Morgunblaðið - 25.02.2010, Side 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2010
✝ Guðmundur ÖrnÁrnason fæddist á
Bragagötu 22 a í
Reykjavík hinn 18.
júní 1930. Hann lést í
Sunnuhlíð í Kópavogi
hinn 18. febrúar 2010.
Foreldrar hans voru
Árni Guðmundsson,
læknir, f. 3. desember
1899 í Lóni í Keldu-
hverfi, d. 10. október
1971, og Ingibjörg
Guðmundsdóttir,
fædd í Ásakoti í Ása-
hreppi 2. apríl 1907, d.
1. desember 1999. Systkini Guð-
mundar eru Haukur, f. 13. ágúst
1934, Þórunn, f. 11. júní 1941, og
Svava, f. 22. maí 1948.
Guðmundur giftist 11. desember
1953 Sólveigu Ágústu Runólfs-
dóttur, f. 16. mars 1934, d. 8. desem-
ber 2005. Afkomendur þeirra eru: 1)
Árni Guðmundsson, f. 19. janúar
1955. Kona hans er Sigríður Huld
Konráðsdóttir, f. 4. apríl 1956. Börn
þeirra eru: a) Guðmundur Örn, f.
1976, giftur Elisabet Mary Arnalds-
dóttur og eiga þau soninn Birgi Örn,
f. 2007, b) Erla María, f. 1980, gift
Róberti Karli Hlöðverssyni og eiga
þau soninn Atla Rafn, f. 2006, c) Íris
Björk, f. 1981, sambýlismaður Krist-
ján Jón Jónatansson og eru þeirra
júní 1971. Unnusti hennar er Böðvar
Bjarki Thorsteinson, f. 18. desember
1968. Barn Sigurveigar er Jakob
Ágúst Kristjánsson, f. 1991.
Guðmundur lauk stúdentsprófi
frá MA 1951 og var hann virkur í
frjálsíþróttadeild KA. Þá varð hann
Akureyrarmeistari í kúluvarpi 1948
og 1952. Hann stundaði nám í HÍ
1951-1952 í jarðfræði og landafræði.
Hélt síðan til Noregs og nam þar
skógfræði 1952-1959, er hann lauk
þaðan námi sem skógfræðingur frá
Landbúnaðarháskólanum í Ási.
Hann starfaði í Skógræktarstöðinni
Alaska, við Raunvísindastofnun Há-
skólans. Guðmundur kenndi í Þing-
hólsskóla í Kópavogi 1972-1975.
Guðmundur var einn stofnenda
Skógræktarfélags Kópavogs 1969,
og var formaður þess fyrstu árin til
1972 og frá 1972-1975 var hann
framkvæmdastjóri félagsins eða þar
til hann var ráðinn til Skógræktar
ríkisins að Mógilsá í Kollafirði. Þar
vann hann í um 12 ár og sinnti ör-
yggisgæslu síðustu árin af starfsævi
sinni. Hann var gerður heiðursfélagi
Skógræktarfélags Kópavogs hinn 9.
ágúst 2003 og hlaut viðurkenningu
frá Skógræktarfélagi Íslands. Hann
var félagi í Lionsklúbbi Kópavogs.
Útför Guðmundar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 25.
febrúar, og hefst athöfnin kl. 15.
börn Katrín Embla, f.
2003, Birta María
Huld, f. 2004, og Árni
Dagur, f. 2007, d)
Unnur Svanborg, f.
1984, en sonur hennar
er Viktor Ísar Stef-
ánsson, f. 2001, e) Sig-
ríður Hulda, f. 1987,
unnusti Jónas Óli Jón-
asson og f) Árni Kon-
ráð, f. 1994. 2) Að-
alheiður
Guðmundsdóttir, f. 5.
maí 1956. Eiginmaður
hennar var Simon de
Haan, f. 3. janúar 1949, d. 25. ágúst
2009. Börn Aðalheiðar eru: a) Erna
Sólveig Júlíusdóttir, f. 1979, í sam-
búð með Sigurjóni Gíslasyni og eiga
þau dæturnar Aðalheiði Ágústu, f.
