Morgunblaðið - 25.02.2010, Síða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
BRÉF TIL BLAÐSINS
ÞVÍ miður tengja margir kristnir
menn íslam og ofbeldi saman og
halda því fram að það sé sami hlut-
urinn. Þetta er auðvitað alrangt.
Það er ekkert nýtt að minni-
hlutahópar og aðrir hópar eða
þjóðir, sem telja sig vera í vonlítilli
aðstöðu í baráttu sinni fyrir bætt-
um mannréttindum eða frelsi, beiti
örþrifaráðum í þeirri baráttu.
Hinir fornu Ísraelsmenn gerðu
það í baráttu sinni við Rómverja
svo dæmi sé tekið. Palestínumenn
gerðu það í upphafi baráttu sinnar
fyrir ríki Palestínumanna með flug-
ránum. Írskir andófsmenn úr röð-
um IRA gerðu það með morðum
og ofbeldi á Norður-Írlandi til
skamms tíma. Þeir hættu því þegar
málefni þeirra komust á dagskrá
hjá SÞ og í umheiminum almennt.
Þetta er því fyrst og fremst tæki
til þess að vekja athygli á óréttlæti
og kúgun minnihlutahópa og þjóða
gegn yfirþyrmandi óréttlæti. Ísr-
aelar beita þeirri aðferð linnulaust
að benda á árásir Palestínumanna
á Ísrael, sjálfsmorðsárásir og
sprengjuárásir á ísraelska borgara
í áróðri sínum gegn Palest-
ínumönnum. Minna er gert úr tak-
markalausu ofbeldi Ísraela gegn
Palestínumönnum og þeirri mis-
munun og nauðung sem arabískir
borgarar í Ísraelsríki eru beittir
bæði af opinberum aðilum og al-
mennum borgurum í Ísrael. Við
skulum því ekki láta blekkjast af
slíkum áróðri þegar við reynum að
mynda okkur skoðun á þessum al-
varlegu deilumálum.
Ef við skoðum hvaða menn stóðu
að flugránunum og árásunum á
New York og Washington árið
2001, þá kemur í ljós að þessir
menn komu ekki frá Afganistan,
Palestínu eða Írak. Nei, þeir komu
frá vinaríkjum BNA, Sádi-Arabíu
og Egyptalandi.
Við getum líka velt því fyrir okk-
ur hvað veldur þessu hatri vissra
hópa innan íslam í garð Vest-
urlandabúa. Eigum við e.t.v. ein-
hverja sök á því sjálf? Í sambandi
við árásir og fyrirhugaðar árásir
sem upp hefur komist um af hálfu
íslamista af evrópskum uppruna í
Bretlandi og á Norðurlöndum
verðum við að spyrja okkur sjálf
að því hvað veldur. Kristnir menn
eru ekki til þess búnir að sam-
þykkja sjaríalög íslam, og ísl-
amistar eru ekki tilbúnir til þess
að samþykkja kristnar hefðir og
lög um frelsi einstaklingana til
orðs og athafna. Óbilgirni og
strangar hefðir sem giltu á miðöld-
um eru enn við lýði hjá mörgum
hópum múslima. Ekki nægir að
vitna í Kóraninn frekar en Biblí-
una, menn túlka þessi rit að eigin
vild og ávallt sér í hag. Múslimar
fá að iðka trú sína í löndum krist-
inna óáreittir og byggja sín guðs-
hús. Það sama gildir ekki um
kristna í mörgum löndum múslima
og í sumum þeirra er það reyndar
ólöglegt og varðar dauðarefsingu.
Verða ekki kristnir og múslimar að
komast að einhverju samkomulagi
um þessa hluti ef við ætlum að lifa
saman í sama þjóðfélagi? Ef ekki
þá liggur það í augum uppi að
þessir trúarhópar eiga enga sam-
leið og verða þess vegna að vera
aðskildir um ókomna tíð.
