Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
✝ Kristín GuðlaugBárðardóttir
fæddist á Laufási á
Hellissandi 21. desem-
ber 1921. Hún lést á
gjörgæsludeild Land-
spítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 16. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðlaug Péturs-
dóttir frá Ingjaldshóli,
f. 13.8. 1895, d. 16.2.
1986, og Bárður Helgi
Jónasson frá Hellis-
sandi, skipstjóri, f.
13.6. 1894, d. 25.7. 1964. Systkini
Kristínar eru: Valný, f. 1917;
Gunnleif, f. 1919, d. 2002; Pétur, f.
1920; Guðrún, f. 1924; Jón Jónas, f.
1925.
Kristín giftist Magnúsi Gunnari
Magnússyni, f. 11.1. 1920, d. 1.8.
1986, aðalvarðstjóra hjá lögregl-
unni í Reykjavík, 24. desember
1944. Þau eignuðust fimm börn: 1)
Símon Vilberg, f. 9.2. 1944, starfs-
maður Orkuveitu Reykjavíkur,
maki Eygló Andrésdóttir, fyrrv.
fasteigna hjá Hagaskóla, maki
Guðbjörg Rós Haraldsdóttir (þau
skildu). Þeirra börn eru: a) Krist-
rún Dagný, maki Gerardo Jesus
Cano. Dóttir þeirra er: Eyrún Rós,
b) Sæþór Ægir, maki Erna
Traustadóttir og eiga þau þrjú
börn: Matthías Mána; Freyju og
Vigni, c) Haraldur Gunnar, sam-
býliskona Guðrún Guðmundsdóttir.
Haraldur Gunnar á soninn Grétar
Snæ frá fyrra sambandi, d) Karit-
as Eyrún. Maki Matthíasar er
Katrín Eiríksdóttir, bankamaður,
og á hún tvo syni frá fyrra hjóna-
bandi. 5) Dagný Dóra Gunn-
arsdóttir, f. 27.10. 1962 ferðafræð-
ingur, maki Halldór Diego
Guðbergsson, varðstjóri hjá Strætó
BS. Barn þeirra er Gunnar Magn-
ús. Halldór á tvær dætur frá fyrra
hjónabandi.
Kristín fór ung að heiman suður
til Reykjavíkur, aðeins þrettán ára
gömul og var í vist eins og tíðk-
aðist mikið í þá daga. Mikill kær-
leikur og samstaða var ávallt á
milli systkinanna og hafa þau
haldið mjög góðu sambandi alla
tíð. Samhliða húsmóðurstörfum
starfaði Kristín hjá Þvottahúsi rík-
isspítalanna og Saumastofunni Al-
ís.
Kristín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 25. febrúar
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
starfsmaður Orku-
veitu Reykjavíkur, f.
13.2. 1939. Barn
þeirra: Sunna Krist-
ín, maki Óttar Rolfs-
son. Barn þeirra er:
Embla Sól. 2) Jóna
Guðrún, f. 21.8. 1946
verslunarmaður,
maki Jón Sveinn
Friðriksson, múrari.
Börn þeirra: a)
Kristín Gunný, maki
Hafsteinn Eyvinds-
son. Barn þeirra er:
Hafsteinn. Kristín
Gunný á dótturina Evu Rún frá
fyrra sambandi. Hafsteinn á þrjá
drengi frá fyrra hjónabandi, b)
Herdís Sölvína, maki Haraldur
Pétursson. Dætur þeirra eru:
Hulda og Thelma Rut, c) Friðrik
Ellert, maki Vilborg Stefánsdóttir.
Börn þeirra: Daníel Már; Andrea
Rut og óskírð stúlka, d) Gunnar
Örn. 3) Jóhann Magnús, f. 28.4.
1949, glerslípunarmeistari, d. 9.5.
1997. 4) Matthías, f. 8.7. 1950,
prentsmiður, nú umsjónarmaður
Elsku mamma.
Ég vil þakka þér fyrir þann kær-
leik, ást og umhyggju sem þú sýndir
mér, konu minni, börnum og barna-
börnum alla tíð. Hafðu þökk fyrir
allt.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Blessuð sé minning þín. Hvíl í
friði.
Þinn sonur,
Matthías.
Elsku mamma mín.
Með söknuð í hjarta og tár á
hvarmi kveð ég þig nú. Hafðu þökk
fyrir allan kærleikann og umhyggj-
una í gegnum árin og að vera minn
besti vinur.
Ég mun ávallt geyma minninguna
um þig í huga mínum og hjarta og
hafa hana að leiðarljósi í lífinu.
Hvíldu í friði og megi Guðs englar
umvefja þig hlýju og kærleik.
Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að
sinni,
og sorgartárin falla mér á kinn,
en hlýjan mild af heitri ástúð þinni,
hún mýkir harm og sefar söknuðinn.
Í mínum huga mynd þín skærast
ljómar,
og minningin í sálu fegurst ómar.
Þú móðir kær þér aldrei skal ég
gleyma,
þinn andi fylgi mér á lífsins strönd.
Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma
og halda fast í Drottins styrku hönd.
Með huga klökkum kveð ég góða
móður.
Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti
sjóður.
(Árni Gunnlaugsson.)
Þín dóttir,
Dagný.
Elsku besta amma mín, nú þegar
þú hefur kvatt okkur koma upp í
huga mér margar góðar minningar.
Það var alltaf svo notalegt að koma
til þín í heimsókn, þú tókst vel á
móti öllum og öllum leið vel í þinni
nærveru. Heima hjá þér var allt
fágað, stílhreint og fallegt. Þú varst
með afbrigðum myndarleg, alltaf
lagðir þú á borð fallegan dúk og
heimabakað bakkelsi og allskyns
kræsingar þegar gesti bar að garði.