2007, og Ellen Ingu, f. 2009. b) Matt-
hías Örn Halldórsson, f. 1991, unn-
usta Guðrún Sigurbjörnsdóttir. 3)
Úlfur Guðmundsson, f. 26. mars
1960, fyrrverandi kona hans er Sól-
rún Tryggvadóttir, f. 12. júlí 1959,
börn þeirra eru: a) Tryggvi Örn, f.
1986, b) Þóra Ágústa, f. 1988, og c)
Sólveig Heiða, f. 1993. 4) Hróbjartur
Örn Guðmundsson, 24. júní 1967,
sambýliskona Elín Björk Héðins-
dóttir, f. 22. október 1966, dóttir
þeirra er Úlfhildur Elísa, f. 2007. 5)
Sigurveig Guðmundsdóttir, f. 22.
Pabbi var margbrotinn persónu-
leiki sem átti á sér nokkrar hliðar
enda var hann í tvíburamerkinu og oft
er talað um að þeir séu a.m.k. tvær
persónur og finnst okkur það eiga vel
við pabba okkar. Pabbi var mjög
tryggur og trúr fjölskyldu sinni, hann
vildi eiga stóra fjölskyldu og naut
þess að hafa margt fólk í kringum sig.
Og segja má að það hafi ræst, þau
hjón áttu saman fimm börn og 13
barnabörn.
Pabbi kvartaði aldrei, varð sjaldan
misdægurt og féll aldrei verk úr
hendi. Hann var mikill eldhugi og
voru áhugamál og vinnan eitt og hið
sama fyrir honum. Það er skógrækt
og landgræðsla átti hug hans allan og
heimilið bar þess oft merki. Var það
oftar en ekki undirlagt undir fræ og
köngla. Ein af minningunum varðandi
óbilandi áhuga hans á skógrækt er
þegar fjölskyldan var í sumarbústað
hjá Andrési og Þorgerði í Borgarfirð-
inum, en þau voru vinafólk pabba og
mömmu. Pabbi og Andrés voru með
fjöldann allan af plöntum sem ætlunin
var að gróðursetja þessa helgi. Ég,
Aðalheiður, var þá 18 ára og dóttir
Andrésar, var á svipuðum aldri. Við
tvær ætluðum okkur á sveitaball um
kvöldið og óskuðum eftir að fá bílinn
hans pabba lánaðan. Það var sjálfsagt
mál að því tilskildu að við aðstoðuðum
þá pabba og Andrés við að setja niður
um tvö þúsund plöntur, sem eins og
nærri má geta, var hörkupuð og við
því heldur framlágar á ballinu um
kvöldið. Hægt væri að segja fleiri sög-
ur í þessum dúr þar sem við systkinin
tókum þátt í að gróðursetja eða safna
fræjum og oftar en ekki voru börn
vinafólks þeirra pabba og mömmu
með í þeim leiðöngrum.
Pabbi var mjög minnugur og fannst
okkur að ekki væri hægt að reka hann
á gat. Ég, Sigurveig, ákvað nú samt að
láta reyna á það um tíu ára aldur. Ég
og Mary, æskuvinkona, vorum að fara
í einn leiðangurinn með honum og
spurði ég hann hve langt væri til sól-
arinnar, viss um að nú gæti hann ekki
svarað. Pabbi hins vegar tók sig til,
hinn rólegasti við aksturinn, að þylja
hve hratt ljósið ferðaðist og vissi hann
að það tæki rúmar 8 mínútur að ber-
ast frá sólu og reiknaði þetta svo bara
í huganum og ég var heldur hissa og
skömmustuleg aftur í. Ekki voru
gerðar frekari tilraunir í bráð við að
reyna að reka hann á gat.