Öfgasinnaðir múslimar vekja
ótta á Vesturlöndum, en ekki
búddistar eða hindúar. Þessi ótti
og vaxandi hatur í garð múslima
getur orðið til þess að upp úr sjóði
ef ekki verður breyting á. Það
gæti meðal annars þýtt það að
stórir hópar innflytjenda verði að
yfirgefa heimkynni sín í Evrópu og
flytjast á brott til annarra landa
þar sem þeir vildu síður dvelja. Þá
vil ég leggja áherslu á að múslimar
almennt og íslamistar, sem eru
öfgasinnaðir múslimar, eiga lítið
sameiginlegt annað en að trúa á
Allah. Og hver er Allah? Allah er
Guð, sá hinn sami og við kristnir
menn og gyðingar trúum á. Fólk
sem trúir á sama guðinn, þótt það
ákalli hann á mismunandi vegu,
hlýtur að geta komist að sam-
komulagi. Hófsamir múslimar geta
ekki setið aðgerðalausir hjá og
horft á ofbeldismennina eyðileggja
líf þeirra. Þeir verða að taka til
hendinni og gera ofbeldisöflin
óvirk. Ef ekki, þá hlýtur leiðir að
skilja. Haldi þá hver til síns heima.
Fólk sem vill setjast að í Evr-
ópu, en vill ekki hlíta lögum og sið-
fræði heimamanna, á ekkert erindi
í okkar þjóðfélög. Það ætti bara að
vera kyrrt heima hjá sér. Hugum
að þessu og reynum að semja um
réttláta lausn.
HERMANN ÞÓRÐARSON,
fyrrverandi flugumferðarstjóri.
Íslam og ofbeldi
er ekki það sama
Frá Hermanni Þórðarsyni
NÚ HEFUR mannvonskan haft
sigur gegn saklausu villifé sem var
einstakt á sína vísu og hafði það
eitt sér til sakar unnið að vera til
og lifa góðu lífi þar sem eina ógnin
var maðurinn og hans drottnunar-
árátta.
Féð hafði það mjög gott í Tálkn-
anum, þar sem það hefur þróast í
hálfa öld án annarra afskipta
mannsins en þeirra að hann hefur
reglulega reynt að útrýma stofn-
inum, þess á milli hefur stofninn
alltaf vaxið og dafnað. Þetta hafa
verið aðgerðir drifnar áfram af fá-
fræði og valdahroka.
Nú kann margur að spyrja sem
svo, hvernig ég geti fullyrt að féð
hafi haft það svo gott. Þar nota ég
viðmið sauðfjárræktar, það er, frjó-
semi og stærð lamba að hausti. Til
þess að stofninn næði þeirri stækk-
un, sem raun er milli árása hefur
hver ær þurft að gefa af sér að
lágmarki 1,5 lömb á ári, að því
gefnu að annað hvert lamb sé hrút-
ur, svo hafa lömbin ávallt verið
stór og falleg að hausti. Þetta hef-
ur verið raunin undanfarin 15 ár í
það minnsta, þrátt fyrir að sauð-
burður hjá þeim hafi iðulega farið
fram snemma í apríl úti í guðs-
grænni náttúrunni. Svæðið þar
sem féð hefur haldið sig er utan al-
faraleiðar, þar sem ekki er svo
mikið sem vegur og langt í næstu
bújarðir, þær hafa setið einar að
svæðinu, reyndar í félagsskap við
refi og fugla sem þarna eru í ein-
hverjum mæli. Þær hafa ekki vald-
ið nokkrum manni tjóni á neinn
hátt né verið nokkrum til tekna,
bara verið til á eigin forsendum.
Í ljósi þess sem hér hefur verið
rakið fer ég þess á leit að lög-
reglustjóri og héraðsdýralæknir
færi rök fyrir þessum aðgerðum
sem þeir gengu hart fram um að
fram færu. Og þá önnur rök en lög
um fjallskil og búfjárhald, þar sem
um villidýr var að ræða, dýrin hafa
þrifist og þróast þarna í um 50 ár
eða 8-10 kynslóðir.
Óskiljanlegt er, þar sem rík-
isstjórnin tók málið fyrir og fól
fjórum ráðuneytum að skoða málið,
að engin umræða hafi farið fram
og enginn virðist hafa kannað
hvernig dýrin hefðu það. Því þurfa
viðkomandi ráðuneyti að rökstyðja
sína niðurstöðu og umhverf-
isráðherra að segja af sér sakir
vanhæfis. Er það skoðun mín að
þetta komist nærri því þegar síð-
asti geirfuglinn var drepinn, eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Undirritaður hefur umgengist
sauðfé frá fæðingu eða í 43 ár,
þekkir staðhætti vel ásamt því að
hafa fylgst vel með hinum villta
stofni í um 20 ár og þykist því
nokkuð dómbær um málið. Hins
vegar er óskiljanlegt hvers vegna
okkar hámenntaða þjóð með alla
sína líffræðinga hefur aldrei viljað
kanna hversvegna kindurnar hafi
haft það svona gott eins og raun
ber vitni.
