Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VÍSITALA neysluverðs hefur hækkað um 7,3% sl. 12 mánuði, en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% og jafngildir það 5,4% verð- bólgu á ári. Að sögn Guðrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur, deildarstjóra vísitölu- deildar Hagstofu Íslands, eru það innfluttar vörur sem eiga hvað stærstan hlut í verðbólgunni nú. „Það hefur dregið úr verðbólgunni, sem fór upp fyrir 18% í janúar í fyrra, þrátt fyrir að viss hækkun eigi sér nú stað milli mánaða,“ segir hún. Ein ástæða þessa er að útsöluáhrif í janúar 2010 reyndust sterkari en ár- ið á undan. Hækkun á innfluttum vörum sl. 12 mánuði nemur 15,6%. „Það má segja að enn séu það innfluttu vörurnar sem draga verðbólguna áfram.“ Þær nema 5,8% af 7,3% verðbólgu á tíma- bilinu. Barnaföt hækka mest fatnaðar Er undirvísitölur vísitölu neyslu- verðs fyrir febrúarmánuð 2008, 2009 og 2010 eru skoðaðar sést að hinir ýmsu flokkar og vöruliðirnir innan þeirra hafa tekið mismiklum hækk- unum á tímabilinu, þó vissulega hafi dregið úr hækkunum sl. 12 mánuði. Þannig hefur kjöt t.a.m. ekki hækkað nema um 7%, en pasta um tæp 112%, hrísgrjón 71%, appelsínur 89% og þurrkaðir ávextir um 98%. Þá hefur fatnaður hækkað um 44% og vekur athygli að barnaföt hafa hækkað hvað mest – um 56% – en kvenfatnaður minnst – um 39%. Kostnaður gæludýraeigenda hefur einnig aukist verulega, eða um 82%. Verulegur munur er loks á hækk- un flugfargjalda innanlands og utan. Nemur hækkunin á flugi úr landi 48%, en ekki nema 16% í innanlands- fluginu á þessu 24 mánaða tímabili. Innflutningur stór þáttur í verðbólgunni  Lítil hækkun á kjöti en mikil á hrísgrjónum og ávöxtum Vísitala neysluverðs - undirvísitölur frá 2008 Grunnur janúar 2008=100.Vísitalanmiðast við verðlag í aðminnsta kosti vikutíma í kringummiðjanmánuð.Allir útreikn- ingar erumiðaðir við tölur með fullum aukastöfum. Vegna styttingar aukastafa kann að skapast ósamræmimilli birtra talna. Febrúar Febrúar Febrúar Breyting 2008 2009 2010 í % Brauð og kornvörur 100,9 139 153 51,64% Pasta 110,6 218,9 234,3 111,84% Hveiti ogmjöl 102,1 167,3 173,5 69,93% Korn og vörur úr korni 100,3 156,6 173,9 73,38% Skelfiskur og aðrar sjávarafurðir 114,1 138,7 162,7 42,59% Appelsínur og fleiri nýir ávextir 102,5 164,8 194,2 89,46% Þurrkaðir ávextir og hnetur 102,9 173,4 203,4 97,67% Grænmeti ræktað vegna ávaxtar 103,4 152,1 165,9 60,44% Grænmeti niðursoðið 103,7 149,3 171,1 65,00% Sykur 103,1 154,8 189,7 84,00% Sterk vín 101,5 127,4 155,5 53,20% Léttvín 101,7 139,1 165,7 62,93% Karlmannaföt 110,6 139,8 164,6 48,82% Kvenföt 108,3 142,6 150,3 38,78% Barnaföt 118,1 153,3 184,6 56,31% Raftæki 104,9 161,4 184,6 75,98% Reiðhjól og fylgihlutir þeirra 100 115,6 163,2 63,20% Flugfargjöld innanlands 100 110,3 116,2 16,20% Flugfargjöld til útlanda 105,8 144,9 156,7 48,11% Gæludýr o.fl. 102 167,4 185,4 81,76% Þegar matvöruflokkurinn er skoðaður vekur athygli að hveiti, sykur og olía – hráefni sem m.a. er nýtt til brauðgerð- ar hefur hækkað meira en brauðið sjálft, sem hefur hækkað um 32%. Að sögn Ragnheiðar Héðinsdóttur, for- stöðumanns matvælasviðs Samtaka iðnaðarins, reyna bakarar að stilla verðhækkun- um í hóf. „Ég hef heyrt mikið um að menn séu ragir við að hækka.“ Efniskostnaður segi þó ekki allt. „Laun eru t.d. stór hluti kostnaðar og þau hafa hækkað lítið.