Pabbi var mjög ákveðinn, hann
hafði ekki áhyggjur af áliti annarra,
svo við systkinin fórum nú stundum
hjá okkur, sérstaklega á unglingsár-
um. Árið 1969 var Skógræktarfélag
Kópavogs stofnað og var hann fyrsti
formaður félagsins. Mamma og pabbi
bjuggu í Noregi fyrsta hluta hjóna-
bands síns og elstu tvö börn þeirra.
Eftir það ferðuðust þau hjónin oft til
Noregs og nærliggjandi landa, en
höfðu alla tíð mjög sterkar taugar til
Noregs, lærðu t.a.m. öll systkinin
norsku í stað dönsku. Oft voru gestir á
heimilinu frá Norðurlöndunum og
mikil rækt við tengsl þangað.
Elsku mamma lést fyrir réttum
fjórum árum og varð pabbi aldrei
samur eftir það. Hann bar harm sinn í
hljóði en ljóst var að heilabilun fór að
hrjá hann einu til tveimur árum síðar.
Nú ertu kominn til mömmu, Guð
blessi þig, elsku pabbi,
Aðalheiður og Sigurveig.
Það var í kringum árið 1970 sem ég
fór fyrst að venja komur mínar á Auð-
brekku, sem nú heitir Laufbrekka, en
á þeim árum vorum við hjónakornin
að stíga okkar fyrstu skref saman.
Ég man hvað mér fannst mikið til
heimilislífsins á Laufbrekkunni koma
því húsbóndinn á heimilinu, hann
Guðmundur, talaði aðallega norsku,
ásamt latínu og þýsku og sem ég skildi
náttúrulega ekki orð í og mín yndis-
lega tengdamamma, hún Sólveig, tók
mér frá fyrsta degi eins og hún hefði
alltaf þekkt mig.
Á Laufbrekkunni var borðaður
mjög framandi matur, að mér fannst.
Þetta var matur sem ég hafði aldrei
bragðað eins og gæsir, rjúpur og
óreykt svínakjöt og laufabrauð var
steikt fyrir jólin. Í mörg ár voru þeir
fáir sunnudagsmorgnarnir að við fær-
um ekki í morgunmat á Laufbrekk-
una, fyrst bara tvö og síðan með sí-
stækkandi barnahópinn okkar. Að
loknum morgunmatnum sem tók
langan tíma að innbyrða, var sest til
stofu með kaffi og eitthvað sætt og
spjallað í rólegheitum fram eftir degi.
Norsku blöðin sem hún tengda-
mamma var áskrifandi að voru lesin
upp til agna í leiðinni.
Jólahátíðin var alltaf sérstaklega
skemmtileg og ber fyrst að nefna
laufabrauðsbaksturinn sem endaði
með að borðað var hangikjöt með öllu
tilheyrandi. Oft voru haldin jólaboð og
ég skil eiginlega ekki enn í dag hvern-
ig við komumst öll fyrir því við vorum
svo mörg til borðs. Það var til siðs á
heimilinu að taka í spil um jólin og þá
var hávaðinn oft yfirgengilegur. Ekki
nóg með það, heldur lögðu systkinin
öll á minnið hvaða spil hver og einn
hafði lagt út og var maður skammaður
ef maður fylgdist ekki nógu vel með.
Þar sem ég hafði aldrei spilað fyrr en
ég kynntist fjölskyldunni fékk ég oft
skammirnar. Ég á ótal margar góðar
minningar frá öllum þessum árum.
Guðmundur var vel gefinn og fróð-
ur maður en í leiðinni mjög sérstakur
og flókinn. Hann var ekki allra en mér
var hann alltaf sérstaklega góður.
Hann kenndi mér að tefla og hjálpaði
mér oft þegar einhver snillingurinn
var langt kominn með að máta mig.
Það var sárt að sjá hvað honum hrak-
aði eftir ótímabært andlát elsku
tengdamömmu. Kannski var það samt
ekkert skrítið því hún dýrkaði hann
og dekraði svo við hann að eftir því var
tekið. Ég trúi því að þau hjónin séu nú
sameinuð eins og þau voru í lifanda
lífi.
