SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 18
18 7. nóvember 2010
Ó
skar Hrafn hóf nýlega störf
sem fréttastjóri helgarblaðs-
ins Fréttatímans, en tók á
móti blaðamanni heima hjá
sér eftir vinnu á mánudegi. Fótbolti
merktur Messi liggur undir eldhúsborði
og plakat af knattspyrnugoðinu hangir í
borðstofunni, svo ekki þarf mikla rann-
sóknarblaðamennsku til að átta sig á því
að áhuginn hefur smitast á milli kynslóða;
Óskar á þrjú börn með Laufeyju Kristjáns-
dóttur eiginkonu sinni og á sjálfur að baki
frækinn knattspyrnuferil.
Nú hleypur hann inn á ritvöllinn.
– Hvernig kviknaði hugmyndin?
„Ég var búinn að ganga með það í mag-
anum lengi að skrifa bók og síðasta ár
fæddist hugmynd, sem ég gerði þó ekkert
í – fyrr en ég hætti [sem fréttastjóri] á Stöð
2 í byrjun maí. Þá loks gafst mér andrúm
og tími til að hugsa um annað en fréttir,
sem höfðu stjórnað lífi mínu í mörg ár. Ég
settist niður, fór að móta efnið skipulega,
hellti mér í rannsóknarvinnu og síðan
skrifaði ég bókina. Hugmyndavinnan stóð
því lengi yfir, en sjálf vinnan við bókina
tók ekki svo langan tíma.“
Útrásarvíkingar og demantar
– Hvaða hjalla var erfiðast að yfirstíga?
„Í fréttum þarf maður að halda sig við
staðreyndir, flækja ekki hlutina með til-
finningum eða persónulýsingum, og það
reyndist mér ansi erfitt til að byrja með að
stíga út úr því hlutverki. Fyrsta uppkast
að bókinni hefði getað verið 22 síður, al-
veg stælalaust, atburður, rannsókn og
endir,“ segir hann hreinskilnislega og
hlær.
„En það var langerfiðast að lýsa veðri,
útliti fólks og setja sig inn í hugarheim
þess – að búa til persónur og skapa
stemningu. Enda er það nokkuð, sem
maður forðast í leifturstuttum fréttum,
sem snúast bara um: Hver, hvað, hvenær,
hvers vegna og hvað svo.“
– En hugmyndin kviknaði út frá frétt?
„Við skulum orða þetta þannig, að það
var ákveðinn grunnur, sem hafði verið að
byggjast upp. Ég vissi nokkurn veginn
hverjar aðalpersónurnar væru og hvað
þær höfðu fyrir stafni áður en kom að
deginum, þar sem bókin gerist í núinu. En
að einhverju leyti small þetta allt saman
þegar ég heyrði sögu, ekki löngu áður en
ég hætti sem fréttastjóri.“
– Var hún af íslenskum útrásarvík-
ingum?
„Já, af útrásarvíkingum og demöntum.
En þegar kafað var dýpra ofan í þá sögu sá
ég að sú hlið á málinu var sennilega lang-
sótt og átti tæpast við rök að styðjast. Hún
vakti mig hins vegar til umhugsunar um
það, hvernig hægt er að láta auðæfi
hverfa. Peningar eru alltaf á einhvern hátt
rekjanlegir, skilja eftir sig slóð, jafnvel þó
að þeir séu faldir með keðju eignarhalds-
félaga. Annað gildir hins vegar um gull og
demanta; það má láta helvíti mikið magn
af því hverfa sporlaust – til dæmis í
bankahólfi í Sviss.“
Ekki flogið með einkaþotu
– Þú gefur lesendum innsýn í lífsstíl út-
rásarvíkinga, nokkuð sem þú hlýtur að
hafa fengið veður af sem fréttastjóri und-
anfarin ár?
„Já, ég geri það, að svo miklu leyti sem
ég get það, því ég hef eingöngu fylgst með
úr ákveðinni fjarlægð; ég hef ekki flogið
með einkaþotu, setið í snekkjupartíum
eða gist á fimm stjörnu hótelum. Ég hef
aldrei farið í slíkar ferðir og því ekki upp-
lifað þetta sjálfur. Og þetta er auðvitað
skáldsaga, fólk má ekki gleyma því, ekki
sagnfræðileg heimild um þennan tíma. En
sagan veitir hins vegar ákveðna innsýn.
