíf loðnunnar er óvenjulega dramatískt.
SAM Watson, staðgengill banda-
ríska sendiherrans, var boðaður á
fund í utanríkisráðuneytinu á föstu-
dag, eftir að RÚV hafði greint frá
efni minnisblaðs sem hann skrifaði
eftir fund með ráðuneytisstjóra ut-
anríkisráðuneytisins og aðstoð-
armanni utanríkisráðherrans.
Minnisblaðið er birt á vefsíðunni
Wikileaks.org.
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra sagði að Watson hefði
verið gerð grein fyrir því að ráðu-
neytið teldi að hann hefði ekki
greint rétt frá þeim sjónarmiðum
sem kynnt voru á fundinum og að
lekinn á minnisblaðinu væri litinn
alvarlegum augum.
Kallaður í
ráðuneytið
Loðnan er lítill fiskur af laxaætt og heldur sig í torf-
um ofarlega í sjó, einkum á köldum eða kaldtempr-
uðum svæðum á norðurhveli jarðar. Hún étur mest
svif og smákrabbadýr en er sjálf aðalfæða þorsks.
Loðnan fer mikið í bræðslu en er ágæt á bragðið,
gott að steikja hana á pönnu eða borða hana þurrk-
aða. Ekki hefur hún samt náð vinsældum hérlendis,
líklega vegna íhaldssemi í smekk. Japanir eru hrifnir
af loðnuhrognum, þeir kaupa einnig frystar, hrogna-
fullar hrygnur, þurrka þær og nota sem snakk sem
dýft er í sojasósu. Loðna og hrogn eru einnig vinsæl í
austanverðri Evrópu.
Lítill en góður matfiskur
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FRIÐBERT
Traustason,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
starfsmanna fjár-
málafyrirtækja,
segir að starfs-
menn beri ekki
ábyrgð á gjörð-
um fyrirtækja og
almennt starfs-
fólk fjármálafyr-
irtækja sé hvorki ábyrgt fyrir
hækkun lána né gengisfellingu.
Tilefni áréttingar Friðberts er
bréf sem Samtök lánþega dreifðu
til starfsmanna fjármálastofnana í
gær, en þar segir meðal annars að
gjörðir þeirra geti leitt til lög-
sókna, skaðabótaskyldu og jafnvel
fangelsisdóma. Jafnframt er spurt
hvort starfsmaðurinn vilji bera
persónulega ábyrgð á því tjóni sem
lántakendur kunni að verða fyrir.
Friðbert bendir á að ljóst sé að í
fjármálafyrirtækjum og öðrum
fyrirtækjum ríki svonefnd vinnu-
veitendaábyrgð þar sem atvinnu-
rekandinn beri ábyrgð á störfum
starfsmanna, svo framarlega sem
þeir brjóti ekki af sér. Í tengslum
við hrun efnahagslífsins hafi SSF
látið lögmenn sína skoða sérstak-
lega hvort starfsmenn gætu borið
einhverja ábyrgð í því sambandi
og þeir hafi komist að því að svo
væri ekki. Starfsmenn fjármála-
stofnana reyni að vinna sína vinnu
af bestu getu og hótanir í þessa
veru séu utan allra velsæmis-
marka. Svo virðist sem fólk telji
sig hafa skotleyfi á þessa starfs-
menn en það sé misskilningur rétt
eins og að ekki sé við bensínaf-
greiðslumenn að sakast þótt bens-
ínverðið hækki.
„Það er hörmulegt að til séu ein-
hver samtök í þjóðfélaginu sem
reyna að hræða starfsmenn með
þessum hætti og gera þeim lífið
leitt,“ segir Friðbert. „Við munum
beita okkur fyrir því að fyrirtæki
sem okkar félagsmenn vinna hjá
gefi það hreint út til sinna starfs-
manna að þeir geti í engu verið í
persónulegum ábyrgðum fyrir
þeim verkum sem þeim er falið að
vinna af hendi viðkomandi fyrir-
tækis.“
Ábyrgðin ekki
bankafólks
Hótunarbréf afhent starfsmönnum
» Ábyrgðin annarra
» Ekki skotleyfi
» Hörmuleg staða
Friðbert
Traustason