Ég vil þakka tengdapabba fyrir
fjörutíu ára samfylgd og bið Guð að
blessa minningu hans.
Sigríður Huld Konráðsdóttir.
Nú er elsku afi Guðmundur látinn
og alltaf er jafn erfitt að kveðja ástvini
sína. Maður reynir að líta á minning-
arnar sem jákvæðan hlut því það er
það eina sem maður á eftir.
Fyrstu minningarnar mínar með
afa er þegar við systkinin fórum með
honum í hesthúsið og fengum að fara
á hestabak, það fannst okkur rosalega
gaman. Á leið þangað sýndi hann mér
einu sinni hvernig hægt er að búa til
mynd úr hálsbrjóstsykurbréfi. Einnig
man ég vel eftir morgunverðunum í
laufbrekkunni, þar var alltaf tekið alls
kyns góðgæti fram á borð.
Afi var hörkuduglegur maður og
ræktaði tré og hafði gaman af. Hann
kallaði okkur systur ekki nöfnum okk-
ar heldur notaði eftirnöfn eða breytti
þeim jafnvel og það fannst mér sér-
kennilegt á sínum tíma en lærði svo
með tímanum að það var bara hann
afi. Einnig á ég bæði minningar úr
laufabrauði og fjölskylduboðum og á
maður eftir að sakna þeirra stunda.
En, elsku afi, nú kveð ég þig en
minning þín mun lifa.Vona innilega að
þú sért nú kominn til ömmu Sólveigar
og hafir það gott.
Þín,
Svanborg.
Elsku afi minn, núna ertu farinn yf-
ir móðuna miklu og margar minning-
ar streyma fram þegar ég sit hér og
skrifa minningarorð um þig. En hvar
á að byrja?
Flestar minningarnar eru frá því að
ég var að skottast með þér uppi í hest-
húsi, þar hjálpaði ég þér með að moka
skít, kemba hestunum og gefa þeim,
ég fékk einnig að hjálpa þér að temja
hann Litla Ófeig sem ég fékk að eiga
með þér. Ferðirnar upp í hesthús tóku
sinn tíma því á leiðinni þangað þurftir
þú alltaf að erindast eitthvað og koma
við hjá honum nafna þínum en á leið-
arenda komumst við þó alltaf og þar
var staldrað við í góða tvo tíma.
Ég, Erla og Gummi bjuggum hjá
ykkur ömmu í smátíma meðan húsið
okkar í Bergsmáranum var í bygg-
ingu. Meðan á dvöl okkar hjá ykkur
stóð nutum við góðs af því að vera
dekruð og gjörspillt af bæði þér og
ömmu á alla kanta. Það var alltaf svo
yndislegt að koma á Laufbrekkuna til
þín og ömmu, þar mætti manni alltaf
gestrisni og kærleikur.
Laufabrauðsgerð ár hvert sem
haldin var heima hjá ykkur var ómiss-
andi þáttur í því að komast í jólaskap,
þar kom stórfjölskyldan saman og
skar út laufabrauð, borðaði og söng
jólalög. Það er óhætt að segja að þú
hafir verið sterkur persónuleiki, fróð-
ur maður og barngóður og þeir sem
þig hittu á förnum vegi muna sko al-
veg örugglega eftir þér.
Eftir að amma Sólveig dó hvarf
hluti af þér þannig að það gleður mig
að þið séuð sameinuð á ný og saman
getið þið minnst vorsins 1952.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Far þú í friði og það er með þakk-
læti og söknuði sem ég kveð þig, elsku
afi minn.
Íris Björk Árnadóttir.
Mér var mjög brugðið þegar ég
kom og heimsótti þig síðast, elsku afi
minn, við mamma höfðum verið í leik-
húsi með eldri dóttur mína hana Að-
alheiði Ágústu og ákváðum að kíkja til
þín og koma með bolludagsbollur með
til þín. Þú varst alltaf svo mikill sæl-
keri að okkur þótti þetta vel til fundið.
