Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010 FÆR ÍSLAND þann stuðning sem þarf til að koma okkur út úr kreppunni frá „vinum“ okkar í Evr- ópu? Sumir halda því fram að við þurfum nýjan gjaldmiðil, stórar og sterkar þjóðir til að passa upp á okk- ur. Grikkland er skemmtilegt dæmi um við hverju er að búast frá ESB varðandi stuðning á ögurstund. Ástandið í Grikklandi er vægast sagt slæmt, landið rambar á barmi þjóðargjaldþrots, fjöldaverkfalla og almennra óeirða. Fjárlagahalli Grikklands var tæp 13% á síðasta ári en leyfilegur hámarkshalli sam- kvæmt Evrópusambandinu er rúm 3%. Þar að leiðandi fer Evrópusam- bandið fram á að Grikkland skeri niður hjá sér til að mæta kröfum sambandsins. Það hefur valdið miklum usla með- al almennings í Grikklandi, opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf og fjölmenn mótmæli eru á götum úti. Landið datt mikið til úr sambandi við umheiminn um tíma og hafa stjórn- völd áhyggjur af að upp úr sjóði á götum úti. Hvað gerir Evrópusam- bandið? Evrópusambandið hefur svipt Grikkland atkvæðisrétti sínum á fundi sem verður haldinn í næsta mánuði og jafnvel þó að þessi ákvörðum skipti litlu máli í praksís er í henni fólgin ákveðin niðurlæg- ing. ESB hyggst skikka Grikki til að skera niður og hækka skatta meira en þeir hafa þegar gert og þurfa þeir að mæta kröfum ESB um niðurskurð og skattahækkanir fyrir 16. næsta mánaðar. Ef Grikkir verða ekki við kröfum ESB mun sambandið taka yfir efnahagsstjórn landsins og skera niður eftir eigin geðþótta. Til þess munu þeir nýta sér ákvæði 126. greinar Lissabonsáttmálans. Það sýnir fram á að þegar í harðbakkann slær hafa ríki innan ESB lítið um það að segja hvort eða hvernig þau tak- ast á við vandann. Hvað kemur þetta Íslandi við? Jú, á Íslandi í dag er mikil umræða um nauðsyn þess að gerast aðilar að ESB til þess að að hafa eitthvert bakland þegar kreppir að. Gætum við ekki dregið ákveðinn lærdóm af afskiptum Evrópusambandsins af málefnum Grikkja og hörku í þeirra garð? Sem dæmi þá hefur Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn ekki krafið okk- ur um nándar nærri eins mikinn nið- urskurð eða beitt viðlíka hörku í samskiptum. Ísland er tölfræðilega séð mun verr statt en Grikkland, fjárlagahalli Íslands er um 20% en fjárlagahalli Grikklands er „ein- ungis“ 13%, skuldatryggingaálag til fimm ára á Íslandi er tæplega 600 punktar en Grikklands um 300 punktar. Hvað segir þetta okkur? Halda Íslendingar í raun og veru að Evrópusambandið veiti okkur ein- hverjar undanþágur frá viðmiðum sínum og ef svo verður hvað mun það kosta okkur? Erum við tilbúin til að fórna auðlindum okkar fyrir enn grimmari niðurskurð á tímum efna- hagslegrar óvissu? Ætlum við að gangast undir alræðisvald frá Bruss- el eða veljum við að vera frjáls og óháð þjóð sem markar sína eigin stefnu? ESB, vinur í raun? Eftir Baldur Inga Halldórsson, Guðjón Ebba Guðjónsson og Hinrik Þór Svavarsson » Fær Ísland þann stuðning sem þarf til að koma okkur út úr kreppunni frá ESB? Getum við lært eitthvað af atburðunum sem eru að gerast í Grikklandi? Baldur Ingi Halldórsson Baldur Ingi er verslunarmaður og gjaldkeri Ísafoldar, Guðjón er örygg- isvörður og ritari Ísafoldar, Hinrik er verkamaður og í stjórn Ísafoldar. Guðjón Ebbi Guðjónsson Hinrik Þór Svavarsson JÆJA Jóhanna, þinn tími er svo sann- arlega kominn, já bara orðin „slökkviliðs- stjóri“. Ég er nú ekki flug- freyja svo ég talaði við þá hjá slökkviliðinu og þeir sögðu mér að það væri jú sett díselolía á slökkvibílana en þeir setja hana á litla tank- inn, á stóra tankinn sem dælt er úr á eldinn setja þeir vatn! Það er nefnilega þeirra tak- mark að slökkva eldinn. Ætlar þú að segja mér að þú takir ekki eftir að eldurinn er orð- inn að stóru báli og þú heldur bara áfram að dæla olíu á bálið? Var það kannski ætlun þín að magna bálið? Núna fer að koma að því að ís- lenska þjóðin fái að kjósa um þessi „frábæru“ Icesave-lög ykkar Stein- gríms. Í aðdraganda þessara kosninga ætla ég að leyfa mér að benda þér á að ef fréttaflutningurinn af þess- um heimatilbúna hræðsluáróðri þínum á að vera með sama hætti og verið hefur þá gæti þér mögu- lega tekist að magna bálið svo mik- ið að fólkið í landinu samþykki lög- in. En hvað tekur svo við? Ætlar þú að segja svo við þetta sama fólk að af því að það var svo vitlaust að samþykkja lögin þá verði það að samþykkja inngöngu í ESB til að eiga möguleika á að bæta fyrir mis- gjörðir sínar? Nei, Jóhanna, Íslendingar eru ekki svona heimskir! Þið samfylk- ingarfólk eruð búin að reyna að telja okkur trú um að ef við bara sækjum um aðild að ESB þá muni íslenska krónan styrkjast. Það þurfti að sækja um aðild strax af því að Olli „hreini“ væri stækk- unarstjóri ESB, hann er sænskur og æðislegur, en hann er bara nú þegar hættur sem stækkunarstjóri og krónan styrktist ekki neitt. Þetta eru draumórar hjá ykkur samfylkingarfólki, sem eruð nú þegar búin að snúa þessu upp í mestu martröð Íslandssögunnar. Það er í lagi að láta sig dreyma, en hafðu þessa drauma út af fyrir þig og reyndu ekki að nauðga Íslandi inn í ESB með þessum hætti eða öðrum. Hvernig ætlar þú, Jóhanna Sig- urðardóttir, að fara að því að borga 100-200 milljarða í vexti af Icesave á ári í 7 ár? Aflaverðmæti á Ís- landsmiðum upp úr sjó er núna u.