Þú hafðir gaman af að spjalla yfir
kaffibolla um gömlu góðu dagana og
rifjaðir gjarnan upp æskudaga þína,
og fræddir mig um löngu látna ætt-
ingja.
Þú bjóst yfir mikilli visku og
hlýju viðmóti. Alltaf leið manni bet-
ur eftir að hafa heimsótt þig. Þú
varst mikil fjölskyldumanneskja og
þótti þér mjög annt um börnin þín
og fólkið þitt. Þú hélst alltaf utan
um hópinn þó að barnabörnin og
langömmubörnin voru orðin mörg.
Þú varst afar glæsileg kona, það
geislaði af þér fegurðin, alltaf
varstu vel til höfð, sannkölluð hefð-
arfrú.
Þú varst afar trygglynd kona og
eftir að afi Gunnar kvaddi þennan
heim árið ’86 varstu ein. Þú sagðist
ekki vilja sjá neinn annan mann en
afa. Elsku amma mín, ég kveð þig
með miklum söknuði og þakklæti
fyrir þann tíma sem við áttum sam-
an. Þú verður ávallt geymd í hjarta
mínu. Megi almáttugur Guð um-
vefja þig að eilífu.
Ókvíðinn er ég nú,
af því ég hef þá trú,
miskunn Guðs sálu mína
mun taka í vöktun sína.
Hvernig sem holdið fer,
hér þegar lífið þver,
Jesús, í umsjón þinni
óhætt er sálu minni.
(H. Pétursson.)
Þín,
Kristrún Dagný Matthíasdóttir.
Elsku amma okkar, hlýjan frá þér
og góðmennskan var alltaf til stað-
ar, maður gat komið í Stífluselið og
átt góðar stundir með þér og þú
varst svo glæsileg og fín.
Kræsingarnar voru alltaf á borð-
um þegar gesti bar að garði, sjaldan
sem maður fór svangur heim. Þú átt
sérstakan stað í hjarta okkar.
Við kveðjum þig, amma Kristín,
með söknuði en vitum að þú ert á
góðum stað.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Guð geymi þig, elsku amma, og
varðveiti.
Þínir sonarsynir,
Sæþór, Haraldur Gunnar
og fjölskyldur.
Elsku amma Kristín.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman, ég vildi óska
að þær hefðu verið fleiri.
Ég sakna þín og gleymi þér aldr-
ei.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endur-
gjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Þín,
Karítas Eyrún.
Með örfáum orðum vil ég kveðja
þig, elsku amma mín.
Ég átti öll mín uppvaxtarár hjá
þér og afa yndislegar minningar
sem ég mun eiga. Það voru forrétt-
indi að alast að mestu leyti upp hjá
ykkur, elsku amma mín, og fyrir
það er ég ævinlega þakklát. Ekki
nóg með að vera búin að ala upp 5
börn og koma þeim til manns, held-
ur tókst þú við barnabörnunum þín-
um líka og sinntir uppeldinu af hlýu,
Kristín Guðlaug
Bárðardóttir
Gott verð - Góð þjónusta
STEINSMIÐJAN REIN
Viðarhöfða 1, 110 Rvk
Sími 566 7878
Netfang: rein@rein.is
www.rein.is
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR,
Réttarholti,
Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði
miðvikudaginn 17. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn
27. febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Guðjón Guðmundsson, Sylvía Hallsdóttir,
Guðný Anna Guðmundsdóttir, Björn Gunnar Jónsson,
Magnús Helgi Guðmundsson, Halla Þórhallsdóttir,
Birgir Þór Guðmundsson, Þóranna Rafnsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Látin er ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HULDA ÞORSTEINSDÓTTIR
píanókennari,
áður til heimilis
að Nesvegi 76,
Reykjavík.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn
26. febrúar kl. 11.00.
Lára K. Guðmundsdóttir,
Guðrún Edda Guðmundsdóttir, Finnbogi Rútur Hálfdanarson,
Emil Gunnar Guðmundsson,
Þórunn Hulda Guðmundsdóttir, Bjarni Lárusson,
Hulda Birna Guðmundsdóttir,
Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, Óskar Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær vinur, bróðir og mágur,
GUÐMUNDUR ÁSBJÖRNSSON,
Faxastíg 22,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þriðjudaginn
23. febrúar.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Sigurlaug Ólafsdóttir,
Fjölnir Ásbjörnsson, Guðlaug Kjartansdóttir,
Garðar Ásbjörnsson, Ásta Sigurðardóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN ÖRN KRISTJÁNSSON,
Hólagötu 37,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum í Reykjavík þriðjudaginn
23. febrúar.
Útför verður auglýst síðar.
Ólöf Ásta Þorsteinsdóttir,
Kristján Örn Kristjánsson,
Ellert Stefán Birgisson, Ásthildur Lísa Guðmundsdóttir,
Eydís Stefanía Kristjánsdóttir, Pétur Ingi Kolbeins,
Þorsteinn Hermann Kristjánsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÖRN ÁRNASON
skógfræðingur,
Laufbrekku 17,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, fimmtu-
daginn 18. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
fimmtudaginn 25. febrúar kl. 15.00.
Árni Guðmundsson, Sigríður Huld Konráðsdóttir,
Aðalheiður Guðmundsdóttir,
Úlfur Guðmundsson,
Hróbjartur Örn Guðmundsson, Elín Björg Héðinsdóttir,
Sigurveig Guðmundsdóttir, Böðvar Thorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.