En þú varst orðinn svo veikur þá að
ekki gastu notið kræsinganna með
okkur.
Ég á margar minningar um hann
afa minn, þær sem helst koma upp í
hugann eru þær ófáu sundferðir sem
við fórum ásamt Erlu Maríu frænku á
Hótel Loftleiðir. Við frænkurnar busl-
uðum í lauginni meðan þú naust þess
til fulls að vera í gufunni og kom það
oftar en einu sinni fyrir að við þyrftum
að biðja vörðinn um að hnippa í þig.
Þú hafðir mikið gaman af því að
horfa á góða spennuþætti og máttir
ekki missa af Derrick eða Matlock og
þá var gott að fá okkur barnabörnin
eða ömmu til að taka upp fyrir þig. Ég
gleymi því seint er við tvö vorum að
horfa saman á vídeó í Laufbrekkunni
og þú sem oftar sofnaðir, ég hélt bara
áfram að horfa á myndina en þegar þú
vaknaðir varð maður auðvitað að
byrja þar sem þú sofnaðir.
Ég dvaldi mikið hjá ykkur ömmu á
mínum yngri árum og fékk að njóta
þess að eiga ykkur að, vorum við
mamma hjá ykkur alltaf um jólin og
nutum góðs af því. Þú komst okkur
alltaf skemmtilega á óvart þegar þú
komst með gjöfina til ömmu seint á
Þorláksmessukvöldi og þig vantaði að
láta pakka henni inn, sem dæmi um
gjafir má nefna dekkin góðu undir
Mözduna góðu og nýju dýnuna í rúmið
hjá ömmu.
Í seinni tíð höfum við ekki hist eins
mikið en mér þótti voða vænt um það
þegar þú komst í skírn eldri dóttur
minnar sem var m.a. skírð í höfuðið á
henni elsku Sólveigu ömmu. Þú varst
alltaf svo glaður að sjá stelpurnar
mínar og naust nærveru þeirra.
Elsku afi minn, ég veit að þú ert
kominn á betri stað og hún amma,
sem þú saknaðir mikið, er hjá þér.
Þín,
Erna Sólveig, Sigurjón Ingi,
Aðalheiður Ágústa og Ellen Inga.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund, því miður miklu fyrr en ég átti
von á því ég var alveg handviss um að
ef einhver næði 100 ára aldri þá yrðir
það þú.
Þegar ég settist niður til þess að
skrifa kveðjuorð til þín kom fullt af
minningum upp í hugann. Það fyrsta
sem mér dettur í hug þegar ég hugsa
til þín er hatturinn og skeggið. Þú
fórst nær aldrei út úr húsi án þess að
vera með hatt en lagðir engu að síður
mikið upp úr því að vera vel greiddur
en við systurnar veltum því mikið fyr-
ir okkur hvernig þú fórst að því að
greiða hárið í svona bylgjur. Þú varst
með langt og mikið yfirvaraskegg sem
jafnan vakti eftirtekt og kátínu þeirra
sem á vegi þínum urðu. Þú varst fróð-
ur maður og bjóst yfir hafsjó af upp-
lýsingum. Þú hafðir yndi af skógrækt
og varst alltaf að segja mér frá hinni
eða þessari plöntunni og varst iðulega
að rækta einhverja græðlinga í pott-
um.
Þitt helsta áhugamál, auk skóg-
ræktarinnar, var hestamennskan og
fór mestur þinn frítími í hana. Við
barnabörnin nutum góðs af því þar
sem við fengum stundum að fara með
Guðmundur Örn Árnason
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Við þökkum innilega veitta samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og mágs,
BJÖRNS JÓNSSONAR
fv. skólastjóra Hagaskóla.
Heiður Agnes Björnsdóttir, Hákon Óskarsson,
Magnús Jón Björnsson, Ragna Árnadóttir,
Kjartan Hákonarson, Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir,
Brynhildur Magnúsdóttir,
Agnes Guðrún Magnúsdóttir,
Helgi Magnússon, Björg Baldvinsdóttir.