þ.b. 200 milljarðar á ári, þá á eft- ir að borga allan kostnað við að ná í aflann. Álverin skila engu í þjóð- arbúið (svo segir Steingrímur eða er hann kannski að ljúga?) og land- búnaðurinn er varla að skila svo miklum gjaldeyri. Ætlaðir þú kannski að reyna að borga þetta með ag- úrkum? Nei, það sjá það all- ir sem vilja sjá það að þú ætlaðir auðvitað aldrei að borga þetta og getur aldrei borgað þetta, inngangan í ESB á að bjarga öllu. Eitt skaltu líka vita, að það er alveg sama hvað þú skattpínir okkur almenn- ing í landinu, þú getur aldrei borg- að erlendar skuldir með Matador- peningum! Hvenær ætlar þú að játa þig sigraða í þessu máli? Ég verð nú bara að hryggja þig með því að Davíð Oddsson hafði að minnsta kosti rétt fyrir sér í því að eina leiðin út úr þessum ógöngum er að setja á þjóðstjórn í landinu og ís- lenska þjóðin á fá að fá að velja menn í hana samhliða þjóð- aratkvæðagreiðslunni um Icesave. Það er fullt af góðu fólki í öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi og úti í samfélaginu líka sem þið alþing- ismenn gætuð tilnefnt og fólkið svo kosið um í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Það er fyrir löngu orðið tíma- bært að hætta þessum ásökunum fram og til baka, hverjum þetta og hitt sé að kenna, við getum ekkert annað úr því sem komið er en að treyst rannsóknarnefndinni fyrir því að „sannleikurinn“ komi í ljós. Það kæmi mér ekki á óvart að ómældur tími færi í það hjá ykkur alþingismönnum að rífast um nið- urstöðu skýrslunnar og landið yrði þá stjórnlaust á meðan. Það er nú ekki á bætandi. Að lokum ætla ég nú að hrósa þér aðeins, svo þetta sé nú ekki allt saman neikvætt hjá mér, fyrir að senda Steingrím J Sigfússon til Noregs tveimur dögum eftir að Ís- land lenti í ruslflokki hjá erlendum matsfyrirtækjum og fá lán! Þetta er alveg örugglega Íslandsmet ef ekki eitthvað merkilegra en það. Hvað gerði hann, hótaði hann því að flytja til Noregs ef hann fengi ekki lánið? Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur Eftir Guðmund Karl Bergmann » Það er í lagi að láta sig dreyma, en hafðu þessa drauma út af fyrir þig og reyndu ekki að nauðga Íslandi inn í ESB með þessum hætti eða öðrum. Guðmundur Karl Bergmann Höfundur er húsasmíðameistari og áhugamaður um að búa áfram á Íslandi. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Bridsfélag Akureyrar Síðastliðinn þriðjudag var spilað fyrra kvöld af tveimur í Góutvímenn- ingi félagsins. Þrjú efstu sætin tóku nokkuð afgerandi forystu þar sem fjórða sætið er með 51,1 % skor. Staða þriggja efstu para var eftirfar- andi: 64,4% Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 63,0% Gylfi Pálss. – Helgi Steinsson 60,4% Ævar Ármannss. – Árni Bjarnas. Seinna kvöldið verður spilað næst- komandi þriðjudag. Frekari upplýsingar má nálgast www.bridge.is/felog Bridsfélag Reykjavíkur Að loknum 3 kvöldum af 4 í Að- altvímenningi BR 2010 er staðan æsispennandi á toppnum Örfá stig skilja að 1.-3. sætið. Helgi Bogas. - Gunnlaugur Karlsson 56,8% Hermann Friðrikss. - Jón Ingþórss. 56,7% Guðjón Sigurjónss. - Ísak Ö. Sigurðss. 56,7% Gullsmárinn Spilað var á 14 borðum í Gull- smára mánudaginn 22. febrúar. Úrslit í N/S Dóra Friðleifsd. - Heiður Gestsd 329 Elís Kristjánsson - Páll Ólason 326 Jens Karlsson - Sæmundur Björnss. 311 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 297 A/V Bragi Bjarnason - Magnús Ingólfss. 350 Þorsteinn Laufdal - Jón Stefánsson 344 Skúli Sigurðss. - Þorleifur Þórarinss. 305 Viðar Jónsson - Sigurður Björnsson 292 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is . Föstudaginn 5.mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fermingarblaðið verður borið frítt inn á heimili allra fermingarbarna á öllu landinu. Látið þetta glæsilega Fermingarblað ekki framhjá ykkur fara. MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Skreytingar í veisluna. Veisluföng og tertur. Fermingartíska. Hárgreiðsla fermingarbarna. Fermingarmyndatakan. Fermingargjöfin í ár. Hvað þýðir fermingin. Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Fermingarskeytin Og fullt af öðru spennandi efni. FERMINGAR PANTAÐU AU LÝSINGAPLÁSS FYRIR 1. MARS PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars. Ferm ing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.