Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 22

Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 NÚ ER stór hluti ís- lenskrar alþýðu illa staddur og fáir til hjálpar. Á ég að gæta bróður míns? segja þeir samfylkingarmenn um uppboð heimila, réttlætið verður þó fram að ganga og frá félögum þeirra í rík- isstjórn heyrist ekkert. Hver um annan þveran hafa þeir þó átt stóran þátt í því ástandi sem nú er að ganga frá ham- ingju og heill tugþúsunda Íslenskra barnafjölskyldna. Það hafa verið gerðar ráðstafanir, en þær sem mest lá á hafa eingöngu beinst að ríka manninum og hans handbendum. Þessar ráðstafanir halda af- brotamönnum sem tekið hafa þátt í efnahagsfölsunum banka og fyr- irtækja ríka mannsins í hálaunuðum störfum sínum áfram, þær sjá til þess að efnað fólk fær greitt að fullu út úr hávaxtasjóðum sem þó eðli sínu samkvæmt voru áhættufjárfesting. Enginn af ríkismönnunum eða stjórnmálamönnum þeim er þeir keyptu hafa misst eigur sínar né munu þeir missa þær þótt svo að þeir ættu að vera fremstir í röðinni eftir skaða þann sem þessir gjörspilltu menn hafa valdið. Dómstólar Íslands eru orðnir framrétt hönd þessara glæpamanna gegn saklausri alþýðu Íslands sem ekkert hefur til saka unnið annað en að vera venjulegur þegn með hefð- bundnar neysluvenjur. Íslensk al- þýða er leidd fyrir dóm og af henni eru dæmdar eigur hennar og ef hún fær einhverja lausn þá er það bundið því að eftirlitsmaður fylgist með hverri krónu sem inn kemur og sá getur hlutast til um fjármál viðkom- andi um ókomin ár. Eru ríki mað- urinn og þjónar hans undir þetta seldir? Nei, þeir fara ekki einu sinni á vanskilaskrá þrátt fyrir að hafa fengið (rænt) milljarða, þús- undir milljóna út á brosið eingöngu og brosið, glottið, nær á milli eyrnanna ennþá. En því þarf að breyta. Við getum, Ís- lendingar, með sam- takamætti þeim sem í þjóðinni býr hreinsað brosið af vörum þeirra og losað okk- ur við sérhvern þann sem þátt átti í stærsta efnahagsafbroti Íslandssög- unnar og snúið okkur að því að hjálpa þeim sem þarfnast okkar meir en ríki maðurinn sem ekkert gott gefur af sér. Engin barnafjölskylda fari úr íbúð sinni vegna glæpa ríka manns- ins, nóg er til af peningum til að hjálpa þeim og við eigum að gæta að okkar minnstu bræðrum, svo hefur Drottinn sjálfur sagt okkur að gera. Ef núverandi stjórnvöld taka ekki til hendinni og snúa sér til réttra að- ila með viðeigandi hjálp og hætta yf- irlýsingum eins og þeim að rétt- arkerfið þurfi að hafa sinn framgang þá losum við okkur við þessa aðila sem hafa sýnt of mikinn áhuga á end- urreisn fyrri félaga sinna (Skoðið listann yfir stofnfjáreigendur SPRON). Dómstólar Íslands eiga að dæma þá sem eru raunverulega sekir og svipta þá eigum sínum, stjórn- málamenn þá sem leyfðu þennan hrunadans sem ekki er af náttúrunn- ar völdum heldur manna, og þá sem auðguðust af glæpum þeirra. Fjöl- margar fjölskyldur hafa þegar orðið fyrir óbætanlegum skaða andlega og efnalega og misst alla trú á réttlæti eftir þá svokölluðu réttlætismeðferð sem þær hafa verið beittar. Þján- ingaganga feðra og mæðra frá bönk- um til dómstóla til að leita lausna er óbærileg og hin kuldalega meðferð sem þar er beitt gegn þeim er