Geirfuglinn féll líka fyrir fáfræði
þeirra sem þá voru uppi.
ÓLAFUR H.
GUNNBJÖRNSSON
Reykjanesbæ.
Máttur mannvonskunnar
Frá Ólafi H. Gunnbjörnssyni
ÞAÐ ER beinlínis mannbætandi að
lesa viðtal Kolbrúnar Bergþórs-
dóttur við Jóhönnu Kristjónsdóttur
í Sunnudagsmogganum 21. febrúar.
Jóhanna segir: „Væri ég til
dæmis spurð hver væri skemmti-
legasti tími lífs míns mundi mér
kannski vefjast tunga um höfuð en
segja svo: Þegar ég var krakki í
sveit í Hjarðarholti. Lærði að
vinna og upplifði alls konar æv-
intýri sem krökkum nú stendur
vart til boða.“ „Góðæristímarnir
voru sjúkir tímar. …… Græðgin
var svakaleg og snobbað upp úr
öllu valdi fyrir mönnum sem
reyndust bara skúrkar. Allir voru á
kafi í græðgi og snobbi eftir því
sem þeir höfðu aðstöðu til. Það
sem mér finnst skipta meginmáli
núna er staða ungs venjulegs fólks
sem keypti sér venjulega íbúð á
þessum tímum og situr nú í súp-
unni og þeir sem missa atvinnu
sína. Það er óttalegt.“ „Mér finnst
svo grátlegt þegar ég heyri fólk
hér á landi barma sér. Þá langar
mig til að hrista fólk og segja:
Komið þið bara með mér til Jemen
og sjáið lífið þar.“ Svo mörg voru
þau orð og miklu fleiri. Viturleg og
hressandi. Og hvað sagði ekki vest-
firska valkyrjan í Mogganum um
daginn: „Við Íslendingar eigum
ekki að venja okkur á þetta sífellda
væl. Við höfum allt til alls. Við eig-
um nóg af húsum. Við þurfum ekki
að byggja meira í bili. Við eigum
nóg af fötum. Við eigum nóg af bíl-
um. Við eigum nóg af drasli. Þó við
sendum heilu skipsfarmana af dóti
út í heim til þeirra sem ekkert
eiga, sæi ekki högg á vatni hjá
okkur. Og við eigum nóg af mat.
Við þurfum ekki betri lífskjör.
Verkalýðsforkólfar og stjórn-
málamenn eru sífellt að tönnlast á
að við þurfum að bæta lífskjörin.
Þeir gá ekki að því að hér eru
bestu lífskjör í heimi. Hitt er allt
annað að við þurfum að jafna lífs-
kjörin. Hætta að henda mat í
stórum stíl. Okkar mesta skömm
er að einhver skuli vera svangur
mitt í öllum allsnægtunum. Það á
enginn að þurfa að líða skort í okk-
ar góða landi. Við eigum að hjálpa
hvert öðru. Oft var þörf en nú er
nauðsyn.“
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Þingeyri.
Svona eiga
valkyrjur að vera
Frá Hallgrími Sveinssyni
ÞEGAR útgerð
kaupir eða leigir
kvóta er það í raun
yfirlýsing um að hún
treysti sér til að gera
út fyrir minna en fæst
fyrir fiskinn. Fiskimið
við Ísland eru það
gjöful að vel rekin út-
gerð treystir sér til að
borga fyrir aðgang að
auðlindinni.
Hvert á arðurinn að fara
Hvert á þessi munur á útgerð-
arkostnaði og fiskverði að renna?
Það tíðkaðist hér í áratugi að vöru-
bílstjórum var úthlutað verkum hjá
vegagerðinni og byggðu þeir af-
komu sína og tækja sinna á þessum
verkkvótum. Þegar horfið var frá
þessu kerfi og verkin boðin út
misstu margir vinnuna fyrir sig og
tækin. Munurinn á reiknuðu verði
framkvæmda og útboðsverði varð
ekki að kvóta sem vélaeigendur
eignuðust. Hversu
mörg verk verktakar
höfðu og hversu marg-
ar vélar þeir áttu gaf
þeim ekki rétt umfram
þá sem komu nýir inn í
greinina.
Útgerðarmenn héldu
því fram og halda því
ennþá fram að þeir eigi
þennan mun. Allur
skattur á auðlindina sé
skattur á brúttótekjur,
landsbyggðarskattur.