“ Ragir við að hækka ÖSSUR Skarphéðinsson, utanrík- isráðherra, sagðist sáttur við það heildarmat sem kæmi fram á Ís- landi í skýrslu framkvæmda- stjórnar ESB. Hún myndi duga vel til að styrkja traust á landinu. Össur sagði það vekja sér- staka athygli hvernig fjallað væri um sjávar- útveg hér á landi og um hið mikla vægi sem sjávarútvegur hefði í efnahag landsins. Sömuleiðis væri fjallað um að innganga Íslands myndi hafa veigamikil áhrif á stjórnkerfi fiskveiða innan sam- bandsins. „Það að mínu viti felur í sér yfirlýsingu að það sé eftirsókn- arvert að fá Íslendinga inn, út af sjávarútvegsreynslunni. Og ég túlka það sem svo að þeir geri sér grein fyrir því að við höfum líka sérstöðu sem þeir verða að taka til- lit til. Við höfum alltaf lagt áherslu á að þetta er eitt af þyngstu og erf- iðustu málunum og að það er þörf á klæðskerasniðnum lausnum til að ná utan um þessa hagsmuni.“ Sjáv- arútvegsmál muni ráða úrslitum í viðræðunum. Össur bætti við að þegar hið diplómatíska orðfæri í skýrslunni væri skrælt utan af, væri ljóst að framkvæmdastjórnin væri að gagn- rýna klíkuvæðingu undanfarinna ára. Framkvæmdastjórnin væri m.a. að fetta fingur út í einkavæð- ingu og ræddi um nauðsyn þess að draga úr hagsmunaárekstrum og tengslum stjórnmála og atvinnulífs. Þá væri eftirlit með bankastofn- unum gagnrýnt og skipan dómara. Þurfum klæðskera- sniðna lausn Össur Skarphéðinsson RÁÐHERRARÁÐ Evrópusam- bandsins mun taka endanlega ákvörðun um hvort viðræður hefj- ist við Ísland. Svokallað leiðtoga- ráð, sem er hluti af ráðherra- ráðinu, og í sitja leiðtogar ESB-ríkjanna, mun taka end- anlega ákvörðun á fundi sínum 25. og 26. mars. Ef umsókn er sam- þykkt munu greiningarviðræður hefjast en þær felast einkum í því að sérfræðingar frá báðum aðilum hittast á formlegum fundi og reyna að átta sig á því hvað þurfi helst að ræða og semja um. Eig- inlegar samningaviðræður byrja síðan í sumar eða haust. Hvað gerist næst? FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EINS og við var að búast komst framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins í gær að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfyllti öll skilyrði sem umsóknarríki og mælti með því að hefja viðræður um aðild Íslands að sambandinu. Endanleg ákvörðun um viðræður er þó í höndum leiðtoga- ráðs ESB sem hittist 25. og 26. mars og verður ráðið að samþykkja um- sóknina samhljóða til að viðræður geti hafist. Í skýrslunni kemur fram að Ísland þarf að laga löggjöf sína að löggjöf ESB á ýmsan hátt, áður en til aðildar getur komið. Varla kemur á óvart að kaflinn um sjávarútvegsmál er langlengstur enda er umfang sjávarútvegs á Ís- landi afar mikið og því eru álitamál um áhrifin á sjávarútveginn þau veigamestu í væntanlegum aðild- arviðræðum. Til marks um umfangið er bent á að heildarafli á Íslands- miðum jafngildir um þriðjungi af heildarafla allra ríkja í ESB og að ár- ið 2006 var afli á hvern Íslending um fjögur tonn en aflinn nam 10 kílóum á hvern íbúa í ESB. Stjórn í höndum ESB Fiskveiðistefna Íslendinga er sögð um margt svipuð og í ESB en um leið er bent á ýmislegt sem þyrfti að breyta, kæmi til aðildar Íslands. Bent er á að takmarkanir við fjár- festingum útlendinga, að veiðiheim- ildir útlendinga séu háðar leyfum og að útlendingar geti ekki eignast kvóta, séu ekki í samræmi við