Það er algjörlega á hreinu að lífið sem lýst
er í þessari bók gefur ákveðna hugmynd
um þennan heim – við sjáum það á frétt-
um og fleiru. Kannski er kafað dýpra ofan
í það, þegar því er lýst í smáatriðum
hversu langt menn voru tilbúnir að ganga
í tippakeppninni. Þegar ég skrifaði bók-
ina, þá kafaði ég ofan í hvað ræki þá áfram
þessa menn og einhvern veginn fannst
mér samnefnari vera þörfin fyrir að sanna
sig, og þá ekki endilega fyrir sjálfum sér,
frekar fyrir öðrum.“
– Tónninn er gefinn strax á fyrstu síðu
þegar Steinn Þorri skilur eftir miða til for-
eldra sinna.
„Já, og útrásarvíkingar eru ekki frá-
brugðnir öðrum að þessu leyti. Það er ekki
eins og vera rauðhærður eða örvhentur að
vera útrásarvíkingur. Öllum líður illa ef
þeir standa sig ekki og það finnst öllum
leiðinlegt að bregðast foreldrum sínum.
En mér sýnist á öllu, að það hafi verið
minnimáttarkennd sem dreif þá áfram og
þörfin fyrir að sýna öðrum hversu langt
þeir gætu komist.“
– Það gefur líka ákveðna innsýn þegar
þú lýsir vinnubrögðum á Dagblaðinu, þar
sem allt er lagt upp úr sterkri forsíðu?
„Ætli Dagblaðið flokkist ekki undir að
vera „tabloid“, og það er bara eitt sem slík
blöð snúast um, það er að selja og til þess
þurfa þau að hafa „djúsí“ efni á forsíðu.
Þeir eiga það sammerkt, sem vinna á
þessum blöðum, að vera tilbúnir að gera
helvíti margt til að ná í það sem þarf til að
selja blaðið. Enda átta þeir sig á því að ef
blaðið selst ekki, þá eru þeir fljótlega at-
vinnulausir.
Og því miður er því þannig farið á Ís-
landi, að fólk kaupir ekki gleði og afrek,
heldur eymd og volæði. Ef þú stingur upp
á viðmælanda á slíku blaði, þá ertu spurð-
ur: Já, hefur hann fengið krabbamein?
Hefur hann lent í skilnaði? Er konan hans
veik?
Það er hollt fyrir alla að kynnast þessum
geira, en ég held það sé ekkert sérlega
hollt að ílengjast þar, af því að þá tapast
samúðin fyrir fólki.“
Stíg ekki í predikunarstól
– Sagan veitir líka innsýn í vinnubrögð
lögreglunnar.
„Ég fékk ótrúlega góðar móttökur hjá
lögreglunni, sérstaklega Ragnari Jónssyni
og Björgvini Sigurðssyni í rannsóknar-
deildinni. Ragnar er örugglega færasti
blóðferlasérfræðingur og vettvangsrann-
sóknarmaður á Íslandi og Björgvin er
DNA-sérfræðingur. Þeir eru ævintýralega
klárir í því sem þeir fást við og voru boðn-
ir og búnir að hjálpa mér, sem gerir það að
verkum að sú hlið sögunnar er vonandi
eins trúverðug og kostur er. Ég hafði ekki
hugmynd um hvað myndi gerast þegar
einhver væri stunginn með hníf í magann,
hvert blóðið færi, hvernig sárið liti út,
hvar mætti finna DNA, hvert sýnið er sent
og hvað tekur langan tíma að fá nið-
urstöðu. Þannig að þeirra hjálp var ómet-
anleg.“
Græðgi og
siðblinda
Martröð millanna nefnist fyrsta skáldsaga Ósk-
ars Hrafns Þorvaldssonar, sem kemur út á
fimmtudag hjá Forlaginu. Eins og titillinn ber
með sér er þetta glæpasaga, sem skírskotar til ís-
lensks veruleika.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Óskar Hrafn segir að það
sé ekki eins og að vera
rauðhærður eða örvhentur
að vera útrásarvíkingur.