Þegar framsal veiði-
heimilda var leyft var um skatt-
lagningu að ræða. Ríkið framseldi, í
raun, réttinn til skattlagningar til
útvalins hóps, fárra einstaklinga.
Þar sem allur kvótinn var ekki boð-
inn út til leigu eða sölu, heldur að-
eins takmarkað magn, hefur verðið
verið hærra en það hefði orðið ef
allur kvótinn væri á markaði. Þetta
háa verð á takmörkuðum hluta
kvótans hefur gert útgerðinni kleift
að taka lán með veði í kvótanum
sem er langt umfram það sem eðli-
legt getur talist. Þó framsal yrði
bannað liggja þessi verðmæti í fyr-
irtækjunum og hefðu áhrif á verð
þeirra, settust þar sem umfram-
verð. Það gerir útgerðarmönnum
mögulegt að skuldsetja sig umfram
það sem reksturinn sem slíkur get-
ur staðið undir.
Betra fyrir rekstur útgerðar-
innar að borga gjald til ríkisins
Það er án efa betra, þegar til
lengri tíma er litið, fyrir rekstur út-
gerðarinnar að borga gjald til rík-
isins heldur en að borga af skuld
sem verður til þegar að því kemur
að erfingjarnir selja svo útgerðinni
kvótann.
Ef um útboð á veiðiheimildum
væri að ræða yrði verðið breytilegt
s.s. eftir fiskverði, olíuverði, gengi,
o.fl. Í núverandi kerfi virðast út-
gerðarmenn ekki hafa neitt borð
fyrir báru. Kvótinn hefur fast verð
í augum þeirra. Þegar olíuverð
hækkaði sem mest hér um árið var
það meginkrafa útgerðarmanna að
sjómenn borguðu þessa verðhækk-
un á olíunni. Kvótinn mátti ekki
lækka í verði. Það vekur einnig
furðu hvers vegna sjómenn heimta
að ríkið, en ekki útgerðarmenn,
borgi sjómannaafsláttinn. Líta sjó-
menn svo á að verðhugmyndir út-
gerðarmanna og bankanna um
kvótann séu heilagar?
Hugsum okkur útgerð sem
keypti kvóta ekki alls fyrir löngu.
Gefum okkur að skuldin sé ekki
hærri en svo að útgerðin ráði við
afborganirnar og að eftir tíu ár yrði
hún skuldlaus. Eðlilegast er að líta
á afborganirnar af þessum lánum
sem leigu fyrir kvótann, að útgerð-
in leigi kvótann en eignist hann
ekki. Eftir 10 ár verður svo að
bjóða kvótann út aftur þannig að
þetta umframverð sem fæst fyrir
fiskinn renni til þjóðarinnar en
skatturinn fari ekki aftur og aftur
til þeirra sem eru að hætta í útgerð
eða erfingja þeirra.
Breytinga er þörf
Það þarf að gjörbreyta fisk-
veiðistjórnun við Ísland á næstu ár-
um af fleiri en ofangreindum
ástæðum.
Sjómenn héldu því fram, um leið
og kvótakerfið var tekið upp, að
það væru margir þorskstofnar við
landið. Þetta eru fiskifræðingar
smátt og smátt að átta sig á að er
rétt. Það er líka viðurkennt að frið-
un smáþorsks leiðir til smækkunar
fiska í stofninum. Ástand sjávar og
fiskistofna er síbreytilegt. Skilyrt
útboð á veiðiheimildum er raunhæf
leið til að laga veiðarnar að þeirri
þekkingu sem er til og verður til í
framtíðinni.
Leið til breytinga
Það er mikil bjartsýni að halda
að útgerðin muni hljóðalaust fallast
á breytingar á núverandi kerfi. En
ein leiðin til að ná fram breytingum
sem héldu, væri að setja fram lög
um breytingar og setja þau í þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Þegar þjóðin
væri búin að samþykkja lögin
myndu þeir útgerðarmenn sem
kysu að sigla í land missa veiði-
heimildirnar strax, hinir eftir tíu
ár.
Það er eðlilegt og rétt að ríkið
setji kvótann á markað
Eftir Gunnar
Einarsson
Gunnar Einarsson
» Fiskimið við Ísland
eru það gjöful að
eðlilegt er að útgerðir
borgi fyrir aðgang að
þeim.
Höfundur er bóndi.
Ingólfur Bárðarson | Kjósum
Böðvar Jónsson í 2. sætið í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.
Hjalti Þór Björnsson | Einar Krist-
ján í 1. sætið.
Meira: mbl.is/kosningar.
Með og á móti