nánast djöfulleg. Hvernig fólk fáum við út úr þessari píslargöngu, fólk fullt af elsku eða fólk fyllt hatri til lands og þjóðar, hvað heldur þú. Framtíð Ís- lands er að veði, sálarheill tugþús- unda er í húfi og eðlileg tilvera barnanna okkar. Við sjáum margan úlfinn auðgast á því ástandi sem nú ríkir, í gegnum skilanefndir streyma fjármunir sem þurfa miklu betri aðgæslu, ráðstaf- anir banka beina fjármunum og eign- um aftur til hinna seku án nokkurra afskipta stjórnvalda. Ráðningar nú- verandi stjórnvalda á kúlulánafólki sem tók þátt í efnahagsfölsunum eru ótrúlega grófar, á sama tíma og nauðsynlegt er að hreinsa til svo að sátt komist á í þjóðfélaginu. Áður en langt um líður munu glæpir ríka mannsins og þjóna hans verða enn augljósari og hvað þá gerist er nokk- uð ljóst. Íslendingar hljóta að krefj- ast réttláts uppgjörs við þessa aðila sem hafa steypt svo mörgum í glötun í glórulausri græðgi í völd og fjár- muni. Megi dómstólum landsins verða beitt gegn þeim… Og ríki mað- urinn hóf upp augu sín í helju. Guð fyrirgefi og frelsi hina ís- lensku þjóð. Framrétt hönd glæpamanna Eftir Sigþór Guðmundsson »Dómstólar Íslands eru orðnir framrétt hönd þessara glæpa- manna gegn saklausri alþýðu Íslands sem ekk- ert hefur til saka unnið annað en að vera venju- legur þegn með hefð- bundnar neysluvenjur. Sigþór Guðmundsson Höfundur er sölumaður. Í LJÓSI mannlegs veruleika erum við mennirnir eins og strá í vindi sem blaktir um stund en visnar svo og verður að engu. Eða eins og sandkorn á strönd sem treðst undir í átroðningi dag- anna. En í augum Guðs erum við eins og dýrmætar perlur sem hafa í sér fólgin eilífð- arverðmæti sem ekkert fær afmáð eða eytt, jafnvel ekki sjálfur dauð- inn. Eðlilegt að efast Allir mestu trúmenn sögunnar, þar með taldir lærisveinar Jesú Krists, voru jafnframt efasemda- menn. Þótt þeir vildu í einlægni trúa, þá efuðust þeir, glímdu við til- vistarspurningar, sjálfan sig og Guð. Þeim fannst þeir ekki fá þau svör sem þeir vildu og oft var kannski fátt um svör. Þeir glímdu og efuðust og jafnvel afneituðu þeir meistara sínum þegar á reyndi og veðrin gerðust hvað hörðust. En Jesús kallaði þá engu að síður, þrátt fyrir hvernig þeir voru og brugðust við, til að vera vottar sínir og erindrekar, lifandi steinar í kirkju sinni hér á jörð. Og hefur vitnisburður þeirra lifað og borist mann fram af manni í tvöþúsund ár, allt fram á okkar tíma. Það er ofur eðlilegt að efast því að oft finnst okkur Guð hafa yfirgef- ið okkur. Einkum þegar við upp- lifum áföll eða verðum fyrir von- brigðum. Hann heyri ekki og skilji ekki eða sé bara alveg sama. Ef hann er þá til! Minnumst þess að hann kom sjálfur inn í þennan heim við illan leik í syni sínum Jesú Kristi. Hann fékk óblíðar viðtökur og var hund- eltur af yfirvöldum allt frá fyrstu tíð af því hann þótti ógna þeim og ögra tíðarandanum. Að lokum var hann líflátinn aðeins 33 ára að aldri eftir að hafa mátt þola einelti og háð, pyntingar og ofbeldi. Á ögurstundu hrópaði hann út í loftið þar sem hann hékk á kross- inum: Guð minn! Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig. Já og hví skyldum við ekki mega taka undir með honum? Honum sem hafnað var í þessari veröld, var hrakinn, hrjáður og útskúfaður. Þeir sem spyrja, glíma og efast án þess að útliloka, þeir styrkja trúna svo hún dýpkar og þroskast, vex og eflist og tekur að skjóta rótum á bjargi lífsins sem ekki bifast. Trúin er nefni- lega sterkust þegar við leitum, spyrjum og glímum, sýnum áhuga og jafnvel efumst án þess að sleppa takinu. Trú þeirra hins vegar sem eru trúgjarnir og hlaupa eftir eyrnakon- fekti á hverjum tíma og kaupa allt hrátt að ókönnuðu máli á útsölu, er rótlaus, byggð á sandi og á það til að hrynja við minnstu ágjöf. Björgunarvesti lífsins Þú sem orðið hefur fyrir von- brigðum, misst ástvin eða upplifað annars konar áföll, haltu dauðahaldi í frelsarann þinn, Jesú Krist. Hann er það björgunarvesti sem Guð af kærleika sínum gaf okkur svo við kæmumst af. Hann býðst til þess að leiða þig, vera með þér alla daga í gegnum þykkt og þunnt, vaka yfir þér og bera þig þegar þú getur ekki sjálfur gengið. Hann er í senn mannlegur Guð og guðlegur maður, sem reis upp frá dauðum og tileink- aði þér sigur lífsins svo þú fengir lif- að að eilífu. Hann kom til að færa þér auðlegð himnanna og sælu ei- lífðar. Hann sagði m.a.: „Í heim- inum hafið þér þrenging. En verið hughraust. því ég hef sigrað heim- inn.“ „Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Já, Hann lifir! Og þú munt lifa! Leyfum þeirri von að móta hug- arfar okkar, afstöðu til lífsins og veru alla. Höldum dauðahaldi í hann sem heitið hefur því að sleppa ekki takinu af okkur og vera með okkur alla daga allt til enda veraldar og getur séð til þess að við munum lífi halda þrátt fyrir allt. Trúin og efinn Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Haltu dauðahaldi í frelsarann þinn, Jesú Krist. Hann er það björgunarvesti sem Guð af kærleika sínum gaf þér svo þú kæmist af. Höfundur er rithöfundur og f.v. framkvæmdastjóri Laugarnes- kirkju, KFUM & KFUK og Gídeonfélagsins á Íslandi. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starf- semi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! . Í miðri kreppu eru Íslendingar að uppgötva á nýjan leik gæði innlendrar framleiðslu. Hvar sem litið er má finna spennandi nýjar lausnir, vandaða smíði og framúr- skarandi hönnun. Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar það besta, snjallasta og djarfasta í íslenskri framleiðslu í veglegu sérblaði um þekkinguna og þrautsegjuna í Íslensku atvinnulífi fimmtudaginn 4. mars. MEÐAL EFNIS: Hvað eru fyrirtækin að gera og hvað hafa þau að bjóða? Hvernig hindranir þarf að fást við og hvaða möguleikar eru í stöðunni? Hverjir eru styrkleikar íslenskrar framleiðslu og hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvaða forskot hefur íslensk framleiðsla á erlendum mörkuðum í dag? ÍSLENSKT ER BEST LANDBÚNAÐUR - HANNYRÐIR - HANDVERK - VEITINGAR - HNOSSGÆTI - FISKIÐNAÐUR LYF - LÆKNINGAR VÉLAR - TÆKIFATNAÐUR - SKARTGRIPIR - AUKAHLUTIR - MENNING - LISTIR - VERSLUN - ÞJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA - FJÖLMIÐLAR - ÚTGÁFA - TÖLVUR - TÆKNI - HÚSGÖGN - HEIMILI - FRÆÐI - RANNSÓKNIR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 sigridurh@mbl.is VIÐSKIPTABLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.