löggjöf ESB. Hið sama gildi um þá reglu að útlendingar geti ekki eignast meiri- hluta í fiskvinnslufyrirtæki og þær takmarkanir sem eru á heimildum útlendinga til að veita þjónustu á þessu sviði. Í kaflanum um sjávarútvegsmál er skýrt tekið fram að Ísland verði að fallast á þær meginreglur sem kveði á um að stjórn þessa málaflokks sé í höndum ESB og um jafnan rétt til aðgangs að fiskveiðilögsögunni. Tekið er fram að Ísland hafi staðið vel að varðveislu fiskstofna og hafi strangari reglur um brottkast en gildi í ESB. Nú sé unnið að breyt- ingum á þessum þætti fisk- veiðistjórnunarkerfis ESB og að í samningaviðræðunum verði að taka tillit til þeirra breytinga. Aðild Ís- lands er sögð hafa töluverð áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Um leið er minnt á að verið sé að endurskoða stefnuna og því eigi að ljúka árið 2013, en Ísland gæti í fyrsta lagi gengið í sambandið það ár, þótt líklegra sé að það yrði 2014. Af skýrslunni er ljóst að íslenska landbúnaðarkerfið yrði að taka mikl- um breytingum. Meðal þess sem bent er á er að styrkjakerfið sé afar ólíkt og að verslun með landbúnaðar- afurðir yrði að fella undir samkeppn- islög. Spyrja um sjálfstæði dómstóla Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um sjálfstæði dómstóla segir að dómskerfið sé sterkt. Engu að síð- ur hafi vaknað spurningar um raun- verulegt sjálfstæði dómstóla, í ljósi þess hversu mikil áhrif dóms- málaráðherra hafi á skipan dómara, en hæfisnefnd og Hæstiréttur gegni eingöngu ráðgjafarhlutverki. Tekið er fram að verið sé að breyta reglum sem að þessu lúta. Framkvæmdastjórnin gefur grænt ljós á Ísland Í HNOTSKURN » Á eftirtöldum sviðum þarfÍsland að laga löggjöf sína að löggjöf ESB, að mati fram- kvæmdastjórnarinnar: Sjávar- útvegi, landbúnaði, umhverf- ismálum, frjálsri för fjármagns, fjármálaþjónustu, tollamálum, skattamálum, töl- fræði, matvælaöryggi, byggðamálum og fjárhags- málum. » Í skýrslu framkvæmda-stjórnarinnar er tekið fram að íslenska verði við- urkennt sem opinbert tungu- mál ESB. Samþykki leiðtogaráð ESB að hefja samningaviðræður við Ís- land gætu greiningarviðræður hafist í maí en eiginlegar samn- ingaviðræður myndu varla hefj- ast fyrr en í haust. Ljósmynd/EC/SIPA/JenniferJacquemar Nýbyrjaður Fyrsti blaðamannafundur Štefan Füle var um umsókn Íslands. Blaðamannafundurinn um umsókn Íslands var fyrsti blaðamanna- fundurinn sem Tékkinn Štefan Füle hélt eftir að hann tók við sem stækkunarstjóri Evrópusambands- ins í þessum mánuði. Á fundinum í gær sagði Füle að ekki væri hægt að stytta sér leið í samningaviðræðum. Á hinn bóginn sagði hann að Ísland væri í betri stöðu en t.d. Króatía að því leyti að Ísland hefði þegar tekið upp veru- legan hluta af löggjöf ESB í gegn- um EES-samninginn. Füle var m.a. spurður að því hvers vegna ekki hefði verið beðið eftir niðurstöðu í samninga- viðræðum Íslands við Bretland og Holland um Icesave-samningana eða niðurstöðu í þjóðaratkvæða- greiðslu um þá. Füle sagði að framkvæmdastjórnin væri á þeirri skoðun að engin tengsl væru á milli Icesave-viðræðnanna og um- sóknar Íslands um aðild. Þá sagðist hann vona að ein- róma niðurstaða framkvæmda- stjórnarinnar myndi ýta undir stuðning Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu. Í betri stöðu gagnvart aðild en Króatía

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.