„Þú lýsir því á einum stað í bókinni að eig-
andinn hringir í ritstjóra Dagblaðsins til að
hafa áhrif, en fær það óþvegið. Byggirðu það
á eigin reynslu sem fréttastjóri?
„Ég hef verið alveg óhræddur við að við-
urkenna það, að Jón Ásgeir Jóhannesson
hringdi í mig, eins og fjölmargir aðrir sem
ekki voru ánægðir með fréttaflutninginn. Ég
held að allir fréttamenn hafi fengið slík sím-
töl. Það sem gerði þetta flóknara í tilfelli
Jóns Ásgeirs er að hann var eigandi fyrirtæk-
isins. Ég lét það ekki trufla mig, en að ein-
hverju leyti er það samt óþægileg staða,
bæði fyrir fréttastjórann og þann sem stýrir
miðlinum, en líka fyrir eigandann. Ef ég hefði
unnið á kerru í Bónus og talað illa um eig-
andann eða komið honum illa, þá hefði ég
verið fljótur að fjúka. En vandamálið sem all-
ir eigendur fjölmiðla standa frammi fyrir er
að þetta er eina tegundin af fyrirtækjum, þar
sem þeir eiga erfitt með að reka þá sem
þeim er illa við. Og það skapast vandamál ef
eigendurnir telja sig eiga eitthvað inni hjá
starfsmönnum vegna að þeir hafi lagt pen-
inga af mörkum til að halda lífi í fjölmiðl-
inum, það sé þeim að þakka að fólkið hafi
vinnu. Það gengur ekki upp í fjölmiðlafyr-
irtæki. Kannski gengur það upp í smásölu-
eða fjármálafyrirtækjum …“
Hann hristir höfuðið.
„Nei, reyndar er það ekki gott dæmi. Það
gengur ekki heldur upp þar. Auðvitað er það
óþægilegt ef menn eru áberandi í þjóðfélag-
inu, berjast á mörgum vígstöðvum, og eiga
fjölmiðla. Ég held að það fari illa saman.
Reynslan sýnir það.“
– Það skapar alltaf tortryggni?
„Já, það gerir það. Það þýðir að hlutleysi
þitt er aldrei hafið yfir allan vafa. Ef fluttar
eru tíu neikvæðar fréttir af eigandanum og
svo kemur ein jákvæð, þá er verið að ganga
erinda hans. Á endanum er það það eina
sem maður getur gert, að vera trúr sjálfum
sér og hafa pung til að birta það sem eru
fréttir, hvort sem það kemur eigandanum vel
eða illa. Að láta sig hafa það, að eiga yfir
höfði sér skammir eigandans eða hælbít-
anna sem telja þig ganga erinda hans.“
– Svo freistar það eflaust einhverra að
láta bara undan kröfum eigandans, sem
sendir peningaumslag í hverjum mánuði?
„Já, það getur verið að það sé freistandi,
en fyrir mér var það aldrei kostur. Eflaust
eiga einhverjir bágt með að trúa því, en fyrir
mér snerist þetta bara um einn hlut, það var
að koma heim og geta horfst í augu við sjálf-
an mig í speglinum með hreina samvisku.
Og hún fæst bara með því að gera það sem
hjartað býður manni og láta ekki stjórnast af
neinu nema sínu eigin fréttamati. En sjálf-
sagt hefði lífið verið auðveldara ef maður
hefði einhvern tíma látið að stjórn.“
Hann velur orðin vandlega.
„En samt verður að koma fram, að það
reyndi aldrei neinn að stoppa frétt sem við
fluttum. Menn höfðu ólíkar skoðanir á því
hvað teldist fréttnæmt, en þannig er það oft
þegar eitthvað gerist sem stendur fólki
nærri. Og víst gat blásið hressilega eftir
fréttir!“
– Er lífið þægilegra á Fréttatímanum?
„Já, já, það er þægilegra. Það er þrúgandi
að lifa í þannig umhverfi, að hlutleysi þitt sé
ekki hafið yfir allan vafa. Það er erfitt og lýj-
andi fyrir menn sem eru heiðarlegir í því sem
þeir fást við. Þannig að það er léttir að vera í
þeirri stöðu, að eigandinn sé ekki alltumlykj-
andi – það er alveg klárt mál.“
Gat blásið hressilega eftir fréttir